Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 2. FEBRUAR 1990. Dans- staðir Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir föstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Bjórhöllin, Gerðubergi 1 Opið öll kvöld frá kl. 18-1 og um helg- ar til kl. 3. Lifandi músík funmtu- dags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ' Danshöllin, Brautarholti 22, s. 23333 „Þjóðbjörg og Doddi bregða fyrir sig betri fætinum", sýnt laugardags- kvöld. Klakabandið frá Ólafsvík leik- ur fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld á annarri hæðinni. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi í Mánasal á fostudagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, simi 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, sími 50249 Hljómsveit leikur fyrir dansi á fostu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibær, Álfheimum, sími 6S6220 Danshfjómsveitin leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavik „Happy hour“ fóstudags- og laugar- dagskvöld kl. 22-23. Hin góðkunna hijómsveit Ðe Lónlí Blú Bojs leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. Borgarkráin er opin til kl. 24 báða dagana. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. \ Hótel ísland, Ármúla 9, sími 687111 Lokað fóstudagskvöld. Söngskemmt- unin „Rokkóperur" á laugardags- kvöld. Hljómsveitin Stjómin leikur fyrir dansi á laugardagskvöld. Hótel Saga Á laugardagskvöldið verður sýnd skemmtidagskráin „Skemmtisigling á þrnru landi“ -í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikröftum landsins hrífa gesti með sér í bráðhressandi skemmtun. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek föstdags- og laugardags- kvöld. Sportklúbburinn, Borgartúni 22 Sjómannaskólinn með þorragleði í Risinu í kvöld, Pottormarnir í Breið- holti með þorragleði laugardags- kvöld. í kjallaranum leikur hljóm- sveitin Rósin fyrir dansi um helgina. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, s. 670347 1 Hljómsveit leikur fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, sími 627090 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fmuntudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Hljóm- sveitin Hrím leikur mn helgina. 19 Leikfélag Reykjavíkur: Mikil aðsókn á fjögur leikrit Yfir þrjú þúsund manns lögöu leið sína í Borgarleikhúsið um síð- ustu helgi. Nánast var uppsélt á aUar sýningarnar í húsinu frá fostudegi til sunnudags. í gangi eru fjögur leikrit á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Eru það Kjöt eftir Ólaf Hauk Símonarson, Höll sumarlandsins og Ljós heims- ins eftir Kjartan Ragnarsson og hamaleikritið Töfrasprotinn eftir Benóný Ægisson. Allt eru þetta ís- lensk verk enda verða eingöngu sýnd íslensk leikrit á þessu fyrsta starfsári Leikfélagsins í hinu nýja og glæsilega Borgarleikhúsi. Þessi fjögur leikrit verða öll sýnd um þessa helgi. Á föstudagskvöld verður Ljós heimsins í litla salnum og Kjöt í stóra salnum. Á laugar- daginn sem og á sunnudag verða dagsýningar á Töfrasprotanum og er þegar uppselt á báðar sýning- arnar. Um kvöldið verður Ljós heimsins í litla salnum og Höll sumarlandsins í þeim stærri. Á sunnudag verður svo sýning á Kjöti. Kjöt eftir Óiaf Hauk Símonarson er eitt fjögurra leikrita sem sýnd eru i Borgarleikhúsinu. Á myndinni sjást Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverkum sinum. Guðbergur Bergsson les úr eigin óbirtum ritverkum listasafn Sigurjóns Ólafssonar: „... og höfum við ekki fundið veginn" í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður á sunnudaginn bókmennta- dagskrá, eins og venja er til fyrsta hvers sunnudags í mánuði. Að þessu sinni verður lesið úr skáld- verkum Guðbergs Bergssonar í dagskrá sem nefnist:....oghöfum við ekki fundið veginn. Leikkon- urnar Anna Einarsdóttir og Ingrid Jónsdóttir flytja nokkra kafla úr skáldsögum Guðbergs, en Þorvald- ur Kristinsson velur efniö og kynn- ir. Að lokum les svo Guðbergur sjálfur úr óbirtum verkum sínum. Dagskráin hefst klukkan fimmt- án stundvíslega og stendur-í um það bil eina klukkustund. Ráðstefna: Tölvukerfi framtíðarinnar Tölvuháskóli Verslunarskóla ís- lands heldur í dag ráðstefnu sem nefnist Tölvukerfi framtíðarinnar. Á ráðstefnunni verða erindi um tölvukerfi sem samanstanda af net- tengdum gagnamiðlara og vinnu- stöðvum. CUent-Server er eitt vin- sælasta orðið í ensku tölvumáli. Það merkir að gögn eru geymd á einni tölvu, gagnamiðlara, en not- endur hafa aðgang að þeim frá sín- um vinnustöðum. Upplýsingar eru sóttar með því að senda fyrirspurn frá vinnustöð til gagnamiðlarans yfir net. Á ráðstefnunni verða erindi frá ýmsum aðilum sem hafa unnið á þessu sviði hér á landi. Einnig verða kynningar á hugbúnaði sem vænta má frá framleiðendum. Ráð- stefnugestir eiga einnig kost á að skoða lokaverkefni útskrifaðra nemenda úr Tölvuháskólanum en nú í haust útskrifuðust sautján kerfisfræðingar. Ráðstefnan verður í hátíðasal Verslunarskóla íslands og hefst kl. 13.00. Djass í Heita pottinum Ómar Sverrisson, gítarleikari og Guðmundur Ingólfsson píanóleik- ari munu leika í Heita Pottinum í Duus-húsi á sunnudagskvöldið. Auk þeirra félaga fylla upp í kvart- ett þeir Gunnar Hrafnsson, bassa- leikari og Guðmundur Steingríms- son, trommuleikari. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Akureyri: Diddú syngur með Kammersveitinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður einsöngvari á þriðju tón- leikum Kammerhljómsveitar Ak- ureyrar sem haldnir verða í íþróttaskemmunni á sunnudag kl. 17. Á tónleikunum verður flutt Vín- artónlist eftir Franz Lehár, Johann Strauss yngri og eldri og C.M. Ziehrer. Meðal verkefna verða Sög- ur úr Vínarskógi, Kampavínspolki, Dóná svo blá, aríur úr Leðurblök- unni, Kátu ekkjunni o.fl. Aðalhljómsveitarstjóri Kammer- hljómsveitar Akureyrar er Roar Kvam en að þessu sinni verður gestastjómandi Waclaw Lazarz. Hann er fæddur í Póllandi og stundaði nám í Krakow, Moskvu og Munchen. Hann hefur leikið með Kammerhljómsveit Akur- eyrar frá stofnun hennar. Útivist: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þjóðháttaferð: Það er gömul hefð hjá Útivist að fara verleið í byrjun vertíðar, sem næst kyndilmessu, en þá áttu menn að vera mættir til skips. Hér áður fyrr voru verferðir lúnar mestu svaðilfarir og fyrir kom að menn urðu úti á leið í verið. Fóru menn því gjarnan saman í hópum. Verferðirnar, sem aUt of lítið hef- ur verið fjallað um af sagnfræðing- um, em mjög merkilegt fyrirbæri og má líkja þeim við þjóðflutninga þegar menn streymdu úr sveitun- um til sjávarsíðunnar til þess að stunda sjóróðra. Verferðirnar voru nokkurs konar manndómsvígsla og töldust menn ekki fullgildir karlmenn nema að þeir hefðu farið í verið. Á sunnudaginn 4. febrúar verður gengin gömul verleið frá Njarðvík- urfitjum yfir Hafnaheiði í Kirkju- vogsvör, vör Kotvogsmanna á síð- ustu öld. Komið verður við í Vötn- um, þar sem hugað verður að birki- hríslum, sem Utivist gróðursetti í strandgöngunni 1988, Hunangs- hellu og Helhsvík. Fjölfróðir menn, þeir Margeir Jónsson úr Keflavík og Vilhjálmur Magnússon úir Höfnum, fjalla um verferðir á fyrri tíð við upphaf og endi göngunnar. Brottfor verður frá Umferðarmið- stöð, bensínsölu, kl. 13. Hægt verð- ur að koma í rútuna á Kópavogs- hálsi og við Sjóminjasafnið í Hafn- arfirði. Verð er kr. 800 og eru allir velkomnir. Ljósbrot: Ljósmyndasýning framhaldsskólanema Ljósmyndasýning Ljósbrots, Ljósmyndafélags framhaldsskóla- nema, verður opnuð á morgun, laugardaginn 3. febrúar, í Lista- safni ASI kl. 14. Frá árinu 1987 hefur Ljósbrot haldiö sýningar á verkum nem- enda víðs vegar af landinu. EUefu framhaldsskólar taka þátt í sýning- unni í ár, einum fieiri en í fyrra. AUs eru um eitt hundráð og átta- tiu myndir á sýningunni og eru það um það bfi fimmtíu fleiri en á síð- asta ári. Sýningin verður opin til ellefta febrúar næstkomandi og er að- gangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.