Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar,’smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1J27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Jarðskjálfti í Kaliforníu Kaliforníuríki er eitt þéttbyggðasta landsvæði verald- ar og um leið hið nútímalegasta. Gullströndin er Kali- fornía kölluð vegna þess að þar eru landgæði mikil og veðursæld og auðæfin eftir því. Þangað hafa meðal ann- ars margir íslendingar sótt í leit að fé og frama. Kahfornía er hins vegar viðurkennt hættusvæði hvað jarðskjálfta varðar og allt sem í mannlegu valdi stendur hefur verið gert til að verjast afleiðingum mikilla skjálfta. Ekkert hefur verið til sparað í öryggi, aðbúnaði og forvörnum. íbúar Kaliforníuríkis hafa tahð sig vera undir það búna að mæta jarðskjálftum og raunar ýmsu vanir. Jarðskjálftinn mikh árið 1906 jafnaði San Francis- co nánast við jörðu og smáskjálftar eru þar tíðir. Engu að síður kom jarðskjálftinn í fyrradag í opna skjöldu. Hann gerði ekki boð á undan sér og hrifsaði til sín þrjú hundruð mannshf. Eyðileggingin blasir við í braki mannvirkjanna, sundurtættum vegum og mihj- arða tjóni. Sjálfsagt er útilokað að lýsa skelfingunni sem greip um sig meðal þeirra mihjóna manna sem í ríkinu búa. Aht mannhf fór úr skorðum, ljós slokknuðu, sím- inn varð óvirkur, lyftur fóru úr sambandi og vegasam- göngur tálmuðust. Hús hrundu, eldar loguðu og fólk eigraði um í stjórnlausum ótta í leit að ættingjum og vinum. Fólk leitaði útgöngu í örvæntingu augnabhks- ins. Svo virðist sem fuhkomin ringulreið hafi ríkt í nokkra tíma eftir jarðskjálftann. Mikil mildi var að sex- tíu þúsund áhorfendur að úrshtaleik í hafnabolta skyldu hafa sloppið en ekki munaði nema hársbreidd að stúkan gæfi sig og hefði þá ekki þurft að spyija um eftirleikinn. Þessi óhugnanlegi atburður er auðvitað ekkert eins- dæmi í veraldarsögunni. Sögur fara af miklum jarð- skjálftum í Kína þar sem mörg hundruð þúsund manns fórust. Þá voru hins vegar engar sjónvarpsvélar eða útvarpsstöðvar til að lýsa ástandinu. Á íslandi hafa jarð- skjálftar sömuleiðis verið tíðir og þeir stærstu hafa vald- ið bæði tjóni á fólki og mannvirkjum. Á síðasta ári gekk gífurlegur jarðskjálfti yfir Arm- eníu í Sovétríkjunum þar sem þúsundir manna létu líf- ið og eyðileggingin var alger. Umheimurinn fékk minna að frétta af þeim harmleik auk þess sem viðbúnaður hefur áreiðanlega ekki verið fyrir hendi í sama mæh og í Kahforníu. En shkar hamfarir minna á að mannskepn- an stendur í rauninni ráðþrota gagnvart náttúruöflun- um, hversu vel sem hún er undirbúin og hversu langt sem tæknin, velsældin og stjórnin er á veg komin. Af fyrri reynslu og í ljósi þeirrar vitneskju að Kah- fornía sé á hættusvæði er ekki að efa að þar í landi hafi öhu verið th tjaldað tU að vara við jarðskjálftanum og búa sig undir hann. Hvergi er tæknin og tækin fuU- komnari og hvergi er viðbúnaðurinn betri. Samt kemur jarðskjálftinn eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og elding af himnum ofan. Jarðskjálftar, hvirfilbyljir, flóðbylgjur, eldgos og plág- ur hvers konar af völdum náttúru og skepna hijá mann- kynið án þess að það fái rönd við reist. Náttúran fer sínu fram og hamfarimar eru mannlegum mætti og mannlegu valdi ofvaxnar. Við erum eins og strá í vindi þegar kemur að þeim ógnarkrafti sem býr í iðrum jarð- ar. Þann kraft getur enginn tækni beislað og enginn afstýrt. Jafnvel þar sem maðurinn hefur hreiðrað um sig í gósenlandi guUs og grænna skóga og þykist vera óhultur í ríkidæmi sínu vofir hættan yfir. Náttúran fer ekki 1 manngreinarálit. EUert B. Schram Um þessar mimdir eru 25 ár síðan Nikita Sergeivits Krústjof var sviptur völdum með valdaráni í Kreml. Valdaránið í október 1964 er það fordæmi sem sumir tor- tryggnir Bandaríkjamenn vitna til, þegar þeir tregðast við að koma til móts við Gorbatsjov í afvopnunar- málum og slökunarmálum í Evr- ópu, á þeim forsendum að hann sé aöeins stundarfyrirbrigöi. Bráð- lega muni hið rétta andlit Sovét- ríkjanna birtast á ný með nýjum valdhöfum í Kreml. En Gorbatsjov er enginn Krústj- of, og nú eru aðrir tímar. Samt er þessi samlíking ekki með öllu frá- leit, þeir voru umbótamenn báðir og á tímum Krústjofs varð á tíma- bili þíða í kalda stríðinu og innan- lands í Sovétríkjunum varð nokk- uð meira ftjálsræði um skeið. En það sem Krústjof gerði var samt í grundvallaratriðum allt annað. Hann stjómaði í sama anda og Stal- ín, fyrirrennari hans, og hans um- Nikita Krústjof, fyrrv. forsætisráðherra Sovétríkjanna. - „Lifði á eftirlaun- um til 1971, opinberlega gleymdur í Sovétríkjunum“, segir greinarhöf. m.a. Man einhver eftir Krústjof? bætur komu með valdboði ofan frá. Lýðræöislegar umbætur í anda perestojku og glasnosts vom hon- um víðsfjarri. Krústjof hafði aldrei neitt kjör- fylgi á borð við Gorbatsjov, hann hafði ekkert umboð annað en sam- þykki félaga sinna í framkvæmda- nefndinni og forsætisnefnd flokks- ins. Og þegar þeir félagar hættu að styðja hann var hann sviptur völd- um. - Að þessu leyti er staða Gor- batsjovs allt önnur og miklu sterk- 'ari. Arftaki Stalíns Krústjof var alla sína tíð hand- bendi Stalíns og einn af hans nán- ustu samstarfsmönnum. Sú var ástæöan fyrir því að hann var kjör- inn eftirmaður hans sem aðalritari flokksins eftir að Stalín dó 1953. Krústjof var samt maðurinn sem afhjúpaði Stalín á flokksþinginu 1956 og olli þar með slíku uppnámi meðal kommúnista um allan heim að jafnvel á íslandi vom myndir af Stalín teknar niður af veggjum. Sumir gátu aldrei fyrirgefið Krústjof að hafa steypt Stalín af stalli og sökuðu hann um aö hafa veikt málstað kommúnismans. Meðal þeirra sem þannig hugsuðu voru Kínverjar, og fráhvarf Krústj- ofs frá stalínisma og fordæming á persónudýrkun vora meöal ástæðna þess aö Mao formaður í Kína sleit vináttu sinni við Sovét- ríkin um 1960. - En fráhvarfið frá stalínisma risti ekki djúpt. Sovéski herinn var notaður til að beija nið- ur uppreisn Pólverja 1956, og þó enn harkalega sama ár í Ungverja- landi þegar Ungveijar héldu að þeir gætu hegðað sér eins og sjálf- stætt ríki. Sú uppreisn var bæld niður með hörku sem enn er í minnum höfð. Ólíkt fer Gorbatsjov að. En Krústjof fækkaði í sovéska hemum um tvær milljónir manna og talaði fjálglega um frið og af- vopnun. Hann fór til Bandaríkj- anna að hitta Eisenhower og and- inn frá Camp David glæddi friðar- vonir um allan heim. Krústjof sagði líka að Sovétríkin mundu grafa Bandaríkin, og átti við að þau yrðu við jarðarfor kapít- alismans. Bandaríkjamenn tóku orðin bókstaflega og margir fylltust ótta og heift. Friðarhjal Krústjofs reyndist innihaldslaust en það var þó í fyrsta sinn sem æðstu menn risaveldanna ræddu málin þótt til lítils yrði. Innanlands í Sovétríkjunum rof- aði til að sumu leyti um tíma undir stjóm Krústjofs. Gúlagið var opn- að, tugþúsundum pólitískra fanga var sleppt, leyft var að gefa út bæk- ur eftir áður bannaða höfunda, svo sem sum verka Solsénitsíns, og jafnvel fór að brydda á þjóðfélags- gagnrýni. En þetta var duttlungum háð og án ákveðinnar stefnu - og KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður þessi þíða varð ekki langvinn, enda þótt menningarlíf í Sovétríkjunum tæki fjörkipp á þessum árum. Um tíma var talað um þíðuna í Sovét- ríkjunum á svipuðum nótum og perestrojkuna núna eins og tor- tryggnir menn rifja nú upp. - En þar var ólíku saman aö jafna. Kúbudeilan Á þessum árum einkenndust samskipti risaveldanna af þeirri staðreynd að Bandaríkin höfðu hemaðarlega yfirburði. Þau voru langt á undan Sovétríkjunum í flotastyrk og kjarnorkuvígbúnaði og því fór fjarri að þau gætu rætt afvopnunarmál á jafnréttisgrund- velli eins og nú er. Sovétmenn vora því í vamarstöðu og ófáanlegir að semja um afvopnun sem hefði veikt enn stöðu þeirra. Bandaríkjamenn voru öraggir um sig og sumir töluðu jafnvel um að frelsa Austur-Evrópu með vopnavaldi. Það kom því sem reið- arslag árið 1957 þegar í ljós kom með fyrsta gervihnettinum, Sputn- ik, að Sovétmenn voru framar Bandaríkjunum í eldflaugatækni. Upp úr því upphófst nýtt vígbúnað- arkapphlaup með tilheyrandi kjamorkutilraunum í andrúms- loftinu. Metingurinn náði hámarki 1962, þegar í Ijós kom að Sovétmenn höfðu komið fyrir kjarnorkueld- flaugum á Kúbu þar sem Fidel Castro var þá nýlega tekinn við völdum. Bandaríkjamenn bragðust hart við og settu hafnbann á Kúbu og sneru við sovéskum skipum. Risaveldin vora í það sinn nær því en nokkra sinni fyrr eða síðar að fara í kjamorkustríð. En slíkt stríð hefði verið vonlaust fyrir Sovétrík- in og því varð Krústjof að láta í minni pokann. Auðmýking Sovétríkjanna í Kúbudeilunni varð honum dýr- keypt. Hún var aðalástæðan fyrir því að honum var kollvarpað, ásamt ýmiss konar óstjóm innan- lands, ekki síst í landbúnaðarmál- um, hinu eilífa og óleysanlega vandamáh Sovétríkjanna. Enn- fremur var Krústjof vægast sagt erfiður í umgengni, duttlungafull- ur, uppstökkur og óútreiknanleg- ur, svo að Brésnéf og fleiri sam- starfsmenn hans sögðust síðar hafa verið orðnir uppgefnir á að reyna að tjónka við hann. Því tilkynnti Moskvuútvarpið hinn 18. október 1964 að Nikita Ser- geivits hefði misst heilsuna og orö- ið að segja af sér. Það var þó nýj- ung að hann var látinn óáreittur og lifði á eftirlaunum til 1971, opin- berlega gleymdur í Sovétríkjunum. Samanburður Samanburður á Krústjof og Gor- batsjov er óraunhæfur og aðstaða þeirra í valdakerfinu er gjörólík. Krústjof var arftaki Stalíns og mót- aður af honum, Gorbatsjov er mað- ur nýs tíma, óbundinn af fortíð- inni. Sovétríkin eru nú jafnoki Bandaríkjanna í vígbúnaði, meðal annars vegna þeirra uppbyggingar sem fylgdi í kjölfar Kúbudeilunnar, og því hafa risaveldin getað samið um afvopnun á jafnréttisgrund- velli. Gorbatsjov byggir umbætur sín- ar á lýðræði, ekki tilskipunum. Hann heftír tryggt fylgi í öllum valdastofnunum Sovétríkjanna, en er ekki aðeins málpípa nokkurra valdamanna í framkvæmdanefnd- inni sem var hin raunverulega staða Krústjofs. Þar meö er ekki sagt að Gor- batsjov sé óhultur fyrir óvinum sínum en sú afstaða sumra valda- mikilla Bandaríkjamanna að vara- samt sé að trúa á varanlegar breyt- ingar því að Gorbatsjov geti horíið fyrirvaralaust eins og Krústjof er ekki annað en fyrirsláttur. - Aldar- fjóröungur er langur timi í pólitík og það er útúrsnúningur að jafna Gorbatsjov við Krústjof. Gunnar Eyþórsson „Um tíma var talað um þíðuna í Sovét- ríkjunum á svipuðum nótum og per- estrojkuna núna eins og tortryggnir menn riQa nú upp. - En þar var ólíku saman að jafna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.