Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Blaðsíða 4
4 FIMM-TUDAGURíl; M'ARS 1990; Fréttir________________________________________________________________________________dv Stjórnarkjör í verkalýðsfélögunum: Forystan heffur reist um sig illkleifan múr - víðast verður að skipta um aHa í stjóm og trúnaðarráði ef menn vilja breytingu Þótt þessir ungu menn hafi lýst yfir óánægju með stjórn Dagsbrúnar á dögunum er ekki hlaupið að því fyrir þá að skipta um stjórn, hversu mikill sem áhugi þeirra er. DV-mynd BG „Hversu óánægðir sem við erum með stjórn félagsins þá er það bara ekki vinnandi vegur að bjóða fram gegn henni og því situr sama stjórnin ár eftir ár,“ sagöi einn af hinum ungu og reiðu mönnum á félagsfundi Dags- brúnar á dögunum í samtali við DV. Hann og félagar hans, sem mikið höföu sig í frammi á fundinum og lýstu yfir megnustu óánægju með samningana, voru spurðir hvers vegna þeir skiptu ekki um stjórn fyrst þeir væru svona óánægðir með þá sem situr. Og þegar málið er skoðaö er mikið til í því sem maöurinn sagði. Það er ekkert áhlaupaverk fyrir þá sem óánægðir eru með sitjandi stjórn verkalýösfélags, svo sem Dagsbrún- ar, að bjóða frám gegn henni. Þetta á raunar við um flestöll íslensku verkalýðsfélögin þótt einna erfiðast sé að bjóöa fram í Dagsbrún. Allt eða ekkert Að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Dagsbrúnar, þarf sá sem ætlar að bjóða fram í félaginu að leggja fram lista með nöfnum sjö aðalmanna og þriggja varamanna. Þá þarf að leggja fram lista með nöfn- um 100 manna í trúnaðarráð félags- ins og lista með nöfnum manna í stjórn ýmissa sjóða og ráða innan félagsins. Enginn þeirra sem þannig yrði boðinn fram má samtímis vera á öðrum listum sem boðnir eru fram. Þetta þýðir að þegar uppstillingar- nefnd hefur stillt upp sínum listum með á annað hundrað nöfnum má enginn þeirra vera líka á listum þess eða þeirra sem bjóöa vilja fram gegn stjóminni. Guðmundur viðurkenndi að það væri rétt að ekki væri hrist fppm úr erminni aö koma á framboði gegn listum uppstillingamefndar. Hann sagði það þó alls ekki óvinnandi veg. Hálfrar aldar gamalt form Þaö var Héðinn Valdimarsson, sem var formaður Dagsbrúnar á árunum milli 1930 og 1940, sem kom á þessu kosningafyrirkomulagi í félaginu. Það var líka hann sem kom á trúnað- arráði Dagsbrúnar en í því eru í dag 100 manns. Þetta fyrirkomulag hefur verið óbreytt síðan, nema hvað Guö- mundur sagði að eftir að hann tók við formennsku hefðu varamenn ævinlega verið boðaðir á stjórnar- fundi og hefðu þar fullan kosninga- rétt á fundum. Hér áður fyrr, meöan pólitísk átök vom mikil innan verkalýðsfélag- anna, voru þeir armar sem börðust alltaf tilbúnir með sína lista. Þá var það þannig, að sögn Guðmundar, að alveg frá því í nóvember og fram í janúar, að kosning fór fram, var háð grimmileg kosningabarátta sem gerði félögin meira eða minna óstarf- hæf. Hann taldi það út af fyrir sig gott fyrir félögin að vera laus við þau átök. Aftur á móti viðurkenndi Guð- mundur að þetta kerfi væri í hæpn- ara lagi, lýðræðislega séð. Undantekning Það mun vera undantekning frá þessari aðferð við stjórnarkjör innan verkalýðshreyfingarinnar. Dæmi um það er Félag bókagerðarmanna. Þar er hægt að bjóða fram Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson gegn einum eða fleiri af lista uppstill- ingarnefndar. Þannig var það líka hjá forverum þess, Hinu íslenska prentarafélagi og Bókbindarafélag- inu. Guðmundur Þ. Jónsson í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks, sagði að þar væri helmingur stjórnar kjörinn hverju sinni og 20 manna trúnaðar- mannaráð. Ef einhverjir ætla að bjóöa fram gegn lista uppstillingar- nefndar félagsins þarf að leggja fram lista með nöfnum 20 manna til trún- aðarmannaráðs og þess fjölda sem kjósa á í stjórnina. í Verslunarmannafélagi Reykja- víkur, sem er fjölmennasta verka- lýðsfélag landsins, er sama form á og hjá Iðju, nema að ekki er kosið í hvert embætti fyrir sig í stjórn. For- maður er að vísu kjörinn sér en síðan skiptir stjórnin að öðru leyti með sér verkum. Hvert félag ræður sínu formi Þráinn Hallgrímsson, skrifstofu- stjóri Alþýðusambands íslands, sagði að Alþýðusambandið réði því ekki hvaða form væri á stjómarkjöri í verkalýðsfélögununi. Þar réði hvert félag fyrir sig. Því væri þetta með nokkuð mismunandi hætti eftir því hvaða verkalýðsfélag ætti í hlut. Því er haldið fram af mörgum inn- an verkalýðshreyfingarinnar að ráðamenn félaganna hafi komið þessu formi á til þess eins að halda völdum. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, viður- kenndi líka að það væri ekki áhlaupaverk að bjóða fram gegn lista uppstillingarnefndar í Dagsbrúnr. Tökum dæmi og höldum okkur áfram við Dagsbrún. Þegar uppstill- ingarnefnd hefur stillt upp til stjórn- ar og valið 100 menn í trúnaðarráð er orðið æði erfitt að finna annan eins hóp af fólki sem áhuga og vilja hefur til að standa í forystusveit fé- lagsins. Enda hefur þetta orðið til þess aö menn hafa gefist upp við að bjóða fram við stjórnarkjör. Síðast var boðið fram gegn sitjandi stjórn í félaginu 1972 eða fyrir 18 árum. Þannig er það reyndar með flestöll verkalýðsfélögin. Kjör milli tveggja eða íleiri lista hefur ekki farið fram í áraraðir. Undantekningin er þó Iðja, félag verksmiðjufólks. Þar var kosið fyrir fáeinum árum og þáver- andi stjóm féll. Það fer ekki milli mála aö sú aðferð sem notuð er í Félagi bókagerðar- manna, að leyfa framboð í hvert stjórnarembætti fyrir sig, er lýðræð- islegasta formið. Hjá þeim félögum, þar sem heildar- listaformið er notað, er það svo að ef félagsmenn eru óánægðir með einn eða tvo stjórnarmenn er ekki hægt að losna við þá nema skipta um alla stjómina og allt trúnaðarráðið um leið. Það er því ekki að furða þótt stjórnarkjör í verkalýðsfélögun- um séu fátíð. Því er oft haldið fram að núorðið sé erfitt að fá ungt fólk til starfa að félagsmálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Það form við val á forystu félaganna, sem hér hefur verið lýst að framan, er síst til þess fallið að laða fólk að eða gefa því kost á að spreyta sig. Enda er það svo að ævinlega eru gráir kollar eða þunnhærðir í miklum meirihluta á hinum stóru samkomum verkalýðs- hreyfingarinnar. Ástæðan þarf alls ekki að vera áhugaleysi þeima yngri heldur sá múr sem forystumenn hreyfingarinnar hafa reist umhverf- is sig og mörgum þykir ókleifur. -S.dór í dag mælir Dagfari Jólasveinaþing Þing Norðurlandaráðs stendur yfir í Reykjavík um þessar mundir. Þar eru mættar sendinefndir ráðherra og þingmanna með fríðu föruneyti. Sagt er að allt upp í eitt þúsund manns dveljist í Reykjavík þessa vikuna gagngert í þeim erinda- gjörðum að sitja þingfundi ráðsins og fylgjast með þeim. Ekki er annað hægt en dást að öllu þessu fólki sem leggur það á sig að ferðast á milli landa í þeim tilgangi einum að íjalla um norrænt samstarf, sérs- taklega þegar haft er í huga að flest- ir eru í mestu erfiðleikum með að finna eitthvað upp sem getur flokk- ast undir norrænt samstarf. Reynir mjög á ímyndunaraflið og kennir þar líka margra grasa í hugarflug- inu þegar þingmenn eru að réttlæta sjálfa sig og aðra með tillöguflutn- ingi út í eilífðarbláinn. Það sem er þó ánægjulegast við þennan tillöguflutning er sú stað- reynd að fæstar af þessum tillögum fást samþykktar. Þær enda gjarnan í góðviljuðum samþykktum um að kanna þær nánar og deyja svo drottni sínum í einhverri nefndinni sem heldur marga fundi á milli þinga til að finna ráð til að koma tillögunum fyrir kattarnef. En með þessari aðferð eru allir þingfulltrú- ar geysilega uppteknir í norrænu samstarfi við að flytja tillögur sem vísað er til nefnda og þegar nefnd- unum hefur tekist að drepa þeim á dreif nógu lengi geta tillögumenn flutt nýjar tillögur um að kanna hvað orðið hafi um síðustu tillögu. Það Norðurlandaráösþing, sem haldið er hér á landi um þessar mundir, hefur fengið nýtt hlutverk. Það mun sem sagt fjalla um það til hvers norræna samstarfið sé og hvort ekki sé ástæða til að leggja það niður. Schlúter, forsætisráð- herra Dana, vakti máls á þessu spursmáli og að ræðu hans lokinni spruttu upp margir þingfulltrúar sem allir voru afar norrænir í framan og tíunduðu röksemdir sín- ar fyrir því að norrænt samstarf hefði þýðingu. í hverju sú þýðing er fólgin er aukaatriði, enda hefur aldrei verið fjallað um það áður og þessari spumingu Schlúters verð- ur væntanlega vísað til nefndar í dag eða á morgun. Það getur heldur enginn ætlast til þess að Norður- landaráð taki strax af skarið um mál sem þaö hefur aldrei fengist við áður. Þegar Schlúter hafði fengið ádrepu út af ræðu sinni og honum hafði verið svarað með nokkrum vel völdum skandínavískum orð- um íslenska forsætisráðherrans var málið tekið af dagskrá. Þá voru góð ráð dýr því ekki varð séö í fljótu bragði hvort þingiö hefði önnur mál til að taka fyrir. En Motzfeldt, sá grænlenski, kom og bjargaði þinginu og þessum þúsund ein- staklingum sem töldu sig hafa er- indi á Norðurlandaráðsþing. Motz- feldt hélt því sem sagt fram í ræðu að Finnar væru að stela jólasvein- unum frá Grænlendingum. Þetta er grafalvarleg ásökun og grafal- varlegt mál, enda komu Finnarnir strax í ræðustól og mótmæltu þess- um stuldi. Jólasveinninn er í Finn- landi og hefur alltaf verið í Finn- landi, sögðu þeir. Loksins höfðu þingfulltrúar upp- götvað mál sem þeir höfðu vit á og mál sem eflir norræna samvinnu. Ef Norðurlöndin heyja nú heiðar- lega og heilbrigða samkeppni um búsetu jólasveinsins þurfa Norður- landabúar ekki að ganga í Evrópu- bandalagið né heldur að hafa áhyggjur af norrænu samstarfi í framtíðinni, enda er jólasveinninn góð útflutningsvara og vekur upp samkennd með norrænu fólki sem allt getur gert tilkall til jólasveins- ins. Það er til háborinnar skammar að íslensku þingfulltrúamir skyldu ekki grípa til vama fyrir íslenska jólasveininn því allir vita að niðri á þingi eru rúmlega sextíu jóla- sveinar sem standa fyllilega undir nafni, jafnvel þótt notaður sé al- þjóðamælikvarði. Sú huggun og von er þó í þessu máli að þegar þúsund útlendingar koma til Reykjavíkur til að rífast um heimilisfang jólasveinsins þá muni þeir, þegar dvöl þeirra er öll á íslandi, átta sig á því að ísland er ríkt af jólasveinum. Bæði Græn- lendingar og Finnar munu áreiðan- lega afsala sér tilkalli til jólasveins- ins þegar þeir hafa kynnst hinum íslensku jólasveinum í sjón og raun. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.