Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Akureyrarbær keypti 15 íbúðir af fyrirtæki sem nú er gjaldþrota:
Bærinn greiddi 37 millj-
ónir án veðtrygginga
- almenn krafa í búið, segir skiptaráðandi - teljum okkur eiga íbúðimar, segir forseti bæjarstjórnar
Bæjarsjóður Akureyrar hefur
höfðað mál gegn þrotabúi verktaka-
fyrirtækisins Hýbýh. Bærinn keypti
fimmtán íbúðir af byggingafyrirtæk-
inu í húsi sem það var að byggja í
Helgamagrastræti. Hýbýli er nú í
gjaldþrotameðferð og eru kröfur í
búið á þriðja hundraö milljónir
króna. Kröfurnar hafa ekki allar ver-
ið samþykktar en eigi að síður blasir
við að kröfur í búið eru langt umfram
eignir.
Eftir að samningur milli Akur-
eyrarbæjar og Hýbýlis hafði verið
undirritaður hóf bærinn að borga
inn til Hýbýlis. Alls hafði bæjarsjóð-
ur greitt 37 milljónir króna þegar
fyrirtækið varð gjaldþrota. Engu
hafði veriö þinglýst á bygginguna eða
lóð vegna greiðslna frá bæjarsjóði.
Auk samningsins hafði bæjarsjóður
ekkert annað en greiöslukvittanir í
höndunum.
Þegar til gjaldþrotsins kom gerði
bærinn kröfu um að fá íbúðirnar af-
hentar. Bústjórinn, Brynjólfur Kjart-
ansson hæstaréttarlögmaður, hafn-
aði því. Hans mat var að Akureyrar-
bær væri rétt eins og hver annar
íbúöarkaupandi. Hann ákvað að
krafa Akureyrarbæjar verði tekin
sem almenn krafa í búið.
Við það sættu bæjaryfirvöld sig
ekki og hafa höföaö mál vegna þessa.
„Við erum með verksamning sam-
kvæmt íslenskum staðli. Við erum
sannfærðir um að við 'fáum þessar
íbúðir afhentar," sagði Sigurður J.
Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar
Akureyrar.
Sigurður J. sagöi að bæjaryfirvöld
væru ekki sátt við ákvörðun bústjór-
ans og ekki hafi annað verið hægt
en að höfða mál til þess að freista
þess að fá íbúðimar fimmtán af-
hentar. Sigurður J. sagði að aUt ann-
að gilti um verksamning en kaup-
samning.
Bústjórinn hefur selt Akureyrarbæ
þann hluta hússins sem óumdeilan-
lega er í eigu þrotabúsins. Fyrir þann
hluta greiðir bæjarsjóður tæpar 18
miUjónir. Ef Akureyrarbær tapar
málinu hefur verið gert samkomiúag
um að bærinn kaupi allt húsið.
Þrír eigendur voru að HýbýU. Þeir
koma með til með að tapa öUum sín-
um eignum vegna gjaldþrotsins.
Einn þeirra er Gísli Bragi Hjartar-
son, en hann er bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins á Akureyri.
-sme
Ungur ökumaður slapp ómeiddur ettir að hafa misst vald á bíl sínum þegar hann beygði inn á Breiðholtsbraut
við gatnamótin á nýju Reykjanesbrautinni í gær. Billinn endastakkst og endaði á hvolfi. Ökumaðurinn skreið síð-
an ómeiddur út um afturgluggann á honum. Billinn er töluvert skemmdur og var fjarlægður með kranabíl.
DV-mynd S
Stemgrímur Hermannsson um yfírlýsingar ríkisskattstjóra:
„Er ekkert annað
en sýndarmennska“
„Þetta með helvítis kjaftæðið. Jú,
það er rétt,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra þegar
hann var spurður hvort rétt væru
eftir honum höfð ummæli sem birst
hafa í fjölmiðlum, síðast í Morgun-
blaðinu í dag, þar sem hann segir að
ummæli Garðars Valdimarssonar
ríkisskattstjóra, um að ráðherrum
beri að greiða skatta af notkun ráð-
herrabíla, séu kjaftæði sem sé fyrir
neðan allar hellur og fáránleg.
„Ég hef vanist því að ef athuga-
semdir eru gerðar við skatta ein-
stakra manna þá er ekki hlaupið með
það í fjölmiðla. Ég hef ekki fengið og
ég kannast ekki við einn einasta ráð-
herra sem hefur fengið bréf með at-
hugasemdum. Hvers vegna er ekki
farin þessi venjulega leið? Ég verð
að gera athugasemdir við þessa ótrú-
legu frétt ykkar í gær og samantekt-
ina á henni, að telja til tekna hjá
Halldóri Ásgrímssyni 50 eða 60 þús-
und á mánuði af því það vill svo illa
til að hann hirti bíl sem Albert Guð-
mundsson keypti. Svona frétta-
mennska er fyrir neðan allar hellur,
ég verð aö segja þaö,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson.
- Hefur Garðar Valdimarsson ekki
verið að túlka þau lög sem þið hafið
sett?
„Jú, en hann verður að gera það á
þann máta sem ber aö gera. Það er
allt í lagi að hann túlki lögin. Hann
á þá að skrifa viðkomandi bréf og
lýsa því að hann telji ekki rétt talið
fram. Hefur þú kynnst því að skatta-
mál séu afgreidd í fjölmiðlum milli
skattgreiðenda og skattayfirvalda?
- En burt séð frá forminu? *
„Ég er ekki frá því að ráöherrar
eigi að greiöa eitthvað í skatta af
þeim afnotum sem þeir hafa af bif-
reiö til einkanota. Eg hef aldrei ve-
fengt það. En þetta er ekkert annað
en sýndarmennska," sagði Stein-
grímur Hermannsson.
-sme
Vaktir í nótt með sírenuvæli
Mikið og skerandi sírenuvæl vakti
marga Suðurnesjabúa þegar viðvör-
unarflautur vamarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli fóru í gang í nótt.
Flautumar fóm tvisvar sinnum í
gang á fjórða og fimmta tímanum í
nótt. Stóð lúðrablásturinn yfir í
fimmtán mínútur í hvort skipti.
Varnarliðið var með æfingu.
Að sögn lögreglu á Keflavikurflug-
velli var ekki búið að láta vita af
þessari æfingu. Friðþór Eydal, blaða-
fulltrúi varnarliðsins, sagði hins veg-
ar að búið hefði verið að tilkynna um
æfinguna. -ÓTT
Hinir nýju kjarasamningar verkfræðinga:
Launaliðnum var
sagt upp í gær
- 10 prósent kauphækkunin gildir þó í einn mánuð
Rikisstjom bra við hart í gær eftir
að fulltrúar Alþýðusambandsins,
Vinnuveitendasambandsins og opin-
berra starfsmanna höfðu átt fund
með henni vegna nýgerðra kjara-
samninga verkfræöinga sem gerðu
ráð fyrir 10 prósent kauphækkun.
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra kallaði Pétur Stefánsson,
formann Félags ráðgjafaverkfræð-
inga, á sinn fund og lagði hart að
honum að koma í veg fyrir að þessi
launahækkun kæmi til fram-
kvæmda.
Pétur kallaði samninganefndir
verkfræðinga þegar í stað til fundar
um málið. Ekki náðist samkomulag
og nýtti stjórn Félags ráðgjafaverk-
fræðinga sér rétt í samningunum til
að segja launaliðnum upp þegar í
stað.
Pétur Stefánsson sagði í samtali við
DV að uppsagnarfresturinn væri
•einn mánuður og því fá verkfræöing-
ar þessa 10 prósent kauphækkun í
mánuð. Pétur tók fram að það hefði
alls ekki verið meiningin að eyði-
leggja hinn merka samning sem aðil-
ar vinnumarkaöarins gerðu á dögun-
um. Verkfræðingar hefðu hins vegar
gengið frá sínum samningum nokkr-
um dögum fyrr.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru
einnig þau að óska eftir því við Verð-
lagsstofnun að beita ákvæðum í lög-
um til að koma í veg fyrir alla hækk-
un á töxtum Félags ráðgjaverkfræð-
inga. Einnig var ákveðið að banna
ráðuneytum og ríkisfyrirtækjum að
greiða hækkanir á þjónustu ráð-
gjafaverkfræðinga og annarra hlið-
stæðra aðila.
Það má því segja að Félag ráðgjafa-
verkfræðinga hafi verið þvingað til
að segja launaliö kjarasamninganna
upp.
-S.dór
Verðlagsstofnun grípur 1 taumana:
Hámarksverð sett á
þjónustu verkfræðinga
Verðlagsráð var kallað til fundar
um leið og ríkisstjórnin hafði leitað
eftir því í gær hvort ekki væri hægt
að beita ákvæðum laga um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti til að koma í veg fyrir
hækkanir á útseldri þjónustu ráð-
gjafarverkfræðinga og annarra hlið-
átæðra aðila. Og ráðiö ákvað þegar í
stað að setja hámarksverð á þjónustu
gjaldskrár ráðgjafarverkfræðinga.
. Þá var jafnframt sett hámarksverð
á gjaldskrá sjálfstætt starfandi sér-
fræðinga sem byggja á kjarasamn-
ingum milli Stéttarfélags verkfræð-
inga og Félags ráðgjafarverkfræð-
inga eða gjaldskrám Félags ráðgjaf-
aiyerkfræðinga.
í tilkynningu frá Verðlagsstofnun
segir að þessum aðilum sé óheimilt
að hækka gjaldskrár sínar fyrir
hvers kyns útselda vinnu og þjón-
ustu frá þvi sem var 31. desember
síöastliðinn. Gilda því gjaldskrár
þær sem þá voru í gildi sem há-
marksgjaldskrár fyrir þjónustu þess-
ara aðila.
-S.dór
Verðbólgan:
Búin með fyrstu
launahækkunina
Framfærsluvísitalan hækkaði mn
1,6 prósent milli janúar og febrúar.
Þessi hækkun jafngildir um 20,7 pró-
sent verðbólgu á ársgrundvelli. Þeg-
ar þrír síðustu mánuðir eru teknir
saman er verðbólguhraðinn eilítið
minni eða um 18,2 prósent.
Samkvæmt verðbólguspá Alþýðu-
sambandsins og vinnuveitenda var
gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan
hækkaði um 1,5 prósent nú. Hækk-
unin er því aðeins lítið eitt hærri.
Eins og kunnugt er hækkuöu laun
um 1,5 prósent 1. febrúar. Sú hækkun
hefur næstum náð því að vega upp
hækkun á verðlagi frá í fyrra mán-
uði.
-gse