Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989.
Viðskipti_____________________________________________________________________dv
Samherjamennirnir á Akureyri:
I U GERÐIRAF
LEÐUR-
HVÍLDARSTÓLUM
MEÐ SKEMLI
Opið
laugardag 9-17,
sunnudag 14-17,
TM-HUSGOGN
Síðumúla 30 — Sími 68-68-22
Saga þeirra er frekar eins
og bíómynd en raunveruleiki
ftvMiu‘"•j’ m , _i
0
... iíÆib?!# " „ »s ,,r 1' . »
, , M:..
„ rh* i j.,
i'níi»••• wúi ’nmh^,
,, m
■ ■
CS*^;.&55f3í5*«"*• *£&■*"
/ , , ,.. .. ■ ; ■ ■■■ ::...’ í ■•■■ m
.JllWUL- ‘í i
/„.uiiííi®*
ú„, ’iCwrf ■■-'"*
#p .f .! ^ 'c , ;u I , ”‘‘l
^iuí.tI ?r> rf '
''■;'''
l , 'jh V«r 'f1' ' ' „j , ', 1)á, Jf^í,.r* ’* ^
Viðtal DV við Þorstein Vilhelmsson sumarið 1985 þegar Samherjamenn keyptu, ásamt Hagvirki og Jóni S. Friðjóns-
syni verkfræðingi, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Saga Samherjamannanna á Akur-
eyri, bræðranna Þorsteins og Krist-
jáns Vilhelmssona og frænda þeirra,
Þorsteins Más Baldvinssonar, er
frekar eins og lygileg saga í bíómynd
en kaldur raunveruleikinn að mati
útgerðarmanna sem DV ræddi við í
gær.
Þeir frændur keyptu í vikunni
frystitogarann Arinbjörn RE úr
Reykjavík. Fyrr á árinu hafa þeir
keypt einn togara og nokkra báta.
Ævintýri þeirra hófst árið 1983 þeg-
ar þeir tæplega þrítugir keyptu tog-
arann Guðstein þar sem hann lá
ryðgaður og í reiðileysi í höfninni í
Hafnarfirði. Þeir breyttu Guðsteini í
frystitogara. Sá hlaut nafnið Akur-
eyrin og hefur síðan malað gull fyrir
þá frændur. Mikill mettogari það.
Galdramenn með töfrasprota
Kaup Útgerðarfélagsins Samherja
hf., sem frændurnir eiga, á Arinbirni
fyrr í vikunni virðast vera kornið
sem fyllti mælinn því nú er mikið
rætt um dugnað og framtakssemi
þeirra félaga. Nú er þeim frekar líkt
við galdramenn með töfrasprota.
Hvemig fara þeir að þessu? Hvernig
geta þeir þetta? Hvar fá þeir peninga?
Þetta em spurningar sem menn í
útgerð spyrja sig.
Það var áriö 1983 sem þeir frænd-
ur, Þorsteinn, Þorsteinn Már og
Kristján, keyptu Guðstein og breyttu
í Akureyrina. Síðan komust þeir í
fréttirnar 20. júní árið 1985 þegar
þeir keyptu Bæjarútgerð Hafnar-
fjaröar ásamt Hagvirki og Jóni S.
Friðjónssyni verkfræðingi sem þá
starfaði að framleiðslumálum fyrir
Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna.
Nafni Bæjarútgerðarinnar var breytt
í Hvaleyri hf. Með í kaupunum á
Bæjarútgerðinni fylgdu tveir ísfisk-
togarar, Mai og Apríl.
Þrítugir og áttu þrjá togara
Þar með vom þeir Samherjafrænd-
ur orðnir eigendur að þremur togur-
um og hluta í frystihúsi. Þetta þótti
lygilegt árið 1985. Nú er það orð ekki
lengur notað. Það þykir of vægt til
orða tekið.
Engin yfirbygging
eða flottræfilsháttur
Þegar þeir frændur, Þorsteinn Már
Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelms-
son, sátu annan stjórnarfund Hval-
eyrar, sem haldinn var í húsakynn-
um Hagvirkis tveimur klukkustund-
um áður en skrifaö var undir kaup-
samninginn á Bæjarútgerðinni,
vakti það athygli undirritaðs hvernig
þeir frændur og athafnamenn voru
klæddir. Það vora engin jakkaföt,
hvað þá bindi. Báðir vom í látlausum
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
úlpum og í gallabuxum. Gott ef Þor-
steinn skipstjóri var ekki á íþrótta-
skóm. Svona settust þeir við fundar-
borðiö.
Togaranum Maí var strax breytt í
frystitogara og hlaut hann nafið
Margrét. Árið 1987 keyptu Samherja-
menn togarann Oddeyrina ásamt
Akureyrarbæ og Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar.
Þeir hafa keypt
heilan flota
þeir togarann Sveinborgu frá Siglu-
flrði og hlaut hún nafnið Þorsteinn.
Eflaust muna flestir enn eftir frétt-
unum af því þegar Þorsteinn lenti í
ís og nær eyðilagðist. Eftir talsvert
bras fengu þeir Samherjamenn að
kaupa nýtt skip í stað Þorsteins og
er það nú í smíðum fyrir þá á Spáni.
Þorsteinn liggur hins vegar við
bryggju á Akureyri.
Síðan hafa Samherjamenn komist
enn í fréttirnar vegna kaupa á skip-
um í þeim tilgangi að hirða einungis
kvóta þeirra. Þeir keyptu 100 tonna
bát, Þorlák Helga. Hann hggur við
bryggju á Akureyri. Þeir keyptu 80
tonna bát, Hraunsvíkina, og hirtu
aðeins kvótann. Þeir keyptu 50 tonna
bát, Auðbjörgu frá Árskógsströnd,
og hirtu kvótann. Þá keyptu þeir í
vor togaranri Álftafelhð frá Stöðvar-
firði. Þau kaup komust heldur betur
í fréttirnar vegna lélegs atvinnu-
ástands á Stöðvarfirði. Álftafehið
hlaut nafnið Hjalteyrin. Og ofan á
öh skipakaupin á þessu ári bættu
þeir svo frystitogaranum Arinbirni í
safnið í vikunni.
Þetta er flotinn
Floti þeirra félaga er því þessi:
frystitogarinn Akureyrin, frystitog-
arinn Margrét, rækjutogarinn Odd-
eyrin, sem raunar er með botnfisks-
kvóta líka, togarinn Hjalteyrin og
frystitogarinn Arinbjöm. Við
bryggju liggja togarinn Þorsteinn og
báturinn Þorlákur Helgi vegna úr-
eldingar. Þá eru Hraunsvíkin og
Auðbjörgin heldur ekki í rekstri.
Auk þess eiga þeir hluta í togaran-
um Víði, gamla Apríl, sem gerður er
út frá Hafnarfirði á vegum Hvaleyr-
arinnar.
Pungað út vart minna
en 700 milljónum á árinu
Eftir stendur að þeir hafa keypt tvo
togara og nokkur skip á þessu ári
fyrir vart minna en 700 milljónir
króna. Auk þess eru þeir með frysti-
togara í smíðum á Spáni.
Þegar DV ræddi við einn þeirra
Samheijafélaga, Þorstein Vhhelms-
son skipstjóra, í júní árið 1985 um
tildrögin að kaupunum að Guðsteini
árið 1983 sagði hann: „Er við rædd-
um saman frændumir hafði Þor-
steinn Már, sem þá vann sem skipa-
verkfræðingur hjá skipasmíðastöö-
inni í Njarðvík, oft á orði að hann
æki margsinnis fram hjá togaranum
Guðsteini sem lægi í reiðileysi í
Hafnaríjarðarhöfn. Hann haföi
áhuga á skipinu og áhugi okkar
bræðra var einnig vaknaður. Það var
því ákveðið að bjóða í skipið. Við
áttum náttúrulega enga peninga,
eins og gengur, og heföum aldrei
fengið skipið nema vegna þess að það
vildu engir aðrir kaupa það.“
Fáir skildu þá frændur
Þannig hófst ævintýrið 1983. Þor-
steinn Vhhelmsson hætti sem skip-
stjóri hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa, sömuleiðis Kristján bróðir
hans sem vélstjóri og Þorsteinn Már
skipaverkfræðingur hætti hjá skipa-
smíðastöðinni í Njarðvíkum. Enginn
skhdi í þessum drengjum að segja
upp öruggum og farsælum störfum
og kaupa gamlan ryðkláf úr Firðin-
um. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 10-12 Úb,lb,- Sb.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 10,5-15 Vb
6mán. uppsögn 12-17 Vb
12mán.uppsögn 11-14 Úb.Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-7 Ab
Sértékkareikningar 4-13 lb,Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir nema Sp
Innlánmeðsérkjörum 17,7-22,7 Ib
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,5-8,5 Ab
Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab
Vestur-þýskmörk * 5,25-6 Sb,Ab
Danskarkrónur 7,75-8,5 Bb,lb,- V- b,Sp,A-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 27,5-30 lb
Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 29-33,5 Ib
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7-8,25 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 25-33,5 Úb
SDR 9.75-10,25 Lb
Bandaríkjadalir 10,5-11 Allirne- maÚb
Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Úb
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
Överðtr.ágúst89 35.3
Verðtr.ágúst 89 7,4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 2584 stig
Byggingavísitala sept. 471 stig
Byggingavísitalasept. 147,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkaöi 1 .júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,144
Einingabréf 2 2,289
Einingabréf 3 2,717
Skammtimabréf 1,421
Lífeyrisbréf 2,083
Gengisbréf 1.844
Kjarabréf 4,114 J
Markbréf 2,184
Tekjubréf 1,779
Skyndibréf 1,244
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóósbréf 1 1,985
Sjóðsbréf 2 1,592
Sjóðsbréf 3 1,398
Sjóðsbréf 4 1,169
Vaxtasjóðsbréf 1,4020
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 302 kr.
Eimskip 377 kr.
Flugleiðir 172 kr.
Hampiðjan 167 kr.
Hlutabréfasjóður 131 kr.
Iðnaðarbankinn 165 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 138 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Ævintýrið hélt áfram. Næst keyptu