Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Page 3
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
23
DV
Fjórði sigur
KA í röð
- nú gegn ÍR, 18-17
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii:
KA-menn hafa heidur betur gert
það gott eftir hléið sem varð á
handboltanum vegna HM. Þeir
hafa leikið fjóra leiki í 1. deiidinní,
unnið alla og nú síðast ÍR, 18-17, á
Akueyri.
KA lék mjög vel í fyrri hálfleik
og leiddi að honum loknum, 12-7.
Vörnin var sterk, og Bjöm Bjöms-
son, sem kom í markið um miðjan
hálfleikinn, varði mjög vel.
ÍR-ingar voru fljótir að ganga á
lagið í síðari háifleik með Ólaf
Gylfason fremstan í flokki. ÍR
skoraði 4 fyrstu mörkin og jafnaði
síðan 14-14. KA komst aftur yfir
en jafnt var 16-16. Næstu tvö mörk
voru frá KA en ÍR minnkaði mun-
inn í 18-17. Björn var besti maður
KA og kpm virkilega á óvart. Hjá
ÍR var Ólafur Gylfason langbesti
maður og einnig Sebastian Alex-
andersson í markinu.
• Mörk KA: Karl 4, Sigurpáll 4,
Pétur 3, Erlíngur 3, Friðjón 2, Jó-
hannes 1 og Guðmundur 1.
• Mörk IR: Ólafur 5, Sigfús Orri
4(1), Matthías 4, Róbert 2, Jóhann
1 og Magnús 1.
Loks vann
Víkingur
Víkingur vann HK, 22-23, í fall-
baráttuslag í Digranesi í gær-
kvöldi í 1. deild karla í hand-
knattleik. Staöan í leikhléi var
10-10.
Fyrri hálfleikur var jafn en í
síöari hálfleik höföu Vikingar
undirtökin og sigur þeirra aldrei
í mikilli hættu.
• Mörk HK: Magnús Sigurðs-
son 7/4, Óskar Elvar Óskarsson
6, Ásmundur Guömundsson 4,
Róbert Haraldsson, Eyþór Guð-
jónsson 2, og Bjarni Frostason
markvörður 1.
• Mörk Víkings: Birgir Sig-
urðsson 10/4, Bjarki Sigurðsson
5, Dagur Jónasson 3, Guðmundur
Guðmundsson 3, Karl Þráinsson
1 og Ingimundur Helgason 1.
-SK/RR
Stjarnan
vann í Eyjum
Stjarnan sigraði ÍBV í Eyjum í
gærkvöidi, 25-26, eftir 12-13 í ieik-
hiéi. Leikurinn var jafn allan tím-
ann en Stjörnumenn sterkari á
lokasprettinum. Sigurður Gunn-
arsson meiddist þegar skammt var
í leikhlé og lék ekki fyrr en 10
mínútur voru eftir og skoraði þá
fjögur síðustumörk ÍBV úr vítum.
Mörk ÍBV: Sigurður 8/5, Guð-
mundur 5, Sigbjörn 3, Þprsteinn
3, Hilmar 3, Sigurður 2, og Óskar 1.
• Mörk Stjörnunnar: Sigurður
8/1, Hilmar 5, Gylfi 5, Skúli 4, og
Axel 4. -SK/BO
Staðan í 1. deild er nú þannig:
FH.......16 14 1 1 422-355 29
Valur.....16 12 1 3 421-362 25
Sfjarnan.. 16 10 2 4 371-349 22
KR........15 7 3 5 323-319 17
KA........ 16 7 1 8 358-375 15
ÍBV.......16 5 3 8 372-376 13
ÍR........16 5 2 9 342-357 12
Grótta....15 4 1 10 326-360 9
Víkingur.16 3 3 10 355-386 9
HK.......16 2 3 11 332-383 7
• KR og Grótta leika í Laugar-
dalshöll i kvöld.
Fjör á Nesinu
Tveir leikir í 16-liða úrslitum
bikarkeppni HSÍ fóru fram á
fostudagskvöldið. ÍBV vann
Gróttu á Seltjarnarnesi eftir tví-
framlengdan leik og bráöabana
með 31 marki gegn 30 og B-liö ÍBV
sigraði Breiðablik í Eyjum, 23-22.
Eyjamenn eiga því tvö lið í 8-liða
úrslitunum, -SK
íþróttir
• Guðjón Árnason átti stórleik í liði FH gegn Val um helgina og var maðurinn á bak við hinn mikilvæga sigur FH-inga. Hér er hann að senda knöttinn í
mark Valsmanna en þeir Valdimar Grímsson og Finnur Jóhannsson koma ekki vörnum við.
DV-mynd Brynjar Gauti
íslandsmótið í handknattleik:
- FH vann Val, 22-20, og þarf aðeins eitt stig úr tveimur leikjum
FH-ingar eru komnir með aðra höndina á íslandsmeistaratitilinn
í handknattleik eftir að Hafnarfjarðarliðið hafði sigrað Valsmenn,
22-20, í ótrúlegum spennuleik í nýja íþróttahúsinu í Kaplakrika á
laugardag. Leikurinn var svo gott sem úrslitaleikur um titilinn
og eftir sigur FH-inga virðist fátt geta komið í veg fyrir að íslandsbikarinn
fari í Fjörðinn í fyrsta sinn í 5 ár. FH-ingar hafa 4 stiga forskot á Valsmenn
sem hafa varðveitt titilinn undanfarin tvö ár og Hafnfirðingum nægir því
aðeins eitt stig úr tveimur síðustu leikjunum til að tryggja sér sigur á íslands-
mótinu.
Leikurinn í Kaplakrika á laugar-
daginn var fyrsti stórleikurinn í hinu
nýja og glæsilega íþróttahúsi og yfir
2 þúsund áhorfendur urðu vitni aö
hreint frábærum leik þar sem spenn-
an var meö ólíkindum allt frá upp-
hafi til enda.
Leikurinn var ótrúlega „köflóttur"
og taugaspennan var mikil hjá báð-
um liðum. Jafnt var á öllum tölum
fyrstu 15 mínútur leiksins en þá náðu
FH-ingar að komast þremur mörkum
yfir, 7-4, og var það mesti munurinn
í leiknum. Valsmenn náðu að jafna
metin í 8-8 og í leikhléi var staðan
jöfn 9-9.
FH-ingar byrjuðu síðari hálfleik
betur og komust tveimur mörkum
yfir en síðan náðu Valsmenn undir-
tökunum og náðu forystunni þegar
12 mínútur voru til leiksloka. Loka-
kaílinn var hreint ótrúlegur. FH-
ingar jöfnuðu, 19-19, þegar 7 mínútur
voru eftir og komust yfir en Vals-
menn náðu að jafna, 20-20, þegar
rúmar 2 mínútur voru til leiksloka.
A síðustu tveim mínútunum var
spennan í hámarki og það gekk á
ýmsu. Valsmenn vildu fá vítakast en
í stað var dæmt á þá sóknarbrot.
FH-ingar virtust ráða betur við
spennuna og í næstu sókn náðu þeir
að komast yfir, 21-20. Valsmenn
fengu tvö færi á að jafna en Berg-
svein Bergsveinsson lokaði FH-
markinu og Guðjón Árnason tryggði
Hafnfirðingum sigurinn með glæsi-
legu marki á lokasekúndunni.
FH-liðið sýndi sterkan karakter og
þá sérstaklega á lokakaflanum þegar
mest lá við. Guðjón Árnason átti frá-
bæran leik og var maðurinn á bak
við sigur liðsins en liðsheildin var
einnig geysilega sterk. Guðmundur
Hrafnkelsson varði mjög vel í fyrri
hálfleik og undir lokin varði Berg-
sveinn Bergsveinsson á mikilvægum
augnablikum.
Valsmenn áttu góðan leik þrátt fyr-
ir tapið og með smáheppni heföu
þeir getað náö öðru stiginu og jafnvel
báðum. Valdimar Grímsson var
öflugur að vanda og einnig þeir Jak-
ob Sigurðsson og Brynjar Harðarson.
Vörn liðsins hefur oft verið sterkari
og markverðir liðsins náðu sér held-
ur ekki vel á strik. Leikmenn liðsins
eyddu líka of miklum krafti í að ríf-
ast við dómarana og hefðu ef til vill
þess í stað átt að einbeita sér betur
að leiknum.
Dómarar voru þeir Rögnvald Erl-
ingsson og Stefán Arnaldsson. Þeir
dæmdu prýðilega framan af en gerðu
sig seka um nokkur afdrifarík mistök
undir lokin.
Mörk FH: Guðjón 9, Jón Erling 5,
Héðinn 3, Gunnar 2, Oskar 2 og Þor-
gils Óttar 1.
Mörk Vals: Valdimar 7/4, Brynjar
5, Jakob 4, Jón 3 og Finnur 1.
-RR
„Allt FH-liðið var frábært“
- sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH-inga, eftir sigurinn gegn Val
„Þetta var frábær leikur og FH-liðið
sýndi stórkostlegan karakter í lokin.
Guðjón var hreint frábær eins og
reyndar ailt liðiö. Það var líka sérs-
taklega gaman að vígja húsið með
svona sigri og við náðum í leiðinni
fram hefndum á Valsmönnum.
Þeir eru búnir að vinna okkur oft
undanfarin ár og því var kominn tími
til að hefna ófaranna. Titillinn er þó
ekki alveg í höfn því við eigum enn
tvo leiki eftir og þurfum alla vega eitt
stig enn,“ sagði Þorgils Óttar Mathi-
esen, þjálfari og leikmaður FH-inga,
ánægður með sigur sinna manna.
„Frábær sigur“
„Þetta er án efa erfiðasti leikur sem
ég hef spilað og örugglega sá
skemmtilegasti. Þetta var frábær sig-
ur og við náðum að sýna okkar rétta
andlit. Stemningin var virkilega góð
og áhorfendur vel með á nótunum,"
sagði Gunnar Beinteinsson, horna-
maðurinn snjalli úr FH, eftir leik-
inn.
„Taugarnarbiluðu
í lokin“
„Þetta var gífurlega naumt og spenn-
andi eins og búast mátti við og úrslit-
in réðust ekki fyrr en á lokasekúnd-
unum. Við klikkuðum á mikilvægum
augnablikum og það var eins og taug-
arnar biluðu í lokin. Við náðum ekki
aö þétta vörnina nógu vel og ég held
að það hafi ráöið úrslitunum. Eins
var það vendipunktur íleiknum þeg-
ar dæmt var á Jakob og staðan var
jöfn. Ef við heföum skorað þá hefðum
\dð alveg eins getað unnið. Ég vil
óska FH-ingum til hamingju með sig-
urinn og ég á ekki von á öðru en að
þeir verði meistarar úr þessu,“ sagði
Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals-
manna, eftir leikinn.
„Dómgæslan hrikalega léleg“
„Ég óska FH-ingum til hamingju en
sigurinn gat orðið hvorra sem var.
Leikurinn var frábær og spennan
mikil, sérstaklega í lokin. Dómgæsl-
an var hrikalega léleg að mínu mati
og þegar dæmt var á Jakob í horninu
var það alveg út í hött. Við eigum
bikarkeppnina eftir og ég vona að við
fáum tækifæri til að hefna okkar á
FH-ingum í úrslitaleik þar,“ sagði
Valdimar Grímsson, landsliðsmaður
úrVal.eftirleikinn.
-RR