Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 8
24
FOSTUDAGUR 2. FEBRUAR 1990.
V
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
Aðrar nýjar kvikmyndir inn á
listann eru Crossing Delancy, ljúf
og skemmtileg kvikmynd um sér-
stakt samband tveggja einstakl-
inga. Þá kemur aftur inn á listann
The Gunrunner og fer í fimmta
sætið. Sýnir að Kevin Costner er
vinsæll, því myndin er átta ára
gömul og þykir ekki vera neitt sér-
stök.
DV-LISTINN
Breyting veröur á efsta sætinu í
þessari viku, Working Girl færir
sig um eitt sæti, úr öðru í það
fyrsta. The Adventures of Baron
Munchausen kemur sterk inn á
listann, skellir sér í fjórða sætið.
Hér er um gæðamynd að ræða sem
ekki fékk alltof góða aðsókn í kvik-
myndahúsum en myndbandaleigj-
endur taka henni greinilega vel.
1.(2)
2. (3)
3- d)
4. (-)
5. (-)
6. (4)
7. (7)
8. (8)
9. (6)
10.
Working Girl
My Stepmother Is a Alien
Naked Gun
The Adventures of Baron
Munchausen
The Gunrunner
Her Alibi
Three Fugitives
Without a Clue
Spellbinder
(-)Crossing Delancy
★★ 3 3
Síðasti mannapinn
MISSING LINK
Útgefandi: Laugarásbíó.
Leikstjórar: David og Carol Hughes.
Bandarisk, 1988 - sýningartími 87 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Missing Link minnir óneitanlega
á kvikmynd Jean-Jacques Annaud.
Leitina að eldinum. í báðum þess-
um myndum er fjallað um frum-
byggja jarðarinnar. Munurinn er
að flokkurinn í Leitinni að eldinum
lifir en mannapastofninn í Missing
Link deyr út.
Missing Link er öllu fábrotnari
mynd sem gerð er af David og Ca-
rol Hughes, en þau leikstýra, skrifa
handritið og kvikmynda verkið.
Söguþráðurinn er einfaldur. Við
fylgjumst með síðasta mannapan-
um sem býr á jörðinni, veru sem
þekkir ekki grimmd né miskunnar-
leysi mannsins. Þegar hann kemur
heim af veiðum er búið að drepa
allan ættflokkinn. Við vitum að þar
hefur maöurinn verið að verki, exi
finnst hjá líkunum og eldur brenn-
ur. Tvennt sem mannapinn hefur
aldrei séð.
Einn heldur mannapinn í sína
hinstu för, tekur exina með sér án
þess að gera sér gpein fyrir hvað
það er sem hann er með í höndun-
um. í lokin uppgötvar hann þó að
þetta er hluturinn sem drap ætt-
bálk hans. í stað þess að nýta sér
öxina hendir hann henni á haf út.
Strax frá byrjun gerir áhorfand-
inn sér grein fyrir að mannapinn á
sér enga von, maðurinn er kominn
á yfirráðasvæði hans og ekki verð-
ur aftur snúið.
Söguþráður er einfaldur. Aðeins
ein výti borin vera er í myndinni,
vera sem þar að auki er ekki tal-
andi, og lenda aðstandendur mynd-
arinnar í hálfgerðum vandræðum
að fylla tímamörkin. Þessu er
bjargaö með góðum dýralífsmynd-
um í náttúrunni og hvernig þau
halda lífi. Eitt dýralífsatriðið er
sérstaklega minnisstætt. Það er
þegar sebramóðir bjargar afkvæmi
sínu úr ljónskjafti.
Þessi góðu náttúrulífsatriði eru
út af fyrir sig vel gerð en heldur
langdregin þegar haft er í huga að
þetta er kvikmynd með söguþræöi.
Eins og áður sagði er lítið talað.
Hinn þekkti breski leikari, Michael
Gambon, flytur þann litla skýring-
artexta sem fyrir hendi er.
í heild er Missing Link fyrst og
fremst forvitnileg kvikmynd. And-
stæðurnar, mannapinn og dýr sem
við þekkjum úr nútímanum, falla
ekki nógu vel saman til aö sögu-
þráðurinn sé sannfærandi. Þess
má geta að framleiðendur myndar-
innar eru þekktustu framleiðendur
kvikmynda í dag, Peter Guber og
Jon Peters, sem meðal annars
framleiddu Rain Man og Batman.
-HK
BIG MAN
Útgefandl: Laugarásbió.
Aöalhlutverk: Bud Spencer og Ursula
Andress.
ítölsk, 1988 - sýnlngartiml 90 mín.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Bud Spencer, sem geröi garöinn
frægan í Trinity myndunum hér á
árum áður, þótti þungur og stirður
í þá daga og ekki hefur hann lést.
í Big Man leikur hann einkaspæj-
ara á tryggingasvikaraveiöum. Er
myndin ein í flokki nokkurra um
spæjarann.
Söguþráðurinn er margnýttur og
sjálfsagt eru kjaftshöggin, sem eru
ailmörg, merkilegri heldur en text-
inn sem er andlaus, svo vægt sé til
orða tekið. Eini kosturinn við
myndina er hröö atburðarás sem
felur aðra augljósa galla. -HK
Stirð hetja
'W4I> «»3 mitmm iKÞÍCSK
»»x-xí MtmVf *
• mt* mm ■ ’amtmtmm.
* mti* *k*4» ínw
ittKIWtdi; *** *•* wMo'w.- JKU&&L,
■.< »«-;«««í»a
★★!4
®
Var Sherlock Holmes leikari?
WITHOUT A CLUE
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Thom Eberhardt.
Aðalhlutverk: Michael Caine og Ben
Kingsley.
Bresk. Sýningartimi 106 mín.
Leyfó öllum aldurshópum.
Sherlock Holmes ætlar að verða
eilífðarverkefni kvikmyndagerðar-
manna. Fyrir utan fjölmargar
kvikmyndir, sem byggðar eru á
skáldsögum Arthur Conan Doyle,
hefur í nokkrum kvikmyndum ver-
ið farið frjálslega með þessa frægu
skáldsagnapersónu.
í einni myndinni, Murder by Dec-
ree, er hann látinn eltast við Jack
the Ribber og auk þess gerður að
ópíumneytanda. Þá lék Gene Wild-
er bróður hans í The Sherlock Hol-
mes Smarter-Brother og Barry Le-
vinson leikstýrði Young Sherlock
Holmes sem fjallaði um Holmes er
hann var enn á skólaaldri.
Without a Clue er nýjasta útskýr-
ingin á tilveru Sherlock Holmes og
ein sú furðulegasta. í þessari gam-
anmynd er nefnilega verið að segja
m #<■' w- M '■’& K M' t b. i
*T;<) \ -ý. rmf *m* m fevawr \ iw*
m'mzm mt&ái &sa»nv:*iK*c>«t
» »0 A *** *■&IkW
Iif klæð-
skiptings
TORCH SONG TRILOGY
Útgefandl: Sklfan.
Leikstjórl: Paul Bogart. Handrit: Harvey
Fierstein, byggt á leikriti hans. Fram-
leiöandl: Ronald K. Fierstein. Mynda-
taka: Mikael Salomon. Aöalhlutverk:
Anne Bancroft, Matthew Broderick,
Harvey Fierstein og Brian Kerwin.
Bandarísk. 1988. 115 min. Öllurn leyfö.
Hér er á ferðinni kvikmynd
byggð á samnefndu leikriti Fier-
steins sem greinilega er byggt á
ævi hans. Myndin fjallar um líf
hans sem homma og segir frá til-
raunum hans til að sættast viö eig-
ið líf og skoðanir annarra.
Það er ekki annað hægt en að
undrast dirfsku Broderick sem tek-
ur örugglega töluverða áhættu með
aö leika í þessari mynd. Það hefur
löngum verið talið skaðlegt fyrir
ímynd stórstjarna í Hollywood að
láta kenna sig viö verk sem fjalla
um homma, samanber til dæmis
pukriö í Rock Hudson heitnum.
Broderick lætur það ekki aftra sér
og er reyndar ekki að sjá að það
hafi skaðað feril hans að neinu
leyti.
Broderick er hins vegar frekar
hlémegin í leikritinu sem snýst
fyrst og fremst um Fierstein. Það
er erfitt að átta sig á því hvort hann
er bara aö leika sjálfan sig eða per-
sónusköpun hans svo sterk. Hann
er eftirminnilegur í verkinu sem
er að mörgu leyti mjög einlægt,
fróðlegt og fullt af góðlátlegri
kímni. Hins vegar er atburðarásin
dálítið háð dagbókinni og ekki mik-
il hrynjandi í henni. Það skortir
alla átakapunkta og myndin svona
lognast út af í lokin.
-SMJ
áhorfendum að Sherlock Holmes
hafi í raun verið ómerkilegur leik-
ari og fyllibytta, Reginald Kincaid,
sem Watson læknir hafi fengið til
að þykjast vera lögreglusnillingur-
inn en hann hafði skapað Holmes
í sögum sem byggðar voru á snilli
hans sjálfs sem spæjari.
Þegar við komum til sögu er farið
að fara í taugarnar á Watson að öll
athygli beinist að Holmes en ekki
honum þótt það sé hann sem leysi
gáturnar. Holmes eða Kincaid er
yflrleitt blindfullur og gæti ekki
fundið lausn á smáþjófnaði hvað
þá meira. Þetta endar með því að
Watson rekur hinn drykkfellda
leikara.
Það gengur samt ekki upp því að
þegar ríkisstjórn Englands leitar til
Holmes um að leysa stórvanda sem
þeir eru í trúa þeir því ekki að
Watson sé hinn eini sanni spæjari
og neita að segja honum hvert
vandamálið sé. Hann á því ekki
annarra kosta völ en að ráða Kin-
caid aftur...
Það eru margir góðir sprettir í
Without a Clue en í heild er handri-
tið frekar sundurlaust og tilviljana-
kennt. Aftur á móti eru Michael
Caine og Ben Kingsley frábærir í
hlutverkum sínum og bjarga því
sem bjargað verður.
-HK
★★
jfl
Glímt vid söguna
BREAKING POINT
Útgefandi: Skifan
Leikstjóri: Peter Markle. Handrit: Stan-
ley Greenberg. Aðalhlutverk: Corbin
Berndsen, Joanna Pacula, John Glover
og David Marshall Grant.
Bandarisk 1989. 90 min. Bönnuö yngri
en 16 ára.
Þessi bandaríska sjónvarpsmynd
segir frá því er nasistar handtaka
starfsmann bandarísku leyniþjón-
ustunnar og reyna með öllum til-
tækum ráðum að pína upp úr hon-
um hvar innrásin verður gerð hinn
fræga D-dag. Sagan segir okkur
Normandí en aumingja nasistarnir
vissu það ekki. Þeir ákveða hins
vegar að búa til dálítinn leikþátt
fyrir leyniþjónustumanninn til
veiða upp úr honum þennan fróð-
leik sem heföi getað breytt heims-
sögunni - eða þannig.
Hugmyndin aö baki myndarinn-
ar er þokkalega snjöll og hið tvö-
falda umhverfi býður upp á ýmsa
flækjumöguleika. Því miður verð-
ur myndin of langdregin og yfir-
heyrslutaktíkinni fylgt of gaum-
gæfilega eftir til að skapa einhveija
spennu. Þá er fremur lítið púður í
ástarsambandinu þannig að mynd-
in verður aldrei annað en fremur
liðleg frásögn með sjónvarpsmann-
inn Berndsen (úr Lagakrókum) í
aðalhlutverki.
-SMJ
★★
0
Stjúpa á kústi
WICKED STEPMOTHER
Útgefandi: Arnarborg.
Leikstjóri, framleiöandi og handrits-
höfundur: Larry Cohen. Myndataka:
Bryan England. Aöalhlutverk: Betty Da-
vis, Colleen Camp, Lionel Stander,
David Rasche, Tom Bosley og Barbara
Carrera.
Bandarísk. 93 min. Úllum leyfð.
Þessi mynd er ef til vill merkust
fyrir það að vera síöasta myndin
sem Betty Davis lék í enda er
greinilegt að af henni er dregið. Er
reyndar spurning siðferðislega séð
hvort rétt var að setja hana í mynd-
ina en gamla konan er óskapleg
útlits og fellur þannig skuggalega
,vel að nornarímyndinni.
Myndin segir frá ungum hjónum
sem verða hissa er þau koma úr
ferðalagi og komast að því að pabbi
gamli er búinn að gifta sig gamalli
herfu. Furðulegir hlutir fara að
gerast og áður en við er litið er til-
veran umsnúin og baráttan við
nornina hefst.
Cohen hefur hér framleitt nokk-
uð svartan húmor sem hittir ágæt-
lega í mark á köflum. Þess á nýlli
líður myndin fyrir slaka persónu-
sköpun og ómarkvissa uppbygg-
ingu. Lokaatriðið er frekar fárán-
legt og engan veginn í takt við ann-
að. -SMJ