Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 1
 Sjónvarpið laugardaginn 5. maí kl. 19.00: Bein útsending frá Júgóslavíu - Arthúr Björgvin kynnir Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Þá líöur að úrslitunum í söngva- keppni Sjónvarpsstöðva. Sjónvarp- ið verður með þriggja klukkutíma beina útsendingu frá keppninni sem að þessu sinni er haldin í Zagreb í Júgóslavíu. Útsendingin hefst kl. 19.00 og stendur til kl. 22.00. Keppendur eru þegar komnir til Zagreb og hafa tekið til við æfing- ar. Þar á meðal eru að sjálfsögðu Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og hljómsveitin Stjórnin sem að þessu sinni keppa fyrir hönd íslands. Ýmis nýmæli verða nú í fram- gangi keppninnar. Má þar nefna að hljóðgerflar verða gerðir útlægir en þeir hafa ár frá ári sett vaxandi mark á allan tónhstarflutning. Þá er ekki ætlunin að kynna hvert lag fyrir sig heldur nokkur í einu til að slíta dagskrána ekki um of í sundur. Tahð er að um 600 milljónir manna hafi horft á síðustu keppni og þeir verða enn fleiri nú því fólk víða í Austur-Evrópu getur horft á hana í fyrsta sinn. Þá sýna sjón- varpsstöðvar utan Evrópu keppn- inni vaxandi áhuga. Því er áætlað að um einn milljarður manna sjái þaðsem fram fer keppniskvöldið í Zagreb. í íslensku dómnefndinni eiga sextán manns sæti auk Guðmund- ar Inga Kristjánssonar, sem er for- maður, og Arna Snævars sem er ritari. Annar hver dómnefndar- maður er af höfuðborgarsvæðinu en hinir af landsbyggðinni. Þá fá bæði kynin jafnmarga fulltrúa í nefndinni. Kynnir í útsendingunni á laugar- dagskvöldið verður sjónvarpsmað- urinn raddþýði, Arthúr Björgvin Bollason. Sigriöur Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og hljómsveitin Stjórnin flytja lag Harðar Ólatssonar í Zagreb á laugardagskvöldið. Sjónvarp fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30: Sex sjonvarpsþættir um hernám f slands Þetta er fyrsti þátturinn í heimilda- syrpu Sjónvarpsins þar sem stríðsár- in hérlendis verða skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Umsjón hafa Helgi H. Jónsson og Anna Heiður Odds- dóttir. Alls verða þættirnir sex og á dagskrá fram eftir sumri. Þættirnir eiga að varpa ljósi á ís- lenskt þjóðfélag við upphaf heims- styrjaldarinnar síðari og þau ár sem hún stóð. Fléttað verður saman kvik- myndum, ljósmyndum og viðtölum við innlenda og erlenda menn sem lifðu og muna stríðsárin. Fyrsta þáttinn ber upp á sjálfan hernámsdaginn, 10. maí. í honum verða raktir atburöir þessa fyrsta dags hernámsins fyrir réttum 50 árum, sem og aðdragandi þess og tíö- arandinn um þær mundir sem styrj- aldarskýin hrönnuðust upp á Evr- ópuhimni. í þættinum verður talað við einn þeirra bresku landgönguliða er fyrst- ir stigu hér fæti á land og kom hann sérstaklega hingað til lands vegna viðtalsins. Einnig verður gerð grein fyrir áhuga Breta og Þjóðverja á ís- landi og umsvif þeirra hérlendis á árunum fyrir styrjöldina tíunduð. Helgi H. Jónsson og iður Oddsdóttir eru umsjónarmenn þáttanna um hernám Islands. m ÚTVirXRP^DJ/^MGrlR ÍRerWdW 6.-13. IWÍ1990 l»— Norrænir djassdagar í Reykjavík Meðal þess sem Ríkisútvarpið gerir í tilefni 60 ára afmælis síns á þessu ári er að gangast fyrir stærstu og umfangsmestu djass- hátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Hefst hátiðin sunnudaginn 6. maí og lýkur að viku liðinni, 13. maí. Alls verða um 50 tónleikar og munu liðlega 200 hljóðfæraleikarar taka þátt í hátíðinni. Djasshátíðin er felld inn í sér- staka norræna útvarpsdjassdaga sem nú eru haldnir í þriðja sinn. Margir þekktir djassmenn á Norð- urlöndum munu leika þessa daga. Má þar nefna Ole Kock Hansen frá Danmörku, Jukka Linkola frá Finnlandi, Egil Johansen frá Nor- egi og Hakoii Werling frá Svíþjóð. Auk þeirra og yfir tuttugu annarra hljóöfæraleikara frá Norðurlönd- um munu allir okkar bestu djass- leikarar leika á Djassdögum. Hátíð- in fer þannig fram að á hverjum degi verða tónleikar á Hótel Borg, Fógetanum, Duushúsi, Gauki á Stöng, Fimmunni, Horninu, ÓperukjaUaranum og Kringlu- kVánni fram á föstudag. Sérstakir norrænir tónleikar verða á fimmtudags- og föstudagskvöld þar sem fram koma fulltrúar Norður- landanna. Á laugardagskvöld verða svo stórtónleikar á Hótel Borg þar sem allar norrænu sveitirnar koma fram. Hátíðinni lýkur svo með stór- tónleikum í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 13. maí en þar kemur fram stórsveit sem skipuð er tutt- ugu og tveimur hljóðfæraleikurum frá öllum Norðurlöndunum. Stjórnandinn verður Jukka Lin- kola frá Finnlandi. Útvarpað verð- ur á báðum rásum Ríkisútvarpsins öll kvöld meðan á hátíðinni stend- ur. Fyrsta útvarpsútsendingin verð- ur á sunnudagskvöld kl. 23.00 á Rás 1. Mun Borgarrdjómsveitin, meö Carl Möller í broddi fylkingar, leika í ÓperúkjaUaranum. Þá má geta þess að í hádeginu, frá mánu- degi til fóstudags, ríkja píanistar á rás 1. Guðmundur Ingólfsson, Árni Elfar, Jón og Karl Möller, Olafur Stephensen og Kristján Magnússon ¦ verða þá í sviðsljósinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.