Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989. 1 Popp Ron Wood, blankasti liðsmaður Rolling Stones: innií á málaralist- hálft annað ár Ron Wood. Menn skyldu ætla að það væri ekki fjárskortur sem rekur The Rolling Stones af stað í hljómleikaferð eina ferðina enn. En ekki er allt sem sýnist. Stones- aramir fimm eru nefnilega mis- jafnlega ríkir og einn þeirra hreint ekkert vel stæður þótt enn sé hann tæpast nálægt fátækramörkunum. Ron Wood gekk síðastur til liðs við The Rolling Stones. Tók við af Mick Taylor, sem fyllti skarðið sem Brian Jones, einn af stofnendum hljómsveitarinnar, skildi eftir sig er hann hætti. Þar af leiðandi fékk Woody aldrei sama hundraðshlu- tann af tekjum hljómsveitarinnar og hinir. í nýlegu blaðaviðtali kvaðst hann alvarlega hafa hugað að því að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi sem listmálari rétt áður en flautað var til leiks tfi upptöku Umsjón Ásgeir Tómasson á Steel Wheels, nýjustu plötu Sto- nes. „Ég vonaði í lengstu lög að hljóm- sveitin tæki upp þráðinn að nýju,“ sagði Ron Wood í viðtali við breska blaðið Q. „Um tíma óttaðist ég að Bill (Wyman) væri búinn að missa alla löngun til að halda starfinu áfram en sem betur fer varð sú ekki raunin. Ég var satt að segja að verða ansi blankur og hafði síð- ustu átján mánuðina áður en við byrjuðum á Steel Wheels allar mín- ar tekjur af málaralistinni.“ Ron Wood sagði að sig hefði ekki vantað kaupendur. Ringo Starr keypti eina. Bob Dylan fékk mynd af sjálf- um sér að gjöf því að honum þótti myndin góð. Chuck Berry fékk einnig ókeypis mynd hjá Woody. Sá síðamefndi vissi Sem var að ekki var nokkur leið að ná pening- um út úr þeim gamla! Little Ric- hard keypti mynd af sjálfum sér og Rod Stewart eina af Chuck Berry og aðra af sér eftir að hafa tryggt sér afslátt og ókeypis ramma að auki. Að sögn Woodys er nú búið að laga hlutaskiptin í Rolling Stones jafnmikið og hægt er að laga þau. Hins vegar getur hann aldrei borið jafnmikið úr býtum og hinir ein- faldlega vegna þess að hann hefur ekki verið jafnlengi á launaskrá og hinir. Ron Wood segir sig ekki hafa skort viðskiptavini er hann þurfti að selja málverkin sín. Woody við mynd af samstarfsmanni sinum, Mick nokkrum Jagger. Nú skal sækja þá staði heim sem féilu úr í síðustu ferð: í óvæntri hljómleikaferð Tónlistarmenn fara sjaldnast í „Við ákváðum að heimsækja hljómleikaferöir nema þeir þurfi nokkra staöi, sem við urðum að að kynna nýja hþómplötu, kvik- sleppa í feröinni sem við fórum til mynd eða einhverja aðra afúrö sem að kynna The Joshua Tree, meðan þeir eru að koma á markaðinn. við erum enn í æfingu," sagði The Undantekningin er írska hjjóm- Edge nýlega í blaöaviðtali. Sannar- sveitin U2. Hún er nú lögð af staö lega óvænt og óvenjulegt framtak. í hljómleikaferö um Japan og Ástr- Enda er U2 engin venjuleg hljóm- alíu án þess að hafa neitt glænýtt sveit. að kynna. Fjórmenningamir í U2 fá lítinn Viðkoraustöðunum á jafiivel eftir tima til aö hvfla lúin bein eftir að að fjölga efUr aö hljómsveitin hefúr ferðinni lýkur. Áætlað er að byrja lokið sér afhinum raegin á hnettin- að hljóðrita nýja plötu fljótlega eft- ura. Jafnvel hefur verið rætt um ir áramótin. Enn er lítið til af nýj- nokkra hfjómleika í Þýskalandi svo um lögum svo að nú gildir það að og i Amsterdam og Dyflinni. Og vinna hratt ástæðan fyrir þessari óvæntu ferð? Amerískt popp í Sovétríkjunum: Bon Jovi ríður á vaðið Meloidya, rikisrekna hljómplötu- útgáfan í Sovétríkjunum, hefur gefið út sína fyrstu bandarísku hljóm- plötu. New Jersey með rokksveitinni Bon Jovi var vahn til að ríða á vaðið. Bon Jovi ætti að vera vel þekkt í Sovétríkjunum eftir vel heppnaða hljómleika þar eystra í sumar. Hljómsveitin lék fyrir um níutíu þús- und manns á Leninleikvanginum í Moskvu dagana 12. og 13. ágúst. Fleiri hljómsveitir og listamenn voru þar á ferð, til dæmis Mötley Cre, Cinderella, Scorpions og Ozzy Os- boume auk erlendra sveita. Hátíöin var haldin til að styðja við bakið á átaki í Svétríkjunum gegn alkóhól- isma og fíkniefnamisnotkun. Þó svo að útgáfa New Jerseyplöt- unnar sé á sinn hátt þýðingarmikil fyrir þíðuna í samskiptum austurs og vesturs skiptir hún litlu fyrir bankainnstæður liðsmanna Bon Jovi. Þeir fengu einungis sem nemur tæplega sex hundmð þúsund krón- um fyrir útgáfuna. Hins vegar er bannað að flytja rúblur frá Sovétríkj- unum svo að fimmmenningamir urðu að fá greitt í vörum. Og þeir vom aldeilis ekki að sækjast eftir Jon Bon Jovi. Nóg til af eldiviði fyrir veturinn. kavíar eða öðrum munaðarvamingi sovéskum. Bon Jovi þáði bflfarm af eldiviði fyrir viðvikið. Ný Claptonplata á næstu grösum Nýjasta plata Erics Claptons er til- búin og kemur út innan skamms. Sú heitir Joumeyman og er forvitnileg þó ekki sé nema vegna alls þess fjölda þekktra tónlistarmanna sem skreytir gestalistann hjá Clapton að þessu sinni. c George Harrison kemur fram á Joumeyman og leggur til lagið Run So Far. Clapton og Robert Cray sömdu saman lagið Old Love. Phil Collins er með á plötunni, svo og Chaka Khan og Daryl Hall. Að venju lætur Eric Clapton gamla slagara fljóta með þeim nýju. A Jour- neyman fáum við að heyra Hard Times sem hingaö til hefur verið best þekkt með Ray Charles og lag Bo Diddleys Before You Accuse Me. Enn reynir Prince fyrir sér í bíó Eftir vægast sagt enda- sleppan feril á hvíta tjaldinu ætlar Prince Rogers Nelson best þekktur sem Prince enn að reyna fyrir sér í kvik- mynd og reyndar tveim- ur frekar en einni. Ótuktin fer með aöal- hlutverkið í myndunum Graffiti Bridge og The Dawn. Það er reyndar Albert Magnoli, framkvæmda- stjóri Prince, sem er höf- undur handrita beggja myndanna. Magnoh leikstýrði Purple Rain myndinni hér um árið. Ef aht gengur að óskum verður Graffiti Bridge frumsýnd næsta sumar. Prince er reyndar síð- ur en svo aðgerðalaus á tónhstarsviðinu um þessar mundir. Hann hefur að undanfomu stýrt upptökum á plötu með hljómsveitinni Time. Morris Day og Je- rome Benton starfa nú báðir undir Timenafn- inu að nýju. Þá hefur það flogið fyrir að Kim Bas- inger kvikmyndaleik- kona hafi sést í hljóðver- inu þjá Prince að undan- fómu og hyggi á frama í tónlistinni. Basinger er annars best þekkt fyrir hlutverk sitt í Batman um þessar mundir. Prince lætur lélegt gengi I kvikmyndum ekki aftra sér (rá því að reyna aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.