Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 1
1 l (Tq /. Q w>! 111/f pr •as í bíla- leik með Dönum á Isuzu - sjá lýsingu af Þórsmerkurferð danskra blaða- manna á næstu opnu og leið- beiningum þeim sem þeir fengu í hendur frá belg- ísku fyrirtæki fyrir íslandsferð- ina á bls. 36 Hálfkassabillinn sullast yfir Krossá. Þessi bíll vakti mikla aðdáun íslensku blaðamannanna i ferðinni. Nissan Primera - arftaki Bluebird. Þessi nýi bill ber mjög svip af helstu keppinautunum á evrópska bílamarkaðn- um: Peugeot 405 og Opel Vectra. Arftaki Nissan Bluebird framleiddur í Bretlandi: Japani meó evrópskt yfirbragð Blanda af Peugeot 405 og Opel Vectra með afturhluta í stíl við Mercedes Benz 190 - svo lýsa evróp- skir bílablaðamenn Nissan Primera - arftaka Nissan Bluebird. Þessi bíll var ekki fyrir löngu kynntur heima í Japan og kemur væntanlega á Evr- ópumarkað í september. Bæði Bluebird og ekki síður þessi nýi bíll eru í raun „evrópskir" bílar skrifar breska bílablaðið Autocar & Motor á dögunum. Það er kannski engin furða vegna þess að það eru verksmiðjur Nissan í Sunderland á Englandi sem sjá um framleiðsluna. Þessi stefna Nissan að gera bílana þetta „evrópska" er augljós ef innri markaöur Evrópu er hafður í huga, en hann gengur í garð 1. janúar 1993. Sú staðreynd að þegar er búið að boða komu Primera á markað í Dan- mörku í september er sérstæð ef það er haft í huga að raunveruleg „Evr- ópufrumsýning" verður ekki fyrr en á bílasýningunni í París í október. Fyrstu teikn um hinn nýja Primera mátti sjá á bilsýningunni í Tokýó í október síðastliðnum en þá sýndi Nissan tilraunabíl undir heitinu Pri- mera-X. Þessi tilraunabíll var með loftmótstöðugildi upp á aðeins 0,25 Cw, en nú þegar bíllinn er kominn í fjöldaframleiðslu þá reiknast Cw- gildið 0,29, sem er í meðallagi fyrir bíla af þessari stærð. Margir keppinautar Það eru margir skæðir keppinautar í þessum flokki sem Primera er í. Skæðustu keppinautarnir í hópi evr- ópskra bíla eru Peugeot 405 og Opel Vectra, sem honum var líkt við í upphafi greinarinnar. Meðal ann- arra keppinauta er Audi 80/90 og af „heimaslóðum" má nefna bíla eins og Honda Accord, Maxda 626 og Toy- ota Camry. Primera kemur á markað sem 4 dyra sedan eða „skotta“ eins og fé- lagi minn hér á DV Bílum hefur stungið upp á að bílar með hefð- bundnu „þriggja kassa lagi“ eða með skotti séu kallaði. Eins er Primera væntanlegur sem hlaðbakur eða „hatchback". Boðið verður upp á ýmsar vélar. Efst veröur íjögurra strokka vél, 1.998 rúmsm. sem gefur 150 hestöfl við 6.400 sn/mín. Á heimamarkaði verður Primera i boði með 1,8 lítra vél. Hvort sú vél verður einnig í boði á Evrópumark- aði er ekki vitað í dag. Grunnmótor í Primera verður án efa sama 110 hestafla, 1,6 lítra vélin með beinni innspýtingu sem við þekkjum í dag úr Nissan Sunny. Góð fjöðrun Eitt af aðalsmerkjum þessa nýja bíls verður án efa íjöðrunin, því að framan er sami hjólabúnaður og í sportbílnum 300ZX frá Nissan og að aftan verður sami hjóla- og fjöð- runarbúnaður og á lúxusbílnum Maxima. Með Primera verður Nissan án efa áfram stærsti japanski bílaframleið- andinn í Evrópu líkt og á síðasta ári - nokkuð sem Nissan heldur fast í. Á síðasta ári setti Nissan upp aðal- stöðvar í Evrópu í Amsterdam, þar sem lögð er áhersla á tæknilegar rannsóknir og búið er að byggja upp mjög stóran varahlutalager fyrir Evrópu í Amsterdam. -JR (Poiitiken) TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Landcruiser II bensín 2400 árg. Saab 900i árg. '86, 5 gíra, 3ja dyra, '86, m/rafm., 5 gíra, 3ja dyra, ekinn hvítur, ekinn 65.000, verð 720.000 94.000, verð 1.250.000. staðgreitt. HB 1300 árg. '88, 4ra gíra, 5 dyra, svartur, ekinn 28.000, verð 680.000. Toyota Camry GLi 2000 árg. '87, rafm. í öllu, sjálfsk., 4ra dyra, grár, ekinn 44.000, verð 950.000 stað- greitt. - ~ —- jg|Síg|g Toyota 4Runner 2400 D, árg. '85, AMC Jeep pickup 4000 árg. '88, 5 5 gíra,- 3ja dyra, grár, ekinn gíra, 2ja dyra, hvitur, ekinn 25.000, 107.000, verð 1.350.000. verð 800.000 staðgreitt. Opið laugardaga kl. 12-16 44 1 44 - 44 7 33 TOYOTA NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.