Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Page 8
34
fli. 198?.
Sérstæð sakamál
Sölumaöur drepur
Ungi bílasalinn hreifst mjög af
Ijóshæröum og laglegum konum.
Því miöur uröu kynni þeirra af
honum stutt því þeim fylgdi nauög-
un og jafnvel dauði.
John Cannan heitir hann, þessi
ungi maður sem hefur vakið svo
mikla athygh á Bretlandseyjum af
því hann er grunaður um að vera
jafnvel enn hættulegri sakamaður
en fram hefur komið. Að vísu hefur
þaö ekki sannast en líkumar eru
verulegar til að hann eigi heima í
hópi mjög hættulegra sakamanna
og morðingja.
Cannan var bíiasah og þekktur
fyrir hve brosmildur hann var.
Unga, ljóshærða konan, Shirley
Banks, átti eftir.að komast að því
hve þættulegt það var að kynnast
honum en hún endaði líf sitt á fá-
fömum vegi nærri Bristol á Suð-
ur-Englandi.
Shirley Banks var rænt á bíla-
stæði að kvöldi 8. október 1987. Það
var Cannan sem rændi henni og
hann þröngvaði henni upp í bO með
hníf og fékk hana síöan til að koma
með sér upp í íbúð sína þar sem
hann misþyrmdi henni fyrst en
nauðgaði síðan.
Bundin í aftursæti
Er Cannan haföi komið fram vilja
sínum við ungu konuna neyddi
hann hana inn í bíl sinn, þýskan
BMW-fólksbíl, kom henni fyrir í
aftursætinu og setti þar á hana
handjám. Þá var henni ljóst að hún
myndi deyja.
Erfitt er að gera sér nákvæma
grein fyrir hugsunum Shirley
Banks þann tíma sem hún sat í aft-
ursætinu en víst má telja að henni
hafi verið hugsað til brúðkaups-
ferðarinnar sinnar til eyjarinnar
Kaprí sem hún var nýkomin úr og
þess að hún fengi ekki að sjá mann
sinn, Richard, afitur.
Ljóst er að þótt álagið á hana
hafi verið mikið tókst henni að
skilja eftir ummerki um dvöl sína
í íbúðinni og ferðina í bílnum og
varð vart við þau löngu áður en lík
hennar, illa leikið, fannst hálfu ári
síðar.
Ljóst þykir aö Shirley Banks hafi
aðeins verið ein af mörgum ungum
og ljóshærðum konum sem John
Cannan lék illa og grunur leikur á
að hann hafi ekki aðeins morð
hennar á samviskunni heldur
fleiri.
Einkum vom það ríkar og glæsi-
legar ljóshærðar konur sem Cann-
an hreifst af. Nokkrum vikum eftir
að Shirley Banks hvarf gerðist at-
burður í Lemington Spa, sem er
um eitt hundrað og fimmtíu kfió-
metra fyrir austan Bristol, sem
minnir mjög á rániö og morðið á
henni. Það var þann 29. október og
þykir af því ljóst að skammt kunni
að hafa verið á mih þess sem Cann-
an lét til skarar skríða. Kemur það
reyndar heim og saman við tOgátur
í óupplýstum málum sem kunna
að tengjast honum.
Atburðurinn í Lemington Spa var
með þeim hætti að maður réðst að
konu með hnif. Konan brást hins
vegár hart við og tókst að snúa
vöm upp í sókn svo að árásarmað-
urinn fékk skurð af eigin vopni.
Síðan hljóp hann að BMW-bO og
ók í skyndi burt. Hann reyndist
vera Cannan.
Áður dæmdur
fyrir nauóganir
Er Cannan var handtekinn eftir
árásina í Lemington Spa var farið
að kanna feril hans. Kom þá í Ijós
að hann haföi hlotið dóm fyrir
nauðganir og haföi setið í fangelsi.
Var aðferð hans sú sama sem hann
beitti við konuna sem komst frá
honum. Hann sat einkum fyrir
ungu konunum á bOastæðum eða
þá að hann haföi samband við fast-
eignasölur þar sem hann vissi að
Ijóshærðar og faOegar stúlkur
störfuðu. Þóttist haxm þá hafa
áhuga á aö skoða íbúðir sem tíl
sölu voru og mælti sér mót við
konumar tO að skoða þær. Kom
fram að Cannan haföi verið látinn
laus úr fangelsi í vesturhluta Lon-
don 25. júh 1986.
Ekki leið nú á löngu þar tíl margt
kom fram sem benti tO að Cannan
tengdist hvarfi Shirley Banks.
Þannig fundust handjám og blóð-
ugur hnifur í BMW-bO hans og
sömuleiðis ökuskírteini hennar.
Tvö önnur
sönnunargögn
Ekki var það aðeins ökuskírteini
Shirley sem benti til þess að hann
gæti skýrt hvarf hennar heldur
fannst nú bOl hennar í bOskúr
Cannans. Haföi hann verið spraut-
aður í öðrum lit en hann haföi ver-
ið og á honum vora nú fölsk skrá-
setningamúmer.
Er hér var komið ákvað rann-
sóknarlögreglan að gera nákvæma
leit á heimih Cannans. Fundust þá
fingraför af þumalfingri vinstri
handar sem líklegt þótti að gætu
verið af Shirley Banks. Varð strax
ljóst að fyndist líkiö af henni væri
þetta sönnunargagn sem yrði tíl
þess að Cannan yröi sekur fundinn
um að bera ábyrgð á hvarfi hennar.
Neitun eftir neitun
Cannan sýndi af sér mestu hörku
Shirley Banks.
í yfirheyrslum og neitaði með öOu
að þekkja nokkuð til Shirley Banks
og sagðist enga skýringu geta gefið
á því hvaö af henni heföi orðið.
Engu að síður var hann fangelsað-
ur því allmargt þótti benda tO sekt-
ar hans.
Um þetta leyti fór lögreglan í
London að kanna hvort Cannan
bæri ekki ábyrgð á hvarfi annarrar
ungrar og ljóshærðrar konu, Suzy
Lamplughs, en hún haföi þá getið
sér gott orð í heimi kaupsýslunnar.
Og nokkm síðar hófst á þvi sérstök
athugun hvort Cannan tengdist
þrjátíu ungum og ljóshærðum kon-
um sem naugað haföi verið.
Suzy Lamplughs hvarf 28. júlí
1986, aðeins þremur dögum eftir að
Cannan var látinn laus úr fangelsi.
Hún vann á skrifstofu
fasteignasala og haföi mælt sér mót
við viðskiptavin sem haföi lýst
áhuga sínum á að kaupa hús.
Mister Kipper var nafifið sem við-
skipatvinurinn haföi gefið upp.
Suzy Lamplughs fór til móts við
þennan mann en síðan hefur eng-
inn séð tíl hennar. BOl hennar
fannst aftur á móti við Thamesá
sama kvöld.
Nafnið Mister Kipper hefur sér-
staka þýðingu í þessu máh af þvi í
ljós er komið að undir því gekk
Cannan meðal samfanga sinna.
Páskadag, 3. apríl 1988, vora mið-
aldra hjón á gangi við fjallalæk í
Quantock-hæðum nærri Bristol.
Komu þau þá að líki í læknum. Var
það af ungri, ljóshærðri stúlku og
var Ijóst að henni haföi verið mis-
þyrmt. Á líkinu vora enn skart-
gripir og mátti því telja víst að hún
heföi ekki verið myrt tíl fjár.
Haft var samband við Richard
Banks því tahð var líklegt að um
væri að ræða lík konu hans, Shir-
ley, og reyndist svo vera.
Fingraförin
þau sömu
KcOt haföi verið í veðri um vetur-
inn og sá htið á líkinu eftir að hafa
legið í köldu vatninu. Þess vegna
var hægt að taka fingraför af því
og reyndist far af þumh koma heim
og saman við það fingrafar sem
fundist haföi í íbúð Cannans. Var
nú ljóst að hann fengist dæmdur
fyrir morðið á Shirley Banks.
Samtímis kom ýmislegt fram sem
benti til að Cannan heföi myrt Suzy
Lamplughs. Hann haföi sést aka á
BMW-bO sínum í vesturhluta Lon-
don, skammt frá þeim stað sem hún
bjó á. Einnig haföi hann gortað af
því að þekkja glæsOega stúlku sem
héti Suzy. Loks var rannsóknarlög-
reglumönnum enn í fersku minni
að maðurinn, sem haföi haft sam-
band við hana á fasteignasölunni,
haföi kallað sig Mister Kipper.
Fyrirrétti
Þegar Cannan kom fyrir rétt, sak-
aður um morðið á Shirley Banks,
neitaði hann að fjá sig. Það stoðaði
þó htið og var hann dæmdur í ævi-
langt fangelsi.
„Eg vO taka sérstaklega fram,“
sagöi dómarinn, „að í þínu tOviki
verður ekki um neina náðun að
ræða. Þú kemur tíl með að sitja
inni alla þína daga. Þú lýkur
ævinni á bak við rimla.“
Shirley Banks með manni sínum,
Richard, á brúðkaupsdaginn.
Þó John Cannan sé þannig kom-
inn í fangelsi og fái ekki aftur frelsi
er rannsókninni á afbrotaferh hans
ekki lokið. Hvert nauðgunarmáhð
á fætur öðra, sem ekki hefur tekist
að upplýsa, er nú rannsakað með
tilhti til þess hvort hann tengist því
en mest er þó reynt að komast að
því hvort hægt verði að færa fyrir
því óyggjandi rök að hann beri
ábyrgð á hvarfi Suzy Lamplughs
og jafnvel fleiri kvenna
BOasalinn hrosandi haföi einmitt
áhuga á konum með úthti Suzy og
þar að auki var aðferðin, sem beitt
var til að lokka hana af fasteigna-
sölunni, sú sama sem ljóst þykir
að Cannan hafi í mörgum tilvikum
beitt. Ein af uppáhaldsaðferðum
hans var að taka með sér kampa-
vínsflösku þegar hann var að skoða
hús.
Ljóst er að kampavín var drukkið
í húsinu sem Suzy Lamplughs
sýndi manninum sem hringt haföi
tO hennar og kynnt sig sem Mister
Kipper.
Reynt hefur verið að fá Cannan
til að koma með fjarvistarsönnun
þann dag sem Suzy hvarf en honum
hefur ekki tekist það. Því spyija
margir sig nú þeirrar spumingar
hvort líkið' af henni eigi eftir að
finnast á einhverjum afviknum
stað eins og lík Shirley Banks.
John Cannan segist sem fyrr ekk-
ert vita um hvarf Suzy Lamplughs
og engu ljósi getað varpað á fjölda
óupplýstra mála. Eins og áður segir
er þó sterkur granur talinn leika á
því að afbrotaferih hans sé lengri
og ljótari en sannast hefur.