Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Síða 1
Stöð 2 á nýársdag: Umhverfis jörðina á áttatíu dögum Á nýársdagskvöld frumsýnir Stöð 2 fyrsta hlutann af þremur í míniser- íunni Umhverfis jörðina á áttatíu dögum sem gerð er eftir hinni frægu sögu Jules Verne. Sagan hefur verið kvikmynduð áður og þá lék David Niven ferða- langinn frækna, Phileas Fogg, sem ferðaðist í loftbelg kringum hnöttinn. Sú kvikmynd þótti takast mjög vel og var vel sótt. í þessari nýju seríu leikur sjón- Peter Ustinov leikur lögregluforingj- ann Fix sem grunar að Phileas Fogg sé bankaræningi. Hér hefur hann lent í klemmu ásamt Fogg sjálfum. varpsstjarnan Pierre Brosnan aðal- hlutverkið. Sjónvarpsáhorfendur sáu hann síðast í þáttaröðinni Noble House sem einhig var sýnd á Stöö 2. Aðstoðarmann hans og þjón, Passepartout, leikur Eric Idle, bresk- ur gamanleikari sem þekktastur er fyrir þátttöku sina í Monthy Python- hópnum. Margir aðrir leikarar leika stór og htil hlutverk. Þar á meöal eru Julia Nickson, Peter Ustinov, Lee Remick, Robert Wagner, Jill St. John, John Hillerman, Roddy McDowall, John Mills, Robert Morley, Jack Klugman og Christopher Lee. Strax í fyrsta þættinum kemur í ljós að ekki er nákvæmlega fylgt söguþræði bókarinnar heldur ér far- ið frjálslega með hann, sem og per- sónumar sem koma við sögu. Sum- um persónum er sleppt og öðrum bætt inn í, eins og til dæmis í fyrsta þættinum þar sem hin fræga leik- kona Sarah Bernhard kemur við sögu. Er Fogg ásamt Passepartout að flýta sér yfir Ermarsund til Frakk- lands en töf verður á að feijan láti úr höfn vegna þess að Sarah Bern- hard er að baða sig í káetu sinni. Önnur þekkt persóna úr mann- kynssögunni, sem kemur við sögu í fyrsta þættinum, er franski læknir- inn Louis Pasteur en það er einmitt hann sem bendir þeim á væntanleg- an farkost þeirra félaga, loftbelginn. -HK lan Holm leikur njósnarann Bernard Samson I þáttaröðinni Að leikslokum. Sjónvarp á þriðjudögum: Svik, báðum megin jámtjaldsins Að leikslokum (Game, Set & Match) er þrettán þátta myndaflokk- ur gerður eftir þremur skáldsögum hins fræga njósnasöguhöfundar Len Deighton, sem oft hefur verið kallað- ur „ljóðskáld njósnasagnanna“. Aðalpersónan í þessum þremur sögum Leightons er Bernard Samson og starfar hann á vígvelli Deightons sem er Berlín þar sem aðalpersóna okkar er uppalinn, til frumskóga Mexíkó og frá gráum múrum Pól- lands til virðuleika Oxfords. Þaö tók heilt ár að kvikmynda þáttaröð þessa og var kostaðurinn gífurlegur. Fór kvikmyndatakan fram í Bretlandi, Þýskalandi og Mexíkó og ferðaðist kvimyndahópurinn 42.000 mílur. Fjöldi þekktra leikara leikur í myndaflokknum. Aðalhlutvérkið, njósnarann Samson, leikur breski leikarinn Ian Holm. Enska nafn myndarinnar Game Set & Match gef- ur til kynna þær þrjá bækur sem handrit myndaflokksins er unnið uppúr, Berlin Game, Mexico Set og London Match. Aöalpersónan Bernard Samson er ekki hetja eins og þekktastar eru úr njósnasögum, hann er hinn þöguli maður sem hverfur í fjöldann. Þegar sagan hefst er hann sestur bak við skrifborð í aðalstöðvum M16. Þessu starfi óskar hann eftir sjálfur eftir að hafa orðið vitni að dauða besta vinar síns, en það eru ekki til nein rólegheit hjá M16, sérstaklega þegar eiginkonan er hærra sett en hann í sömu stofnun. -HK Lilja Þórisdóttir og Klara Iris Vigfúsdóttir leika mæðgur i nýrri sjónvarpsmynd, Steinbarn. Sjónvarp á nýársdag: Steinbam Steinbarn er ný íslensk' sjón- varpskvikmynd sem gerð er eftir verðlaunahandriti Vilhorgar Ein- arsdóttur og Kristjáns Friðriksson- ar. Komst handritið í úrslit í sam- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva um leikið efni er haldin var í Genf í fyrra. Steinbarn fjallar um unga konu er nýlega hefur lokið kvikmynda- námi í Englandi. Erlend sjónvarps- stöð hefur falið henni það verkefni að vinna handrit að mynd um skipsstrand er átti sér stað við norðurstrendur íslands fyrir um það bil fjörutíu árum. Konan kemur til landsins og heldur þegar á söguslóðimar til að vinna að verkefni sínu. Hún kemur þó fyrst við hjá eiginmanni sínum og tekur dóttur þeirra htla með sér norður. Þær mæðgur halda síðan á þær slóðir er skipskaðinn varð, fjöru- tíu árum áður. Þar komast þær í kynni við gamlan einsetumann er sinnir vitavörslu skammt frá strandstaðnum og kemur á daginn að hann var sjónarvottur að at- burðunum á sínum tíma. Einnig hafði hann tekið þátt í björgun þeirra örfáu skipverja er af kom- ust. Handritshöfundurinn tekur gamla manninnn tah og fær hjá honum ýmsar upplýsingar um rás viðburða. En önnur saga ekki síður sorgleg kemur einnig á daginn í spjalh þeirra og hrífur hún hina aðkomnu enn frekar en hið upphaf- lega verkefni... Steinbam var tekin upp í sumar. Leikstjóri er Egih Eðvarðsson. Karl Óskarsson er kvikmyndatökumað- ur. Lilja Þórisdóttir leikur aðalper- sónuna, handritshöfundinn. Ung stúlka, Klara íris Vigfúsdóttir, leik- ur dóttur hennar. Klara hefur áður staðið fyrir framan kvikmyndavél- ina, lék hún í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar í skugga hrafns- ins. Aðrir leikarar eru: Rúrik Har- aldsson, Margrét Ólafsdóttir, Hallmar Sigurðsson, Þráinn Karls- son, Sigurður Karlsson, Sigurþór Albert Heimisson og Sólveig Arn- ardóttir. -HK Sjónvarp á nýársdag: Heimildarmynd um Thor Vilhjálmsson Heimildarmynd um Thor Vil- hjálmsson verður á nýársdagskvöld kl. 21.55. Verður fetað í slóð hans hér heima og erlendis og birt ýmis viðtöl við hann. Umsjónarmenn myndar- innar em Einar Kárason og Haildór Guðmundsson. Thor Vhhjálmsson er nafn sem ekki verður gengið fram hjá þegar skoðuð er bókmenntasaga síðustu fjörutíu ára hérlendis. Thor hefur Klemenz Jónsson sem hefur búið Björn að baki Kára til flutnings og er einnig leikstjóri. fengist við ritstörf allt frá 1950 og er jafnvígur á flestar greinar bók- mennta: skáldsögur, ljóðagerð, ævi- sagnaritun, ferðaþætti og greina- skrif. Hann hefur hlotið margvísleg- ar viðurkenningar fyrir skrif sín á löngum ferh og nægir þar að minna á bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs er honum hlotnuðust 1987 fyrir bókina Grámosinn glóir. Þá hefur Thor einnig verið í forsvari fyrir Á nýársdag kl. 15.40 verður flutt á rás 1 dagskrá sem ber heitið Björn að baki Kára. Klemenz Jónsson hef- ur búið þáttinn til flutnings og er leikstjóri. Er Bjöm að baki Kára byggður á þeim atriðum úr Brennu- Njálssögu sem fjalla um samskipti Kára Sólmundarsonar og Bjarnar í Mörk en þeir hafa verið vinsælar sögupersónur í hugum flestra íslend- inga. I Sögusinfóníu Jóns Leifs er einn ýmsum menningar- og listaviðburð- um hériendis á umliðnum árum. Thor hefur komiö víða við á löng- um ferh og er vel heima á erlendri grund, einkum í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni. Hann hefur dvalið lang- dvölum erlendis, jafnt við nám sem ritstörf, og hefur frá ýmsu fróðlegu að segja. Það er Plús-film sem gerir myndina um Thor. kaíli sem ber heitið Björn að baki Kára og tengir sú tónlist saman at- riði þáttarins. Flytjendur eru: Árni Tryggvason sem er í hlutverki Bjarnar í Mörk og Arnar Jónsson er leikur Kára Sólmundarson. Róbert Arnfmnsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sigurður Skúlason og Hjörtur Pálsson koma einnig við sögu. Tæknimaður er Hreinn Valdimarsson og hefur hann einnigvahðtónhstina. -HK Rás 1 á nýársdag: Bjöm að baki Kára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.