Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
15
Rolls Royce og
púðurkerlingar
Rollsinn. - „Hann er merkið sem setur i gang hina pavlovsku slefu.“
Það er með ólíklndum hve mörg
umræða á þessu kalda landi úr-
kynjast í kjaftasögur og auka-
atriði. Undarleg og óskiljanleg
rætni virðist stinga upp kollinum
við minnsta tilefni, og stundum er
eins og ekkert þyki fréttnæmt
nema krassandi lýsingar og út-
skýringar á tiltölulega einfaldri at-
burðarás.
„Fýsir eyru illt að heyra“ segir
gamalt orðtak, og er engu líkara
en í hópi þeirra, sem tekið hafa að
sér að uppfræða þjóðina og þykjast
stundum verða íjórði valdhafi rík-
isins, séu einhveijir sem hafa það
að einkunnarorðum starfsemi
sinnar.
Það mætti æra óstöðugan að rifja
upp dæmi um hvernig greinar hafa
verið skrifaðar um menn og mál-
efni undir kjörorðinu „það gæti
verið satt“. Og enginn virðist
hrökkva við þótt skrifaðar séu
greinar um menn þar sem jafnvel
er gert gys að útliti þeirra og fram-
komu. Hvílíkt botnlaust virðingar-
leysi fyrir sjálfum sér. Hvílík fyrir-
htning á öðru fólki.
Spilað á lágar hvatir
Hin dýpri rök þess háttar skrifa
eru augljós. Þau eru liður í valda-
baráttu. Nýlegt dæmi sýnir þetta
svo ekki verður um villst. Af næsta
eðlilegum ástæðum hafa málefni
Stöövar tvö verið milli tannanna á
fólki á undanfomum vikum.
Bæöi er, að þessi sjónvarpsstöð
hefir sætt nokkrum tíðindum í
þjóðlífinu þann tíma, sem hðinn er
síðan ég og fleiri samþykktum þá
sjálfsögðu lagabreytingu að ríkið
afsalaði sér því að annast alla út-
varpsstarfsemi í landinu.
Þrátt fyrir margs konar barna-
sjúkdóma og hikandi dagskrár-
stefnu er Stöðin orðin fjölmiðill
Kjallariim
Haraldur Ólafsson
dósent
sem taka verður tilht til. Áhrif
hennar em mikil, og ef til vill mest
á Ríkisútvarpið, bæði til góðs og
ills, þó mest til góðs. Ríkisútvarpið
og Stöð tvö bæta hvor aðra upp.
Það vakti mig til umhugsunar um
ákveðna tegund blaðamennsku
þegar fjallað var um eigendaskiptin
á stöðinni, að sérstaklega var tekið
fram að fyrrverandi sjónvarps-
stjóri hefði ekið með manni í Rolls
Royce í Lundúnaborg. Hvaða máh
skipti þessi athugasemd? í sjálfu
sér skiptir ekki máh, hvort Jón
Óttar Ragnarsson hefir keyrt um í
Rolls Royce eða ekki. Það kemur
ekki Stöð tvö við fremur en hvort
hann hefir ferðast með Boeing 747
eða Volkswagen.
Spurningin er sú hvaða tilgangi
það þjónar að tala um Rohs Royce
í sambandi við ferðamáta hans.
Stöfuðu erfiðleikar Stöðvarinnar
af því, að Jón Óttar hafði boðið
manni að sitja með sér í Rolls Ro-
yce? Var þessi ferð á einhvern hátt
tengd síðari framvindu máls Stöðv-
arinnar og því, að hún skipti um
eigendur? Um það hefir ekkert
komið fram. Af hverju er þá þessi
saga dregin fram? Svarið er einfalt:
Hún er liður í valdabaráttu. Hún
er hluti af baráttunni um hug og
hylli þess fólks, sem reiknað er með
að fýsi að heyra svona sögur. Þarna
er gripið til einfaldra aðferða til
þess að hafa áhrif á afstöðu fólks.
Stöð tvö er skuldum vafin. Til
þess hggja ýmsar ástæður. Til að
„skýra“ málið er útmálað hvílíkt
sukk hafi viðgengist á margnefndri
sjónvarpsstöð: Sjónvarpsstjórinn
ekur um í Rolls Royce. Hvorki
meira né minna. Hvíhk óráðsía.
Það var ekki að furða þótt iha færi.
Þetta er eitthvað sem ahir skilja:
maður sem ekur um í Rohs Royce
er maður sem stráir vun sig pening-
mn, eyðslukló, og hann á skihð að
illa fari fyrir honum. Með sögunni
um Rohsinn er spilað á lágar hvat-
ir, og þá helst öfundina, Þórðar-
gleðina.
Rollsinn er merkið
Það er ekkert aðalatriði hvort
þessi saga er sönn eða uppspuni.
Jón Óttar segist aldrei hafa stigið
upp í Rohs Royce og hlýtur hann
að muna það rétt. (Ég hefi hins
vegar náð svo langt að hafa ekið
nokkurn spöl í slíkum glæsivagni.)
Aðferðin er sú aö nefna eitthvert
það fyrirbæri, sem vekur ákveöin
hughrif, aðdáun, fyrirlitningu, öf-
und, iUvUja. í þessu tilviki þjónar
RoUsinn því hlutverki að undir-
strika óstjómina á Stöð tvö. Hann
er merkið sem setur í gang hina
pavlovsku slefu.
Svona einfalt er þetta. Þetta er
hinn sára-einfaldi grundvöUur
auglýsinganna, áróðursins. Á
þennan hátt eru menn og konur
gerðar að stjömum. Á þennan hátt
er unnið gegn fólki. Og á þehnan
hátt fer valdabarátta fram.
Ég lofaði mér því einhvern tím-
ann að forðast eftir mætti að gagn-
rýna fjölmiðla í þessum skrifum.
En skrifin um Rollsinn og Jón Ótt-
ar létu mig ekki í friði vegna þess
að þar fannst mér koma fram svo
margt sem mér er ógeðfeUt í dæg-
urmála-umræðunni. Það er vissu-
lega eitt mikUvægasta verkefni
íjölmiöla að upplýsa, útskýra, gera
fólki kleift að taka afstöðu.
... að sprengja í sífellu
Hin póhtíska umræöa er svo
hlaðin viðleitni tU að vinna fólk til
fylgis við ákveðinn málstað, koma
inn vissum hugmyndum, andúð
eða aðdáun á einstökum mönnum
eöa stefnum, að hinir fijálsu fjöl-
miðlar eiga að vera það afl, sem
gegnumlýsir, bregður birtu á aðal-
atriðin og gerir okkur, óbreyttum
borgurum, auöveldara að átta okk-
ur á hlutunum. Þar með er ég ekki
að segja að fjölmiðlar eigi ekki aö
taka afstöðu, en sú afstaðá verður
að vera málefnalegri en hin póli-
tíska dægurmálaumræða. Og lægst
er þó lagst þegar gróusögur og
bæjarslúður er gert að uppistöðu í
umfjöllun um alvarleg mál.
Nú er þetta Rolls-mál í sjálfu sér
ekki merkilegra en fjölmargt annað
sem komið hefir upp í íjölmiðla-
heiminum svokahaða að undan-
fórnu. Það er bara ferskt núna, og
þar koma fram ýmsir þættir sem
einkenna umfjöllun af þessu tagi.
Og kannski er það fyrst og fremst
dæmi um þær púðurkerhngar sem
ákveðin tegund fjölmiðlafólks er
að sprengja í sífellu til að vekja
athygli á vöru sin'ni. En púðurkerl-
ingar skilja stundum eftir svartan
blett á viðkvæmara líffæri en á
nefi þess sem sprengir þær.
Haraldur Ólafsson
„A þennan hátt eru njenn og konur
gerðar að stjörnum. A þennan hátt er
unnið gegn fólki. Og á þennan hátt fer
valdabarátta fram.“
Tímatalið, málið og tölurnar
Hr. Sigurður Hreiðar ritstjóri
skrifar grein í DV hinn 12.1. um
gamalt þvælumál. Ef ég skil hann
rétt þá er kjami málsins sá að hann
saknar sárlega „ársins núh“.
„Frelsarinn var látinn fæðast árs-
gamall,“ segir hann. Kurteisari
maður og rökvísari gæti orðað
þetta öðruvísi.
Það er upphaf tímatalsins sem
„var látið" - það er að segja var
valið þannig að Jesús er tahnn
fæddur í lok ársins næst á undan
upphafi tímatalsins, ársins 1.
Venjulegu fólki finnst þetta vel
skiljanlegt og fuhkomlega eðlilegt.
En svo er það málvenjan. Talað er
um að nú séu hðin svo og svo mörg
ár frá fæðingu Krists og ártahð
nefnt, til dæmis 1990.
Allir ættu að geta séð að í upp-
hafi ársins eru ekki liðin 1990 ár frá
fæðingu Krists. Það verður ekki
fýrr en í lok ársins. Þessi vdður-
tekna en ónákvæma málvenja
veldur engum misskilningi né
meiðir venjulegt fólk, frekar en
aðrir órökvísir en saklausir hlutir
í mannlegu lífi. - En það er th fólk
sem er ekki venjulegt fólk, og það
eykur á htríki mannlífsins. Hjá þvd
sumu veldur hin ónákvæma mál-
venja misskilningi, misskilningi
varðandi „árið núh“.
Stærðfræðin
En það má einnig líta á málið frá
öðrum sjónarhóli, sjónarhóli
stærðfræðinnar. „Árið núll“ hefir
KjaUarinn
Dr. Benjamín H.J.
Eiríksson
hagfræðingur
þá aldrei verið tíl, samkvæmt eðli
talnanna. Tímatalið, það er að segja
ártöhn, eru í eöli sínu raðtölur. í
raðtölum er ekkert núh, engin tala
sem er núll. Núhið er ekki tala
þótt málvepjan kalli það tölustaf.
Núlhð er heimspekhegt hugtak,
mismunurinn á a og a, en ekki tala.
Það er eyðan. Það er sennhega
þetta sem gerði uppgötvun þess svo
erfiða. Núlhð er sagt indversk upp-
götvun sem barst hingað vestur um
arabalöndin, ásamt tugakerfinu.
Mér vdrðist misskhningur rit-
stjórans varðandi tímatahð byggj-
ast meðfram á misskhningi á eðh
talna. Tölur þær sem um er að
ræða eru ýmist fjöldatölur eða rað-
tölur. í raðtölum eru allar tölur
jafn„stórar“. Réttara væri kannski
að segja að raðtölur séu ekki stærð-
ir heldur einkenni. í fjöldatölum
er um að ræða stærðir, margfeldi.
Hugsum okkur 10 einingar, til
dæmis jafnstóra menn. Röðum
þeim og gefum þeim númer, ein-
kennistölur, 1 til 10; hinn 1„ hinn
2., o.s.frv. Tíundi maðurinn er í
engu frábrugðinn hinum fyrsta.
Sem stærð táknar talan 10 þarna
ekkert annað en talan 1. Eins er
það meö árin. Talnaröðin hefst á
1, einum. Þar á undan er enginn
og ekkert. Þegar um tímatalið er
að ræða þá er þarna byijað að telja
einingarnar, sem eru árin, afturá-
bak og sagt: fyrir Krist. Hvergi er
þörf á neinu núUi né rúm fyrir
það. Á undan fyrsta manninum, í
dæminu hér að ofan, er enginn. i
hnitakerfi er ekkert núU í upphafi
heldur origo.
Núllið er ekki tala en í tugakerf-
inu táknar það aUs staðar eyðu.
Þessi eyða bréytir tölugUdi taln-
anna sem það stendur með.
Séu tölurnar flöldatölur þá eru
þær misstórar. Tölurnar eru þá
margfeldi hver af annarri, frumtöl-
urnar þó aðeins af einni, einum.
Nú er tíunda talan ekki jafnstór
þeirri fyrstu heldur tíu sinnum
stærri.
Talan 10
Eins og talan 10 er skrifuð er hún
mjög sérkennheg. í raun er hún
ekki samsett tala, tala sem tUheyrir
tveimur sætaröðum, þótt hún líti
þannig út. Hún er ekki samsett tala
þótt Siguröur haldi því fram, það
er aö segja tveggja sæta tala, þótt
táknið fyrir hana sé samsett úr 1
og 0.
Rökrétt tUheyrir talan fyrsta
sæti, eins og tölumar 1 tU 9. Að
hafa táknið samsett er aðeins rit-
háttur, ritvenja, sem stafar af því
að með henni er verið að sýna eyð-
una, sýna að hún sé tílbúin þegar
næsta sætaröð hefst með því að
fyrstu tölunni er ýtt tU um eitt sæti.
Ritháttur tíundu tölunnar hlýtur
að hafa verið mikil uppgötvun, ekki
síður en táknið 0, núUið. Þar sem
núUið er ekki tala þá nægir sam-
komulag um það hvað það skuh
þýða í hveiju tilfelU. í talnaröðinni
1234567890 má vel segja að það
tákni eitt sér töluna 10.
Áratugurinn
Áratugurinn er, eins og orðið seg-
ir tU um, 10 ár. Þaö er almennt lit-
ið svo á að þessum áratug ljúki í
lok ársins 1990. Hann telur 10 ár:
1981-1990, að báðum árunum með-
töldum. Ég skil ekki hvað Sigurður
er að fara þegar hann segir að tug-
urinn sé taUnn frá 1 og tU og með
11. Það þarf einhvem skarpan
mann tU þess að greiða fram úr því
vandamáli.
Fæðing Jesú
Varðandi fæðingu Jesú, sem Sig-
urður vdkur að, og munkinn Exigu-
us þá er það að segja að misskUn-
ingur munksins mun stafa með-
fram af því að Rómveijar útnefndu
Heródes mikla konung í Róm. Gall-
inn vdð þá útnefningu var sá að
annar maður var þá konungur í
Palestínu. Fáum árum síðar varð
Heródes svo konungur í Jerúsal-
em. Exiguus mun miða við hiö
fyrra, útnefninguna, en guðspjaUa-
mennirnir þekkja Heródes sem
konung aðeins eftir komu hans tU
Jerúsalem.
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson
„Þegar um tímatalið er að ræða þá er
þarna byrjað að telja einingarnar, sem
eru árin, afturábak og sagt: fyrir Krist.
Hvergi er þörf á neinu nulli né rúm
fyrir það.“