Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Side 1
)í*A ,tt Stjömubíó: Magnús Það telst ávallt til stórviðburða þegar ný íslensk kvikmynd er frumsýnd. í dag verður frumsýnd í Stjömubíói ný kvikmynd eftir Þráin Bertelsson sem er afkasta- mesti kvikmyndagerðarmaður okkar íslendinga. Þráinn á að baki fimm kvikmyndir í fullri lengd, Jón Odd og Jón Bjama, Nýtt líf, Dala- líf, Skammdegi og Löggulíf. Magn- ús er því sjötta kvikmyndin sem hann leikstýrir og telst það afrek út af fyrir sig því eins og vitað er fylgir því mikil fjárhagsleg áhætta að gera kvikmynd hér á landi. Fjórar kvikmynda Þráins em gamanmyndir og er það aðeins Skammdegi sem sker sig úr en þar er um sakamálmynd að ræða. Jón Oddur og Jón Bjami er létt mynd fyrir böm á öllum aldri en Nýtt líf, Dalalíf og Löggulífjaðra við að vera farsar. Magnús er gamanmynd en það er trú Þráins að fólki þyki gamanið. að þessu sinni með nokkuð öðrum hætti en í fyrri gamanmyndunum. Vonandi er hún ekki síður fyndin en gamninu fylgir nú meiri alvara en áður. „í fyrri gamanmyndum finnst mér ég hafa verið að þreifa mig áfram með ýmsar tegundir húmors og mér finnst sjáifum að húmorinn í myndinni rnn Magnús standi mér næst.“ í kynningu á myndinni er Magn- úsi lýst sem óvenjulegri mynd um venjulegt fólk. Hún fjallar um Magnús Bertelsson og fjölskyldu hans. Magnús er lögfræðingur hjá Lögfræði- og stjórnsýsludeild Reykjavikurborgar. Dag einn þeg- ar Magnús fer í sína árlegu læknis- skoðun fær hann að vita að hann sé að líkindum haldinn alvarlegmn sjúkdómi. Þessi yfirvofandi lífs- háski ýtir óþyrmilega við Magnúsi og fær hann til að líta yfir líf sitt og sjá það í nýju samhengi. Þegar hann ætlar að ræða þetta alvarlega ástand við fjölskyldu sína fær mál hans lítinn hljómgrunn hjá fjölskyldumeðlimum sem hver um sig er upptekinn af eigin vandamál- um. Vandi hans eykst þegar hann óviljandi sker upp herör gegn tengdafoður sínum, Ólafi, sem býr í útjaðri Reykjavíkur og ræktar hross. Búskaparhættir hans fara í taugarnar á yfirvöldum og er Lög- fræði- og stjómsýsludeild borgar- innar falið að kaupa jörðina og fel- ur Magnús undirmönnum sínum að sjá um málið. Þá kemur einnig til sögunnar Theódór leigubílstjóri, mágur Magnúsar og vinur. Sá er giftur en á í ástarsambandi við Egill Ólafsson leikur Magnús lög- fræðing, deildarstjóra á Lögfræði- og stjómsýsludeild Reykjavikur- borgar. PP' I unga stúlku sem heldur að hann sé atvinnuflugmaður hjá stóra er- lendu flugfélagi... Þekktir leikarar fara með aðal- hlutverkin í Magnúsi. Fyrstan ber að telja Egil Ólafsson er leikur Magnús. Guörún Gísladóttir leikur eiginkonu hans, Jón Sigurbjöms- son tengdaföður og Þórhallur Sig- urðsson (Laddi) leikur Theódór. Af öðrum leikurum má nefna Margréti Ákadóttur, Maríu Ell- ingsen, Erling Gíslason, Randver Þorláksson, Öm Ámason og Lilju Þórisdóttur. Fyrir utan að leikstýra samdi Þráinn handritið og er framleið- andi kvikmyndarinnar. Kvik- myndatökumaður er Ari Kristins- Skafti Guðmundsson og tónlist son en hann og Þráinn hafa lengi samdi Sigurður Rúnar Jónsson. starfað saman. Klippingu annaðist -HK Eiginkonu Magnúsar, listakonuna Helenu, leikur Guðrún Gísladóttir. Laddi, eða Þórhallur Sigurðsson, leikur Theódór leigubílstjóra, mág Magnúsar, og eins og sjá má á myndinni hefur hann brugðið sér I læknisleik. Veitíngahús vikunnar: Hótel Óöin- své - sjá bls. 18 Danskur gesta- leikur . - sjá bls. 20 Nýr skemmtistaður: Óperu- kjall- arinn - sjá bls. 19 Leikir í 1. deild- inni - sjá bls. 22 Casablanca: Bandarísk rokk- hljómsveit - sjá bls. 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.