Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 2. Sviðsljós r t Rollingamir í Japan: Genki desu 4 4 Gömlu rokkararnir í Rolling Sto- nes komu í fyrstu hljómleikaferð sína til Japans á föstudaginn. Fjöldi manns var á flugvellinum að taka á móti Jagger og félögum og lögð- ust móttökurnar vel í þá. Uppselt er á alla níu hljómleika Rolhng Stones í „Big egg“ eða Stóra eggi, risastórum hornaboltaleik- vangi í Tokyo. Svartamarkaðs- braskarar þar eystra lifa góðu lífi þessa dagana þar sem miðar á Roh- ingatónleika seljast á himinháu verði á svartamarkaðnum. Þó þetta sé fyrsta hljómleikaferð Rollinganna til Japan höföu þeir fyrirhugað hljómleikaferð um landið 1973 en japönsk yfirvöld neituðu þá Mick Jagger um vega- bréfsáritun þar sem hann var handtekinn með fikniefni í fórum sínum stuttu áður. Nú var hins vegar gefið grænt ljós á Rolhngana. Á blaðamannafundi lék Keith Ric- hards á als oddi og sló meira að segja um sig á japönsku þegar hann lýsti því hvernig hann heföi það. „Genki desu,“ sagði kappinn sem útleggst „ég hef það fínt“ á okkar ástkæra ylhýra. Mick Jagger á leið á blaðamannafund eftir komu Rolling Stones til Tokyo í síöustu viku. Við hlið hans stend- ur japanskur leikari klæddur samurai-búningi. Hvað þénuðu stjöm- urnar? Síöasta ár var ekki laklegt fyrir margar Hollywoodstjörnur. Eins og vænta má er um að ræða árs- laun upp á minnst hálfan milljarð íslenskra króna. SUk laun ættu að fá hvaða skattstjóra og fjármála- ráöherra sem er til að núa höndum saman. Ástarævintýri ársins? Bill Cosby: 4 milljarðar. Eddie Skoller og norski lævirkinn Sylvester Stallone: 2,5 milljarðar. Jack Nicholson: 2,3 milljarðar. Danski háðfuglinn og söngvarinn Eddie Skoller, sem var hér á landi fyrir stuttu, er sagður halda við sér 25 árum yngri norska söngkonu og hafi þar með stofnað margra ára gömlu hjónabandi sínu í voða. Söng- kona þessi heitir Sissel Kyrkjehe, er 20 ára og gengur undir nafninu íitli lævirkinn vegna sérstakrar raddar sinnar. Hefur hún náö gífurlegum vinsældum á Norðurlöndum. Orðrómur um samband þessara söngfugla hefur verið í gangi um nokkurt skeiö. Það var hins vegar Ekstrablaðið í Danmörku sem reið á vaðið á dögunum og birti frétt um samband þeirra Skollers og Kyrkjebo á forsíðu. Hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um málið og ekki reiknað með að þau geri það. „Við höfum bæði ákveðið að segia ekkert um þetta mál þar sem viö teljum að þessir hlutir heyri undir einkalíf okkar,“ sagði Skoller við Ekstrablaðið. Sissel Kyrkjebo tjáði vinum sínum um jóhn að hún ætti danskan kær- asta en vildi ekki láta uppi hver hann væri, aðeins að hann væri söngvari. Er tahð að hún hafi vfijað fara var- lega í sakimar þar sem um giftan mann er að ræða. Á söngferðalagi um Danmörku í haust bjó hún oftsinnis í húsi Skoll- ers og eiginkonu hans, dönsku leik- konunnar Lisbeth Lundquist. Þá mun Skoller hafa verið í Bergen um jólaleytið. Ekstrablaðið kennir Sissel Kyrkjebo nánast um að valda skhn- aði Skohers og eiginkonu hans. Hann hefur verið giftur í 16 ár og á 11 ára dóttur með konu sinni. Þá á hann 18 og 22 ára dætur frá fyrra hjónabandi. Kyrkjebo var með norskum Ijós- myndara þar th í haust er upp úr shtnaði. Er tahð aö það hafi gerst vegna sambands Kyrkjebo og Skoh- Michael J. Fox: 670 milljónir. Tom Selleck: „aðeins" 500 milljón ir. Sissel Kyrkjebo, 20 ára, og Eddie Skoller, 45 ára, í sjónvarpsþætti i fyrra. Nú mun samband þeirra byggjast á öðru og meiru en venjulegri vináttu og þar með mun 16 ára hjónaband Skollers vera I stórhættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.