Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 26
42
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989.
Fræknir
feðgar
Þegar hinn þrjátíu og fjögurra ára
gamli leikstjóri Fraser Heston var
aðeins tveggja mánaöa lék hann sitt
fyrsta hlutverk í kvikmynd. Þaö var
í Boðorðunum tíu þar sem hinn frægi
faðir hans, Charlton Heston, lék að-
alhlutverkið. Þrjátíu og fjórum árum
síðar eru þeir feðgar saman að vinna
á ný við kvikmyndun á hinni þekktu
skáldsögu Gulleyjunni.
Charlton Heston leikur sjóræningj-
ann einfætta, Long John Silver, í
Gulleyjunni sem Fraser sonur hans
leikstýrir. Heldur lítið hefur farið
fyrir Charlton Heston á undanfóm-
um árum. Þessi stórstjama kvik-
myndanna hefur að mestu lagt kvik-
myndaleik á hilluna. Hefur mun
meiri áhuga á leikhúsunum þar sem
hann hefur leikið beggja vegna Atl-
antshafsins, í London og New York.
Hann stóðst þó ekki freistinguna
þegar sonur hans bauð honum hlut-
verk sjóræningjans einfætta og hélt
til Jamaica þar sem sex vikum var
eytt við tökur á myndinni.
Þótt Fraser hafi ekki leikstýrt fóður
sínum áður hefur hann skrifað hand-
rit að tveimur myndum sem hann lék
í, Mother Lode og The Mountain
Men.
Fraser segir að hann hafi aldrei
hugsaö sér annað en að vinna við
kvikmyndir. „Ég ólst upp við kvik-
myndir á heimili föður míns. Ég fór
iðulega í heimsókn í kvikmyndaver-
in.“ Sérstaklega er honum minnis-
stætt þegar var verið að kvikmynda
Ben Hur. Þá kom faðir hans oft heim
á kvöldin í rómverska búningum,
alblóðugur. „Þá virkilega hélt ég að
hann heföi atvinnu af að keyra
stríðsvagn.“
Gulleyjan hefur verið kvikmynduð
tvisvar áður, fyrst af Disney og síðan
af MGM. „í fyrri myndunum var of
mikið stílaö upp á börnin og sagan
ekki sögð eins og Robert Lewis Ste-
venson skrifaði hana,“ segir Charl-
ton Heston. „Nú tökum við meira
mið af bókinni og er því mun meiri
harka og meira blóð í okk,ar útgáfu.
Sjóræningjum þessa tíma er best lýst
með að líkja þeim viö eiturlyfjaklík-
umar í Kólumbíu. Þeir ekki aðeins
drápu heldur eyddu þeir heilu fjöl-
skyldunum. Það verður enginn dans
og söngur í Gulleyjunni.“
Óvitar í Tívolí
Um helgina gerðu sér ferö i Tivoli í Hveragerði, leikarar þeir sem leika í
barnaleikritinu Óvitar. Leikararnir, sem eru á öllum aldri, skemmtu sér hið
besta eins og sjá má af þessari mynd sem Ijósmyndari DV á Selfossi,
Kristján Einarsson, tók af leikhópnum sem er saman kominn við bílabraut
yngstu gestanna.
Sundlaug sem ætluð er vistfólki Vonarlands, sambýlinu á Egilsstöðum og
öldruðu fólki var nýlega opnuð við hátiðlega athöfn. Vonarland er heimili
fyrir þroskahefta á Austurlandi. í húsinu er einnig heitur pottur og lyfta
fyrir þá sem eru í hjólastól. Framkvæmdir við bygginguna hófust fyrir títi
árum og hafa margir lagt hönd á plóginn. Framlög bárust frá einstaklingum
og félögum, bæði í formi peninga og vinnu. Hið opinbera lagði einnig fram
fé. Á myndinni reyna íbúar Vonarlands nýju sundlaugina við vígsluna.
DV-mynd SM
Eldri borgurum boðið í kaffl
í byrjun september urðu eigenda-
skipti á vei'tingahúsinu A. Hansen í
Hafnarfirði. í tilefni þess ákvað nýi
eigandinn, Vignir Guðmimdsson, að
bjóða dvalarfólki á Hrafnistu og Sól-
vangi í eftirmidagskaffi á sunnudag-
inn var. Tók gamla fólkið boðinu vel
og fylkti höi á veitingastaðinn. Það
var Bifreiðastöð Hafnarfjarðar sem
sá um flutninginn á fólkinu. Köku-
bankinn og Ömmubakstur sáu fyrir
meðlæti og veitingastaðurinn sá um
aö harmóníkuleikari mætti á staðinn
og lék hann bæði fýrir dansi og und-
ir hjá fókinu þegar lagið var tekið.
Þótti þetta eftirmiðdagskaffi takast
sérstaklega vel og hélt gamla fólkið
ánægt til síns heima á eftir.
Sungin voru nokkur alþekkt lög og fékk hver og elnn textablað.
DV-myndir Hanna
Harmónikulelkari lék fyrir gesti og brugðu nokkrir aldraðlr undlr slg betri
fætinum og stigu nokkur létt dansspor viö lauflétta harmónfkutónlistlna.
Feðgarnir Fraser Heston og Charlton Heston við upptökur á Gulleyjunni
sem fóru fram á Jamaica.
Fraser Heston var tíður gestur þegar faðir hans vann við Ben Hur. Hér
sést hann á hestbaki og Charlton við hlið hans.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
RogerWhittaker
- söngvarinn geðþekki sem á það
til að flauta sig inn í hjötu aðdá-
enda sinna - er að byxja sitt fyrsta
söngferðalag á þessu ári eftir
mikinn fjölskylduharmleik.
Snemma á árinu réðst glæpalýð-
ur inn á heimili foreldra hans í
Nairopi og myrti föður hans og
misþyrmdi aldraðri móður hans.
Þegar Roger haföi rétt jafnað sig
á þessum harmleik komu í ljós
slæm hnémeiðsli á báðum fótum
hans og var hann skorin upp.
Hann var varla kominn heim af
spítalanum þegar eiginkona hans
Natalie var flutt á spítala eftir
magakvalir og kom í ljós að hún
var með krabbamein. Aðgerð á
henni tókst vel og er hún nú óð-
um að hressast en þetta verður í
fyrsta sinn sem hún verður ekki
með manni sínum á tónleika-
ferðalagi.
SammyDavisjr.
- sem hefur verið á miklu tón-
leikaferðalagi um allan heim
ásamt Frank Sinatra og Liza
Minnelli - hefur orðið að hætta
við allt saman þvi hann fór í
læknisskoðun nýlega og komust
þá læknamir aö því að krabba-
mein í hálsi sem hann hafði feng-
ið 1985 haföi tekið sig upp. Þetta
eru slæmar fréttir fyrir Sammy
Davis því eftir frekar slakt gengi
á undanfömum árum haföi haínn
fengið mjög góðar vitökur áheyr-
enda á tónleikum með Sinatra og
Minnelli.
Barbara Cartland
- ástarsagnahöfundurinn vinsæli
sem orðin er áttatíu og átta ára -
er ekki á því að setjast í helgan
stein. Utan þess sem bækur koma
reglulega frá henni hefur hún nú
auglýst námskeið fyrir þá sem
vilja skrifa ástarsögur. Nám-
skeiðið heitir Barbara Cartland
Romantic Writing Course og seg-
ir Cartland að þar verði kennt að
skrifa fagurbókmenntir en ekki
einhvem óþverra á borð við
skáldsögu leikkonunnar Joan
Collins sem henni hlýtur að vera
eitthvað meira en lítið illa við því
að á blaðamannafundi sem hún
hélt eyddi hún löngum tíma í að
segja hvað henni þætti bók Coll-
ins léleg.