Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. Kvikmyndahúsin Laugarásbíó: Pabbi Pabbi (Dad) var mjög vel sótt kvikmynd vestan hafs á síðastliðn- um vetri. Var þaö ekki síst vegna stórleiks Jacks Lemmons sem leik- ur Jake Tremont sem unnið hefur alla ævi hjá Lockheed-flugvéla- smiðjunum í Los Angeles. Þegar honum er sagt að hann sé kominn með krabbamein fallast honum hendur eins og oft vill verða við slík tíðindi. Það eykur á erfiðleikana að eigin- kona hans sem verið hefur hinn drottnandi aðili innan fjölskyldu þeirra verður að fara á spítala um tíma vegna hjartaáfalls. Jake er einnig lagður á spítala en er óvið- ráðanlegur uns lækni einum frá Afríku hugkvæmist það sem innra berst með gamla manninum. Leikstjóri að Pabba er Gary David Goldberg og er þetta frum- raun hans í kvikmyndum. Hann er þó langt frá því að vera reynslu- laus, hefur starfað í sjónvarpi sem handritshöfundur og leikstjóri í mörg ár. Hann er forseti UBU Productions sem er stórt fyrirtæki í gerð sjónvarpsþátta og hefur ver- ið viðloðandi nokkrar vinsælar sjónvarpsseríur. Ber þar fyrst að telja Family Ties eða fjölskyldu- bönd sem hefur verið meðal vin- sælustu sjónvarpsþátta lengi og Day By Day sem einnig hafa veriö sýndir hér á landi. Goldberg hlaut Emmy verðlaun- in sem besti handritshöfundur 1987 og einnig hefur hann fengið sömu verðlaun sem framleiðandi. Var það 1980 fyrir Lou Grant þáttaröð- ina. Goldberg skrifar einnig hand- ritið að Pabba. Eins og áður sagði sýnir Jack Lemmon stórleik í hlutverki pabb- ans. Aðrir leikarar komast einnig vel frá sínu, má þar nefna Ted Dan- son sem leikur son hans, Kathy Baker er leikur dóttur hans og Olympia Dukakis leikur eiginkonu hans. -HK ....—--------- Kvikmyndahúsin _ Jack Lemmon og Ted Danson leika födur og son í Pabba. Kvilonyndaklúbbur íslands: Anthony Edwards og Forest Whittaker leika tvær löggur sem starfa í miðborg Filadelfíu. Kvikmyndaklúbbur Islands heiðrar B-mynda konunginn Ro- ger Corman þessa vikuna með þvi að sýna Pytturinn ogpendúll- inn (The Pit and the Pendulum). Flestir eru á því aö þetta sé besta kvikmyndin sem Corman hefur leikstýrt, Hún er númer tvö i Edgar Allan Poe seriunni sem Corman geröi á árunum 1960- 1965. Serían einkenndist öðru fremur af óvenju mikilli litadýrð og kost- uglegum sviðsetningum, en aldrei náðist andrúmsloft Poe- sagnanna. Reyndar voru kvik- myndirnar aöeins lauslega byggöar á upprunalegu hryll- irigssögunum og mjög frjálslega farið með söguþráðinn. Pytturinn og pendúllinn segir sögu Francis Bernard (John Kerr) sem hcimsækir mág sinn Nicholas Medina (Vincent Price) í afar drungalegan kastala á Spáni á 16. öld. Tilefnið er skyndi- legt fráfall systur hans, eigin- konu Medina. Vill hann komast að dánarorsökinni. Þarna býr einnig systír ekkils- ins, Katarina (Luana Anders) og í heimsókn er flölskylduvinur þeirra Dr. Leon. í kjallara kastal- ans er stór og míkill pyntingar- salur sem var mikiö notaður af fóður Nicholasar á dögum spænska rannsóknarréttarins. Saliminn er fullur af hryllílegum Bíóhöllin: og jaíriframt hugmyndarikum pyntingartækjum. Salnum var lokað þegar móðir Nicholasar og Katarinu lést „af slysfórum“ ásamt ástmanni sínum en nú er kominn tími til að opna salinn og láta kvaiaópin heyrast á ný. Einn helsti kosturinn fyrir utan iléttu sögunnar og stórleik Vin- cents Price er stórkostleg ljós- myndatæknivinna sem nýtur sín til fulls í martraðarkenndum pyntingaratriðum. Vegna hennar verða síðustu tuttugu mínúturn- ar geymdar en ekki gleymdar í martröðum áhorfandans næstu nætur. Sýning á Pytturinn og pendúllinn er í Regnboganum kl. 15.00 á laugardaginn. Gauragangur í löggunni Bíóhöllin frumsýndi í vikunni alveg glænýja kvikmynd, Gaura- gangur í löggunni eða Downtown eins og hún heitir á frummálinu. Anthony Edwards og Forest Whittaker leika tvo lögregluþjóna sem starfa á hinu illræmda Diamond Street í Fíladelfíu. Downtown er gamansöm saka- málamynd. Lögreglumennirnir tveir verða góðir vinir þótt ólíkir séu. Þeirra aðalmál er aö rannsaka tengsl milli bílþjófnaða og morða. Edwards og Whittaker eru miklir mátar í raunveruleikanum. Þeir voru saman í námi við Kaliforníu- háskóla og báðir háðu þeir frum- raun sína í kvikmyninni Fast Times at Ridgemont High. Forest Whittaker sló eftirminni- lega í gegn í hlutverki Charlie Parkers í kvikmynd Clint East- woods, Bird og fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd. Aðrar myndir sem hann hefur leik- ið í eru meðal annars Good Morn- ing Vietnam, The Color of Money, Platoon og síðast lék hann í Johnny Handsome. Anthony Edwards gat sér fyrst gott orð þegar hann lék félaga Toms Cruise í Top Gun. í kjölfarið fylgdi hin vinsæla Revenge of the Nerd. Síðan hefur hann ekki verið í vandræðum með að fá hlutverk. Hefur hann leikið í myndunum The Sure Thing, Heart Like a Wheel, Miracle Mile, Mr. North og Hawks. Leikstjóri Downtown er Richard Benjamin sem áður fyrr var vin- sæll leikari en hefur nú alveg snúið sér að leikstjórn með góðum ár- angri. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1982, My Favorite Thing. í kjölfariö fylgdu Racing with the Moon, City Heat, The Money Pit, Little Nikita og My Stepmother is an Alien. Hann er nú að leikstýra Cher, Bob Hoskins og Winona Ryd- er í kvikmynd sem kallast Mer- maids. Sýningar Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms stendur yfir sýning á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn- ingunni eru 25 verk, aðallega vatnslita- myndir, en einnig nokkur olíumálverk. opið um helgar og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16. FÍM-salurinn Garðastræti Sænska myndlistarkonan, Maj-Siri Öst- erling, opnar málverkasýningu í dag kl. 14. Sýning Maj-Siri er skiptisýning milli FÍM salarins og Gallerí Luciano í Uppsöl- um. Þrír íslenskir myndlistarmenn, þau Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Kristján Dav- íðsson og Valgerður Bergsdóttir, munu sýna í Gallerí Luciano í júlí í sumar. Gallerí 8 Austurstræti 8 Þetta er nýtt listaverkagallerí. Þar eru til sýnis og sölu olíumálverk, vatnslita-, grafík- og pastelmyndir, skúlptúrar, keramik, textíl og skartgripir. Ennfrem- ur er boðið upp á úrval hstaverkabóka um íslenska Ust. Gallerí 8 er opin virka daga kl. 10-16, á laugardögum og sunnu- dögum kl. 14-18. GalleríH, Skólavörðustíg 4a, Rannveig Tryggvadóttir sýnir keramikskúlptúra úr steinleb1. Sýningin er opin alla daga til 17. mai kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Tryggvi Ólafsson sýnir nýjar akrilmynd- ir í Gallerí Borg. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningunni lýkur 15. maí. Grafík-gallerí Borg Síðumúla 32 Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd- ir eftir um það bil 50 höfunda, Utlar vatns- Uta- og pastelmyndir og stærri oUumál- verk eftir marga af kunnustu Ustamönn- um þjóðarinnar. Gallerí List Skipholti 50 TU sölu verk eftir þekkta íslenska Usta- menn. Opið á afgreiðslutíma verslana. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur yfir málverkasýning Hú- berts Nóa Jóhannssonar. Sýningin stend- ur til 24. maí og er opin á verslunartíma kl. 9-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Sveinn Bjömsson opnar málverkasýn- ingu í Hafnarborg á morgun. TUefnið er 65 ára afmæli Ustamannsins og 40 ára málaraferUl. Á sýningunni verða um 60 oUumálverk og kUppimyndn-. Sýningm er opin kl. 14-19. Lokað fimmtudaginn 24. maí. Sýningin stendur tU 27. maí. J. Hinriksson, Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verða opnaðar tvær sýningar að Kjarvalsstööum. í vestursal opnar Steinunn Þórarinsdóttir sýningu á högg- myndum. í austursal opnar MyndUsta- og handíðaskólinn sýningu á útskriftar- verkefnum nemenda. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11-18 og er veitinga- búðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar er ópið aUa daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Mokkakaffi Skólavörðustig Nú stendur yfir á Mokkakafii sýning á vatnslitamyndum eftir Þór Ludwig Stie- fel. Sýningin ber yfirskriftina Reykjavík- urmyndir og stendur yfir í þrjár vikur. Mokkakaffi er opið virka daga kl. 10-23.30 og á sunnudögum kl. 14-23.30. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Vignir Jóhannsson opnar á morgun sýn- ingu í Nýhöfn. Á sýningunni verða lista- verk unnin úr ýmsum efnum á þessu og síðasta ári. Vignir hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendls og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 nema mánudaga og frá kl. 14-18 um helgar. Sýningunni lýkur 30. mai. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda Ustamenn, málverk, grafik og leir- munir. Sýning í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.