Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. Mfi§'Í990. 19 Dans- staðir Ártún Vagnhöfða 11 Gömlu dansarnir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæöi kvöldin. Bjórhöllin Gerðubergi 1 Opið öll kvöld frá kl. 18-1 og um helg- ar til kl. 3. Lifandi músík fimmtu- dags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Casablanca Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Duus-hús Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Á sunnudagskvöld verður hljómsveitin Súld meö tónleika sem hefjast kl. 21.30. Fjörðurinn Strandgötu 30, simi 50249 Hljómsveit leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Danshljómsveitin leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Danshöllin Ingimar Eydal leikur á þriðju hæö, Klakabandiö á annarri hæö og diskó- tek er á fyrstu hæð. Gikkurinn Ármúla 7, simi 681661 Lifandi tónlist um helgar. Blúskvöld á sunnudagskvöld. Blue Movies leik- ur. Gestur kvöldsins Ellen Kristjáns- dóttir. Hollywood Ármúla 5, Reykjavik Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Skálafell, Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fimmtudagskvöld til laug- ardagskvölda. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Hallbjöm Hjartar- son skemmtir á laugardagskvöldum. Opið öll kvöld vikunnar kl. 19-1. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi um helgina. Hótel Saga Á laugardagskvöldiö verður sýnd skemmtidagskráin „Skemmtisigling á þurrn landi" í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikröftum landsins hrífa gesti með sér í bráðhressandi skemmtun. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Risið og Ölkráin, Borgartúni 22, Eins árs afmæhstónleikar stórhljóm- sveitarinnar Júpíters í kvöld. Einka- samkvæmi laugardagskvöld. Hljómsveitin „Rödd að handan" leik- ur á Ölkránni fóstudags- og laugar- dagskvöld. Ölkráln opin öll kvöld vikunnar. Staupasteinn Smiðjuvegi 14D, s. 670347 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Tunglið og Biókjallarinn Lækjargötu 2, simi 627090 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Hljóm- sveitin Hrím leikur um helgina. Þessi útgáfa af Júpiters var við lýði í fyrrasumar. > Risið: Arsafmæli Júpiters Stórhljómsveitin Júpiters er árs- gömul um þessar mundir. Af því tilefni efnir hljómsveitin til af- mælistónleika í Risinu, Borgartúni 32 (í gamla Klúbbnum), í kvöld kl. 23.00. Boðið verður upp á smárétti á vægu verði. Óhætt er að segja að fáar hljóm- sveitir hafi vakið jafnmikla eftir- tekt hér á landi eins og Júpiters. Allt frá því hún kom fyrst fram fyrir ári hefur hún heillað marga með skemmtilegri tónlist sem sæk- ir mikið í suður-amerískan og af- rískan uppruna. Sveitin er fjöl- menn, aldrei undir tíu manns og þó nokkrar mannabreytingar hafi verið þá hefur hún haldið sínu striki og hafa hlustendur skemmt sér vel sem og meðlimirnir sjálfir því greinilegt er þegar hlustað er á hljómsveitina að meðlimirnir hafa gaman af því sem þeir eru að gera. listaklúbbur Fjölbrautaskóla Vesturlands: ímyndunarveikin Listaklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frumsýnir á laugardags- kvöld kl. 20.30 gamanleikinn ímyndunarveikina eftir franska leikritaskáldið Mohére. Verkinu er leikstýrt af Helgu Brögu Jónsdótt- ur og um húninga og leikmynd sér Helena Guðmundsdóttir. Uppsetning leikritsins er frá- brugðin öðrum uppsetningum að því leyti að aðstandendur sýning- arinnar hafa kosið að halda sig ekki við neinn ákveðinn tíma í sög- unni. Þetta er ellefta uppsetning hsta- klúbbsins og er áhugi fyrir leikhst mikhl í skólanum. Alls standa fjörutíu manns að uppsetningunni. Eins og áður segir er frumsýning á Hluti hópsins sem stendur að ímyndunarveikinni. laugardag, önnur sýning er á þriðjudag. Allar byrja sýningarnar mánudaginn og þriðja sýning á kl. 20.30. Björgun '90 Björgun ’90 er yfirskrift viðamik- illar ráðstefnu og sýningar sem Landssamband hjálparsveitar skáta gengst fyrir á Hótel Loftleið- pm í Reykjavík frá og með fóstu- degi th sunnudags. Þar flytja helstu sérfræðingar landsins og fleiri landa erindi um björgunar-, örygg- is-, og almannavarnamál og yfir þrjátíu fyrirtæki sýna alls konar vörur fyrir björgunarþjónustuna. Stofnanir sem starfa á þessu sviði verða með opið hús fyrir þátttak- endur og almenning þessa daga, má þar nefna Almannavarnir rík- isins, Slysavarnafélag íslands, Landhelgisgæslan og björgunar- stöövar Flugbjörgunarsveitarinn- ar og Hjálparsveitar skáta í Reykja- vík. Ráðstefnan hófst kl. 10 í morgun með setningarávarpi Davíðs Odds- sonar borgarstjóra sem er verndari Björgunar 90 og lýkur með opnu húsi og pallborðsumræðum um björgunarmál síðdegis á sunnu- dag. Casablanca: Danssýning Á skemmtistaðnum Casblanca verður frumflutt ný danssýning í kvöld. Það eru sex manns sem taka þátt í sýningunni sem kahast Whats Your Favorite Color? eða Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Stjórnandi hópsins og danshöfund- ur er Cornell Ivey sem starfar um þessar mundir hjá Dansstúdíói Sól- eyjar og eru dansararnir allir það- an og skiptist hópurinn jafnt á kyn- in. Sýningin tekur um það bil tólf mínútur. Langholtskirkja: Lúðrasveit verkalýðsins Lúðrasveit verkalýðsins heldur tónleika í Langholtskirkju laugar- daginn 31. mars 1990 kl. 17.00. Stjórnandi er Jóhann Ingólfsson. Á efnisskrá eru lög eftir Jónatan Ól- afsson, Jón Múla Árnason, Sigfús Einarsson, Árna Björnsson, Gunn- ar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl O. Runólfsson, Sousa, W. Rimmer, Rimsky-Korsakoff og A. Matt. Tón- leikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Djass í Heita pottinum Dorgveiði- keppni á Ljósavatni „Það er feiknalega mikil stemning fyrir þessari dorg- veiðikeppni héma hjá okkur og hafa margir spurt um hana,“ sagði Bjöm Sigurðsson á Akur- eyri í vikunni en dorgveiöi- keppnin verður haldin á Ljósa- vatni í Suður-Þingeyjarsýslu á laugardaginn. „Vetraríþrótta- hátiðin sem stendur yflr hérna núna, fellur vel inn í þessa keppni. Það eru margir að- komumenn hérna og sumir þeirra Iiafa eflaust áhuga á veiði. Kannski náum við 100 manns á Ljósavatn, það yrði góður árangur,“ sagði Björn ennfremur. Bærinn Ijósavatn heitir eftir samnefndu vatni sem í Ljósa- vatnsskarði og er vatnið það annað stærsta í héraðinu. Ýms- ir merkismenn hafa fæðst og búið að Ljósavatni, en hvort það muni eitthvað duga í dorgveið- inni er ekki vitaö með vissu ennþá. Það er ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri sem býöur upp á pakkaferðir á dorgveiöikeppn- ina fyrir þá sem vilja koma. -G.Bender Kvartett Kristjáns Magnússonar mun leika fyrir djassþyrsta gesti í Heita pottinum í Duushúsi á sunnudagskvöldið. Hljómsveitina skipa auk Kristjáns, sem leikur á píanó, Þorleifur Gíslason, sem leik- ur á saxófónn, Guðmundur R. Ein- arsson á trommur og Tómas Ein- arsson á kontrabassa. Álafosskórinn heldur sína árlegu tónleika í Safnaðarheimilinu í Mos- fellsbæ, Þverholti 3, þriðju hæð, laugardaginn 31. mars kl. 17.00 og í Selfosskirkju sunnudaginn 1. apríl kl. 16.00. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, bæði innlend Þeir félagar hafa leikið saman um nokkurra ára bil og starfað reglu- legar en flestar íslenskar sveitir af þessum toga. Á endurnýjaðri efnis- skrá sveitarinnar er að finna lög eftir Horace Silver, Frank Foster, Dexter Gordon og fleiri. Tónleik- arnir hefjast kl. 21.30. og erlend. Þrír kórfélagar fara með einsöngshlutverk. í Álafosskórnum syngja nú 27 félagar. Söngstjóri er Helgi R. Ein- arsson og undirleikari Hrönn Helgadóttir. Keppendur verða um tuttugu á íslandsmeistaramótinu í vaxtar- rækt. Hótel ísland: , íslandsmeist- aramótið í vaxtarrækt íslandsmeistaramótið í vaxtar- rækt verður haldið á sunnudaginn á Hótel íslandi. Forképpnin hefst kl. 14.00 en úrslitakeppnin er um kvöldið og hefst kl. 20.00. Keppt er í nokkrum flokkum. í kvennaflokki er keppt í -52 kg, -57 kg, +57 kg og heildarkeppni. í karlaflokki er keppt í -70 kg, -80 kg, -90 kg og + 90 kg og heildarkeppni. Kynnir á mótinu verður enginn annar en Jón Páll Sigmarsson. Álafosskórinn. Álafosskórinn með tónleika

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.