Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Page 12
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 198ð.
Spumingin
Lesendur
Hvað lestu fyrst
í dagblöðunum?
örn Valdimarsson: Sennilega forsíö-
una og baksíðuna.
Ragnar Traustason: Ég les sjóvarps-
dagskrána fyrst.
Jóna Þ. Vemharðsdóttir: Ég renni
yfir innlendu fréttimar á baksíöu.
Hörður Guðmundsson: Almennar
fréttir á forsíðu og baksíðu.
Vala Björg Garðarsdóttir: Fólk í
fréttum og sviðsljós.
Þórarinn Lindal Stcinþórsson: Bíla-
auglýsingar og svona. Ég hef mikinn
áhuga á bflum.
„Úrval hótelherbergja i stórborgunum fyrir mun lægra verð en hér tíðk-
ast.“ - Vísað til vegar frá The Clifton-Ford-hótelinu í London.
Þær eru ekki allar við þjóðveginn, blessaðar skjaturnar.
Fjártalning á
þjóðveginum
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Eitt sinn tók ég mér það bessaleyfi
í gamni, vegna stöðugrar umræðu
um málið, að telja alla fjárhópana er
yrðu á leið minni og hindruðu for
mina á þjóðveginmn frá Akureyri til
Reykjavíkur, sæjust þá einhveijar
skjátur til aö kasta tölu á.
Aksturinn hóf ég í höfuðstað Norð-
urlands. Bifreiðin lá vel á brautinni
og kflómetrunum að baki fjölgaöi sí-
fellt. Ein klukkustund leið. Síðan
önnur. - Og þá, allt í einu, eins og
skrattinn úr sauðarleggnum, birtast
þrjár fullorðnar rúnar ær með fjögur
hvít hymd og þijú koflótt svört lömb
í eftirdragi.
Jæja, hugsaði ég, þar byrjar ballið.
Reyndar er upptalning þessi hálfgert
! plat þar sem roUumar heftu hvergi
fór mína. Ég geystist nefnilega áfram
og framhjá grasbítunum - létti aö
vísu ástigið á bensínpinnann og gat
ekki stfllt mig um að senda eitt píp
að étandi hópnum, svona í kveðju-
skyni. En nóg um það.
Afram hélt ferðin. Hvert býUð á
! fætur öðm var að baki. Framundan
I og á miðjum veginum greindi ég þúst.
Þústin reyndist vera tvö „leikfong“
(bikkjur) að kljást. Ég hamaðist ár-
angurslaust á bflflautunni og bölvaði
tmntunum í hljóði. Renndi svo öku-
tækinu fast upp að skepnunum og
freistaði þess að fæla þær á brott en
neyddist þess í stað til aö stöðva það
til að forðast árekstur. Slökkti síðan
á véUnni.
Dágóöa stund horfði ég á gælur
dýranna. Foröaðist að láta kræla á
mér. Mundi aUt í einu eftir mynda-
véUnni í aftursætinu og teygði mig
varlega þangað til að grípa apparatiö
og mundaði að ágætu mótfli. - En
þá var búið með ást Maríu. Fákamir
vöknuðu af dvalanum, leystu vind
og þutu sem fætur toguðu beint af
augum - burt frá hinum óboðna.
Ferðalagið til borgarinnar var tíð-
indalaust úr þessu, nema hvað ein-
staka vagn á stangU skaust hjá. Fyr-
irhuguð íjártalning mín varð þannig
afskaplega létt og auðvelt að muna
endanlegar tölur. En þær vora 10
kindur á 400 km leið - eða 40 lappir
og 20 eym, hrífist menn frekar af
hærri tölum.
Mismunandi
mjólkurumbúðir
Óskaumbúöir bréfritara (og senni-
lega fleiri) fyrir mjólkurlítrann.
S.P. skrifar:
Ég hef ferðast nokkuð um landið í
sumar og komið við á ýmsum stöðum
þar sem ég hef þurft að kaupa mjólk.
Nánast aUs staðar annars staðar en
á dreifingarsvæði Mjólkursamsöl-
unnar hér em eins Utra mjólkumm-
búðir í aflöngum fernum. Ég tók
mynd af einni femunni til að sanna
mál mitt og sendi til blaðsins. - Þessi
er t.d. frá Kaupfélagi Austur-Skaft-
felUnga.
Það er aUt annað að nota þessar
umbúðir en þær sem við hér í
Reykjavík eigum að venjast. Þessar
bláu, flötu fernur, sem við fáum hér,
em hinar óhentugustu að öUu leyti.
Þær er erfitt að opna, oftast þarf að
opna þær með skæmm, og þær vilja
leggjast saman og mjóUdn gusast úr
þeim við minnsta þrýsting.
Þessi sem myndin er af er hins
vegar viðtekin femutegund víða um
heim fyrir mjólk og aðra fljótandi
drykkjarvöm, t.d. Trópísafann sem
flestir þekkja. - Ég skora á Mjólkur-
samsöluna að taka þessa tegund
fema í notkun fyrir mjólk. Ég hef séð
þær í búðum undir t.d. mysu (að mig
minnir) svo að ekki ætti að vera erf-
itt að taka þær alfarið í notkun fyrir
eins lítra mjólkurumbúðir Uka.
Rauða Ijónið brást
Ofsareiöprjónakonaúrvesturbæn- íþróttafréttamaður þessi, sem
um skrifar: þekktur er undir nafiiinu .JRauða
Ég næ vart upp í nef mér vegna ljónið" og á að heita KR-ingur, var
reiði yfir hlutdrægri lýsingu sí og æ að hrósa Frömurum í stað
íþróttafréttamanns RUV frá bikar- þess aö hvetja sína menn til dáða.
úrsUtaleiknum í knattspymu sl. - Gef ég honum því hér og nú viöur-
sunnudag. nefinð „Bláa flóniö“.
U m JL I ■ ■
ing hér
er rándýr
Ólafur Ólafsson skrifar:
Ég var að lesa grein í DV í gær (29.
ágúst) um verð á reykvískum hótel-
um. Þar kom fram að nóttin getur
farið yfir 10 þúsund krónur á dýr-
ustu hótelunum í höfuðborginni. -
Þar er einnig sagt að algengasta verð-
ið á 2ja manna herbergjum á hótelum
í Reykjavík sé á milli 6 og 7 þúsund
krónur. Ég myndi þó frekar halda
mig við töluna 7 þúsund því flest
hóteUn eru með verðið um eða yfir
þá tölu.
Það sem mér fannst þó athyglis-
verðast í fréttinni var að sá sem var
talsmaður hótelanna hér var að
koma því inn hjá fólki að í raun
væri gisting hér ekkert dýrari en t.d.
í London eða Kaupmannahöfn og
raunar „ódýrari en í nágrannalönd-
unum miðað við sams konar gæði“!
Talsmaöur veitingasambandsins
hér sagði einnig aö verð væri hærra
hér á sumrin þegar mest er að gera,
og þannig væri það alls staðar í heim-
inum, og bætti við: „Enda em helstu
viðskiptavinir okkar á sumrin út-
lendingar." - Ég segi nú einfaldlega:
Það er kannski þess vegna sem sjálf-
sagt er að hækka verð á gistingu eins
og hægt er úr því þetta em allt út-
lendingar. - Það er þó viðurkennt í
fréttinni að útlendingar kvarti yfir
háu matarverði, enda mun hærra en
annars staðar þekkist.
Sannleikurinn er þó aUur annar,
hvað sem talsmenn hótelanna fuU-
yrða. Hann er að hótelgisting hér er
rándýr, og einmitt miðað er viö sams
konar gæði og í öörum löndum, og
einnig ef litið er til þess hvar við er-
um á hnettinum og hve erfitt er að
ná ferðamönnu'm til landsins. - Að
greiða rúmlega 7 þúsund krónur fyr-
ir 2ja manna herbergi á hóteU, sem
hefur lítið og stundum ekkert upp á
að bjóða annað en herbergið og veit-
ingasal, er vitfirring í verðlagningu.
Þetta eru þó um 115 dollarar eða rúm
70 ensk pund og hægt er að fá úrval
af hótelherbergjum, t.d. í New York
og London, fyrir þær upphæðir og
mun lægri á ágætum hótelum þar
sem mun meira er á boðstólum en
hér.
Og hvað sem öUum samanburði Uð-
ur þá mun það koma í ljós fyrr en
varir að hótel hér á landi munu
standa auð mestan hluta ársins ef
verði á hótelgistingu verður ekki
stiUt í hóf og því haldiö talsvert mik-
ið fyrir neðan það sem gerist í ná-
grannalöndum okkar.