Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 1
Nemendaleikhúsið:
Óþelló
Nemendaleikhús Leiklistarskóla
íslands frumsýnir í Lindarbæ
harmleikinn Óþelló eftir William
Shakespeare föstudaginn 2. febrú-
ar kl. 20.30.
Óþelló eða Márinn frá Feneyjum
er eitt þekktasta verk Shakespear-
es og vanalega tahö í hópi fjögurra
mestu harmleikja skáldsins.
William Shakespeare samdi lík-
lega Óthello 1603. Óþelló er mári
(arabi frá Norður-Afríku) og hers-
höfðingi í flota Feneyinga, fram-
andi, þeldökkur og villtur í úrkynj-
uðu samfélagi. Á yfirborðinu fjall-
ar verkið um hrikalegar aileiðing-
ar afbrýðinnar en það fjallar einnig
um djöfullega vonsku sem býr í
sumu fólki. Kannski er Óþello
„sjálf sorgarsaga lífsins".
Sérstök leikgerð fyrir nemenda-
leikhúsið er unnin af þeim Hafliða
Arngrímssyni leiklistarfræðingi,
Grétari Reynissyni leikmyndahöf-
undi. Óþelló er eitt þriggja verk-
efna í lokaáfanga leiklistarnema
sem útskrifast nú í vor.
Útskriftarnemendur, sem eru níu
að þessu sinni, fara með öll hlut-
verk. Þeir eru: Baltasar Kormákur
Samper, Björn Ingi Hilmarsson,
Edda Arnljótsdóttir, Eggert Arnar
Kaaber, Erling Jóhannesson,
Harpa Árnadóttir, Hilmar Jónsson,
Ingvar Eggert Sigurðsson og gesta-
nemandinn frá Færeyjum, Katar-
ína Nolso.
Auk þeirra koma fram þrír nem-
ar í fyrsta bekk skólans: Björk Jak-
obsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir
og Kristina Sundar Hansen. Bún-
inga gerði Grétar Reynisson og íris
Sigurjónsdóttir aðstoðaði. Tækni-
maður er Egill Ingibergsson. Lýs-
ingu annast, ásamt leikstjóra og
leikmyndahönnuði, Sveinn Bene-
DV-myndir GVA
Ásta
sýnir í
Gallerí Graf
í nýju galleríi, Gallerí Graf, sem er
að Logafold 28, opnar Ásta Guðrún
Eyvindsdóttir sýningu á olíumynd-
um og grafíkmyndum á laugardag-
inn kl. 15.00.
Ásta Guðrún hefur verið virk í
myndlist sinni um fímm ára skeið
og hlotið verðskuldaða athygli sýn-
ingargesta en formlegur ferill henn-
ar hófst á hafl úti 1985. Á sýningu
Ástu í Gallerí Graf mun Kristín
Reynisdóttir kynna verkin.
Sýningin verður opin alla laugar-
daga frá kl. 14-18.
Asta Guðrún Eyvindsdóttir og Kristin Reynisdóttir við eitt málverka Astu
Diddú syngur
á Akureyri
- sjá bls. 19
Aurora 3
í Norræna húsinu
- sjá bls. 21
Kaffihúsa-
rýni
- sjá bls. 18
íþróttir
helgar-
innar
- sjá bls. 23
Norræna húsið:
Bellman-hátíð
Á sunnudaginn eru 250 ár frá því
sænska skáldið Carl Michael Bell-
man fæddist. Söngvar Bellmans og
ljóð hafa lengi verið á hvers manns
vörum hér á landi sem og annars
staðar á Norðurlöndum. Má til dæm-
is nefna vísuna um Gamla Nóa sem
var þýdd yfir á íslensku ekki löngu
eftir að hún var ort.
í Norræna húsinu verður dagskrá
með Bellmanssöngvum á laugar-
dagskvöld kl. 20.30. Koma fram
sænski vísnasöngvarinn Axel falk og
gítarleikarinn Bengt Magnusson og
skemmta gestum. Tónleikamir
verða endurteknir í Norræna húsinu
á mánudagskvöld á sama tíma.
Þá fara þeir félagar til Akureyrar
og flytja sömu dagskrá á sunnudag,
4. febrúar, í sal Menntaskólans.
Axel Falk er einn af þeim ungu
trúbadúrum í Svíþjóð sem hvað
mesta athygli hefur vakið. Hann er
aðeins 27 ára gamall en hefur nú
þegar getið sér góðan orðstír sem
visnasöngvari. Gítarleikarinn Bengt
Magnusson hefur meðal annars leik-
ið sem einleikari með Sinfóníuhljóm-
sveit Gautaborgar. í fyrra hélt hann
tvenna tónleika í Tónleikahúsi
Gautaborgar. Dagskráin var frum-
flutt í Svíþjóð í nóvember og fékk
mikið lof gagnrýnenda.
Sunnudagstónleikar
í Hafnarborg
- sjá bls. 20
Nýjar kvikmyndir
í bíóum
- sjá bls. 22