Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 8
34 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMB^R 1989. Sérstæð sakamál Leyndarmál frá fortíðinni var þó eitt af því sem þjáð hafði Dee Washington í mörg ár en hún hafði ætíð leitast við að láta það ekki hafa of mikil áhrif á líf sitt þótt þvi væri líkt farið meö hana og aðrar konur með svipaða reynslu að á viss- um stundum voru áhrif þess meiri en á öðrum. Það átti líka eftir að koma á daginn að það átti þátt í því sem olli þáttaskilum í lífi hennar. Dee Washington hafði tvívegis gengið í hjónaband og átti eina dótt- ur, Joanne, sem var tvítug. Dóttirin var hins vegar ekki andlegur jafnoki jafnaldra sinna og hafði verið komið fyrir á stofnun er hún var tólf ára. Síðan hafði ekkert samband verið milii móður og dóttur en Joanne leit- aði til móðurömmu sinnar í Devon þegar hún fékk aö fara af stofnun- inni. Uppeldisstofnun í góðu áliti Joanne Washington var á einka- heimili, svonefndri uppeldisstofnun fyrir vangeíin böm, en hún var rekin af fyrrverandi sjómanni, Vic Copper- man sem var íjörutíu og fimm ára, og vinkonu hans, Anetu Trevelian sem var þrjátiu og fimm ára. Hún haíði fyrrum verið mjög lagleg en var fyrir löngu farin að láta á sjá og reyndi að bæta sér upp horfna fegurö með óhóflegri notkun andlitsfarða og fegrunarlyfja. Heimilið var til húsa í gamalii byggingu. Af því fór það orð að þar færi vel um vangefin böm og marg- ir, víðsvegar að á Englandi, höfðu sent böm sín þangað. 1987 var árið þegar þessi saga gerðist. Þá hafði enginn haft minnsta grun um að ekki væri allt með felldu á uppeldisheimili Coppermans. Þar kom hins vegar að vinkona hans, Aneta, varð að leita aðstoðar sakir óhóflegrar áfengisdrykkju. Var henni um stundarsakir komið fyrir á dvalarheimiii fyrir áfengissjúkl- inga en hún hafði ekki lengi verið þar er hún létti á samvisku sinni við læknana. Þeir urðu skelfingu lostnir er þeir heyrðu frásögn hennar því hún var á þá leið að þau Copperman hefðu misnotað bömin kynferðislega og staöiö að gerð klámfenginna myndbanda. Frásögn Joanne Ekki leið á löngu þar til Joanne varpið. Haglabyssuna hafði hún þá hreinsað og lagt á sinn stað. Aneta Trevelian hafði, eins og áður sagði, dáið samstundis en Vic Cop- perman var fluttir í sjúkrahús þar sem hann lést þremur vikum síðar. Fyrir rétti Dee Washington var ákærð fyrir tvö morð og kom fyrir rétt í Nor- wich. Ákærunni var síðar breytt svo sakargiftin hljóðaði upp á manndráp og ýmislegt gerðist fyrir réttinum sem sýndi að hún naut talsverðrar samúðar. Sálfræðingar sem veriandinn hafði fengið til að kanna andlegt ástand Dee lýstu yflr því að kynferðisleg misnotkun stjúpföður hennar á henni er hún var ung heföi valdið því að hún hefði ekki getað haft á sér stjórn er hún hafði frétt hvernig far- ið hafði verið með dóttur hennar. Jafnframt sögðu þeir að skotfimin hefði lengi hjálpað henni til að hafa hemil á árásarkenndinni sem verkn- aður stjúpfóðurins hefði vakið með Vic Copperman er efst til vinstri á þessri mynd og Anita Trevelian fremst til hægri. henni. hún frá því að hún hefði verið kyn- ferðislega misnotuö á heimili Cop- permans. Hún væri þó ekki ein um að geta sagt þá sögu því það gætu vafalaust flest ef ekki öll börnin sem lent hefðu í klóm hans og vinkonu hans, Anetu. Hjúin handtekin Frásögn Joanne var tekin alvar- lega og því leið ekki á löngu þar til haft var samband við lögregluna en einmitt um sama leyti höfðu lækn- arnir á dvalarheimilinu fyrir áfeng- issjúklinga samband við yfirvöldin til að skýra þeim frá því sem þeir höfðu fengið að heyra hjá Anetu. Nokkrum dögum síðar voru svo Vic Copperman og Aneta Trevelian handtekin. Þau voru síðar látin laus gegn tryggingu. Frásögn Joanne fékk mikið á ömmu hennar og þótti henni nú sem dóttir sín, Dee, hefði brugðist illa í móðurhlutverkinu. Hún heföi snúið baki við dóttur sinni tólf ára og sent hana á heimili þar sem hennar hefði ekki beðið ekki annað en kynferðis- leg misnotkun og niðurlæging sem hefði nær kostað hana lífið. Sakaði móðir Dee hana nú um að hafa fóm- að velferð dóttur sinnar fyrir skot- þessar ásaknir móður sinnar var hún næstum að því komin að svipta sig lífi. Til var skýring á þvi hvers vegna hún hafði helgað sig skot- íþróttinni og að mati móður hennar tekiö hana fram yfir venjulegt heim- ilislíf. Sjálfri hcifði henni verið kynferðis- lega misboðið af grimmlyndum stjúpfóður þegar hún var stúlka. Hún hafði aldrei getað losnað við áhrifm sem það hafði haft á hana og oft hafði hún þjáðst vegna minningarinnar um þau atvik. Dee fannst nú sem hringurinn væri að lokast er dóttir hennar, sem var vangefin og hafði litla sem enga björg getað veitt sér uppeldisheimihnu, hafði orðið fyrir sams konar reynslu. Eftir nokkra íhugun ákvað Dee þó að binda ekki endi á líf sitt. Tóktil sinna ráða Þess í stað sótti hún eina af hagla- byssunum sínum, lagði hana í bílinn hjá sér og ók síðan til uppeldisheimil- isins. Bæði Vic Copperman og Aneta Trevelian voru heima þegar hana bar að garði. Dee lét ekki á neinu bera en sagðist vera komin til að sækja föggur Joanne. Hjúunum létti er þau gátu ekki greint neina reiði eða hneykslan í fari Dee og buðu henni til tedrykkju. Um hríð sátu þau þrjú, drukku te og ræddu saman. Að henni lokinni hjálpuðu hjúin Dee við að bera eigur Joanne út í bílinn. Hún raðaði þeim vandlega í hann en greip síðan skyndilega haglabyssuna sem hún hafði komið með hlaöna. Hún skaut Copperman tveimur skotum í magann og féll hann þegar á jörðina. Hann reyndi að skríða í skjól en þá skaut Dee hann þriðja skotinu í höfuðið. Aneta æpti en gat sig hvergi hreyft því það var sem hræðslan heföi gert henni ómögulegt að færa sig úr stað. Og nokkrum augnablikum síðar fékk hún tvö skot í bijóstið. Hún kastaðist aftur á bak inn í runna og lést sam- stundis. Héltheim Enginn asi var á Dee Washington þegar hún tíndi upp tóm skothylkin, lagði haglabyssuna í bílinn og ók heim. Til hennar sást er hún skaut hjúin og leið þvi ekki á löngu þar til lögreglan var komin heim til hennar. Þá sat hún róleg fyrir framan sjón- Óvenjuleg málalok Helst var að sjá, er dómur var upp- kveðinn, að lítil eftirsjá hefði verið talin í Vic Copperman og Anetu Tre- velian. Dómarinn beitti ekki því ákvæði sem leyfði honum að kveða upp þungan dóm yfir Dee Washington en hann hefði haft í fór með sér að hún hefði orðið að dveljast á hæh fyrir andlega sjúkt fólk í óákveðinn tíma eða þar til sérfræðingar hefðu komist að því að hún hefði öðlast jafnvægi á nýjan leik og mætti fá frelsi. Þá tók hann greinilega tillit til þess að dóttirin, Joanne, hafði nú meiri þörf fyrir umhyggju móður sinnar en nokkru sinni fyrr. Dómurinn varð því á þann veg að Dee Washington skyldi fara til með- ferðar á lokaðri geðdeild þar til hún hefði náð sér. Er gert ráð fyrir að hún losni þaðan í sumar en þá fær hún frelsið á ný og getur tekið að halda heimili með Joanne því það er ætlun þeirra mæögnanna að búa framvegis saman. Þar með lauk þessu máli sem fengið hefur talsverða umíjöllun ytra, bæði vegna þeirrar reynslu sem móðir og dóttir hafa orðið fyrir og svo að sjálfsögðu vegna dómsins. skyttunnar I þessu húsi var uppeldisstofnunin. Dee Washington með einn verðlaunagripa sinna. Dee Washington var öðrum konum fremri í skotfimi. Það þurfti hins vegar sálfræðing til að skýra hvers vegna hún helgaði sig íþróttinni eins og hún gerði. Dag einn kom hins vegar að því að hún beitti vopni í öðrum tilgangi en þeim að skjóta sundur leirdúfur. Byssusafnið á heimili Dee Washington, sem var fjörutíu og tveggja ára er þeir at- burðir gerðust er nú segir frá, var mikið og hefði skotið ýmsum skelk í bringu hefðu þeir ekki haft fyrir aug- unum alla verðlaunagripina sem hún hafði unnið til á mótum víða um lönd. Flestar voru byssurnar hagla- byssur en sérgrein Dee var að skjóta leirdúfur. Hún bjó í St. Osynth á Englandi og var af þeim sem til henn- ar þekktu talin mjög rólynd og yflr- veguð. Á meginlandi Evrópu var hún vel þekkt fyrir afrek sín. Washington staðfesti við ömmu sína að frásögn Anetu væri rétt. Um sum- arið er hún kom í heimsókn til henn- ar fékk þessi tvítuga, vangefna stúlka snert af taugaáfalli. Er læknir hafði verið kvaddur til gekk hann á hana og viðurkenndi hún þá fyrir honum og ömmu sinni aö hún hefði tvívegis reynt að svipta sig lífi eftir að hafa fengið óviðráðanleg móðursýkisköst. Er skýringarinnar var leitað skýrði íþróttina. dafnframt hélt hún því fram að óvíst væri hvort Joanne myndi nokkru sinni ná sér eftir það sem hún hafði orðið að þola. / Sagan endurtók sig Er Dee Washington fékk að heyra Hefnd meistara-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.