Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 8
24 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. Mynd- bönd Umsjón. Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson DV-LISTINN Loksins gefur Indíána-Jónas eftir 1. sætiö en það er „hundamyndin" K-9 sem grípur sáetið eftirsótta. Að öðru leyti eru þetta mest sömu myndirnar sem skipta á milli sín sætunum. Tvær nýjar myndir koma inn á listann. Manhunter er athyghs- verður sálfræðiþriller sem býður upp á óvænta spennu og nýstárleg efnistök. 1.(2) 2. (1) 3- (5) 4. (4) 5. (3) 6. (7) 7. (6) 8. (8) 9. (-) 10. (-) K-9 Indiana Jones and the Last Crusade Criminal Law The Dream Team Batman Deep Star 6 Clara’s Heart Fly 2 Manhunter Scandal Fjölskylduraunir FAR NORTH Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri og handritshöfundur: Sam Shephard. Framleiðandi: Carolyn Pfeif- fer og Malcolm R. Harding. Aðalhlut- verk: Jessica Lang, Charles Durning, Tess Harper, Donald Moffat, Ann Wedgeworth. Bandarísk. 1988. 95 min. Bönnuð yngri en 12 ára. Shephard gengur greinilega með kvikmyndaleikstjóra í maganum en hefði ef til vOl betur lært af reynslu Arthurs Millers. Það er eins og þessir blessaðir rithöfundar átti sig ekki almennilega á því að kvikmyndin er allt annar miðil en bókin og liggja aðalmistökin í þess- ari mynd í því að Shephard tekst einfaldlega ekki að laga sig að tján- ingu myndarinnar. I stað þess að spila inn á táknmál kvikmyndarinnar þá drekkir hann henni í hrútleiðinlegum „monolog- um“ persónanna. Hann virðist vera að eltast við fjölskyldudrama í ætt við Tennessee Williams og gengur brösulega. Hann hefði átt að fá leikstjóra til verksins - þó ég sé ekki viss um að það hefði getað breytt neinu. -SMJ ick'A Morðtilræði BIONIC SHOWDOWN Útgefandi: Laugarásbíó Leikstjóri: Alan J. Levi. Aðalhlutverk: Lee Majors, Lindsay Wagner. Bandarisk. 1989. Bönnuð yngri en 12 ára. Það er margt ákaflega spaugilegt við þessa mynd en ekki er ég viss um að það hafi alltaf verið ætlun framleiðenda. Áður hafa verið gerðar myndir um hetjur þessarar myndar (The Six Million Dollar Man og The Bionic Woman) en þar er sagt frá hálfgerðu súperfólki sem hefur aukið starfsgetu sína með tæknilegum endurbótum. Hér er sviðið friðarviðræður stórveldanna en einhverjir leiðin- legir leyniþjónustukarlar vilja helst eyðileggja allt. Það getur sú- perfólkið ekki sætt sig við og hefst því baráttan. Það virðist eitthvað vera bogið við frásögnina því það er eins og það hafi myndast skallar í henni hér og þar. Fyrir utan það að vera heimskuleg gera fátæklegar tækni- brellur bara illt verra. - Og að lok- um: Hver getur hugsað sé óhetju- legri mann en Lee Majors? -SMJ AMERICAN GRAFFITI Leikstjóri: George Lucas. Handrit: Ge- orge Lucas, Gloria Katz og Willard Hu- yck. Framleióandi: Francis Ford Copp- ola. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Ronny Howard, Paul Le Mat, Charlie Martin Smith, Candy Clark. Bandarisk. 1973. 112 min. Öllum leyfð. Fáar myndir frá 8. áratugnum hafa haft eins mikil áhrif á banda- ríska kvikmyndagerð og þessi mynd Georges Lucas og er reyndar óþarfi að orlengja mikið um efni hennar eða áhrif. Þó má nefna að hún þeytti Lucas upp á stjörnuhim- ininn þar sem hann hefur verið síðan í æðsta flokki meðal afþrey- ingasmiða Hollywood (óháð því hvaða áht menn hafa yfirhöfuð á stjömustríðsmyndum hans). Einn- ig hafði Ameríska grafskriftin ómæld áhrif á gerð unglingamynda sem reyndar hefur þróast á verri veg undanfarið. Sviðsmynd er oft glæsileg og kitlar óneitanlega að sjá langa götulifsmynd fulla af göml- um amerískum köggum. Myndin segir á snilldarlegan hátt lífsreynslusögu nokkurra unglinga sem á einni kvöldstund upplifa at- burði sem hafa mikil áhrif á líf þeirra. Myndin er uppfull af skemmtilegum atvikum en þó furðu heildstæð í frásögn sinni; einhvern veginn tekst Lucas að veQa saman mörgum þráðum í hnitmiðaða frásögn. Tónlistin gegnir stóru hlutverki enda em hér flutt mörg af þekktustu lögum 6. og 7. áratugarins. -SMJ Slagsmál í fangelsi PENITENTIARY III Útgefandi Bergvik. Leikstjóri: Jamaa Fanaka. Aðalhlutverk: Leon Isaac Kennedy, Ant- hony Geary og nic Mancini. Bandarísk, 1987-sýningartími 91 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Penitentiary III er víst þriðja myndin sem fjallar um litaða hnefaleikarann sem Leon Isaac Kennedy leikur. í þetta skiptið er hann dæmdur til fangelsisvistar, þar sem hann hafði orðið manni að bana í hringnum, þótt það hafi aðeins verið vegna þess að honum var án hans vilja gefið örvandi lyf. Hann fær ekki frið í fangelsinu, því þar eru slagsmál í heiðri höfð og keppt vikulega. Er skipt niður í tvo flokka og er öðrum stjórnað af fanga en hinum af fangelsisstjóran- um. Eins og sjá má af þessari lýsingu er hér ekki um trúverðugan sögu- þráð að ræöa, enda skiptir hann kannski minnstu máli. Öll áhersla er lögð á barsmíðar og hnefaleika og fyrir þá sem vilja ómælt ofbeldi er Penitentiary III sjálfsagt sæmi- legasta afþreying. -HK Hneykslið sem felldi ríkisstjóm SCANDAL Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Aðalhlutverk: John Hurt, Johanna Whal- ley-Kilmer, lan McKellen, Bridget Fonda og Jeroen Krabbe. Bresk, 1989 - sýningartími 114 min. Fá hneykslismál hafa vakið jafn- mikla athygli almennings og haft jafnalvarlegar afleiðingar og svo- kallað Profumohneyksli sem kom upp á yfirborðið í byrjun sjöunda áratugarins. Það varð til þess að þáverandi hermálaráðherra Breta varð að segja af sér og skömmu síðar féll ríkisstjórn Harolds Mac- Millan vegna þessa hneykslismáls. Aðdragandinn er kunnur öllum þeim sem muna þennan tíma. Það Súpervitleysa Amerísk grafskrift RED KING, WHITE KNIGHT Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Geoff Murphy. Aðalhlutverk: Tom Skerrit, Max von Sydow, Helen Mirren og Tom Bell. Bandarísk, 1989-sýningartimi 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Það ríkir hálfgert vandræða- ástand í Hollywood. Ástæðan er einfaldlega sú að Rússar eru allt í einu orðnir góðu mennirnir í aug- um almennings og ekki hægt að gera þá að vondu körlunum í eins ríkum mæli og áður. Það hlaut samt að koma að því að kvikmynd væri gerð um hugs- anlegt tilræði við Gorbatsjov vegna þess að sú þíða í alþjóöamálum, sem nú ríkir, er ekki að allra skapi. Red King, White Knight er ein- mitt um hugsanlegt tilræði við leið- togann þótt hann sé aldrei nefndur á nafn. Kvikmyndin gerist að mestu leyti í ónefndu austantjalds- landi. Þar hyggst yfirmaður leyni- þjónustunnar losa sig við aðalrit- ara sovéska kommúnistaflokksins. Til þess fær hann IRA-skæruliða (Gott að einhverjir vondir eru eftir) til að framkvæma verkið. CIA kemst að ráöabrugginu og gamalreyndur leyniþjónustumað- ur, sem hættur er störfum, er send- ur á staðinn til að rannsaka, ekki til að koma í veg fyrir verknaðinn, vegna þess að ráðamenn í Was- hington eiga eftir að kanna hvort kemur sér betur fyrir þá, að hafa aðalritarann lifandi eða dauðan. Fyrir austan hittir leyniþjónustu- maðurinn kollega sinn sem settur er honum til höfuðs. Þegar sá fær að vita hvað stendur til bregður honum og sameinast þeir um að bjarga leiðtoganum. Red King, White Knight er fyrst og fremst afþreying, þar sem hugs- anlegt morðtilræði er uppdiktað en væri vel hugsanlegt í raunveru- leikanum. Max von Sydow og Tom Skeritt leika leyniþjónustumenn- ina. Þetta eru traustir leikarar sem eiga í engum vandræðum með hlut- verk sín og hjálpa til aö gera mynd- ina að góöri skemmtun. -HK við stúlku, sem einnig hélt við rúss- neskan sendiráðsmann sem hæg- lega gat verið njósnari, sem var hneykslið í augum Breta. Það er mjög auðvelt fyrir áhorf- endur að finna til vorkunnar með Ward og Keeler. Eins og þ'au koma fyrir eru þau að mörgu leyti fórn- arlömb aðstæðna. Ward, sem síðar framdi sjálfsmorð, og Keeler eru þau einu sem ákærð eru og þótt ekki hafi þau viljandi skapað þær aðstæður sem komu upp á yfir- borðið þá má segja þeim til saka að þau hefðu átt að sjá hvað verða vildi. Ward var dæmdur, Keeler var dæmd. Aðrir sluppu við dóm. Profumo varð síðar meir sæmdur heiðursmerki. Það er ekki síst að þakka góðum leik Johns Hurt að áhorfandinn hefur samúð með Ward. Einnig er Johanna Whalley-Kilmer eins og sköpuð í hlutverk Christine Keeler. Hún fær mann til að skilja þær kenndir sem karlmenn á borð við ■ ráðherra báru til stúlkunnar. Scandal er fyrst og fremst raunsæ kvikmynd um Profumo-máhð. Það sem skilur hana frá öðrum álíka myndum er að allt sem hér er bor- ið á borð er sannleikanum sam- kvæmt og vonandi hefur myndin boðað betri tíma fyrir Keeler, en hún er sú eina sem var viðloðandi málið sem ekki náði sér á strik í lífinu. -HK ® I sýnir hversu viðkvæmt þetta mál er bresku þjóðinni að það er ekki fyrr en nú, tuttugu og sex árum síðar að gerð er kvikmynd um hneyksliö. Samkvæmt mati handritshöf- undar eru tveir þolendur í Prof- umohneykslinu, læknirinn Step- hen Ward, sem kynnti Christine Keeler fyrir John Profumo og rúss- neska sendiráðsmanninum Ivanov, og svo Keeler sjálf. Það er einmitt sú staðreynd að Profumo skyldi hafa lagt lag sitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.