Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1989, Síða 6
22
EÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989.
Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir
í dag frumsýnir Regnboginn
bresku kvikmyndina Dögun (Daw-
ning) sem hefur fengið afburða
dóma viðast hvar þar sem hún hef-
ur verið sýnd. Meðai annars fékk
hún verðlaun dómnefndar á kvik-
myndahátíðinni í Montreal.
Kvikmyndin gerist 1920 á sunh-
anverðu írlandi. Nancy býr með
afa sínum og frænku í smáþorpi.
Hún er rómantískur táningur og
þegar hún hittir dularfullan,
ókunnugan mann, sem hefur falið
Regnboginn:
Dögun
sig í strandhúsi, treystir hún hon-
um strax. Hún samþykkir að vera
sendiboði fyrir hann og fer til Dub-
Un.
Þar hittir Nancy fyrir Mark sem
tekur við skilaboðunum. Seinna,
þegar hún fréttir að fimmtán
breskir hermenn hafi verið myrtir,
gerir hún sér grein fyrir hver skila-
boðin voru...
Það er óþekkt leikkona, Rebecca
Pidgeon, sem leikur Nancy en
þekktir breskir leikarar eru í öðr-
um hlutverkum. Fyrst ber að telja
Anthony Hopkins er leikur þann
ókunnuga sem Nancy nefnir Cass-
ius. Hefur hann fengið frábæra
dóma fyrir leik sinn í þessari mynd.
Þá var Dögun síðasta kvikmyndin
sem Trevor Howard lék í, en hann
leikur afa Nancy. Jean Simmons
leikur svo frænku hennar.
Dögun er vönduð kvikmynd sem
býður þeim er vilja góðan leik og
dramatískan söguþráð upp á góða
kvöldstund. -HK
Egill Olafsson leikur titilhlutverkið, Magnus.
Anthony Hopkins og Rebecca Pidgeon í hlutverkum sínum í Dögun.
Stjömubíó
Magnús
Ágæt aðsókn hefur verið að'kvik-
mynd Þráins Bertelssonar, Magn-
úsi, enda er hér ein albesta íslenska
kvikmyndin. Hún fjallar um Magn-
ús sem er í góðri stöðu hjá borg-
inni. Hann fær aö vita einn daginn
að hann sé líklega með hættulegan
sjúkdóm. Á slíkri stundu, þegar
fjölskyldan ætti að standa saman,
á hann erfitt með að ná sambandi
við eiginkonu og böm.
Magnús er gamanmynd þar sem
húmorinn er bæði farsakenndur
og svartur. Aðalhlutverkin leika
Egill Ólafsson, Laddi og Guðrún
Gísladóttir.
-HK
Bíóborgin og Bíóhöllin:
Batman
Batman er eins og flestum ætti
að vera kunnugt, byggð á þekktri
teiknimyndafígúru. Myndin gerist
í Gothamborg. Þar ræður glæpa-
lýður lögum og lofum og er ekki
hollt fyrir heiðarlegan mann að
eiga heima þar. Þegar allir eru að
gefast upp við að reyna að stilla til
friðar í borginni fara fjölmiðlar að
tala um veru eina sem sést á ferli
á hinum ólíklegustu stöðum. Vegna
klæðaburðarins er henni gefið
nafnið Batman eða leðurblöku-
maðurinn. Fer það svo að þessi
dularfulla vera fer að gera glæpa-
mönnunum erfitt fyrir.
Það er Michael Keaton er leikur
Batman. Keaton, sem er þekktari
sem gamanleikari, bregður sér í
hetjuhlutverkið án fyrirhafnar.
Það sem aftur á móti hefur vakið
hvað mesta athygli og á sjálfsagt
einhvern þátt í hinum ótrúlegu
vinsældum myndarinnar er að
Jack Nicholson leikur skúrkinn
Jack Napier eða gárungann eins
og hann er kallaður vegna útlits
síns. Það er svo þokkagyðjan Kim
Basinger sem leikur ljósmyndar-
ann fagra, Vicki Vale.
Þess má geta að lokum að ísland
er þriðja landið þar sem myndin
er sýnd. Hún hefur enn sem komið
er aðeins verið sýnd í Bandaríkjun-
um og Englandi.
-HK
Michael Keaton leikur Batman og Kim Basinger þokkagyðjuna Vicki
Vale.
_____Sýningar
Árt-Hún,
jtangarhyl 7,
Reykjavík
Kö Stangarhyl 7 eru sýningarsalur og
/innustofur. Þar eru til sýnis og sölu olíu-
nálverk, pastelmyndir, grafik og ýmsir
'eirmunir eftir myndlistarmennina Erlu
S. Áxelsdóttur, Helgu Ármanns, Elín-
xirgu Guömundsdóttur, Margréti
salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu
Sunnarsdóttur. Opiö alla virka daga kl.
13-18.
Árbæjarsafn,
timi 84412
Dpiö kl. 10-18 alla daga nema mánudaga.
Leiðsögn um safniö laugardaga og
sunnudaga kl. 15. Veitingar í Dillonshúsi.
Ásgrímssafn,
Bergstaöastræti 74
Þar eru til sýnis 24 landslagsmyndir,
bæði oliumálverk og vatnslitamyndir,
eftir Ásgrím. Sýningin stendur til sept-
emberloka og er opið alla daga nema
mánudaga kl. 13.30-16.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu,
í kvöld opnar Björg Sveinsdóttir mál-
verkasýningu. Hún sýnir olíumálverk,
unnin á síðustu tveim árum. Sýningin
er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar
kl. 14-22. Hún stendur til 1. október.
FÍM-salurinn,
Garðastræti 6
FÍM-salurinn er opinn virka daga frá
kl. 13-18 og um helgar frá kl. 14-18.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9
Jón Jóhannsson sýnir gleriist í Gallerí
Borg. Sýningin er opin kl. 10-18 virka
daga og kl. 14-18 um helgar.
í Grafík-galleríi Borg, Austurstræti 10,
er mikið úrval af grafík og keramiki,
einnig oliuverk eftir yngri kynslóðina í
stækkuðu sýningarrými. Grafík-galleríið
er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí Ellefu,
Birgir Andrésson sýnir verk sín.
Kjarvalsstaðir
Á morgun kl. 14 verður í boði Listasafns
Reykjavikur opnuð sýning á Kjarvals-
stöðum á verkum eftir Erró. Þau eru ffá
síðastliðnum fjórum árum.
Erla Þórarinsdóttir opnar sýningu í aust-
ursal Kjarvalsstaða á morgtm. Hún sýnir
olíumyndir, unnar á striga og á tré. Sýn-
ingin stendur til sunnudags 1. október.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu-
daga. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11—17.
Hafnarborg, .
menningar- og listastofnun
Hafnarfjaróar
Gunnar R. Bjamason opnar á morgun
sýningu á 50 pastelmyndum. Þetta er
þriðja einkasýning Gunnars á mynd-
verkum. Sýningin er opin kl. 14-19 alla
daga nema þriðjudaga og stendur til 1.
október.
Katel,
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda listamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Sýning í Odda,
nýja hugvísindahúsinu,
er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega
eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands,
Fríkirkjuvegi 7
Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram í
fylgd sérffæðings á fimmtudögum kl.
13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri
safnsins og er leiðsögnin öllum opin og
ókeypis.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
Ákveðið hefur verið að ftamlengja sýn-
ingu Kristjáns Daviössonar til septemb-
erloka. Safnið er opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14-7 og öll þriðjudagskvöld
kl. 20-22. Kaffistofan er opin á sama tíma.
Norræna húsið
v/Hringbraut
1 anddyri Norræna hússins stendur yfir
sýning á ljósmyndum sem Nanna Bisp
Buchert hefur tekið. Á sýningunni eru
28 myndir sem skiptast í fjórar myndrað-
ir, flestar í svart-hvítu og teknar hér á
landi. Sýningin stendur til 24. september
og er opin daglega kl. 9-19 nema sunnu-
daga kl. 12-19. I kjallara hússins sýnir
Elías B. Halldórsson málverk. Á sýning-
unni eru rúmlega 40 myndir, unnar í olíu
og verður hún opin daglega kl. 14-19 fram
til 17. september.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18
Páll Guðmundsson frá Húsafelli opnar
sýningu í Nýhöfn á morgun. Á sýning-
unni eru málverk, öll af fólki, og högg-
myndir, vrnnar í grjót úr Húsafelli. Þetta
er ellefta einkasýning Páls en hann hefur
einnig tekið þátt í samsýningum. Sýning-
in, sem er sölusýning, er opin virka daga
kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Henni
lýkur 4. október.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfirði, s. 52502
Fundur Ameríku nefnist sýning í Sjó-
minjasafni íslands. Sýningin er tvískipt.
Annars vegar er sýning um ferðir nor-
rænna manna til Ámeríku og fund Vín-
lands um 1000. Hins vegar er um að ræða
farandsýningu frá ítalska menntamála-
ráðuneytinu um Kristófer Kólumbus og
ferðir hans fyrir um 500 árum. Sýningin
verður opin í sumar, alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis
i útibúinu Álfabakka 14, Reykjavík, eru
til sýnis myndir eftir Ragnheiði Jóns-
dóttur. Sýningin stendur til 10. nóvember
nk. og er opin frá mánudegi til fimmtu-
dags frá kl. 9.15-16 og fóstudaga frá kl.
9.15-18. Sýningin er sölusýning.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar,
Hverfisgötu
Þar em til sýnis og sölu postuiínslág-
myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Myntsafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, s. 24162
Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar.
Slunkaríki,
Aðalstræti 22,
fsafirði
í Slunkaríki er nú sýning á ljósmynda-
verkum Arthurs Bell Artliur Bell er
Bandaríkjamaður og stundaði nám í ljós-
myndun við listaháskóla Chicagoborgar.
Hann hefur sýnt myndir sínar víða í
Bandaríkjunum og Mið-Ameríku en sýn-
ingin í Slunkaríki er sú fyrsta héma
megin Atlantshafs. Sýningin stendur til
17. september og er opin fimmtudaga-
sunnudaga kl. 16-18.
BEYGJA A
AMALARVEGI!