Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 1
Opið hús í
Háskólanum
I
Það er stefna Háskóla Islands að
veita almenningi innsýri í þá starf-
semi sem fram fer á vegum þess,
hvort sem um rannsóknir, kennslu
eða almenna þjónustu er að ræða.
Þessu markmiði er leitast við að ná
með ýmsu móti og er hið árlega
„opna hús“ sem verður nú á sunnu-
daginn liður í þeirri viðleitni. Jafn-
framt má segja að tilgangur „opins
húss“ sé tvíþættur, annars vegar að
ná til almennings og hins vegar að
sinna þörfum framhaldsskólanema í
námsvali.
í „opnu húsi“ mætast allar deildir
til leiks ásamt 22 sérskólum landsins
og ýmsum þjónustuaðilum með það
fyrir augum að veita nemendum í
námsvah upplýsingar á sem breið-
ustum vettvangi. Með samvinnu við
sérskólana er Háskólinn að koma á
móts við þær breytingar sem orðið
hafa á skipulagi framhaldskólanna,
en það er ekki lengur sjálfgefið að
framhaldsskólanemar og stúdents-
efni leiði aðeins hugann að háskóla-
námi. Fulltrúar allra kynningaraðila
sitja fyrir svörum við upplýsinga-
borð sem komið verður fyrir í Þjóð-
arbókhlöðu.
Til viðbótar þessari breiðkynningu
á námsframboði skiptast deildir og
stofnanir Háskólans frá ári til árs á
um að kynna starfsemi sína hver í
sínum húsakynnum. í tengslum við
þennan hluta verður í ár lögð áhersla
á að kynna starfsemi Háskóla íslands
sem tengist verkfræðideild og raun-
vísindadeild en sú starfsemi fer að
mestu leyti fram á háskólalóðinni
vestan Suðurgötu.
Þessi umfangsmikla kynning „op-
ins húss“ fer nær eingöngu fram á
samfehdu svæði það er á háskólalóð-
inni vestan Suðurgötu og í Þjóðar-
bókhlöðu.
í tilefni „opin húss“ verða fríar
kvikmyndasýningar í Háskólabíói á
sunnudaginn og verða þá í leiðinni
kynntir nýir sýningarsalir og í and-
dyri bíósins munu nemendur Fóstur-
skóla íslands vera með brúðuleikhús
fyrir börn. Margt fleira verður gert
gestum til skemmtunar og fróðleiks.
Háskóli íslands vonast eftir því að
með þessum hætti verða lifandi og
fræðandi vettvangur þar sem allir
er áhuga hafa á menntun og við-
fangsefnum á efri skólastigum geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Mynd þessi er tekin þegar Sinfóníuhljómsveit íslands var á æfingu fyrir
afmælistónleikana.
Afmælistónleikar Sinfóníunnar:
Hátt á annað
hundrað manns
á sviðinu
Á laugardaginn eru liðin fjörutíu
ár frá því Sinfóníuhljómsveit íslands
hélt sína fyrstu tónleika. Á afmæhs-
daginn verða því sérstakir afmælis-
tónleikar og verða þeir í Háskólabíói
og hefjast kl. 19.30. Stjórnandi á tón-
leikunum verður Petri Sakari og
veröur efnisskráin sem hér segir:
Sellókonsert eftir Jón Nordal. Ein-
leikari verður Erling Blöndal Bengt-
son sem hefur áður leikið nokkrum
sinnum með Sinfóníuhljómsveitinni
og er einhver fremsti sellóleikari í
heiminum. Seinna verkið á tónleik-
unum er Sinfónía nr. 2 eftir Gustav
Mahler. Einsöngvarar eru Signý
Sæmndsdóttir og Rannveig Braga-
dóttir. Kór íslensku óperunnar kem-
ur einnig fram í þessu verki.
Á þessum afmælistónleikum koma
fram hátt í tvö hundruð manns.
Hljómsveitin verður skipuð 104
hljóðfæraleikurum og kórinn er 70
manns.
Stórviðburður í skákheiminum:
Stórveldaslagur
í nýjum sal sem Taflfélag Reykja-
víkur hefur komið sér upp í Faxafeni
12 hest stórviðburður í heimi skák-
íþróttarinnar í kvöld. Það er sór-
veldaslagurinn sem er keppni fjög-
urra liða; frá Sovétríkjunum, Banda-
ríkjunum, Bretlandi og úrvalshðs frá
Norðurlöndunum. Teflt verður á tíu
borðum, tvöföid umferð, og stendur
mótið yflr í eina viku.
Á sinn hátt mun sórveldaslagurinn
eða VISA-IBM Chess Summit eins og
keppnin heitir á ensku verða eins
konar friðsamleg átök á hvítum reit-
um og svörtum milli stórveldanna í
austri og vestri.
Þótt Sovétmenn sendi ekki sína
sterkustu menn verða þeir að teljast
sigurstranglegastir. Eru samanlögð
stig þeirra langt yfir stigaíjölda
hinna þriggja keppinautanna, samt
vantar heimsmeistarann, Kasparov,
og næststerkasta skákmann í heimi,
Karpov. Þá má nefna áð hvorki Belja-
veski eða Salov, sem eru í fremstu
röð sovéskra skákappa, eru í sveit-
inni. Aðrar sveitir eru að langmest-
um hluta skipaðar sterkustu mönn-
um sem kostur er á.
Möguleikar Norðurlandaliðsins
eru ekki mikhr á pappírnum en það
er aldrei að vita hvað gerist þegar
sest er að skákborðinu. íslenskir
skákmenn skipa helming Norður-
landaliðsins eða sex, þeir eru Helgi
Ólafsson, Margeir Pétursson, Jó-
hann Hjartarson, Jón L. Árnason,
Friðrik Ólafsson, sem jafnframt er
liðsstjóri Norðurlandahösins, og
Karl Þorsteinsson.
Norræna húsið:
Aldarafmæli Everts Taube
Um helgina verður lialdið hátíð-
lega í Svíþjóð aldarafmæh Everts
Taube. Taube er ásamt Carl Michael
Bellman ástsælasta vísnaskáld Sví-
þjóðar.
í Norræna húsinu verða af þessu
tilefni tvær skemmtanir með vísum
og lögum eftir Evert Taube. Hin fyrri
verður á morgun, 10. mars, kl. 20.30
og hin síðari á sunnudag kl. 16.00.
Það er sönghópurinn DUO VI frá
Gautaborg sem kemur til íslands
með Taube-veislu í farangrinum.
Thomas Utbult og Bert-Ove Lund-
quist mynda DUO VI. Þeir koma frá
skerjagarðinum við Gautaborg en
þar fæddist Evert Taube. Þeir hafa
nýlega verið á ferðalagi með Gösta,
yngri bróður Taubes. Sönghópurinn
mun koma fram á mikilli Taube-
hátíð í tónleikahúsi Gautaborgar
mánudagskvöldið 12. mars, á fæðing-
ardegi vísnaskáldsins.
Thomas Utbult og Bert-Ove Lund-
quist leika á gítar og harmóníku og
önnur hljóðfæri þegar tækifæri
býðst. í vor verður gefln út önnur
hljómplata þeirra.
Fyrir utan að leika í Norræna hús-
inu mun DUO VI skemmta í Vest-
mannaeyjum í kvöld kl. 20.30 og á
sunnudagskvöld skemmta þeir í
Borgarnesi kl. 20.30.
Obsessions 2 í Sýningarsal FÍM
Sýning á verkum hönnuðarfns og
hstamannsins Daniels Morgenstern
verður opnUð á laugardaginn í sýn-
ingarsal FÍM. Nefnist sýningin Ób-
sessions 2. Það er tímaritið Mannhf
sem gengst fyrir sýningu á verkum
eftir þennan merka hönnuð' en á
þeim þremur árum, sem liðin eru frá
því hann kom til Bretlands frá
heimalandi sínu, ísrael, hefur hann
skapað sér nafn sem hstamaður sem
fér ekki hefðbundnar leiðir í fagi
sínu.
Morgenstern leggur óendanlega
möguleika pappírs til grundvahar
verkum sínum. Hann hefur unnið
mikið með pappírsræmur sem hann
mótar í stór htrík verk og hefur einn-
ig fengist við ýmis fremur óvenjuleg
form, meðal annars hjólkoppa sem
hann hefur fundið og skreytt með
pappírsræmum.
Verk Morgensterns hafa vakið
verðskuldaða athygli í London þar
sem hann hefur verið búsettur síð-
astliðin þrjú ár. Hann hefur hannað
forsíður fyrir þekktasta hönnunar-
tímarit Bretlands, Design Week, og
nýlega hannaði hann kápu fyrir
Portfolio sem er yfirlitsrit, útgefið af
samtökum auglýsingastofa í Bret-
landi. Hann hefur hannað útstilhng-
ar fyrir verslun franska fatahönnuð-
arins Jeans Peters Gaultier í London
Bazar for Men. Morgenstern hefur
einnig fengist við sviðsmyndagerð
fyrir tónlistarmyndbönd hljómsveita
á borð við Psychedehc Furs og Go
West.
Þótt ýmsir myndu flokka verk
Morgensterns sem myndhst hefur
hann sjálfur þá skoðun að hann sé
„kaupsýslulistamaður", hönnuður
sem vinnur verk eftir forskrift kaup-
enda. „Ég vil geta unnið með ákveðið
verkefni í huga, með þá vitneskju í
huga fyrir hvern ég er að hanna,“
segir hann. „Ég er ekki myndlistar-
maður. Myndlistarmaður situr fyrir
framan auða örk og slettirTitum sér
til ánægju. Það er þarna sem mörkin
eru milli hönnunar og myndhstar."
Sýningin verður opin alla daga frá
kl. 14-18 til 27. mars.