Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. MAl 1990. 19 Dans- staðir Danshúsiö Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Þjóðlagahljómsveitin Stocktons Wing í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld. Danshöllin Um helgina leikur hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki fyrir dansi á 2. hæð. Casablanca Danssýning fóstudagskvöld, diskótek laugardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311. Opið fimmtudags- fóstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í há- vegum höfð. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Tónleikar með Tom Jones á fóstudags- og sunnudagskvöld. Hótel Saga Á laugardagskvöldið verður sýnd skemmtidagskráin „Skemmtisigling á þurru landi“ í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikröftum landsins hrífa gesti með sér í bráðhressandi skemmtun. Hljómsveitin Einsdæmi leik- ur fyrir dansi. Keisarinn, Laugavegi 116, Opið öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Risiðog Ölkráin Borgartúni 22 Endurfundir 20 ára árgangs úr Mýrarhúsaskóla í kvöld og 20 ára árgangs úr Hlíðarskóla á laugar- dagskvöld. Ölkráin opin öll kvöld vik- unnar. Tunglið og Bíókjallarinn Lækjargötu 2, sími 627090 Diskótek fóstudag- og laugardag. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. IölvunarIakstur Ölver, Glæsibæ: írsk þjóðlaga- hljómsveit írska þjóðlagahljómsveitin Stockton Wing mun skemmta gest- um Ölvers í Glæsibæ í kvöld og annað kvöld. Hér er á ferðinni hljómsveit sem enginn unnandi þjóðlagatónlistar verður svikinn af. Stockton Wing var stofnuð 1977. Eftir að hafa unnið titilinn All Ir- lands Champions í hæfileikakeppni gáfu þeir út sína fyrstu plötu sem bar heiti hljómsveitarinnar. 1980 kom út önnur plata þeirra Take a Chance og fékk sú plata mjög góðar viðtökur. Þriðja plata þeirra Light in the Western Sky fékk enn betri við- tökur og tilboð um leik erlendis fóru að streyma til þeirra. Fram til 1986 var hljómsveitin stöðugt í ferðalögum um Evrópu og Banda- ríkin. Eftir stutta viðdvöl heima þar sem plötur voru teknar upp hélt hljómsveitin aftur í hljómleikaút- legð og skemmti víða. Meðal ann- ars kom hljómsveitin fram með Michael Jackson, þegar hann var á tónleikaferð um írland, og Sammy Davis jr. Hingað kemur hljómsveit- in frá Bandaríkjunum og framund- an er ferð til Ástralíu. Stockon Wing er þekkt þjóðlagahljómsveit. Tom Jones sýnir gamla takta og syngur gömul og ný lög á Hótel íslandi þessa dagana. Hótel ísland: Tom Jones á útopnu Tom Jones hefur nú haldið þrenna tónleika á Hótel íslandi og hefur verið vel tekið enda er hann þekktur fyrir litríka framkomu á sviði. Tveir tónleikar eru eftir og eru þeir fyrri í kvöld. Síðustu tón- leikarnir verða svo á sunnudags- kvöld. Tom Jones er ekki einn á ferð. Með honum er þrettán manna hljómsveit sem jafnan fylgir hon- um og þrjár söngkonur sem hafa sungið með kappanum í tuttugu ár. Borgarleikhúsið: Lokatón- leikar djassdaga Hápunktur djassdaganna og um leið lokin á þeim verða tónleikar í Borgarleikhúsinu þar sem norræn stórsveit undir stjórn Jukka Lin- kola leikur verk eftir stjórnand- ann, Ole Koch hansen, Gugge Hedrinus og Stefán S. Stefánsson. Hljómsveitin verður þannig skip- uð: Esko Heikkinen, Markku Jo- hansson, Bosse Broberg, Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls- son á trompeta. Torolf Molgárd, Froder Thingás, Michael Lind, Stein Erik Tafjord og Edvard Fred- riksen á básúnur og túbur. Temu Salminen, Rúnar Georgsson, Há- kon Werling, Stefán S. Stefánsson og Sigurður Flosason á saxófóna og flautur. Oler Kock Hansen á píano, Ulf Johansson, rafpíanó, Björn Thoroddsen, gítar, Hugo Rasmussen, bassa, Eerik Siikasa- ari, rafbassa, Eigil Johansen, trommur, Bengt Stark og Jar- Pekka Karvonen á ásláttarhljóð- færi. Samkór Kópavogs: Heldur tónleika í Ámesi Samkór Kópavogs heldur tón- leika í Árnesi laugardaginn 12. maí kl. 15. Samkórinn hélt vortónleika í Kópavogskirkju 30. apríl síðasthð- inn. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt að vanda. Tveir einsöngvarar verða með kórnum, þau Auður Gunnarsdóttir sópran og Ágúst Guðmundsson tenór. Stjórnandi kórsins í ár sem og undanfarin ár er Stefán Guð- mundsson. Píanóleikari á tónleik- unum verður Katrín Sigurðardótt- ir. Samkór Kópavogs. Danshöliin/Þórscafc: Skagfirsk sveifla í Danshöflinni mætir Styrming frá Sauðárkróki til leiks um helg- ina, en einn meðlima hljómsveitar- innar er enginn annar en Hörður Ólafsson, höfundur Eins lags enn sem varð í fjórða sæti i Söngva- keppninni um síðustu helgi. Mun hljómsveitin leika fyrir dansi á annarri hæð frá kl. 23-03 föstu- dags- og laugardagskvöld. Það má telja víst að hljómsveitin leiki með- al annars Eitt lag enn ásamt öðrum skagfirskum söngvum. Þá skemmtir einnig í Danshöll- inni Dansdúettinn með söngkon- unni Önnu Vilhjálms. Leika þau fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld á þriðju hæð (Vetrar- brautinni). Ásamt Önnu eru í dans- dúettinum Kristján Óskarsson og Þröstur Þorbjörnsson, eru þeir báðir meðlimir hljómsveitarinnar Klakabandsins. Styrming frá Sauðárkróki. Akranes: M-hátíð M-hátíðin á Akranesi verður sett laugardaginn 12. maí næstkomandi kl. 14 í byggðasafninu að Görðum. Guðbjörg Árnadóttir, formaður M-hátíðarnefndar, býður gesti vel- komna og síðan mun Svavar Gests- son menntamálaráðherra setja há- tíðina. Að loknu ávarpi menntamálaráð- herra verður gamla Garðahúsið opnað. Á síðustu árum hefur Garðahúsið verið endurbætt og fært í sitt upprunalega form undir stjórn Gunnlaugs Haraldssonar safnvarðar. Opnuð verður listsýning í safnað- arheimilinu Vinaminni kl. 15.30. Þar verður boöið upp á kaffiveit- ingar. Um kvöldið verður fjölbreytt dagskrá í Bíóhöllinni. A sunnudaginn kl. 17 hefjast ís- lenskir kvikmyndadagar í Bíóhöll- inni. Verða sýndar kvikmyndir fram til fimmtudags. M-hátíðinni lýkur 17. maí með orgeltónleikum og kórsöng í Akranesskirkju. Ráin, Keílavík: Sjómanna- helgi í kvöld eru vertíðarlok og á laug- ardaginn mun vorvertíð hefjast á Suðurlandi. Af því tilefni mun veit- ingastaðurinn Ráin í Keflavík halda sérstaka sjómannahelgi í kvöld og annað kvöld. Guðmundur Haukur mun leika lög úr ýmsum áttum fyrir gesti staðarins bæði kvöldin og íslensku lögin sem allir geta sungið með verða á sínum stað. Hinn landsþekkti matreiðslu- maður Sverrir Halldórsson mun verða gestum innan handar við val á gómsætum réttum staðarins. Hótel Loftleiðir: íslandsmót í tvímenningi Úrslit íslandsmótsins í tvímenn- ingi verða spiluð um helgina að Hótel Loftleiðum. Spilaður verður barómeter, fjögur spil milli para, allir við alla. Tímasetning mótsins er eftirfar- andi: Spilamennska hefst á laugar- daginn kl. 12.00 og er spilað til kl. 18.00. Aftur verður hafist handa eftir matarhlé, kl. 19.30, og spilað til um kl. 01.00 eftir miðnætti. Spilamennskan hefst aftur á sunnudaginn kl. 12.00 og spilað þar til mótinu lýkur kl. 18.30. Á Hótel Loftleiðum er góð aðstaða fyrir áhorfendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.