Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Qupperneq 6
22 ! FÖSÍ'llDÁGUR 3Ö; MÁRS TÖ90. Kvikmyndaklúbbur íslands: Michael Antonioni er eitt af mest á abstrakt. í byrjun mynd- þekktatriðiíkvikmyndasögunni. stóru nöfnunum í ítalskri kvik- arinnar slíta Riccardo og Vittoria Miklu lofi hefur verið hlaðið á myndagerö. Hann á langan feril samvistum og Vittoria fer til fé- myndina og lét einn gagnrýnandi að baki en hann gerði sína fyrstu gjarnrar móður sinnar sem vinn- eftir sér hafa að ekki svo mikið kvikmynd 1950. Ekki er hægt að ur á verðbréfamarkaðinum. Þar semeinnsentímetriaffilmuværi segja að sama skapi að hann sé er móöirin að gera upp gjaldþrot notaður í myndinní án listræns afkastamikill þvi að á ijörutíu náunga að nafni Piero. Hann vek- tilgangs. árum hefur hann aðeins gert ur áhuga Vittoriu. Eftir aö hafa Aöalleikarar eru Alain Delon, þrettán kvikmyndir. Sólmyrkvi heimsótt vin sinn til Kenya kem- Monica Vitti, Gabriele Ferzetti og (L’Eclisse), sem hann geröi 1962, ur Vittoria aftur á verðbréfa- Lea Massari. Sólmyrkvi var er meðal þekktustu kvikmynda markaðinn og hefst þá ástaræv- sýndur í gærkvöldi í Regnbogan- hans. Eins og ávallt eru mannleg intýri hennar og Pieros. um og verður myndin endursýnd vandamál krufin í stíl sem minnir Lokaatriöið i myndinni er mjög á laugardaginn kl. 15.00. Fyrsta kvikmynd frönsku kvikmyndavikunnar verður Kvennamál eftir hinn þekkta franska leikstjóra Claude Chabrol. Regnboginn: Frönsk kvi kmynd avi ka Á laugardaginn hefst í Regn- boganum frönsk kvikmyndavika. Þetta er árlegur viðburður og öll- um kvikmyndaunnendum kær- komin tilbreyting frá bandarískum kvikmyndum sem kvikmynda- húsaeigendur treysta best á. Það eru átta kvikmyndir sem prýða frönsku kvikmyndavikuna, lang- flestar nýjar og eftirtektarverðar. Þá munu þrír gestir koma til lands- ins í tilefni vikunnar og eru þeir stór nöfn í frönskum kvikmyndum. Þekktasta nafnið er leikonan Annie Girardot sem hefur verið í fremstu röð franskra leikkvenna um áratugaskeið. Kemur hún og verður viðstödd sýningar á Ástar- gamanleik (Comédie d’amour) ásamt leikstjóranum Jean-Marie Rawson. Þriðji gesturinn er þekkt- ur franskur leikstjóri sem margir kannast við, Alain Jessua, sem verður viðstaddur sýningu á mynd sinni, í mesta sakleysi (En toute innocence). Aðrar kvikmyndir, sem verða sýndar í Regnboganum, eru Kvennamál (Une affaire de femmes), leikstjóri Claude Chab- rol, Leiðarlýsing dekurbarns (Itin- éraire d’un enfant gaté), leikstjóri Claude Lelouch, Skírn (Bapteme), leikstjóri René Féret, Ungdóms- villa (Erreur de jeunesse), leikstjóri Radovan Tadic, Manika, leikstjóri Francois Villiers og Sérherbergi (Chambre á part), leikstjóri Jacky Cukier. Sýningarnar verða frá og með laugardeginum og verða allar myndirnar sýndar oftar en einu sinni. -HK Regnboginn: Laus í rásinni mjög vel. Má þar nefna góðar gam- anmyndir á borð við 10, Victor, Victoria og myndirnar um Bleika pardusinn. Nýjasta kvikmynd hans er Laus í rásinni (Skin Deep) sem sýnd er í Regnboganum þessa dagana. Að- alhlutverkið leikur sjónvarps- stjarnan John Ritter. Leikur hann Zack sem lendir í ýmsum ævintýr- um í tilraunum sínum til að vinna eiginkonu sína aftur eftir að hún hafði yfirgefið hann. Zack haföi ávallt haldið sig mikinn kvenna- mann og því verður sjálfsímynd hans fyrir miklú áfalli þegar eigin- konan yfirgefur hann. Hann veit að hann veröur að breyta sjálfum sér til að endurheimta eiginkonuna en mestur tími hans fer í það að breyta stúlkunum sem hann um- gengst. John Ritter hefur nær eingöngu leikið í sjónvarpi. Hann hlaut frægð fyrir leik sinni í Three’s a Company. Eftir að hætt var að gera þá þætti tók við önnur vinsæl sjón- varpssería, Hooperman. Laus í rá- sinni er fyrsta stóra hlutverk hans í kvikmynd. Blake Edwards hafa verið mi- slagar hendur á farsælum ferli sem handritshöfundur og leikstjóri. Áður en hann sneri sér eingöngu að gamanmyndum gerði hann gæðamyndir á borð við Days of Wine and Roses, Breakfast at Tiff- anys og Experiment in Terror. En eftir að hann kynnti fyrir heimin- um Inspector Clouzot hefur hann nær eingöngu gert léttvægar gam- anmyndir. Sumar hafa heppnast John Ritter, sem leikur aðalhlutverkið í Laus í rásinni, lendir i ýmsu óþægilegu i viðskiptum sinum við kvenfólkið. Saltfiskdagar: Tíu veitingahús bjóða upp á salt- fisk um helgina Nú stendur yfir saltfiskvika og því er ekki úr vegi að breyta ærlega til við matarinnkaupin fyrir helg- ina og kaupa einhverja af þeim fjöl- mörgu saltfiskréttum sem í boði eru í stórmörkuðum. Þeir eru til- búnir til matreiðslu og úrvalið er meira en venjulegan íslending grunar. Kjörorð vikunnar er Saltfiskur er sælgæti og er það Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda sem stendur fyrir henni. Á síðasta ári flutti SÍF út 56 þúsund tonn af salt- fiski fyrir rúmlega tíu milljarða króna og eru markaðir í 26 löndum. Eins undarlega og það nú hljómar þá kunna íslendingar lítið á þetta helsta hráefni sitt. í Suður-Evrópu og alls staðar þar sem kaþólskir lifnaðarhættir eru útbreiddir er til siðs að borða saltfisk á stórhátíðum þegar trúin býöur að ekki skuli leggja sér kjöt til munns. Um helgina verða vörukynningar á saltfiski í Miklagarði við Sund og Hagkaupi Kringlunni þar sem al- menningi gefst kostur á að smakka á fjölmörgum sýnishornum og fær leiðbeiningar við val á saltfiskrétt- um. Sex veitingahús í Reykjavík taka þátt í saltfiskvikunni, tvö á Akur- eyri og eitt í Vestmannaeyjum. Hvert þeirra er með fjölbreytta for- rétti, súpur og aðalrétti, allt úr salt- fiski sem matreiddur er á ótal vegu. Veitingastaðirnir í Reykjavík eru: Þrír Frakkar, Naustið, Við Tjörn- ina, Hótel Saga, Múlakaffi og Lauga-ás. í Vestmannaeyjum er það Veitingahúsið Muninn og á Akureyri Fiðlarinn á þakinu og Bautinn. Lesendum til fróðleiks og gagns er hér birt ein saltfiskuppskrift sem ættuð er úr Suður-Evrópu. Morue a la mode de Biscaye Þetta er saltfiskur eins og íbúam- ir við Biscayaflóann vilja hafa hann. Uppskriftin er fyrir fjóra: 880 g saltfiskur 3 laukar 1 dós tómatkraftur 6 rauðar paprikur olía, salt, sykur Skerið laukinn smátt og steikið olíuna á pönnu við vægan hita. Bætið tómatkraftinum út í og hræ- rið vel. Opnið paprikurnar, flysjiö og skerið í smábita. Merjið í gegn- um gatasigti þannig að „kjötið" bætist í laukinn og tómatsósuna. Bætið salti, dálitlum sykri og ör- litlu volgu vatni út í. Sósan á að vera skærrauð og svolítið þykk. Ef hún er of þunn má bæta harðsoð- inni eggjarauðu út í. Setjið bein- lausan fiskinn í leirpott, hellið só- sunni út á og látið malla í klukku- stund. Hristið pottinn öðru hvoru. Guðmundur Þórsson, yfirmatreiðslumaður á Hard Rock Café, ásamt creole-matreiðslumanninum Yves Ambroise. Hard Rock Café: Creole-vika New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum hefur lengi verið heimkynni ólíkra kynþátta sem hafa búið saman og blandast á far- sælan hátt. Þessi allsherjar blanda mannfólks, tungu og matargerðar hefur löngum verið kölluð creole, og það er matargerðin sem kynnt verður sérstaklega á creole-viku á Hard Rock Café sem hófst í gær og stendur til 7. apríl. Til að allt sé nú rétt gert hefur Hard Rock Café fengið til liðs við sig þekktan creole-kokk frá Banda- ríkjunum, Yves Ambroise, sem mun sjá um matseldina meðan á creole-kynningunni stendur. Hann er jafnvígur á creole- og cajun- matargerð sem er ættuð frá Louis- iana og eru réttirnir á matseðlinum úr báðum áttum. Ambroise er sjálfur „kreóli" í húð og hár, fæddur á Haiti, þar sem tungumálið nefnist creole. Hann hefur starfað í mörg ár sem mat- reiðslumaður í New Orleans. Hann er nú yfirkokkur á Royal Orleans sem er í Orlando, Flórída. Creole- og cajun-matreiðsla er blanda af franskri, ítalskri, spænskri og afrískri matargerð með innleggi frá matreiðsluaferð- um amerískra indíána. Cajun er frekar undir frönskum áhrifum, en creole meira blönduð. Hráefnið sem notað verður í mat- inn er íslenskt en sérstak krydd er notað við matseldina. Það ásamt svokallaðri kolasteikingu (black- ening) setur mestan svip á matar- geröina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.