Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 8
24 (■561 \ Ji l'j-JM'-rjJfH FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989. Þær eru greinilega vinsælar, stöll- umar Bette Midler og Lály Tomlin en þær birtast í hlutverkum tví- bura í gamanmyndinni Big Busi- ness sem skýst á toppinn eftir að hafa verið aðeins eina viku á lista. Nokkrar aðrar breytingar eru á listanum. Bright Light, Big City fer aftur inn á listann eftir að hafa dottið út í síðustu viku. Þá koma tvær ólíkar sakamálamyndir inn á listann. Önnur er breska gæða- myndin Mona Lisa þar sem Bob Hoskins fer á kostum í hlutverki smákrimma. Hin er FBI Murders sem hefur undirtitilinn In The Line of Duty. Segir þar frá sönnum at- burðum er þykja þeir blóðugustu í sögu FBI. DV-LISTINN 1. (3) Big Business 2. (5) D.O.A. 3. (2) Moving 4. (6) Midnight Run 5. (4) Big 6. (-) Bright Lights, Big City 7. (4) Licence To Drive 8. (7) The Beast Of War 9. (•) Mona Lisa 10. (-) FBI Murders ★★ Ævintýraheimur LEGEND Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Rldley ScotL Handrit: William Hjortsberg. Framleiðandi: Arnon Milc- han. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Mia Sara, Tlm Curry og David BennenL Bandarisk 1985. 90 min. Bönnuð yngri en 16 ðra. Ridley Scott hefur vakið athygh sem sérstæður kvikmyndamaður með skemmtilegt auga fyrir myndatöku og sviðsmynd. Haxm hóf hryllingsmyndir inn í nýjar víddir með Alien sem er sérlega dæmigerð fyrir stíl Scotts. Hér nýt- ur hann aðstoðar rithöfundarins Hjortsberg sem samið hefúr fjölda hryllingssagna, m.a. söguna sem lá að baki Angel Heart. Hér reynir Scott fyrir sér í ævin- týraheimi þar sem hann lætur gott og Qlt (ljós/myrkur) takast á. Ævin- týrið er algert og myndin nánast gerist í draumaheimi. Segir hún frá ungri prinsessu sem heillar skóg- arbúa til aö sýna sér einhyraing með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Atburðarásin er hröð og fljótlega verður prinsessan umsetin af þeim vonda sjálfum. Því miður er ævintýrið heldur klént og lítt áhugavekjandi og súr- realisk myndataka bætir þar ekk- Slte ts of. the purmt immeme. Htt is pur<> tvii, iie i$ Darknefis. ert úr. Er t.d. fróðlegt að bera sam- an þessa mynd og hina velheppn- uðu Princess Bride. Þrátt fyrir ágætt gervi og mjög sérstæða takta Curry í hlutverki hins vonda verða höfuðpersónum- ar tvær fremur óspennandi. Þá er Craise fremur væminn í hlutverki skógarálfs. -SMJ MOVING Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Alan Metter. Aöalhlutverk: Richard Pryor, Beverly Todd og Randy Quald. Bandarfsk, 1987 - sýningartimi 86 mín. Leyfó öllum aldurshópum. Richard Pryor, sem staöið hefur í skugganum af Eddie Murphy á undanfómum árum, sýnir í Mo- ving að hann er engu síðri gaman- leikari en Murphy. Pryor hefur hingaö til vægast sagt verið mis- tækur í hlutverkavali. Það verður nú samt að segjast að ef ekki væri fyrir leikhæfileika Pryors væri Moving lítið fyrir aug- að. Söguþráðurinn er í rauninni á mörkum þess að vera frambærileg- ur. Pryor leikm- verkfræðing nokk- um sem sagt er fyrirvaralaust upp störfúm. Fyrir utan að vera at- vinnulaus á hann í miklum ná- grannaeijum við fyrrverandi Viet- nam-hermann sem hefur unun af að hrella nágranna sinn. Vandræði Pryors byrja þó ekki fyrir alvöru fyrr en hann fær vinnu IttooV USyears hts htxnc fectand movíng menoncciay todestrey U 2.000 kílómetra frá heimili sínu. Eftir mikið þref samþykkir loks fiölskyldan að flytja með honum. Oheppni Pryors er samt með ólík- indum. Þeir sem sjá um flutning- ana fyrir hann stela öllum hús- gögnunum. Þegar fiölskyldan ætlar að flylja í draumahúsið sitt er fyrri eigandi búinn að hirða allt sem fast var, meira að segja sundlaugina, og þegar hann mætir í nýju vinn- una kemur í ljós að ekki er aUt gull sem glóir. Eins og í öllum myndum Ric- hards Pryor er söguþráðurinn far- sakenndur og liggur við að hann sé fáránlegur en Pryor er einstak- lega laginn við að láta enda ná sam- an. Það er helst er hann bregður sér í Rambo-gervið aö hann fer yfir markið. Fyrir utan Pryor sýnir Randy Quaid góðan gamanleik í hlutverki nágrannans sem helst vill vera í stríösleik við Pryor. Moving er gamanmynd þar sem fáránleikinn ræður ferðinni og því ekki fyrir aUa en þeir hafa gaman af sem hafa séö Richard Pryor áður og líkað hann. -HK ★★ Hver myrti söngkonuna? THE MAN IN THE BROWN SUIT Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Alan Grint. Aöalhlutverk: Stephanie Zimbalist, Ed- ward Woodward, Tony Randall og Rue McClanahan. Bandarfsk, 1988 - sýningartimi 96 mfn. Leyfð öllum aldurshópum. Skáldsögur Agöthu Christie hafa ávaUt verið verðugt verkefni fyrir kvikmyndagerðarmenn. Sögumar búa yfir—dnstökum sjarma sem þegar vel er farið með skilar sér í kvikmyndaforminu. Þær eru orðnar nokkrar kvik- myndimar sem byggðar eru á æv- intýrum persóna á borð við Herc- ule Poiroit og ungfrú Marple en þær tvær skáldsögupersónur Agöt- hu Christie hafa orðið hvað þekkt- astar. The Man In Brown Suit hef- ur ekki tvær fyrmefndu persónur tU að státa af heldur er aðalpersón- an ung stúlka, Anna Beddingfield, sem þráir ekkert meira en að lenda í ævintýrum og hún fær svo sann- arlega ósk sína uppfyUta og vel það um leið og hún lendir á flugveliin- um í Kaíró. AUar bestu kvikmyndir, er gerð- ffli® DQISStflD ■ STIMffi ZiffijsyST ar hafa verið eftir sögum Agöthu Christie, hafa verið gerðar af Bret- um. The Man in Brown Suit er aft- ur á móti gerð af Bandaríkjamönn- um fyrir sjónvarp og er greiiúlegt að þeir vestan hafs ná ekki að koma tíl skila hinni bresku frásagnarUst Christie jafnvel og landar hennar. í heUd er kvikmyndin frekar slöpp útfærsla á einni af þekktari bókum Agöthu Christie. Þó bregð- ur fyrir ágætum köflum sem því miður eru aUtof fáir. Aðalhlutverkið leikur Stephanie ZimbaUst sem er þekkt sjónvarps- stjama vestanhafs. Ekki tekst henni að blása Ufi í persónuna og fljótlega er áhorfandanum nokkuð sama um örlög hennar. Sá ágæti leikari Edward Woodward, sem þekktastur er hérlendis fyrir leik sinn sem Bjargvætturinn í sam- nefndum sjónvarpsþætti, leikur einnig stórt hlutverk. Hefur hann sem aðrir leikara oft gert betur. The Man in Brown Suit er ein af þeim myndum sem hefði getað ver- ið miklu betri heföi vandaðri vinnubrögð ráðið ferðinni. Eins og hún kemur fyrir sjónar áhorfand- ans er hún í besta falU sæmUeg afþreying. _HK ★ ‘/2 r ^ É. Flagð undir fögru skinni TOO GOOD TO BE TRUE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Christian Nyby. Aðalhlutverk: Patrlck Duffy, Loni Ander- son og Julie Harrls. Bandarisk, 1988 - sýningartimi 95 mín. Patrick Duffy, sem er þekktari hérlendis sem Bobby Ewing í DaU- as, leikur í Too Good to Be True þekktan rithöfund, Richard Har- land, sem nýlega hefur misst eigin- konu sína í bUslysi. í sama slysi lamaðist sonur hans. í byijun myndarinnar kemur hann á sveitasetur sitt ásamt syni sínum. Þar er nágranni hans hin stórglæsUega EUen sem í fyrstu virðist vera fúllkomnunin holdi klædd. Harland kolfeUur fyrir henni og ekki Uður á löngu þar til brúðkaup hefur farið fram. Eftir nokkurra vikna sambúð fara að koma í ljós skapgerðargaU- U takc.s morc than mufdcr to hokl onto lovc. ar sem Harland hafði ekki reUmað með og verður hjónaband hans brátt að vítiskvölum er ná hámarki þegar sonur hans deyr á dularfuU- ar hátt... Too Good to Be True er sykursæt sakamálamynd. Söguþráöurinn er ágætur þótt oft hafl hann birst í mörgum útgáfum. Leikstjórinn hefur aftur á móti ákveðið að fara skufi mjúkum höndmn um aUt og því verður myndin yfirborðs- kennd. Patrick Duffy fer átakalaust í gegnum hlutverk sitt, of átaka- laust. Myndin stendur og feUur aft- ur á móti með Loni Anderson er leikur EUen. Anderson, sem einnig er þekkt sem frú Burt Reynolds, er stórglæsUeg og hefur maður á tUfinningunni að Barbie-dúkkan sé hönnuð eftir henni. Hún er aftur á móti ekki mikU leikkona og vantar tilfinnanlega dýpt í leik hennar sem er nauðsynlegt í svo erfiðu hlutverki. -HK Fokið í flest skjól TRACY 1 & 2 Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Don Crombie og Kathy Muell- er. Handrit: Michael Fisher, Ted Ro- berts og Leon Saunders. Aóalhlutverk: Tracy Mann, Chris Haywood, Nicholas Hammond og Linda Cropper. Áströlsk 1986. 2x120 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér er um miniseríu að ræða sem gerð er af áströlskum aðUum. Myndin lýsir því sem gerist þegar feUibylur dynur á Darwin, af- skekktri borg í ÁstraUu. Að sjálfsögðu umsnýst aUt mann- líf. Kallaðar eru tíl sögunnar marg- ar ólíkar persónur, enda háttur þátta af þessu tagi. Þar innan um grillir í forvitnUegar persónur og víða verður sagan mjög átakanleg. AUt þetta fóUc gengur í gegnum átökin og fæstir koma samir úr þeim. Fáir þættir af þessu tagi hafa komið út hér að undanfomu sem er næsta einkennUegt því að yfir- leitt hafa þeir notiö ágætra vin- sælda. Þessi sería er hvorki betri né verri en obbinn af því sem áður hefur verið gert á þessu sviði. Fátt er um frumlega drætti en sögunni lýst nokkuð skUmerkUega og á köflum töluverð spenna. Tæknivinna er ágæt þó að storm- urinn sé á stundum fremur rislág- ur. AUt sleppur þó fyrir hom og fyrir þá sem hafa nógan tíma til að drepa er ekki annað hægt en að mæla með þessum þætti. _smj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.