Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1989, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989. Lífsstm Ekið um England: Lífshætta í hringtor „Ætlarðu virkilega að aka ein og það í Englandi þar sem allir eru vit- lausum megin á götunni og stýrið öfugum megin í bílnum? spurði fólk og því var ekki hægt að svara öðru- vísi en játandi enda reddar enginn ferðafélaga með tveggja daga fyrir- vara. Ýmsir voru með fortölur og bentu á að ökuleikni undirritaðrar hefði fram að þessu verið með þeim ósköpum að búast mætti við öllu. En hvað um það. nú var of seint að iðr- ast og ekki um annað aö ræða en hella sér í umferðaröngþveitið. Þegar leið að lendingu á Heathrow var farið að fara um mína. Almáttug- ur, öli hringtorgin, ég var búin að gleyma þeim. Bretar eru frægir fyrir að drita hringtorgum niður með tvö hundruö metra miUibili. Maður hlýt- ur að þurfa aka öðruvísi inn í hringi hér en þann á Miklatorgi sem verið er að fjarlægja. Ökukonur í rauðum bílum Ofboðslega er heitt héma. Okkur er sagt að hitabylgja gangi nú yfir England og nú hafi hitinn komist upp í 35” á Celsíus. Við erum sex saman í hópnum frá íslandi, tvenn hjón og tvær konur einsamlar. Frá flugvell- inum var ekið með okkur á bílaleig- una og þar biðu fjórir glæsivagnar. Ég fæ í mínar hendur lykla að rauðri Fiestu, sem er traustur bíll og pass- lega stór. Einhvers staðar las ég (í Úrvali sennilega) að konur undir stýri í rauðum bílum væri það al- hættulegasta. Vonandi að þeir öku- menn, sem eiga eftir að verða á vegi mínum, hafi líka lesið Úrval. Auðvitaö ryðst ég inn í bílinn far- þegamegin og það var ekki í síðasta sinn í þessari ferð. Seinna lærði ég að þykjast vera að leita einhveiju á Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM 0111'10 I 11115 6 0110 11 tll 15 16 0120 20 0126 I 250130 1 30*Hg*0am. Byggt á veöurlróttum Veöurstotu Islands kl. 12áhádegl, töstudag Reykjavík 7° 0 Þórshöfn 8 Elsta smáþorpið i heiminum er sextiu ára gamalt. Allt er til staðar eins og í venjulegu þorpi. DV-myndir JJ gólfinu og brosti svo góðlátlega þegar ég dró ló eða tyggjóbréf af gólfinu. Gírarnir röngum megin Öll eigum við að safnast saman á hóteli í nágrenninu tii að fá afhenda dagskrá. Fulltrúi frá British Tourist Authority ekur með mér þangað. Meðan við bíðum reyni ég í taugaæs- ingi að láta hana hlusta á Roy Orbi- son en tækið virkar ekki. Kallið kem- ur og við leggjum af stað. Úps, ein hindrun. Það þýðir ekkert að þreifa eftir gírstönginni á hurða- spjaldinu. Gírstöngin er auðvitað öfugum megin hér Uka, gott fyrir örvhenta. Við þeysumst út í götuna og eltum hina að hótelinu. Þetta virð- ist ætla að ganga bara nokkuð vel, að minnsta kosti er engin lögga sjá- anleg. Þegar áæOun næstu daga er komin í hendur okkar leggur hópurinn af stað. Mér er ætlað að aka um Tha- mes and Chilterns svæðið en það er norður og vestur af Lundúnaborg. Kappakstur á M 25 Leiðir eiga að skilja á næsta hring- torgi sem vitanlega er stutt frá. Eg ætla í norður en bíllinn á undan mér í suður. Hringtorgið kemur í ljós og viti menn, það er um sex leiðir að velja út úr þvi. Hvert á ég að fara? Allt í einu verð ég að snögghemla og sveigja bílnum til vinstri. Eg held ég sé biluð, næstum því búin að keyra niður formann Blaðamannafélags- ins, Lúðvík Geirsson, og hans spúsu. í fátinu hefur mér tekist að komast á hraðbrautina og nú er engin leið aö snúa til baka. Áfram og áfram er ekið eftir M25 en það var númerið sem ég átti að leita eftir. Það keyra allir svo hratt héma, hvert eru allir að æða? ég bara spyr. Skýringin kom síðar, það var fóstudagssíðdegi, hita- bylgja og fyrsti sumarleyfisdagur í skólúm. Fyrsta og eina ákeyrslan Ég syng Ijóðið um hana Bíla-Gunnu hástöfum þar sem ég þýt framhjá alls konar staðarmerkjum. Allt í einu birtist skilti sem á stendur Sout- hamtpton. Það er í Suður-Englandi eða var það síðast þegar ég vissi. Ég hef farið út út hringnum á vitlausum stað þegar ég rétt slapp við að keyra niður samlanda mína. Kortið, kortið, tauta ég fálmandi þegar smáumferðarteppa myndast. Fífl ertu, það les enginn á kort á ferð. Þegar ég fann höggið vissi ég af hverju. Maður getur ekki bæði horft á veginn og lesið á kort. Maðurinn er þungbúinn þegar hann stígur út úr bílnum. Þetta lítur ekkert illa út, hvísla ég, þurr í munninum og svita- storkinn. Nei, svarar þungbúni maö- urinn, en ég tek niður númerið á bílnum þínum. Ég er villt og var að lesa á kort, hvísla ég og bæti viö, ég ætla sko norður til St. Albans. Nú leit hann á mig vorkunnaraugum og sagði að ég yrði að taka fyrstu akrein út af M25, komast á hringtorg (auð- vitað) og taka leið sem héti M25 - North. Þetta gengur eftir því nú virð- ist þetta ætla að hafast. Auðvitað er stefnumótið í St. Albans fyrir bí og um að gera að koma sér á fyrir- hugaðan náttstað. Sofið undir skjaldar- merki Jakobs I. Búið var að panta svefnpláss í sveitagistingu eða Bed&Breakfast. Það yndislegasta við svona heima- gistingu er að tekið er á móti manni eins og gömlum fjölskylduvini. Hús- móðirin er vitanlega orðin áhyggju- full og segir aö ef ég hefði ekki kom- ið innan klukkutíma hefði hún látið auglýsa eftir mér. Húsakynni eru frá tímum Jakobs I. og í svefnherberg- inu mínu er skjaldarmerki hans út- skorið í tré. Húsið angar allt af sögu og ef bitar og sperrur gætu bara sagt frá. Flugvélar og fljótabátar Næsta morgun er lagt af stað árla til að allar áætlanir standist. Nú er maður farinn að venjast umferðinni, vinstri akstrinum og hitanum. Fyrsti viðkomustaðurinn er Shuttleworth- safnið en það geymir gamlar flugvél- ar og bíla. Þama má sjá flugvélar frá árdögum flugsins í heiminum en I Blenheim-höll fæddist sir Winston Churchill en höllin er ættarsetur Marl- boroughanna. Myndin sýnir aðeins framhliðina en hún er aðeins brot af heildarstærð hallarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.