Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAjGUR 11. ÁGtJST 1989. 19 Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir föstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. mjómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavik, simi 77500 Unglingadansleikur fóstudags- og laugardagskvöld. Aldurstakmark fæddir 1973 og eldri. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, simi 50249 Diskótek föstudagskvöld. Hljóm- sveitin Blómarósin spilar laugar- dagskvöld. Magnús Þór spilar á kránni báða dagana. Danshúsið Glæsibær, Álfheimum, sími 686220. Danshljómsveit Hilmars Sverrisson- ar ásamt Önnu Vilhjálmsdóttur og gestasöngvara, Einari Júlíussyni, leika fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Borgarkráin er opin til kl. 24 báða dagana. Gömlu dansamir sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland, Ármúla 9, simi 617011 Sumarkamival föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek föstdags- og laugardags- kvöld. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, s. 670347 Hljómsveit leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 621625 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, simi 29098 Tríó Óskars Guðmundssonar, ásamt söngkonunni Kolbrúnu, leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Þórscafé, Brautarholti, simi 23333 Hafrót, hljómsveit hússins, leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags- kvöld. Diskótek á neðri hæðinni. ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. j^^^AKSTOR Ríó-tríóið mun skemmta gestum Óperukjallarans fyrst um sinn. Óperukjallarinn: Nýrveitinga- og skemmtistaður fyrir hresst fólk sem komið er af bamsaldri I kvöld veröur opnaður nýr veit- inga- og skemmtistaður, Óperu- kjallarinn, í hjarta borgarinnar, á neðri hæð veitingastaðarins Am- arhóls. Óperukjallarinn verður opinn öll kvöld vikunnar til klukkan eitt eft- ir miðnætti en til klukkan þrjú á fþstudögum og' laugardögum. í Óperukjallaranum verður píanó- bar með rólegu yfirbragði, einnig danssalur, gangar og skot fyrir óformleg fundahöld og um helgar eða eftir leiksýningar og óperu- kvöld bjóða kokkar Arnarhóls upp á miðnætursnarl að þörfum nátt- hrafna, gjaman að dönskum hætti: Arnarhóll veröur áfram opinn sem einn helsti matstaður borgar- innar á fyrstu hæð með aðahnn- gangi frá Ingólfsstræti. Inngangur í Óperukjallarann verður hins veg- ar frá Hverfisgötu. Arnarhólsgestir geta að sjálfsögðu htið niður í kjaU- arann hvenær sem þeir óska. Ákveðið hefur verið að aldurs- takmark í Óperukjallarann verði 25 ár. í fréttatilkynningu frá staðn- um segir að þaö séu ekki neinir fordómar gegn ungum aldri heldur sé þama verið að fara að óskum þeirra gesta sem sttmda Amarhól og tiilögum um það hvers konar stað þeir vilji stunda. Það verður lífleg tónlist í lifandi flutningi flest kvöld í Óperukjallar- anum og það verður hið lands- þekkta Ríó-trió sem mun skemmta gestum í fyrstu. Trió Óskars Guðmundssonar ásamt söngkonunni Kolbrúnu Sveinbjörnsdóttur. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, er nú komin á fullt eftir sumarfrí og byijar snúninginn með hinu landsþekkta Tríói Óskars Guð- mundssonar frá Selfossi ásamt söngkonunni Kolbrúnu Svein- bjömsdóttur. Munu þau skemmta gestum næstu tvær helgar. Óskar hefur lengi verið ein aðal- drifíjöðrin í skemmtanalífinu fyrir austan fjall. Hann dvaldi einnig nokkur ár í Svíþjóð, þar sem hann spiiaði með ýmsum kunnum hijómsveitum. Nú kemur Tríó Óskars Guðmundssonar saman á ný og endurtekur gömlu rokk- sveifluna, rómantíkina og fjörið. Gaukur á Stöng: Mál- fundur um frjálsar hug- ________j myndir Málfundur um fijálsar hug- myndir veröur haldinn á veit- ingahúsinu Gaukur á Stöng Tryggvagötu laugardaginn 12. ágúst Á fundinum verður fiall- að um stjómmálaástandið og stefnu núverandi ríkisstjómar. Lögð verður áhersla á nýjar hugmyndir og leiðir í stjóm- málabaráttunni. Framaögumenn verða meðal annarra Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur og Guðmundur Magnússon sagnfræðingur. Vilhjálmur Egilsson mun fialla um 9puminguna: „Hvað er byggðastefna?'1 en erindi Guð- mundar Magnússonar heitin „Emstjómmálin komin að niö- urlotum?". Eftir framsögur verða almennar umræður. Aðstandendur fundarins eru áhugamenn um ftjálshyggju og em allir áhugamenn um frjáls- lyndar hugmyndir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 14 og er gert ráð fyrir aö honum ljúki um kl. 17. Vetrarbrautin opn- ar eftir sumarfrí Casablanca: Vandals millilendir Bandaríska hljómsveitin Van- dals mun millilenda á íslandi á leið sinni til Evrópu og halda tónleika í Casablanca í kvöld. Hún er á leið til Evrópu til að fylgja eftir vin- sældum síöustu breiðskífu sinnar, Shppery When 111. Aður hefur hún gefið út tvær hljómplötur sem náð hafa þó nokkmm vinsældum á heimaslóð- um sveitarinnar í Suður-Kalifom- íu. Vandals er á margan hátt sérstæð hljómsveit og má geta þess að einn af þeim þremur, er skipa hljóm- sveitina,. stundaði um nokkurt skeið háskólanám við Háskóla ís- lands. Tónhst þeirra er yfirleitt kennd við oow-rokk í svipuðum stíl og tónhst Mojo Nixon og Skid Roper. Eins og áður sagði verða tónleik- ar Vandals í Casablanca og mun íslenska hljómsveitin Brak sjá til þess að tónleikagestir verði orðnir móttækilegir fyrir góðu rokki er Vandals stígur á sviðið. BMk er ný sveit og em hðsmenn hijómsveitar- innar öllum hnútum kunnugir hvað rokkið varðar enda hafa þeir komið víða við á tónhstarferli sín- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.