Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989.
11
dv Útlönd
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, i startholunum. Kosningar fara
fram á Indlandi seint í næsta mánuði. Teikning Lurie
Sameinast stjórn-
arandstaðan?
Stjórnarandstöðuflokkamir á
Indlandi berjast nú við að ná sam-
komulagi um hvernig skiptingu sæta
á þingi, bæði löggjafarþinginu sem
og í fylkisþingum, skuli háttað eftir
kosningarnar sem þar fara fram 22.
og 24. nóvember næstkomandi.
Stjórnarandstaðan gerir sér ljóst að
samkomulag er henni nauðsynlegt
og aö aðeins einn frambjóðandi á
hennar vegum keppi við frambjóð-
anda stjómarinnar um hvert þing-
sæti sem í boði er.
En margt gerir stjómarandstæð-
ingum erfitt fyrir, ekki síst miklar
trúardeilur og úlfúð mflli hindúa og
múhameðstrúarmanna. Einn stjóm-
málasérfræðingur sagði að næðu
stjómarandstæðingar samkomulagi
væm líkur á því að Rajiv Gandhi
yrði að afsala sér forsætisráðherra-
stólnum.
Gandhi kom stjómarandstöðunni,
sem og flestum í landinu, gersamlega
í opna skjöldu þegar hann boðaði
þingkosningar eftir rúman mánuð,
sex vikum áður en til var ætlast. Enn
meiri undrun vakti það þegar hann
sagði að jafnframt yrðu haldnar
kosningar til fylkisþinga í nokkmm
af 25 fylkjum Indlands.
Samkomuiag nauðsynlegt
Leiðtogar stjómarandstöðuflokk-
anna áttu fund um hugsanlega skipt-
ingu þingsæta áður en boðað var til
kosninga. En þeir virtust ekki geta
komið sér saman um hvernig bæri
að skipta sætum í fimm fylkjum.
Samkomulag um skiptingu þing-
sæta er stjórnarandstöðunni lífs-
nauðsynlegt ef hún á að eiga mögu-
leika á að sigra í fylkis- og landskosn-
ingum. Congressflokkur Gandhis
hefur aldrei náð meirihluta atkvæða
í þingkosningum en hefur þrátt fyrir
það haldið völdum í þrjátíu og níu
af þeim fjörutíu og tveimur áram
sem Indland hefur verið sjálfstætt.
Kosið verður í fimm fylkjum á
sama tíma og almennar þingkosning-
ar fara fram. Auk þess er taliö að
fylkisstjómir í að minnsta kosti tiu
öðmm fylkjum fari fram á að halda
kosningar á sama tíma.
Kommúnistar og hindúar
Fulltrúar Congressflokksins bmgð-
ust skjótt við um leið og tilkynnt var
um kosningamar. Þeir hafa þegar
náð samkomulagi um skiptingu
þingsæta í einu fylki sunnarlega í
landinu.
Um þrjátíu leiðtogar stjómarand-
stæðinga í samtökunum Þjóðarfylk-
ingin, samtökum flmm stjómarand-
stöðuflokka, komu saman til fundar
í gær til að reyna að ná samkomu-
lagi um opinbera stefnulýsingu sam-
takanna áður en þeir setjast að
samningaborðinu til að ræða fram-
boð í kosningunum. Leiðtogar fylk-
ingarinnar þurfa að ná samkomulagi
við tvo flokka kommúnista, auk
hægri BJP-flokksins, trúarvakning-
arflokks hindúa.
En þessir þrír flokkar em ekki á
eitt sáttir. Kommúnistar vilja ekkert
eiga saman við BJP að sælda.
„Flokkur minn mun ekki taka þátt í
samstarfi ef BJP-flokkurinn er einn
samstarfsflokkanna," sagði Chandra
Rajeswara Rao, flokksformaður ind-
verska kommúnistaflokksins. Einn
vestrænn stjómarerindreki kvaðst
aftur á móti telja styrk BJP, sérstak-
lega í norðri og við miðbik Indlands,
nægjanlegan til að flokkurinn kæm-
ist í oddastöðu þegar kæmi að sam-
komulagsumræðum.
BJP-flokkurinn stendur nú í mikl-
um deilum um byggingu musteris á
Norður-Indlandi þar sem er fjögur
hundmð ára gamall helgistaður mú-
hameðstrúarmanna. Hindúar trúa
því að helgistaðurinn hafi verið reist-
ur á rústum musteris. Leiðtogar
flokksins hafa stutt við bakið á
skipuleggjendum fyrirhugaðrar mót-
mælagöngu þangað sem búast má við
að auki á spennuna milh hindúa og
múhameðstrúarmanna.
Samkomulag?
Heimildarmenn innan Congress-
flokksins segjast telja að stjómar-
andstöðunni takist ekki að ná nægj-
anlegri samstöðu fyrir lok mánaðar-
ins en þá rennur út frestur til að til-
kynna framboð í kosningunum.
Háttsettur ráðgjafi Gandhis spáði
þvi að Congressflokkurinn myndi
hljóta 350 af þeim 543 sætum á þingi
sem kosið er um. Flokkurinn heldur
nú 397. Stjómarandstaðan, sem á það
allavega sameiginlegt að vilja bola
Gandhi frá völdum, segir að samein-
uð barátta geti vel leitt til þess að
Congressflokkurinn fái innan við 200
sæti. Reuter
UM ARÐSAMA
VARDVEISLU SPARIFJÁR
ATHUGID:
FRÁ 21. OKTÓBER
ERU VEXTIR Á KJÖRBÓK
20,5-22,5%
Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn
mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 20,5%, fyrra
vaxtaþ/epið gefur 21,9% og það síðara 22,5%.
Ársávöxtunin er því allt að 23,8%.
Jafnframt er gerður samanburður við ávöxtun bundinna
verðtryggðra reikninga á 6 mánaða fresti.
Sá hluti innstæðu sem staðið hefur óhreyfður allt
tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist
ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Þar að auki er
innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin.
Þessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra
70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í
Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá
fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og
hvemig best sé að ráðstafa sparifé sínu.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna