Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5: JANÚAB 1990. 7 Fréttir Útgerðarfélag aflaskipsins Guðbjargar ÍS: Keypti Von KE fyrir 70 milljónir króna - sjötti báturinn sem útgerðarfélagið kaupir á einu ári „Það er rétt að við vorum að kaupa Von KE frá Keflavík fyrir 70 milljón- ir króna. Báturinn hefur 430 þorskí- gilda kvóta, auk þess sem hann hefur síldar- og rækjukvóta," sagði Þorleif- ur Pálsson hjá Hrönn hf. á ísafirði en það er útgerðarfélag aflatogarans Guðbjargar IS. Þetta er sjötti báturinn sem Hrönn Farþegi í innanlandsflugi: Kom að bflnum á einu hjóli Eiganda Fiat Uno bifreiðar, sem hafði skihð hana eftir á bílastæði við innanlandsdeild Flugleiða á Reykja- víkurflugvelli, brá mjög er hann kom að henni aftur í fyrradag. Hafði hann farið með flugi út á land fyrir áramót- in og kom síðan til baka í fyrradag. Þegar hann kom að bíl sínum stóð hann á einu hjóli því að þrem nýjum hjólbörðum hafði verið stolið undan honum. Málið er í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins. -ÓTT Háskólinn á Akureyri: braut tekin til starfa Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri tók formlega til starfa í gær og voru tveir ráðherrar meðal gesta. Nokkur óvissa hefur ríkt að undan- förnu varðandi sjávarútvegsbraut- ina en þau mál hafa nú verið leyst. Haraldur Bessason, rektor háskól- ans, flutti ávarp við opnun deildar- innar í gær og einnig þeir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra. hf. kaupir á einu ári, til að auka við kvóta Guiðbjargar ÍS, því að á árinu 1989 voru 5 bátar keyptir. Þorleifur sagði að af þessum 5 bátum hefðu 4 verið úreltir en einn var hægt að endurselja. Hann sagði að Von KE væri endursölubátur vegna síldar- og rækjukvótans. Guðbjörg ÍS, sem er ísfisktogari, Álverið í Straumsvík hefur nú fest kaup á fyrsta íslenska rafmagns- bílnum sem var fluttur til landsins fyrir forgöngu Gísla Jónssonar, próf- essors við Háskóla íslands. „Við höfum verið með rafmagns- bíla hér um árabil en þetta er fyrsti rafmagnsknúni fólksbíllinn sem við höfum hér,“ sagði Einar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri í álverinu. var með þriðja hæsta aflaverðmætið á síðasta ári, næst á eftir frystitogur- unum Akureyrinni og Örvari. Heild- arafli Guðbjargar ÍS í fyrra varð 6.200 lestir. Guðbjörg ÍS er á aflamarki og er aflamark hennar 4.200 þorksígildi. Mismunurinn var aðkeyptur kvóti, bæði af þessum 5 bátum og einnig laus kvóti sem var til sölu. Að sögn Einars verður bíllinn not- aður í sendiferðir og til að draga hluti í álverinu og væri það í samræmi við stefnu þeirra álversmanna að hamla gegn umhverflsmengun. Er því reynt að nota ekki tæki sem menga frá sér. Einar taldi að bílhnn hentaði vel í snatt inni á svæði álversins en vega- lengdir eru miklar innan verk- smiðjusvæðisins. Hvort svona bátakaup borguðu sig sagði Þorleifur að það væri dýrt að láta skip eins og Guðbjörgu ÍS liggja bundin við bryggju vegna kvótaleys- is. Hann sagði að ekki væri loku fyr- ir það skotið að fleiri bátar yrðu keyptir ef hægt yrði að komast að hagstæðum kaupum. Bíllinn er 10 ára gamall og hefur nú um skeið verið í eigu rafgeyma- verksmiðjunnar Póla. Kaupverðið var einhvers staðar á bilinu 200.000 til 300.000 krónur. Að sögn Einars voru gerðar smávægilegar breyting- ar á bílnum áður en hann var tekinn í notkun. -SMJ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ný skíðalyfta er nú tilbúin til notkunar í Hlíðarfjalli við Akur- eyri en unnið hefur verið viö uppsetiúngu lyftunnar aö undan- fórnu. Lyftan er í Hjallabraut og er aðallega ætluð byrjendum og þeim sem styttra eru komnir í skíðaiþróttinni. Hún er um 200 metra löng og getur flutt um 800 manns á klukkustund. Einhver bið getur orðið á að hægt verði að nota lyftuna. Svo til spjólaust er í Hlíöarfjalii þessa dagana og þarf að snjóa mikið þar til þess að hægt verði að opna fjallið fyrir skíðamenn. - segir Jóhannes Georgsson „Söfnunin gengur bara ágæt- lega, það eru margir búnir að hringja en ég veit nú ekki ná- kvæmlega hvaö hefur safnast mikið - það eru engar stórupp- hæðir," sagði Jóhannes Georgs- son hljómhstarmaður en hann hefur staðið fyrir söfnun til handa Rúmenum í kjölfar áta- kanna sem þar urðu í kringum jólin. Jóhannes er rúmenskur og sagðist hann vera að leita færis th að ná sambandi við fjölskyldu sina i Rúmeníu. Hann sagöist ætla að láta ættingja sina þar hafa milhgöngu um það að koma peningunum til réttra aðíla. Jó- hannes sagðist ætla að senda pen- inga á rúmenskan banka og láta taka þannig við þeim. Það myndi hann gera um leið og hann næði sambandi viö ættingja sína. Þá sagöist hann ætla að senda fót út á sinn kostnaö. Jóhannes hefur rætt við fuh- trúa Rauða krossins og Hjálpar- stofhunar kirkjunnar og sagöi hann að hugsanlega yrði eitt- hvert samstarf við þær stofnanir. -SMJ -S.dór Þeir í álverinu keyra nú um á íslenska rafmagnsbílnum en vegalengdir eru miklar í álverinu og kemur bíllinn að góðum notum við sendiferðir. DV-mynd KAE Fyrsti íslenski rafmagnsbíllinn: Brunar nú um í álverinu Krossanes verksmiöj an: Tjónið minna en fyrst var talið Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Ljóst er að tjónið sem varð í brunan- um í Krossanesverksmiðjunni á Ak- ureyri fyrir nokkrum dögum nemur hundruðum mihjóna króna en þó er tjónið mun minna en í fyrstu var talið. Við rannsókn hefur komið í ljós að burðargrind hússins er óskemmd en klæðning er hins vegar öll ónýt. Þá eru skemmdir á tækjum minni en i fyrstu var talið. Rannsókn er ekki lokið og endanlegar tölur varðandi tjónið liggja ekki fyrir. Sá möguleiki hefur veriö ræddur aö hægt verði að bræða loðnu í lok yfirstandandi vertíðar en allt of snemmt er að segja til um það á þessu stigi hvort af því getur orðið. Ekki prófkjör í Reykjavík? Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða að mæla ekki með prófkjöri. líklega ekki með prófkjör fyrir borg- Aðalfundur fuhtrúaráðsins mun arstjórnarkosningarnar í vor. taka endanlega ákvörðun um hvort Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- prófkjör verður haldið á fundi sínum laganna í Reykjavík hefur samþykkt næstkomandi miðvikudag. -sme •f/res$ í 31 ár Hressingarleikfimi kvenna og karla Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 8. jan. 1990 Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.