Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 5
LAUGARDAGUR 19. MAl 1990.
35
dv Bflar
ökutæki og hönnuö meö umhverfis-
vemd í huga. Eldsneytiseyðsla verð-
ur að vera í lágmarki"
Þetta var verkefnið sem Volvo gaf
stúdentum í iðnaðarhönnun í Art
Center of Design í háskólanum í
Pasadena í Kaliforníu nýlega.
Hugmyndin á bak viö þetta verk-
efni var að fá stúdentana til að koma
fram með sínar hugmyndir um það
hvernig fólk muni ferðast og flytja
vörur ,um næstu aldamót. Þá er
reiknað með mun hægari og þéttari
umferð auk þess sem búið verður að
herða mjög mengunarkröfur og kröf-
ur um minni eldsneytiseyðslu.
Öryggi í fyrirrúmi
Líkt og hjá Volvo í dag þá var ör-
yggi ofarlega á lista hjá hönnuðunum
ungu, enda sett fram krafa um slíkt
auk þess sem ýmis önnur skilyrði
varð að uppfylla við hönnun framtíð-
arbílanna.
Það tók stúdentana 34 fjórtán vikur
að koma fram með hugmyndir sínar
í teikningum og smíðuðum módel-
um.
Notagildi fram yfir útlitið
Þrátt fyrir að sumar hugmyndanna
væru mjög framúrstefnulegar og
jafnvel óraunhæfar þá varð útkoman
i heild mjög góð. Flestir stúdentanna
sýndu skilning á því að það sem
Volvo hafði lagt mesta áherslu á í
verkefninu skilaði sér mjög vel - það
er að notagildið kæmi á undan útlit-
inu.
Að sögn Hans Gustavsson, yfir-
manns hönnunadeildar Volvo, sýnir
þessi samkeppni nýja fleti á hönnun
bíla og einnig að stúdentarnir voru
tilbúnir að finna nýja möguleika í
notagildi.
Reyndir í vindgöngum
Til aö ganga úr skugga um að hug-
myndirnar væru í reynd raunhætar
og ekki aðeins skemmtilegar tilraun-
ir í hönnun, þá voru módelin, sem
voru í mælikvarðanum 1:3,5 reynd í
vindgöngum.
Stúdentarnir voru verðlaunaðir
fyrir að koma fram með hugmyndir
að bílum sem jafnframt væru eyðslu-
grannir. Besta útkoman var í tveggja
sæta bíl þar sem ökumaður og far-
þegi sneru bökum saman undir gler-
hjálmi líkum þeim sem er á orrustu-
þotum. Þessi bíll er talinn eyða að-
eins 3,6 lítrum á hundraðið. Hönnun
bílsins gekk út á það að hafa sem
minnstan flöt á framenda bílsins og
þar með sem minnsta loftmótstöðu.
Reiknilíkaniö til að ná þessu gekk
út á það að reikna saman loftmót-
stöðuna, vélarafl, núningsmótstöðu,
þyngd og kraftana sem þarf að yfir-
stíga við loftmotstöðuna (coefficient
of drag eða cd-gildi).
Þeir stúdentanna sem héldu sig við
hefðbundna hönnun og útlit náðu
einnig eldsneytiseyðlsu sem var inn-
an við hálfan lítra eldsneytis á hverja
tíu kílómetra, jafnvel á ökutækjum
sem ætluö voru til flutninga á stórum
hlutum eða til dráttar.
Stúdentarnir sem hlutu verðlaunin
sex voru frá öllum heimshornum:
Fyrir bíla með 1 + 1 farþega hlaut
Ik Hwan Kim frá S-Kóreu fyrstu
verðlaun. Hans lausn var bíll með
cd-gildið 0,312 og eyslu sem nam 3,9
ltr/100 km.
Fyrir bíl með sætum fyrir öku-
mann + 3 farþega hlaut Luciano
Bove frá Ítalíu fyrstu verðlaun. Cd-
gildið var 0,348 og eyslan 4,5 ltr/100
km.
Fyrir léttan pallbíl hlaut Peter Pet-
erson frá Bandaríkjunum fyrstu
verðlaun. Þrátt fyrir pallbílslag var
cd-gildið aðeins 0,321 og eyðslan að-
eins 4,7 ltr/100 km.
Fyrir ökutæki til smáflutninga
hlaut Jorge Soto frá Bandaríkjunum
fyrstu verðalun. Þrátt fyrir frekar
hátt cd-gildi, eða 0,405, þá var þetta
ökutæki svo létt að eyðslan varö að-
eins um 3,8 ltr/100 km.
Fyrir frístundabíl hlaut Mark
Walters, Bandaríkjunum, fyrstu
verðlaun. Þetta ökutæki var með
lægsta cd-gildið, eða 0,305 og eyðslan
var 4,4 ltr/100 km.
Fyrir ökutæki til að flytja hluti eins
og brimbretti eða mótorhjól hlaut
Othmar Wickenheiser frá V-Þýska-
landi fyrstu verðlaun. Hér var cd-
gildið um 0,358 og eyðslan 3,7 ltr/100
km.