Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
/
Svidsljós
Ólyginn
sagði...
Tom Cruise
er spar á viðtöl við blaðamenn
um einkalíf sitt og vill helst ekki
tala um neitt annað en þaö sem
hann er að gera þá stundina.
Hann brá þó út af vananum þegar
tíu ára stúlka sendi honum hréf
og baö um viðtal fyrir skólablað
sem hún ritstýrir. Tom Cruise,
sem var staddur við tökur á nýj-
ustu kvikmynd sinni, Days of
Thunder, í Flórída hreifst af bréfi
stúlkunnar, sem bjó í bænum þar
sem tökur fara fram, og veitti
henni eina viðtalið sem hann lét
í té meöan á tökum stóð. Þaö þarf
ekki að taka það fram að hin tíu
ára Sarah Lawing var hetja dags-
ins í skólanum sínum.
James Woods,
leikarinn kunni, vakti mikla at-
hygh fyrir fimm mánuðum þegar
hann á stórum veitingastað stóð
upp frá borði, kraup á hné og bað
sambýliskonu sína, Sarah Owen,
um aö giftast sér. Allir klöppuðu
í salnum og parið hélt til næsta
dómara og þar var þaö gefið sam-
an samkvæmt lögum. I ævintýr-
inu segir: ... og lifðu þau ham-
ingjusöm alla tíð. Svo var nú ekki
hjá James Woods og dýratemjar-
anum Sarah Owen enda hann
þekktur fyrir allt annað en rólegt
heimilislíf. Fimm mánuðum
seinna er allt komið í háaloft,
Woods rokin að heiman og vill
skilnað og það í hvelli.
Svavar Gestsson menntamálaráðherra sést hér heilsa upp á Eirík Smith. I bakgrunni er forseti Islands, Vigdís
Finnbogadóttir, og Ámi Ibsen.
Annasamt hjá
Eiríki Smith
Síðasta helgi var annasöm hjá Ei-
ríki Smith listmálara. Hann opnaði
sýningu á abstratktmálverkum í
Gallerí Borg og á laugardaginn veitti
Hafnarfjarðarkaupstaður viðtöku
hvorki meira né minna en 340 lista-
verkum sem Eiríkur gaf Hafnarfirði.
Var um leið opnuð sýning á hluta
málverkanna í Hafnarborg, menn-
ingarmiðstöð Hafnaríjarðar. Fjöldi
gesta heiðraði Eirík, bæði á fimmtu-
dag og fóstudag.
Myndimar, sem Eiríkur gaf Hafn-
arfirði, spanna aUan hans lista-
mannsferil sem staðið hefur óslitið í
íjörutíu og tvö ár. Abstraktmálverk-
in, sem eru til sýnis í Gallerí Borg,
voru máluð á sjöunda áratugnum.
Guðmundur Árni Stefánsson og Eiríkur Smith fyrir fram-
an eitt málverka Eiríks sem hann gaf Hafnarfjarðarbæ.
DV-myndir BG og GVA
Hér ræða þeir málin, Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS,
C. Otto Johannsson, sendiherra Svíþjóðar á íslandi, og
Gísli Sigurðsson listmálari.
Stevie Wonder
er einn þeirra mörgu þekktra
lagahöfunda sem hafa verið
ákærðir fyrir að stela lagi. Um
er að ræða óskarsverðlaunalagið
I Just Called to Say I Love You.
Lagið kom út 1984, en Wonder
segist hafa samið gmnninn að því
1976 á leið heim til móður sinnar.
Fyrrverandi vinir Wonder segj-
ast hafa samið lagið 1977 og leyft
honum að heyra það. Hann hafi
síðan stolið því. Málið er nú fyrir
rétti í Los Angeles og þegar lög-
fræðingur ákærða spurði Wond-
er af hveiju hann hefði ekki gefið
lagið út fyrr en 1984 svaraöi
Wonder því að honum hefði ekki
þótt iagið tilbúiö til flutnings fyrr
en þá en þá hefði hann verið bú-
inn að breyta því þónokkuð frá
upprunalegri gerð.
:-í;:
Hinn kunni bridgespilari, Stefán
Guðjohnsen, er hér hugsandi yfir
spilum sínum og er greinilega ekki
alveg viss hvað hann á aö láta út.
Jón Baldursson lenti i öðru sæti
ásamt félaga sínum, Aðalsteini
Jörgensen. Hann hefur skellt hnefa
undir kinn og er ákveðinn hvað hann
ætlar að gera.
Ætli þetta sé rétta spilið? gæti verið
hugsun Hjördísar Eyþórsdóttur sem
var ein fárra kvenkeppenda á tvi-
menningsmótinu.
Sylvester Stallone:
Leiðir nýju
ástina prúð-
mannlega
um stræti
Sylvéster Stallone hefur heldur
betur breytt um stíl. Nú reynir
hann eftir megni að vera sem
gáfulegastur í útliti, með kring-
lótt gleraugu, snyrtilegt bindi og
þar fram eftir götunum. Svitarak-
ir bolirnir og boxhanskarnir eru
komnir í ruslafötuna. Nú á ekki
að sigra heiminn með hnefahögg-
um og dínamíti. Nýja vopnið er
stíll og fágun. „Öðruvísi mér áður
brá,“ segja eflaust margir.
Kvennamáhn hafa líka tekið
breytingum eftir skilnaöinn við
hina dönsku Birgitte. Sylvester
er víst yfir sig ástfanginn þessa
dagana og leiðir nýju ástina sína
prúðmannlega um stræti og torg.
„Nota- og fleygja-viðhorfið“ ræð-
ur ekki lengur ríkjum í huga
Stallones þegar kvenfólk er ann-
ars vegar.
Nýja ástin hans Sylvesters, eða
Sly, er fyrirsætan Jennifer Fla-
vin. Hún er veluppalin yfirstétt-
arstúlka frá Boston og mun eiga
slatta af peningum í bankanum,
sem ekki er verra
Mamma Sylvesters er yfir sig
ánægð en var það alls ekki með
eiginkonuna, Birgitte Nielsen,
sem hún satt að segja fyrirleit.
Nú eygir mamma gamla mögu-
leika á að komast inn á meðal fína
fólksins í Boston en það er ekki
svo litill heiður að hennar mati.
Annars hafa Sylvester og
Jennifer þekkst lengi. Þau voru
eitthvað að slá sér upp saman
fyrir tveimur árum en upp úr
slitnaði. Nú er hún komin aftur
og vinirnir eru þegar farnir að
ræða trúlofun og brúðkaup. Syl-
vester er fáorður aö vanda þegar
áform hans ber á góma og því
allt á huldu með brúðkaupið.
Sylvester Stallone með nýju ást-
inni sinni, Ijósmyndafyrirsætunni
Jennifer Flavin. Vinir Sylvesters
ræða mikið um væntanlegt brú-
kaup þeirra.
Hugsað
stíft
yfir
spilum
Um helgina var háð stórmót í
bridge á Hótel Loftleiðum. Var hér
um að ræða tvímennihgskeppni
Flugleiða. Leiddu þar saman hesta
sína allir bestu bridgespilarar lands-
ins ásamt erlendum spilurum. Tveir
Svíar unnu eftir mikinn úrslitaslag,
en okkar menn voru ekki langt frá
sigri. Mikill fjöldi fólks kom til að
fylgjast með mótinu sem heppnaðist
mjög vel í aha staði. Ljósmyndari
DV var á staðnum og tók meðfylgj-
andi myndir af spilurum í þungum
þönkum.