Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Side 12
12
4
Spumingin
Er hætta á kreppu?
Steinunn Alda Guðmundsdóttir: Já,
ætli það ekki.
Friðbjörn Jónsson: Ég veit það ekki,
það er þó sjálfsagt einhver hætta á
kreppu.
Anna Þórunn Egonsdóttir: Nei, ég tel
svo ekki vera.
Guðrún Óladóttir: Ég held það sé svo
sem engin kreppa framundan en ef
svo væri hefðum við gott af því.
Ragna Stefánsdóttir: Ég veit það
ekki.
Héðinn Jónsson: Það er kreppa í dag
og ástandið á eftir að versna.
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989.
Lesendur
Út mjólkursull,
inn lcy-gull
Valdi skrifar:
„Nú er hún Snorrabúð stekkur",
sagði góðskáldið okkar, einn af vor-
mönnum íslands í þá daga. Og
Nóbelsskáldið kvað: „Út Kólumkill,
inn guðsengiir. - Nú hafa heldur
betur snúist við verkefni mjólkur-
samlaga í landinu er þau hætta
smám saman vinnslu á mjólk og
ostum, og taka í stað þess til við
framieiðslu á brennivíni.
Eins og iðulega hefur komið fram
í fréttum er nú uppistaða fram-
leiðslu mjólkursamlagsins í Borg-
arnesi svokallaö Icy-vodka og mal-
ar þetta gull fyrir alla aðstandend-
ur, framleiðanda, söluaðila og svo
þjóðarbúið í heild. Nú er jafnvel
tahð .að þetta íslenska vodka eigi
eftir að verða sú útflutningsvara
sem komi næst fiski vestanhafs.
Allt vodka sem frá íslandi kemur
fer eins og eldur í sinu í útlöndum,
og eru landsmenn ekki lengi að
taká eftir þessu á börunum, sem
þeir sækja sér til endumæringar
erlendis, að afloknum „vinnufund-
unum“, sem við erum að bisa við
að halda úti um gjörvalla heims-
byggðina. - Já, svo fræg er fram-
leiðslan orðin að nú er Eldurís og
Icy-vodka stillt upp við hliðina á
frægum tegundum eins og Smim-
off, Finlandia og Stolisnyia-vodka.
— Við höfum sannarlega náð langt,
íslendingar!
Þetta kalla ég vel af sér vikið hjá
ekki fjölmennari þjóð en við eram.
Og okkur er hælt á hvert reipi frá
aðaleiganda eins þekktasta og
stærsta vínfyrirtækis í Bandaríkj-
upp með öðrum frægum tegundum. - Við höfum sannarlega náð langt,
íslendingar," segir bréfritari m.a.
unum fyrir mjólkursamlagsvodk-
að. - „Við trúum á þessa vodka-
tegund“, segir söluaðilinn. Og enn-
fremur: „Þið íslendingar getið ver-
ið stoltir af þessari framleiðslu
ykkar“.
Það er ekki ónýtt að eiga þó eina
vörategund, sem nær hylli neyt-
enda. Þaö hefur ekki gengið svona
átakalaust að færa fiskinn upp á
disk útlendinga. Helst hafa það ver-
ið fangar, „01iverar“ á dagheimil-
um og heittrúarfólk í kaþólskunni
sem hefur haldið tryggð við fiskinn
okkar vestanhafs. í Evrópu hafa
kelhngar þóst fmna orma í fisk-
flökunum og sveiað því sem við
merkjum þó sérstaklega „Iceland
Waters“-framleiðsla.
Ég vona bara sannarlega að okk-
ur takist vel með Icy-vodkað og það
þarf varla að óttast að ormar kom-
ist í þann vökva, og lifi þó aha vega
ekki lengi, þótt sVo ólíklega færi. -
Þetta er líka vörategund sem er
gleðigjafi, og því öflugri sem meira
er drukkið. Icy-vodka og Eldur-ís
verður okkur tíl bjargar þegar við
erum búnir að bjóða EB byrginn
og verðum ekki í neinum samtök-
um við nokkra þjóð og stöndum
einir eins og kletturinn í hafinu. -
Það er ég sannfærður um.
Ingmar Bergman leikstjóri í heimsókn hjá forseta íslands fyrir fáum árum.
Bergman dáir Dallas
Lögleysa og aðstoöarmenn:
Að lögfesta vitleysuna
Hallgrímur skrifar:
Ég er einn þeirra mörgu sem er
mikih aðdáandi Dahas-þáttanna á
Stöð 2. Hef fylgst níeð þeim gegnum
tíðina en læt mér þó í léttu rúmi
hggja þótt ég missi af einum og ein-
um. Sannleikurinn er nefnilega sá
að þessir þættir era gerðir með þaö
fyrir augum að vera afþreyingar-
þættir eingöngu, með þannig at-
burðarás, að Utlu máh skiptir hvort
maður tapar úr einum eða tveimur
þáttum. Og þannig eiga afþreyingar-
þættir að vera.
Margir era þeir hér á landi sem
aht að því álasa fólki fyrir að horfa
á svo mikla „lágmenningu“, sem þeir
segja Dallas og aðra líka sápuþætti
vera. „Hvemig geturðu enst til að
horfa á þetta rasl?“ er gjaman spurt.
- En er Dallas eins mikið rusl og fólk
vih vera láta? Ef allar þær mihjónir
manna sem horfa á Dallas og aðra
svipaða þætti era ánægðar með þætt-
ina, er þá sá stóri hópur ómenningar-
legur? Eða er aþreyingarefni einskis
virði?
Guðrún frá Lundi átti marga aðdá-
endur hér á landi í hópi bókaunn-
enda. Hún var um árabh langefst á
vinsældahsta þjóðarinnar sem rit-
höfundur. Henni var þó aldrei hátt
lof haldið af þeim sem þóttust
„þekkja best“ til bókmennta. Þeir
brostu - alltaf kindarlega þegar
minnst var á vinsældir skáldkon-
unnar Guðrúnar frá Lundi.
Það var svo hér á árunum að viðtal
var við Ingmar Bergman, hinn
sænska og fræga kvikmyndaleik-
stjóra, er hann var á ferð hér. Hann
var spurður hvað hann horfði helst
á í sjónvarpi þá dagana heima hjá
sér. Hann svaraði að bragöi og sagð-
ist ekki taka neitt sjónvarpsefni fram
yfir Dahas, slík væri afþreyingin í
þeim þáttum, auk þess sem þeir væra
frábærlega vel gerðir sem sjónvarps-
efni. - Það fór kliður um íslenska
„menningarmafíu" þegar þetta
spurðist út og kindarhausum fjölgaði
verulega á búkum hinna „hugsandi“
manna.
R.Ó. hringdi:
í máh því sem upp kom á Alþingi
í vikunni og Pálmi Jónsson alþm.
stóð fyrir með því að gagnrýna ráðn-
ingu aðstoðarmanns Stefáns Val-
geirssonar án heimildar og leggja til
að aðstoðarmönnum yrði sagt upp,
var komið inn á þá vaxandi tilhneig-
ingu að ráða póhtíska aðstoðarmenn
í ráðuneytum og sniðganga þannig
reglugerð um Stjómarráð íslands.
Um máhð spunnust miklar um-
ræður og var mönnum heitt í hamsi.
Það sem mér fannst þó einna hláleg-
ast var þegar einn þingmaður Sjálft-
æðisflokksins, Geir H. Haarde, sté í
pontu og lýsti því yfir, að vel gæti
verið að núverandi fyrirkomulag
væri gagnrýnisvert - en þá þyrftu
menn að breyta lögunum en ekki
hunsa þau. Með greiðslum til Stefáns
Stefán Sigurðsson hringdi:
Ég má til með að láta í ljósi undran
mína, en jafnframt gleði yfir því hve
margir era nú að snúa frá trú sinni
á alþýðu- og öreigastefnu, sem svo
alltof lengi hefur verið í tísku. Eink-
um í Evrópulöndunum.
Allir þekkja fráhvarf heilu þjóð-
anna í Austur-Evrópu frá kommún-
isma til markaðsbúskapar og frelsis
í flestum lífsháttum. Og svo era
þekktir menn aö velta sér af vinstri
hliðinni yfir á þá hægri. Þetta hafa
einkum verið mennta- og hstamenn,
en einnig aðUar úr stjómmálum.
Fyrir nokkram árám sneri eitt
átrúnaðargoð Frakka, söngvarinn
Yves Montand, frá sínum vinstri
skoðunum og hugöi jafnvel á fram-
boð til forseta í Frakklandi um tíma,
enda óskir uppi um það frá aðdáend-
um hans. - Nú berast fréttir um að
Valgeirssonar væri verið að bijóta
lögin!
Ég get ekki annað heyrt af þessum
ummælum en að þessi þingmaður
telji að réttiæta megi núverandi fyr-
irkomulag og ráða aðstoðarmenn til
ráðherra og jafnvel einstakra þing-
manna með greiðslum af almannafé
- bara með því að breyta lögunum.
- Að lögfesta vitleysuna!
Það er nú ekki furða, þótt almenn-
ingur hafi htla tiltrú á þingmönnum
yfirleitt, þegar þeir svo að segja sam-
einast um að réttlæta gerðir sem era
svo' augljós andhverfa lýðræðisins
sem í þessu máli. - En hvað gerir nú
Alþingi sjálft sem stofnun? Leggur
þaö blessun sína á ranghverfuna með
því að leggja fram lagafrumvarp sem
gefur sjálfdæmi um ráðningar póhtí-
skra aðstoðarmanna?
gríska tónskáldið Mikis Theodorakis
- sem frægur er fyrir tónsmíðar sínar
(m.a. tónlistina við Grikkjann Zorba)
og hefur búið í Frakklandi síðan
hann flúði undan herforingjastjóm í
Grikklandi á sínum tíma - sé orðinn
hægrimaður og hyggist bjóða sig
fram til þingmennsku fyrir hægri-
menn í Frakklandi.
Þeim fer því ört fjölgandi sem flýja
vinstri stefnuna og það er eins og
mikill kippur hafi komið í þetta á
allra síðustu vikum. - Meira að segja
hér á íslandi era ýmsir sem áður
vora þekktir fyrir að leggja sér aldr-
ei í munn orð sem vitnaði til hinna
kapítalísku skoðana, farnir að tala
eins og þeir sem aldrei hafa aðrar
skoðanir haft. Nefni ég fjármálaráð-
herrann okkar sem dæmi. - Er að
skella á hægri bylting, eða hvað?
Flóttinn frá vinstri
f-