Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Qupperneq 1
BMW:
Fylgj a ekki straumnum
heldur marka stefnuna
Saga Bæversku mótorverksmiðj-
unnar - BMW, Bayerische Motoren
Werke - spannar ekki nema 70 ár.
Samt er ferill fyrirtækisins býsna
sögulegur. Hér verður rennt yfir
hann í stuttu máh að því er snýr að
bílaframleiðslunni. í rauninni er það
þó ekki nema hálfsögð sagan og illa
það því það er ekki fyrr en nú síð-
ustu áratugina að bílaframleiðsla er
aðalaatriðið hjá BMW.
Upprunalegt verkefni verksmiðj-
unnar var að framleiða flugvélamót-
ora en fyrst eftir fyrri heimsstyijöld-
ina var Þjóðverjum bannað að smíða
þá. Því varð að finna eitthvað nýtt.
Fyrsta meginverkefnið var að búa til
hemla fyrir jámbrautarlestir.
En hugur forystumanna BMW stóð
frekar til hreyfingar en hemlunar.
Fyrsta BMW-mótorhjóhð, R 32, var
kynnt árið 1923. Það var með fyrstu
léttmálmsheddin í sögunni með
ventlum í ohubaði, fullkomlega vörð-
um fyrir ryki og aur. Á svona hjóli
setti Emst Henne heimsmet árið 1929
(216,8 km/klst.) og aftur 1937 er hann
náði 279,5 km hraða - met sem stóð
í tólf ár.
Fahrzeugwerke Eisenach hóf að
framleiða Wartburg árið 1896. Upp
úr 1920 fór að haha undan fæti.
Framleiddir vora stórir lúxusbhar
undir nafninu Dixi. Þeir líkuðu vel
en urðu framleiðanda sínum vera-
legur baggi. Samt var nýjum smábíl
gefið sama nafn árið 1927 þegar Wart-
burg fékk heimild til að framleiða
undir sínu merki htinn breskan bíl
sem heima í Bretlandi gekk undir
nafninu Austin Seven, hét Bantam í
Bandaríkjunum en var framleiddur
undir merkinu Datsun í Japan. Þessi-
hth Dixi sló rækilega í gegn hvar-
vetna og naut mikiha vinsælda. En
það var of seint. Wartburg stóð ekki
lengur undir sér.
Hreifst af Tin Lizzie
Popp, framkvæmdastjóri BMW,
var stórhuga og bjartsýnn. Árið 1928
fór hann í heimsókn til Bandaríkj-
anna og heimsótti Ford-bílaverk-
smiðjumar. Hann vissi ekki hvaðan
á hann stóð veðrið: ein Tin Lizzie
fuhgerð á hveríum fjórum mínútum
og aukning fram undan! Hvenær
myndi þessi alda skeha yfir Evrópu?
Hver myndi ríða þar öldufaldinum?
Popp hikaði ekki lengur. BMW
keypti Wartburg í nóvember 1928.
Þar með hafði BMW htinn bh sem
hægt var að framleiða ódýrt. Fyrsta
árið seldust sjö þúsund bílar. Þá end-
urbætti BMW breska fólksvagninn
og framsýndi nýja bhinn í Berhn í
lok júh 1929 undir heitinu Dixi DA 2
(DA = Dixi Austin).
Þrem mánuðum seinna, 29. októb-
er, varð hrunið mikla í Wail Street.
17 þúsund þýsk fyrirtæki urðu gjald-
þrota. En BMW hélt velh. Við þessar
kringumstæður var bhl eins og Dixi
Framhald
á bls. 25
Viðtökumar hafa veriö framúrskarandi góðar og því full
ástæða fyrir þig að skoða bílinn nánar. Fyrsta sendingin af
Renault 19 er þegar uppseld, en við afgreiðum nú bíla af
árgerð 1990 á sériega hagstæðu
Leggðu dæmið fyrir þig, það er full
Nú afgreiðum við bila úr fyrstu sendingunni af árgerð
1990 meðan biigðir endast. Hann kostar frá kr. 870.000,'
notfærðu þér þetta einstaka tækifæri.
Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga frá kl. 8 tíl 18
og laugardaga frá kl. 13 tíl 17.
Velkomin í reynsluakstur á árgerð 1990.
Átta ára ryðvarnarábyrgð
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633
RENAULT19
Árgerð 1990.
Renault 19 var kosinn
„bíll ársins 1990“ í Danmörku með miklum
yfirburðum úr hópi 10 keppinauta.