Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989.
5
Fréttir
Álviðræðumar:
Ahugi fyrir
stækkun
- nýr fundur 1 október
Eftir vinnufund, sem haldinn var
í Stokkhólmi í síðustu viku, er enn
greinilega miíull áhugi fyrir hendi
hjá þeim erlendu aðilum sem hugs-
anlega tækju þátt í stækkun álvers-
ins í Straumsvík. Ýmislegt nýtt kom
fram á fundinum og mun stækkun
þykja hagkvæmari kostur en nýtt
álver. Samkvæmt heimildum DV eru
þó allir möguleikar opnir enn.
Aðilar hafa ákveðið að hittast aftur
í október þegar nákvæmari kostnað-
arathuganir hafa farið fram. Erlendu
aðilamir hafa lýst áhuga á að orku-
verð frá Landsvirkjun yrði það sama
og hægt er að fá í Ástralíu og Kanada.
Það mun vera álíka hátt í þeim Iönd-
um er til lengri tíma er litið.
Á næstunni mun nánar verða
skoðað hver stofn- og rekstrarkostn-
aður verður og spáð nánar í framtíð
iðnaðar í heiminum. Ekki hefur enn
verið gerð nákvæm samanburðarút-
tekt á launakostnaði hér og annars
staðar.
Samkvæmt heimildum DV mun
fulltrúum stóriðjunefndar þykja það
athyglisverðast að enn er áhugi allra
fyrir hendi á íslandi. Jóhannes Nor-
dal, formaður stóriðjunefndar, sagði
við DV í síðustu viku að menn væru
enníalvarlegumviðræðum. -ÓTT
Menntamálaráöherra skipar LÍN að hækka lánin:
Vill nýja stjórn LÍN
Komið og sannfærist um gæðin,
Sólstofur -
Svaíahýsi
Sýnum
laugardag og sunnudag
kl. 13-18
sólstofu, renniglugga, renni-
hurðir, útihurðir, fellihurð o.fl.
úr viðhaldsfríu PVC-efni.
pjr—Í^Giluggar og Gardhús hf.
Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími-44300.
Menntamálaráðherra hefur lagt
fyrir ríkisstjómina drög að frum-
varpi um breytingu á lögum um LÍN.
Drögin gera ráð fyrir breytingu á
skipan Lánasjóðsstjómar og að hún
verði skipuð til tveggja ára í senn. í
gildandi lögum er gert ráð fyrir fjög-
urra ára skipun fulltrúa mennta-
málaráðuneytisins sem gerir það að
verkum að Sigurbjörn Magnússon,
starfsmaöur þingflokks sjálfstæðis-
manna, er fulltrúi menntamálaráð-
herra nú.
„Ég er algerlega andvígur þessari
breytingu því skipun fulltrúa í stjórn
LÍN ætti að fylgja ráðherra. Meginat-
riðið ætti að vera að koma í veg fyrir
að í stjórn sitji fulltrúi ríkisstjórnar
sem fer frá og ætti það reyndar að
gilda um fleiri sjóði. Það verður ekki
tryggt með þessum tillögum,“ sagði
Sigurbjörn.
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra hefur skipað stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna að hækka
framfærslugrunn námslána um
10,3% og kemur það til framkvæmda
1. september. Framfærsla náms-
manns í leiguhúsnæði hækkar því í
40.197 kr. á mánuði úr 34.916 kr. eða
um 27%.
Þar með hefur menntamálaráð-
herra svarað kröfugerð stjórnar LÍN
sem fór fram á skriflega skipun til
að framfylgja ákvörðun ráðherra um
sérstaka 5% hækkun á framfærslu-
grunni. Hin 5% eru vegna verðlags-
breytinga.
í tilkynningu frá menntamála-
ráðuneytinu kemur fram að ekki
mun liggja fyrir fyrr en í október
hvaöa áhrif þetta hefur á stöðu LÍN
og því verði að taka á því þá með
framlagningu fjáraukalaga til að
brúa það bil sem myndast. Telur
stjóm LÍN að 250 til 300 milljónir
vanti frá því sem gert sé ráð fyrir í
Bílaskoöun:
Byrjað að
klippa
í Árnessýslu
Lögreglan í Ámessýslu er byrjuð
að klippa númer af þeim bílum sem
ekki hafa verið færðir til skoðunar.
Einn lögreglumaður og starfsmaður
Bifreiðaskoðunar íslands ferðast um
héraðið og klippa númer af óskoðuð-
um bílum.
Þá bíla, sem eru með tölustafina
einn til fimm sem aftasta staf í núm-
eri, á að vera búið að skoða. Eigend-
ur þeirra bíla eiga því á hættu að
núme’rin verði klippt af séu bílamir
enn óskoöaðir. -sme
fjárlögum. 143 milljónir séu komnar
tilvegnaákvarðanaSvavars. -SMJ
NISSAN: Mest seldi japanski bíllinn
í Evrópu í mörg ár
Munum selja á næstu dögum
auk annarra NISSAN bíla af 1989
árgerð með afslætti.
- Lítió inn og leyfið okkur að koma ykkur á óvart!
Við bjóðum m.a. 25% út og eftirstöðvar á allt að
þremur árum með venjulegum lánakjörum banka.
Ingvar
Helgason hf
Sævarhöfða 2, sími 674000
Munið bílasýninguna laugardag
og sunnudag kl' 14.00-17.00.
- réttur bíll á réttum stað
SUNIMY
jniiiiiiiiy.yyi a
~~rsm
m wmr