Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 2
28
©o
ÚRVAL á næsta bkaðsölustað
Úrval
Peugeot 205 XR árg. ’89, ekinn
30.000, verð 680.000.
M. Benz 230 TE árg. ’89, m/öllu, Mazda 323 Sedan árg. ’88, rauður.
Ijósbl., verð 3.400.000, skipti á ódýr- Verð 650.000.
ari.
BMW 318i árg. '85, ekinn 83.000,
verð 780.000.
Ford Sierra 1,6 CLX árg. ’88, ekinn
15.000, verð 900.000.
M. Benz 300 TE árg. ’87, ekinn
50.000, verð 2.950.000.
Chevrolet Blazer m/öllu árg. ’84,
ekinn 45.000, verð 1.780.000.
Toyota Camry station árg. ’87, ek-
inn 23.000, verð 895.000.
Toyota Corolla XL árg. ’88, ekinn
39.000, verð 680.000.
Mazda 626 2000 árg. '88, sjálfsk.
Verð 1.100.000.
MMC Pajero, langur, bens., árg.
’87, hvítur, ekinn 85.000. Verð
1.600.000.
BÍLASALA
Toyota Tercel árg. ’87, ekinn 50.000,
verð 750.000.
BÍLALEIGA
Mazda 626 GLX station árg. ’89,
ekinn 5.000, verð 1.350.000.
BÍLDSHÖFÐA 5 •
112 REYKJAVÍK
Ford Econoline Club Agon XLT árg.
’85, ekinn 90.000, verð 1.350.000.
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990.
Bflar
Eins og svo oft i Merkurferðum var Krossá eina áin sem einhverja umhugsun þurfti til að fara yfir. Einn bill festist
í landtöku i bakaleið - aðrir bílar runnu þetta með léttum leik.
f bílaleik
með Dönum
á Isuzu
Tíu bílar sendir til íslands til að
láta menn, óvana akstri fjórhjóla-
drifsbíla, hvað þá akstri á einhverju
öðru en eggsléttu malbiki, djöflast á
þeim um urð og grjót, snjó, sand og
vatn. Síðan eru bílarnir fluttir heim
aftur.
Það er japanska bílafyrirtækið
Isuzu sem svona fer að ráði sínu. Það
fékk belgískt fyrirtæki til að standa
fyrir kynningu á fjórhjóladrifnu bíl-
unum frá Isuzu fyrir blaðamenn fjög-
urra þjóðlanda: Belgíu, Hollands,
Noregs og Danmerkur.
Belgiska fyrirtækið, sem heitir því
snjalla engilsaxneska nafni „Any
Time“, sendi menn hingað á vetrar-
mánuðum til að kanna hvernig að-
stæður væru hérlendis til að efna til
kynningar á þessum öflugu fjórhjóla-
drifsbílum. Brotist var með útsend-
ara Any Time um allar trissur og
jafnvellnn í Þórsmörk, meðan snjór
var sem mestur. Land og aðstæður
stóðust væntingar Belgiumannanna
og þeir sendu hingað tíu Isuzubíla:
fjóra langa Isuzu Trooper, þrjá
stutta, tvo skúffubíla (pickup) með
vænu húsi (sætisbleðlum aftan við
framsætin) og einn hálfkassabíl - það
er að segja tvöfoldu húsi, fimm sæta,
með stuttri skúffu aftan við hús.
Einn á toppinn, annar á kaf
Allir þessi bílar voru með dísilvél-
um en sumir að minnsta kosti fátæk-
legar búnir en bílamir eru almennt
á íslenskum markaði. Til að mynda
var ekki gólfteppi í hálfkassabílnum
og hann var með bekk frammi í, en
ekki stólum eins og tíðkast á okkar
markaði.
Hver hópur var hér í stífum bíla-
leik í tvo og hálfan dag. Með í ferð-
inni var íslenskur leiðsögumaður og
menn frá Isuzuumboðum viðkom-
andi lands hveiju sinni. Ekki var
annað að sjá og heyra en allir fæm
ánægðir af þessum fundi við tor-
færubíla Isuzu og ekki var mikið um
óhöpp: einum bíl var velt meðan á
undirbúningi stóð, en hann skemmd-
ist ekki og var notaður allan tímann
eins og ekkert hefði í skorist. Öðmm
bíl var (óvart) ekið í hyl austur-í
Skógaá svo ekki sá nema á toppinn
að sögn. Hann var dreginn upp úr,
þurrkaður nokkra sólarhringa í
þurrkklefa á sprautuverkstæði, síð-
an skipt um olíu og haldið áfram að
keyra.
Hálfkassabíllinn stal senunni
DV Bílar áttu þess kost að bregða
á leik síöasta daginn, með síðasta
hópnum. Þar voru frændur okkar
Danir á ferð, hressir karlar og til í i
slaginn þótt þeir væm búnir að fara
víða um Reykjanes og Suðurland
þegar við íslensku starfsfélagamir
komum til skjalanna.
Hér verður ekki farið út í neins
konar bílaprófun á Isuzu bílunum.
Ykkar einlægur skrifaði um Isuzu
Trooper á liðnu hausti og lauk á þá
lofsorði, enda eru þetta harðduglegir
og fjölhæfir bílar og standa keppi-
nautunum síst að baki. Það álit stað-
festist í þessari ferð. Skúffubílamir
buðu líka af sér góðan þokka og
reyndust bæði mýkri og rásfastari á
holóttum krókaleiðunum inn Mark-
arfljótsaurana en undirritaður hafði
búist við. Hins vegar verður að segja
eins og er að það var hálfkassabíllinn
Eftir að sullast inn í Þórsmörk og Bása þótti við hæfi að göslast svolítið fram og aftur um Landeyjasand og æja
við fallegt útsýni til Vestmannaeyja.