Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990. Viðskipti Efnahagslegir timburmenn: Þjóðin lenti á 5 milljarða „kortafyllirfi“ um jólin - þjónustugjöld kortafyrirtækjanna hátt 1 75 milljónir í desember Nú þegar jólahasarinn er aö renna af íslensku þjóðinni má lauslega áætla aö landinn hafi lent á um 5 milijarða kortafylhríi um þessi jól. Þaö er sú upphæð sem fólk þarf aö greiða kortafyrirtækjunum Visa og Euro í dag og þó öhu heldur um næstu mánaðamót, í byrjun febrúar. . Enn einu sinni blasir sú staðreynd við að það kemur alltaf að skuldadög- Fréttaljós Jón G. Hauksson um hvernig sem jólasteikin og jóla- hátíðin hefur annars farið fram. 13 milljarða jólasala Tekjur smásöluverslunar í des- ember má áætla lauslega í kringum 13 milljaröa króna ef tekið er mið af jólasölu fyrra ára. Um 35 til 40 pró- sent af allri jólasölunni greiðir fólk með krítarkortum. Þetta gerir um 5 milljarða af um 13 milljarða jólasölu. Það er einmitt þessi skuld sem kemur til greiðslu nú um mánaðamótin og kannski sérstaklega þau næstu, í byijun febrúar. Af tali fólks má ráöa að oftar en ekki er það svo að fólk ráðgerir ævin- lega í byijun desember að eyða „litlu um þessi jól“ en síðan hefst veislan í verslunum með tilheyrandi korta- viðskiptum og ílestir eyða meiru en ætlunin var fyrir jólin. Það eru ein- mitt hinir margþekktu efnahagslegu timburmenn eftir áramótin, þegar runnið er af mönnum. Stöð 2: Við bíð- um ekki lengi Þorvarður Elíasson, varaform- aður Eignarhaldsfélags Verslun- arbankans og varaformaður stjórnai- Stöðvar 2, sagöi í morg- un að fyrri aðaleigendur Stöövar 2 hefðu ekki enn greitt þær 150 milljónir króna í hlutafé sem þeir hafa skuldbundiö sig til. „Við biðum ekki lengi,“ segir Þorvarður en Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hefur að hans sögn gefið þeim frest til 6. janúar til að greiða þessar 150 milljónir í hlutafé. „Þaö er veigamikil forsenda frekari aðgerða að sjá hvort fyrr- um aðaleigendum Stöðvarinnar takist að standa við skuldbind- ingar sínar. Það þykir eðlilegt að þeir fái að leggja fram það fé sem þeir geta. En það segir sig hins vegar líka sjálft að við getum ekki beöið lengi eftir að þessi forsenda skýrist.“ - Hvað takið þið sem fullgilda greiðslu fyrir þetta hlutafé? „Peninga og pappíra sem eru ígildi peninga.“ - Hafið þið þegar aðra kaupendur aö þessu 150 milljóna króna hlut- afé svo ogþvi 250 milljóna hlutafé sem Eignarhaldsfélagið á í Stöð- inni en yfirlýst stefha er að selja þaö? „Ég get aðeíns sagt að þaö er mikill áhugi á hlutafé í Stöð 2, það fer ekki á milli mála.' ‘ -JGH Þjóðin lenti á „kortafyiliríi' jólamánuðinum hafi verið Plastjól og ný tímasetning mánaðamóta Þegar greiöslukortin voru að ryðja sér til rúms í viðskiptalífinu fyrir nokkrum nokkrum árum var talað um plastjól. Jafnframt var talað um að búið væri að breyta tímasetningu mánaðamótanna, þau væru í kring- um 18. hvers mánaðar þegar nýtt kortatímbil hefst. Þrátt fyrir tal kaupmanna um að þeir þurfi að greiöa há þjónustugjöld vegna greiðslukortanna eru kaup- menn sjálfir alltaf að lengja tímann sem þeir lána í jólamánuðinum. Þannig byrjuöu verslanir í Kringl- unni á sínu kortatímabili 9. desemb- er. Margir aðrir verslunareigendur stóðust ekki samkeppnina og byrj- uöu líka í kringum 9. desember - lengdu sjálfir kotatímabihð og þar meö lánstímann til viðskiptavin- anna. 75 milljónir I tekjur Gera má ráð fyrir að verslanir Velta Eimskips nam 6 milljörð- um í fyrra Rekstrartekjur Eimskips námu um 6 milljörðum króna í fyrra, sam- kvæmt frétt frá Eimskipi í gær. Þetta er um 24 prósent aukning frá því á árinu 1988 en hækkun byggingavísi- tölu á sama tíma var um 22 prósent. Rekstrartekjurnar jukust því um 2 prósent að raungildi á milli ára. Töl- ur um endanlega afkomu liggja enn ekki fyrir. Heildarflutningar Eimskips voru um 966 þúsund tonn í fyrra. Þaö er um, 6 prósent aukning frá árinu á undan. Um 3 prósent minnkun varö í innflutningi stykkjavöru en nokkur aukning í útflutningi, stórflutningi, strandflutningi og flutningi erlendis. Félagið flutti í fyrsta sinn yfir 100 þúsund gáma í fyrra en um höfnina í Sundahöfn fóru um 102 þúsund gámar. Það er um 3 prósent aukning. Eimskip var meö 15 skip í fóstum rekstri í fyrra. Níu skip eru í eigu félagsins og dótturfyrirtækja þess. Fimm eru á þurrleigu með íslenskum áhöfnum og eitt er á tímaleigu með erlendri áhöfn. Þijú af skipum fé- lagsins voru rekin erlendis í fyrra en eitt þeirra var selt í desember. Hjá Eimskipi störfuðu 670 manns í árslok sem er fækkun frá því á árinu 1988. -JGH Rekstrartekjur Eimskips voru 6 milljaróar í fyrra. Ólafur Ottósson, nýráðinn forstöðu- maður erlendra viðskipta hjá Lána- stofnun sparisjóðanna. Lánastofnun sparisjóðanna: Ólafur Ottós- son forstöðu- maður erlendra viðskipta Ólafur Ottósson, fyrrum aðstoðar- bankastjóri Alþýðubankans, hefur verið ráöinn forstöðumaöur erlendra viðskipta hjá Lánastofnun sparisjóð- anna en hún er til húsa við Rauðar- árstíg og annast öll erlend samskipti fynr sparisjóðina. Ólafur er 46 ára að aldri. Síðasthð- in fimm ár hefur hann verið aöstoð- arbankastjóri Alþýðubankans en þar áður var hann skrifstofustjóri í Bún- aðarbankanum. -JGH Þjónusta kortafyrirtækjanna er fyrst og fremst að ábyrgjast greiðslu korthafa gagnvart versluninni eða þjónustufyrirtækinu svo og inn- heimta hana hjá korthöfum. Auk þess hefur verið bent á að kortin séu þess eðlis að þau örvi viðskipti, sér- staklega í jólamánuðinum. -JGH fyrir þessi jól eins og undanfarin ár. Lauslega má ætla að sala með kritarkortum i kringum 5 milljarðar króna. verði að jafnaði aö greiða í kringum 1,5 prósent í þjónustugjöld til krítar- kortafyrirtækjanna. Af um 5 millj- arða kortasölu í desember gerir þetta um 75 milljónir í tekjur til Visa og Euró í jólamánuðinum. Það er áréttað að hér er fyrst og fremst um áætlaðar tölur DV aö ræða miðað við reynslu fyrri ára. Raunveruleg kortasala í desember hggur enn ekki fyrir og skýrist ekki fyrr en þessu greiðslukortatímabili lýkur hinn 18. janúar. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 11-12 Bb 3ja mán. uppsögn 11,5-13 Úb.V- b.Ab 6 mán. uppsögn 13-14 Úb.V- b.Ab 12mán.uppsögn 12-15 Lb 18mán.uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 10-12 Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-1,5 Allir . nema Sp 6mán. uppsogn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum Innlángengistryggð 21 Allir Bandaríkjadalir 7-7,5 Sb Sterlingspund 13-13,75 Úb.Bb,- Ib.V- b,Ab, Vestur-þýskmörk 6,75-7 •Úb.lb,- Vb.Ab Danskarkrónur 10,5-11,0 Úb.lb,- Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 27.5 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31,5-32,75 Lb.Bb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 32,5-35 Lb.Bb . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 7,25-8,25 Úb Isl.krónur 28,5-33 Lb.Bb. SDR 10,75 Allir Bandarikjadalir 10,25-10,5 Allir nema Úb.Vb Sterlingspund 16,75 Allir Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Allir nema Lb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 3,5 5-9 Dráttarvextir 40,4 MEÐALVEXTIR óverðtr. des. 89 Verðtr. des. 89 31,6 7,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2771 stig Byggingavísitala jan. 510 stig - Byggingavísitala jan. 159,6 stig Húsaleiguvisitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,551 Einingabréf 2 ^ 2,505 Einingabréf 3 » 2,993 Skammtimabréf 1,555 Lífeyrisbréf 2,288 Gengisbréf 2,019 Kjarabréf 4,507 Markbréf 2,393 Tekjubréf 1t879 Skyndibréf 1,360 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,197 Sjóðsbréf 2 1,676 Sjóðsbréf 3 1.541 Sjóðsbréf 4 1,295 Vaxtasjóósbréf HLUTABRÉF 1,5505 Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 400 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 162 kr. Hampiðjan 172 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Iðnaðarbankinn 180 kr. Skagstrendingur hf. 300 kr. Útvegsbankinn hf. 155 kr. Verslunarbankinn 153 kr. Olíufélagið hf. 318 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og vi< skiptaskuldabréfum, útgefnum af þrið aðila, er miðað við sérstakt kaupgenc kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankim Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðoaðarbanl inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinni bankinn, 0b= Útvegsbankinn, Vb Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkar inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.