Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 20. OKTÖBER 1989.
3
Japönsku starismennirnir frá Nitto Boseki nutu hvorki svefns né hvildar
meðan á vinnslunni stóð. DV-mynd Þórhallur
Bræðsla japanska
sandsins tókst vel
ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Ullin, sem framleidd er úr jap-
anska sandinum, lítur mjög vel út
en eins og gefur að skilja liggja eigin-
leikar hennar ekki ennþá fyrir. Til-
raunabræðslan leiddi í ljós að þrátt
fyrir mjög líka efnasamsetningu hrá-
efnisins var hegðun bráðarinnar að
ýmsu leyti frábrugðin því sem gerist
við bræðslu borgarsandsins," sagði
Einar Einarsson, framkvæmdastjóri
Steinullarverksmiðjunnar hér á
Sauðárkróki, þegar lokið var nú í
vikunni að bræða japanskan sand
þar í tilraunaskyni.
Sjö starfsmenn japanska stórfyrir-
tækisins Nitto Boseki kómu hingað
til að fylgjast með og nutu þeir hvorki
svefns né hvíldar þann rúma sólar-
hring sem bræðslan tók. 70 tonn af
japanska sandinum voru brædd.
Megintilgangur þeirra japönsku
var að kynna sér hvemig raf-
bræðsluofn verksmiðjunnar hér
vinnur en framleiðsluaðferð sú, sem
notuð er á Sauðárkróki, er að ýmsu
leyti einstök í steinullarframleiðslu.
í Japan er koks notað við vinnsluna.
Fréttir
Könmm á sölu
Flugleiðir og dóttur-
með 46,8
prósent miðasölunnar
- Samvinnuferðir koma næst á eftir með 21,2 prósent
í könnun, sem Félagsvísinda- 10,3 prósent og Úrval með 6,1 pró- orlofsferöir, sem og Norrænafélag-
stofhun Háskólans hefur gert á sent Eru það samtals 46,8 prósent, ið, sem líka selur farmiða í orlofs-
flugfarmiðasölu frá íslandi, kemur sem fyrr segir. Flugleiöir eiga 80 ferðir, eru með samtals 27 prósent
í Jjós að Flugleiðir og dótturfyrir- prósentífyrirtækinuÚrval-Útsýn. farmiðasölunnar.
tæki þeirra eru með 46,8 prósent Samvinnuferðir eru langstærsta Efeinhveijarafminmferðaskrif-
af farmiðasölunni. Hér er átt viö einstaka ferðaskrifstofan, með 21,2 stofunum sameinast Úrval-Útsýn
sölu á öllum flugfarseðlum, bæði í prósent af allri farmiðasölu, og er fyrirtækinu, eins og líkur benda til
venjulegu áætlunarflugi sem og næst á eftir Flugleiðum hvað það að af verði, þá eru Flugleiðir og
leiguflugi. varðar. Arnarflug er með 5 prósent dótturfyrirtæki þeirra komin með
Skiptingin er þannig að Flugleið- af sölunni. meira en helming allrar farmiða-
ir eru með 30,4 prósent af farmiða- AUar aðrar ferðaskrifstofur, sem sölu frá íslandi.
sölunni. eru rúmlega 30, verkalýðsfélög og -S.dór
Dótturfyrirtækiö Útsýn er með sambönd, sem selja flugfarmiöa í
Lánskjaravísitalan:
27 prósent
verðbólga
Launavístalan hækkar um 2,9 pró-
sent sem jafngildir um 40,9 prósent
hækkun á ársgrundvelli. Býgginga-
vísitalan hækkar um 1,2 prósent. Sú
hækkun jafngildir um 15 prósent
hækkun á ársgrundvelli. Eins og
fram hefur komið í DV hækkaði
framfærsluvísitalan um 2 prósent
fyrir skömmu en sú hækkun jafn-
gildir um 26,5 prósent árshækkun.
Þessar þrjár vísitölur mynda hina
nýju lánskjaravísitölu sem hækkar
um næstu mánaðamót um 2 prósent
sem jafngildir 27 prósent árshækk-
un. Gamla lánskjaravísitalan hefði
hækkað minna eða um 1,7 prósent
sem jafngildir um 22,6 prósent hækk-
un á ársgrundvelli.
-gse
Leiötogafundurinn:
Kostaði tæpar
60 milljónir
Nú sést hver endanlegur kostnaður
við leiðtogafundinn í Reykjavík árið
1986 er. í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar kemur fram að kostnaðurinn nam
58,9 milljónum króna. Árið 1986 voru
færðar til gjalda 14,9 milljónir vegna
fundarins hjá ríkissjóði en áætlað
var að aðilar fundarins endur-
greiddu 44 milljónir af útlögðum
kostnaði.
Eins og áður hefur komið fram hér
í DV í samtali við Steingrím Her-
mannsson forsætisráöherra þá tókst
aldrei að rukka stórveldin fyrir fund-
inum eins og hann hafði þó lýst yfir
að væri ætlunin. íslendingar bera því
allan kostnaöinn.
+ .
A morgun kemur
nýr glæsilegur
ÁRGERÐ 1990
Réttur bíll
á réttum staö
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2, sími 67-4000
-SMJ