Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Side 1
Sjónvarp á föstudagskvöldum: Spuminga- keppni fram- haldsskólanna Á fostudagskvöld kl. 21.15 hefst í Sjónvarpinu í fimmta sinn seinni hluti Spumingakeppni framhalds- skólanna. Undanrásir hafa fariö fram í Útvarpinu og eru búnar ellefu umferöir. Þættir þessir hafa öðlast miklar vinsældir enda komið fram upprenn- andi sniliingar sem hafa geta svarað hinum ótrúlegustu spurningum. Átta stigahæstu liðin úr þessum ell- efu umferðum spreyta sig í lokaum- ferðunum og er ekki hætt fyrr en eitt stendur uppi sem sigurvegari. í fyrra var það Menntaskólinn í Kópa- vogi sem sigraöi. Að þessu sinni er það Steinunn Sig- urðardóttir sem spyr æsku landsins og hefur hún jafnframt umsjón með þáttunum. Magdalena Schram og Sonja B. Jónsdóttir semja spurning- arnar og annast þær einnig dóm- vörslu til skiptis. íþróttaspurning- amar samdi Bjami Felixson. Aöalstöðin: Dagbókin - alla virka daga Alla virka daga er Dagbók Aðal- stöðvarinnar milli kl. 12 og 13. f henni eru innlendar og erlendar fréttir, fréttir af fólki, færð, flugi og sam- göngum, ásamt því að leikin eru brot úr viðtölum Aðalstöðvarinnar. Þá er -nýtt í Dagbókinni fasteignamarkað- ur, bílatíðindi og fréttir af atvinnu- tækifæmm. Umsjónarmenn Dagbókarinnar eru Eiríkur Jónsson, Ásgeir Tómas- son, Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Hrafnsdóttir. Umsjónarmenn Dagbókarinnar: Ei- ríkur Jónsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ásgeir Tómasson og Margrét Hrafnsdóttir. Stöö 2 og Stjaman: Popp og kók Stjarnan og Stöð 2 hafa tekið hönd- um saman ásamt Vífilfelli hf. og munu í náinni framtíð framleiða vikulegan sjónvarps- og útvarpsþátt. Þátturinn hefur fengið nafnið Popp og kók. í þessum þætti, sem verður sendur út samtímis á Stöð 2 og Stjörnunni, verða sýnd og leikin ný tónlistarmyndbönd og fylgst með því sem er að gerast markvert í fram- haldsskólunum, ekki má gleyma því að sýnt verður úr nýjustu kvikmynd- imum. Þessi þáttur höfðar fyrst og fremst til ungs folks, sama á hvaða aldri það er. Dagskrárgerð og umsjón hafa með höndum Bjami Haukur Þórsson og Sigurður Helgi Hlöðversson. Skúrkurinn Helgi makkar við móður sína. Hólmfríður Björnsdóttir og Pétur Einarsson i hlutverkum sínum. Sjónvarp á sunnudagskvöld: Englakroppar Tveir af fremstu kvikmyndagerð- armönnum okkar, Friðrik Þór Frið- riksson og Hrafn Gunnlaugsson, sameinast óbeint um sjónvarpskvik- myndina Englakroppa. Myndin er byggð á smásögu eftir kvikmynda- gerðarmanninn og skáldið Hrafn Gunnlaugsson og er hana að finna í safni tólf smásagna er nefnist Fiski- sagan flýgur og kom út 1981. Hetja þessarar kvikmyndar er bæj- arstjóri í smábæ úti á landi og er hann jafnframt sögumaður. Dag nokkum berst honum til eyma óljós orðrómur um að myrkraverk hafi verið framin í þorpinu. Hann fer því á stúfana að leita sér upplýsinga. Með aðalhlutverkin fara Gísh Hall- dórsson, Pétur Einarsson, Egill Ól- afsson, Harald G. Haraldsson og Kristbjörg Kjeld. Leikstjóri og stjórn- andi upptöku er Friðrik Þór Friðriks- son. Kvikmyndun annaðist Tony Forsberg en þessi þekkti sænski kvikmyndatökumaður hefur áður unnið með Hrafni Gunnlaugssyni. Egill Olafsson í baði og er greinilega brugðið vegna einhvers sem stendur i DV. Klippingu annaðist Skapti Guð- mundsson og tónlistina samdi Hilm- ar Örn Hilmarsson. Englakroppar eru á dagskrá Sjón- varpsins kl. 21.35. Bandaríkin: Vinsælustu sjónvaipsserímnar Nýlega var birtur Usti yfir tíu vin- sælustu sjónvarpsseríurnar í Bandaríkjunum. Það sem kemur mest á óvart er vinsældir stuttra gamanmyndasería. Af þáttunum tíu eru átta slíkar seríur sem eru kannski ólíkar hvað söguþráð varðar en allar byggðar upp eins. Áhorfendur hlæja í tíma og ótíma að fimmaurabröndurum og per- sónum sem eiga sér engar fyrir- myndir i raunveruleikanum. Segja vinsældir þessara afþreyingarþátta svo ekki verður um vihst hvað það 1. Roseanne 2. The Cosby Show (Fyrirmyndarfaðir) 3. Cheers (Staupasteinn) 4. A Different World (Vistaskipti) 5. The Golden Girls (Klassapíur) 6. 60 Minutes 7. Dear John (Kæri Jón) 8. Empty Nest. 9. The Wonder Years (Bernskubrek) 10. Murder She Wrote (Morðgáta) er sem bandarískur almenningur vill horfa á í sjónvarpi. á móti vinninginn yfir vinsælustu þættina því fjórir þeir vinsælustu hafa allir verið á dagskrá þar. En listinn fylgir hér. Undantekningarnar tvær eru fréttaskýringaþátturinn 60 Minut- es sem hefur gengið í fjöldamörg ár í bandarísku sjónvarpi og Morð- gáta (Murder She Wrote), léttur spennuþáttur. Vinsælasti þátturinn fyrri hluta „sjónvarpsársins" í Bandaríkjun- um er Roseanne. Mikih sigur fyrir Roseanne Barr, því hún átti mestan heiður af að skapa persónurnar í þáttaröðinni. Leysir Roseanne Fyr- irmyndarfoðurinn af hólmi sem hefur verið þaulsætinn í fyrsta sætinu imdanfarin ár. Á dagskrá Sjónvarpsins og Stöðv- ar 2 hafa átta þessara þáttaraða verið sýndar og skiptist það jafnt milli stöðva. Sjónvarpið hefur aftur Roseanne er vinsælasti sjónvarpsþátturinn í Bandaríkjunum. Eins og sjá má af þessari mynd eru aðalleikararnir Roseanne Barr og John. Goodman i góðum holdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.