Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989.
Útlönd
Conlon veHar tíl stuðnlngsmanna sinna I gær. Hann sat saklaus f fang-
elsi I tjórtán ór. Simamynd Reuler
Þrír karlar og ein kona sátu saklaus í fangelsi í íjórtán ár. Þetta var
úrskuröur æðsta dómara Bretlands í gær. Fjórmenningarnir voru rang-
lega fundnir sekir um sprengjutilræöi IRA, írska lýöveldishersins, á krám
í Guildord. Sjö manns létu lífið i tilræðunum.
Dómarinn, Lane lávarður, kvað upp úrskurð sinn eftir að rikissaksókn-
ari viðurkenndi að rannsóknarlögregla heföi leitt sakbomingana í gildru
til aö ná fram játningum. Hvatti dómarinn til þess að rannsókn íæri fram
hið fyrsta í máli fimm lögreglumanna. Hinir ákærðu fullyrtu fyrir rétti
að þeir heföu verið beittir ofbeldi.
Fjórmenningarnir voru allir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Þrír þeirra voru
látnir lausir um leiö og órskuröurinn hafði verið kveömn upp en sá fjórði
erákærðurfýriraöraglæpi Reuter
Embættismaður i samgönguráðuneytinu i Kaliforníu sagði í gær að vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að Ijúka
við styrkingu hraðbrautarinnar sem hrundi. Vitað hefði verið að gera þyrfti breytingar til að hún gæti staðið af
sér jarðskjálfta. Símamynd Reuter
Kínverjar mótmæla orðrómi
Kínverjar hafa ekki hótaö að hætta viöskiptum við Noreg vegna þátt-
töku norskra yfirvalda við afhendingu friðarverölaunanna í desember
þegar Dalai Lama kemur til Osló. Þetta fullyröir starfsmaður kínverska
sendiráðsins.
Norskt dagblað greindi á miðvikudaginn frá hótunum Kínverja. Engar
heimildir voru tilgreindar og hvorki norska utanríkisráöuneytið eða aðr-
ir geta staöfest fréttina.
mælaaðgerðaTibeta.
Arekstur varð i morgun milli langferðabifreiöar og vörubifreíðar á hrað-
braut fyrir norðan Sydney. Að minnsta kosti 22 fórust við áreksfurinn.
Símamynd Reuter
Síjö manns úr sömu fjölskyldunni voru meðal þeirra tuttugu og tveggja
sem biðu bana í árekstri á austurströnd Ástralíu í morgun. Eini fjölskyldu-
meðlimurinn sem komst lifs af hafði skipulagt ferðalag fýrir sig, konu
sína og tvö böm og fjölskyldu bróður síns sem haföi komið í heimsókn
til Ástralíu frá Englandi. Tveir vinir fjölskyldunnar létu einnig lífið í
árekstrinum.
Flestir þeirra sem létust krömdust undir langferðabifreiðinni sem fór
tvær veltur eftir áreksturinn. Fjörutíu og sex manns, þar á meöal marg-
ir ferðamenn, voru í bifreiðinni. Reuter
Skotið á langferðabifreið
tugi þegar þeir hófu skothríö á þéttsetna langferðabifreið í suðurhluta
Filippseyja í morgun. Tóku skæruliðamir fjórtán manns í gíslingu eftir
aö hafa kveikt í strætisvagninum.
Árásin átti sér stað I Mindanaohéraðínu en þar er áætlað að fári fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstjóro þann 19. nóveraber næstkomandi.
Reuter
Innanrikisráöherra Sovétrikjanna,
Vadlm Bakatln, á fundl með frétta-
mönnum í gær. Simamynd Reuter
Jeltsin kallaður lygari
Vadim Bakatin, innaríkisráö-
herra Sovétríkjanna, réöist i gær
gegn umbótasinnaöa þingmannin-
um Boris Jeltsin og sakaði hann
um lygar. Sagöi ráöherrann að aug-
Ijóst væri aö Jeltshi væri aö reyna
aö styrkja stöðu sína með fullyrö-
ingum sínum um aö hann værí
fómarlamb kerfisbundinna of-
sókna háttsettra embættisraanna.
Jeltsin haföi í vikunni komiö renn-
votur til lögreglu og skýrt frá því
að einhver hefði hent honum í
Moskvuána í þeim tilgangi að
myrðahann.
Jeltsin seglr hins vegar að hann
hafi ekki tUkynnt um morötUraun.
Hins vegar hefur hann viðurkennt
að hafa komið blautur til lögregl-
unnar. Reuter
Fórnarlömbin
kannski fævri
en óttast var
Fjöldi þeirra sem fórst í jarðskjálft-
anum í Kalifomíu á þriðjudaginn
gæti verið miklu minni en í fyrstu
var óttast. Miklu færri voru á ferð
en venjulega vegna hafnaboltaleiks
seni sextíu þúsund áhorfendur höfðu
mætt á þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Margir fóm einnig fyrr heim úr
vinnu en venjulega til að fylgjast með
leiknum í sjórivarpinu.
Tveir slökkviliðsmenn, sem í gær
reyndu aö kanna hversu margir bílar
heföu kramist undir efri hæö hrað-
brautarinnar, sögðu að verið gæti að
bílamir væm aðeins nokkrir tugir.
Svo virtist sem engir bílar hefðu ver-
ið á ferli á fjögur hundruð metra
löngum kafla hraðbrautarinnar þeg-
ar hún hrundi. Höföu menn óttast
að fómarlömbin gætu verið sex
hundmð
Um átta þúsund manns hafast við
í bráðabirgðaskýlum. Margir þeirra
hafa misst heimili sín og aðrir bíða
ákvarðana um hvort þeir megi fara
inn á heimili sín. Mörg hundmð íbú-
ar í Marinahverfinu í San Francisco,
þar sem miklar skemmdir urðu,
fengu þrenns konar passa í gær eftir
fund með borgarsfjóranum. Grænan
passa fengu þeir sem sjálfir fengu að
ákveða hvort þeir vildu snúa aftur
til húss síns. Þeir sem fengu gulan
passa máttu fara í hús sín með fylgd
til að ná í eigur sínar. Rauður passi
Ibúarnir í Marinahverfinu í San Francisco fengu að vita í gær hvaða hús
ætti að rffa og til hvaða húsa þeir gætu horfið aftur. Á myndinni má sjá
embættismann með lista yfir hús sem verða jöfnuð við jörðu. Símamynd Reuter
þýddi að rífa ætti viðkomandi hús.
Úthiutim passanna olli mikilli reiði
gegn yfirvöldum sem lokað hafa
næstum öllum byggingum með
sprungum. Verða þau rannsökuð
áður en íbúunum leyfist að snúa aft-
ur til heimila sinna.
Björgunarmenn era lofaðir í fjöl-
miölum og sérstaklega læknir nokk-
ur sem tók þátt í björgun ungra
systkina sem voru með þeim síðustu
sem fundust á lífi. Áður en læknirinn
gat losað það yngra, sex ára gamlan
dreng, varð hann að saga sundur lík
móður bamanna. Því næst varð
hann taka af annan fót drengsins við
hné.
í borginni Santa Cruz, sem er fyrir
sunnan San Francisco, varð lögregla
aö beita íbúana valdi til að koma í
veg fyrir að þeir færu inn í eyöilagt
hús þar sem talið var að ung kona
gæti legið hjálparlaus. Síðar kom
opinber tiikynning um aö konan
hefði fundist látin. Hefði hún að öll-
um líkindum farist samstundis.
Ritzau og Reuter
Framför í viðræðum Breta
og Argentínumanna
Fulltrúar Bretlands og Argentínu
hafa samþykkt að taka upp diplómat-
ísk tengsl á ný. Var þetta samþykkt
á fundi þeirra í Madrid í gær.
Þá var og samþykkt að falla frá
viðskiptahömlum, takmörkunum á
fjárhagsviðskiptum miili landanna
sem og taka upp á nýjan leik beinar
flug- og sjósamgöngur en slitið var
slíkum tengslum í kjölfar Falklands-
eyjastríðsins fyrir sjö árum.
Utanríkisráðherra Argentínu,
Domingo Cavallo, sagði í gær að arg-
entísk'yfirvöld" væra ánægð með ár-
angur hinna þriggja daga viðræðna
í Madrid.
Breskir kaupsýslumenn sem og
stjórnmálamenn kváöust ánægðir
með viðræðumar. Talsmenn Britísh
Airways, sem farið hefur fram á leyfi
til að stunda beint flug til Argentínu,
sögðust ánægðir með árangurinn.
Aður en Falklandseyjastríðið hófst,
1982, var Argentína annar mikilvæg-
asti markaður Bretlands í rómönsku
Ameríku. Á síöasta ári nam útílutn-
ingur Breta til Argentínu 21 milljón-
um dollara miöað við 258 milljónum
fyrir Stríð. Reuter