Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989. Þrjár breyt- ingar á ' landsliðinu - ekki öruggt með Sigurð Þrjár breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum í knatt- spyrnu sem mætir Austur-Þýska- landi í heimsmeistarakeppninni á Laugardalsvellinum á miövikudag- inn. Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Friörik Friðriksson koma í staðinn fyrir Ólaf Þórðarson, Gunnar Oddsson og Guðmund Hreiðarsson. Fimmtán leikmenn voru valdir í morgun en sá sextándi er Sigurður Jónsson. Ekki hefur fengist endanleg staðfesting frá honum hvort hann — kemst í leikinn. Hinir fnnmtán eru: Bjarni Sigurðssoh, Gunnar Gíslason, Guðni Bergsson, Ágúst Már Jónsson, Sævar Jónsson, Asgeir Sigurvins- son, Amór Guðjohnsen, Pétur Am- þórsson, Ragnar Margeirsson, Sig- urður Grétarsson, Guðmundur Torfason, Rúnar Kristinsson, Friðrik Friðriksson, Ómar Torfason og Viðar Þorkelsson. -VS Bflvelta í Eyjafirði Bíll valt á Moldhaugahálsi í Eyja- firði um klukkan hálfþrjú í nótt. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann slapp við meiðsh og bíllinn er lítið skemmdur. Ökumaðurinn er gmnaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. -sme Stundatafla fyrir veturinn 1989-1990 rtATH: SKÓU: DV hefur gefið út stundatöflu fyrir ^ skólanemendur. Áskrifendur fá hana senda heim með blaðinu en einnig getur fólk komið á afgreiðslu DV og fengið eintak. LOKI Hvað ætli manntalið kosti? Greiðslukortasvik á Benidorm: M M* ■ ■■ ■ wivfuir uAilmaA. staður kærður - fjölmargir íslendingar hafa orðiö fyrir svikmn Visa hefúr kært virtan veitinga- um þúsundum þá kvöldstund sem Hjá Visa íslandi fékk DV þær stað á sólarstaðnum Benidorm á þaðdvaldiþar.Reikningurinnmun upplýsingaraðþettamálhefðiver- Spáni fyrir svik með greiðslukorta- hins vegar hafa hijóðaö upp á ið upplýst fljótt þar sem margir nótur. Hafa nótur frá veitinga- nokkra tugi þúsunda. Höfðu fleiri kvörtuðu undan sama staðnum. staðnum verið sendar aftur til Visa svipaöa sögu að segja. Komu einnig Fólk heföi haldiö nótum sínum til á Spáni sem sjá mun um framhald reikningarfrádiskóteki, semstarf- haga og því hægt að sjá aö ekki var málsins. ar í tengslum við staöinn, en fólk allt með felldu. Sólarlandafararnir Upp komst um þessi svik þegar hafði þá ekki farið þar inn. Er eins þurfa ekki að hafafrekari áhyggjur nokkrir íslenskir sólarlandafarar og að þjónn eða þjónar á staðnum af málinu. fengu yffrlitiö yfir notkun Visa- hafi rúllað yfir tvær nótur meö Hjá Visa var ítrekað að fólk héldi kortsins. Upphæðum frá þessum Visakortinu, skrifað mun hærri afritum af nótum saman þar sem ákveðnaveitingastaöþarekkisam- upphæðir á aðra og falsaö á hana alltaf væri um einhverja óprúttna an við nótur sólarlandafaranna. undirskriftina. Fór parið grunlaust menn á viðkomustöðum erlendis. Þannig fékk par sér að borða á af veitingastaðnum og uppgötvaöi -hlh staðnum og mun hafa eytt nokkr- ekki svikin fyrr en heim var komið. Heljarmikið hraöskákmót var haldið í Kringlunni í gær, svokallað Reykjavikurskákmót. Stóð Taflfélag Reykjavikur fyrir mótinu þar sem hver keppandi fékk sjö mínútur. Sigurvegari varð Þröstur Þórhallsson og fékk hann bikar frá Reykjavikurborg að launum. Þröstur sést hér innbyrða einn vinning með svörtu mönnunum DV-mynd KAE Veðrið á morgun: Hvasst og rigning Á morgun verður sunnan- og suðaustanátt, viöa allhvasst og rigning á Suður- og Vesturlandi, en hægari vindur og úrkomuhtið á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður 8-12 stig. Búfjártalningin: Kostaði hátt í sex milljónir Enn hefur ekki verið gert upp við alla þá sem tóku þátt í búfjártalningu landbúnaðarráðuneytisins í apríl og maí. Þó hafa veriö greiddar út um þrjár milljónir króna en samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir að talningin í heild kosti hátt í sex millj- ónir. Mun það vera eitthvað meira en áætlað var fyrirfram. Ætlunin var að gera upp við taln- ingarmenn fyrir 1. júlí en hreppstjór- ar hafa víða verið seinir að senda inn skýrslur og reikninga í sambandi við talninguna. Þá mun hafa komið upp einstaka tilvik þar sem þurfti að leggja í töluverðan kostnað viö taln- ingU, s.s. með leigu á þyrlu og bátum. Einhverjir talningarmanna munu vera orðnir óþreyjufulhr eftir upp- gjöri en ekki er ljóst hvenær það ligg- urendanlegafyrir. -SMJ Alelda vinnuskúr Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út á fimmta tímanum í nótt. Þá var mikill eldur í vinnuskúr við Krók- háls. Slökkviliðsmönnum tókst ekki að bjarga skúrnum og er hann gjöró- nýtur. Eldsupptök eru ókunn. -sme Verðhækkanir: Mjólkurvörur og egg hækka - fleiri hækkanir á leiðinni Heimiluð hefur verið hækkun á mjólk og mjólkurvörum og eggjum. Mjólkurlítrinn hækkar um 11,3% og kostar nú 70,20 krónur í stað 63,10 áður. Peh af rjóma hækkar um 14,3% og kostar nú 144,70 krónur. Skyrkílóið hækkar í 126,30 krónur, eða um 10,1%. Hvert smjörkíló hækkar úr 479,90 krónum í 546,30, eða um 13,8%, og kíló af 45% osti kostar nú 738,70 krónur í stað 663,10 áður og hækkar um 10,4%. Þá var og heimiluð 6,9% hækkun á eggjum og kostar kílóið í smásölu nú 407 krónur í stað um 380 áður. Hækkun á kjöti og unnum kjötvör- um kemur ekki til framkvæmda fyrr en um miðjan mánuð þegar sláturtíð hefst, að sögn starfsmanna Verðlags- stofnunar. Hækkunarbeiðni á far- gjöldum í innanlandsflugi og gjald- skrám leigubíla bíður afgreiðslu Verðlagsráðs og kemur ekki til af- greiöslu fyrr en eftir helgi. -Pá ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN BILASPRAUTUN ÍLARÉTTINGAR BILASPRAUTUN Aimalun og blettanir. • RETTINGAR og hvers konar boddiviðgerðir. Varmi Sími 44250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.