Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989.
23
Það verður mikið lagt undir hjá þessum félögum um helgina, ÍBK og Fylki. Bæöi lið eiga í hatrammri fallbar-
áttu. Fylkir mætir FH i leik, sem er sá mikilvægasti hjá báðum á timabilinu, en ÍBK leikur við KA. Fylkir og
ÍBK eygja von um framhald í 1. deild en hin félögin tvö um sinn fyrsta íslandsmeistaratitil.
DV-mynd Brynjar Gauti
íþróttir helgarinnar:
Allt á huldu á
íslandsmótinu
- úrslit ráðast um helgina í 1. og 2. deild
Um helgina ráðast úrslit á ís-
landsmótinu. Ekki einungis ræöst
þá hvaða lið stendur uppi sem sig-
urvegari heldur kunngerist einnig
hitt hvaða Uð falla og hvort Víðir
eða ÍBV fylgir Stjörnunni upp úr
2. deild.
Þá opinberast landsmönnum
hvaða lið verða fulltrúar þjóðar-
innar á Evrópumótunum á næsta
ári en Fram hefur þegar tryggt sér
rétt til að leika í Evrópukeppni bik-
arhafa. Tvö sæti eru óskipuð, sess
í Evrópukeppni félagsliða annars
vegar og í Evrópukeppni meistara-
höa hins vegar.
Ekki færri en fjögur lið geta
hreppt íslandsmeistaratitilinn þeg-
ar ein umferð er eftir. FH hefur
pálmann í höndunum en KA stend-
ur einnig vel að vígi. Erkiíjendurn-
ir KR og Fram eiga á hinn bóginn
fræðilega möguleika á titlinum.
Þau lið, sem beijast hvað hat-
rammast um framhald í 1. deild,
eru Þór, Fylkir og Keflavík. Staða
Víkings hefur hins vegar farið
hríðversnandi með hverri umferð
og er liðið nú með falldrauginn á
bakinu á líkan hátt og fyrrtöldu
félögin þrjú.
Lokaumferðin í 1. deild fer fram
á morgun, laugardag og hefjast ali-
ir leikir ldukkan 14.
Valur mætir KR á Hlíðarenda,
ÍBK fær KA í heimsókn á Suður-
nesin, FH glímir við Fylki í Kapla-
krika, Fram mun kljást viö Víking
á Laugardalsvelli og Þór leikur við
ÍA norðan heiða.
Staðan er þessi fyrir lokaum-
ferðina.
FH.............17 9 5 3 26-15 32
KA.............17 8 7 2 27-15 31
KR.............17 8 5 4 28-21 29
Fram...........17 9 2 6 21-16 29
Akranes........17 8 2 7 19-19 26
Valur..........17 7 4 6 20-15 25
Víkingur.......17 4 5 8 24-30 17
Keflavík.......17 3 6 8 18-27 15
Þór..............17 3 6 8 18-29 15
Fylkir..........17 4 2 11 16-30 14
í 2. deild leikur Selfoss við Víði
austan fjalls en Breiðablik mætir
ÍBV. Þessara leikja er beðið með
mestri eftirvæntingu í 2. deildinni.
Þá leikur Stjaman við ÍR, Ein-
herji spilar viðLeiftur og Völsung-
ur við Tindastól.
Allir þessir leikir hefjast klukkan
14 á laugardag.
í 3. deild leika til úrslita á laugar-
da'g hð Siglfirðinga og Grindvík-
inga. Bæði félögin hafa tryggt sér
rétt th að léika í 2. deild að ári.
Staðan í 2. deild er nú þessi:
Stjaman.......17 13 1 3 40-16 40
ÍBV............17 12 0 5 47-29 36
Víðir...........17 11 2 4 28-20 35
Selfoss.........17 9 1 7 22-25 28
UBK.............17 6 4 7 35-30 22
ÍR..............17 5 5 7 22-26 20
Tindastóll.....17 5 2 10 31-28 17
Leiftur.........17 4 5 8 13-18 17
Völsungur.....17 4 2 11 23-41 14
Einherji......17 4 2 10 21^9 14
Af kylfingum
Á morgun fer fram opið golfmót
í Borgamesi, svonefnt Tres Ca-
baheros. Leiknar verða 18 holur
með og án forgjafar. Verðlaun eru
fyrir efstu þrjú sætin. Þá verður
einnig keppni í unghngaflokki 16
ára og yngri. Leiknar verða 18 hol-
ur með og án forgjafar í þeim
flokki.
Mögulegt er að panta rástíma í
kvöld frá klukkan 20 til 22 í síma
93-71663.
Þá er um helgina, nánar tiltekið
á morgun, hið svokallaða Kóngs-
klapparmót. Fer það fram á Húsa-
tóftavelh, aðstöðu þeirra Grindvík-
inga.
Kóngsklapparmótið er punkta-
keppni. Síminn hjá Golfklúbbi
Grindavíkur er 92-68720.
-JÖG
VERZLUNARMANNAFELAG
REYKJAVÍKUR
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör
fulltrúa á 17. þing Landssambands íslenskra verslun-
armanna.
Kjörnir verða 70 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar
þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar, fyrir
kl. 12.00 mánudaginn 18. september næstkomandi.
Kjörstjórn
FRÁ TÓNMENNTASKÓLA
REYKJAVÍKUR
Vilt þú læra á kontrabassa? Ert þú 8-10 ára gamall
eða gömul?
Við kennum á barnakontrabassa og getum enn
bætt við nokkrum nemendum.
50% kynningarafsláttur af skólagjaldi.
Hafið samband í síma 28477 sem fyrst.
Skólastjóri
AUGLÝSING
Lausar stöður heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna með
veitingu sem hér segir:
1. Stykkishólmur, H2, önnur staða læknis frá og með 1. febrúar
1990.
2. Flateyri, H1, staða læknis frá og með 1. nóvember 1989.
3. Húsavík, H2, ein staða læknis frá 1. nóvember 1989.
4. Þórshöfn, H1, staða læknis frá og með 1. nóvember 1989.
5. Höfn Hornafirði, H2, önnur staða læknis frá og með 1. janúar
1990.
6. Vestmannaeyjar, H2, ein staða læknis frá og með 1. janúar 1990.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun
og læknisstörf, sendist ráðuneytinu fyrir 11. október nk. á sér-
stökum eyðublöðum sem fást hjá ráðuneytinu og hjá land-
lækni. í umsóknum skal koma fram hvenær umsækjandi getur
hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi i
heimilislækningum.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veita ráðuneytið og landlæknir.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðyneytið, .
12. september 1989.
- Verslunin hættir -
Opið föstudag kl. 13-18,
laugardag kl. 10-16 '
Völvufelli 17