Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 37 Á næsta ári er von á nýjum skutbíl frá Skoda sem byggir á Favorit en er 36 sentímetrum lengri. Þetta þýöir aukna heildarþyngd og nú leitar Skoda að samstarfsaðila sem getur hjálpað til að þróa nýja og aflmeiri vél í þennan nýja bíl. Mikil aukning í bílaframleiðslu framundan í Tékkóslóvaldu: Skoda leitar eftir sam- starfsaðilum í dag er framleiðslugeta Skoda- verksmiðjanna í Tékkóslóvakíu um 190.000 bílar á ári en reiknað er með því að innan fárra ára verði fram- leiðslugetan komin í um 400.000 bíla á ári. Þriðjungur núverandi fram- leiðslu fer til útflutnings og þar með er Skoda þriðji stærsti útflytjandi í Tékkó. Leitað eftir samstarfi Líkt og er um aðra litla evrópska bílaframleiðendur vantar Skoda samstarfsaðila, í þessu tilfelli vest- rænan bílaframleiðanda, til að styrkja stöðu sína og taka þátt í kostnaðarsömu þróunarstarfi. Vandi Skoda birtist helst í því að núverandi framleiðsla stendur undir íjár- magnskostnaði og skuldum en ekki undir frekari þróun framleiðslunn- ar, hvorki bíla né véla. Skutbíll á næsta ári Á næsta ári kemur skutgerð af Favorit á markað og unnið er að þró- un sedan-bíls, en báðar þessar gerðir eru líkt og Favorit teiknaðir af Ber- tone á Ítalíu. Það er von Skoda að áður en þessir bílar koma á markað verði komnar nýjar 1.300 og 1.600 rúmsentímetra vélar. Slíkar vélar verða efst á óskahstanum þegar gengið verður til samstarfs við ein- hvern eða einhverja í bílaiðnaðinum á næstunni. Af hálfu Skoda er lögð mikil áhersla á það í leit þeirra að sam- starfsaðila að framleiðslan haldist innan Tékkó. Framleiðslan þar í landi er á flmm stöðum og þar af er langstærsta verksmiðjan í Mlada Boleslav, skammt fyrir norðan Prag, en þar vinna um 12.000 af sextán þúsund starfsmönnum Skoda í Tékkó. Margir í sigti Það eru margir aðilar sem Skoda hefur í sigti sem mögulega samstarfs- aðila. Þeir fengu breska ráðgjafarfyr- irtækið Price Waterhouse til að hjálpa sér við að fmna samstarfsað- ila, og í skýrslu þess kemur fram að framleiðslan á Favorit gengur nú mjög vel og gæðin hafa aukist mikið. í skýrslunni kemur líka fram að sá aðili, sem gengur til samstarfs við Skoda, fái mikil áhrif á framleiðsluna og jafnframt að opnaðar verði dyr til sölu á bílum í A-Evrópu, en þar er mikil þörf á bílum þessa dagana. Það eru sex evrópskir og tveir jap- anskir aðilar sem eru í sigti af hálfu Skoda: Frá V-Þýskalandi eru það VW, GM (Opel) og BMW. Frá Frakk- landi Citroen-Peugept samsteypan og Renault og Fiat frá Ítalíu. Frá Japan eru það Mitsubishi og Subaru sem Skoda hefur augastað á samstarfi við. TEG. ÁRG. EK. VERÐ Lada Sport 5 g. 1989 8.000 650.000 Lada Sport5g. 1988 20.000 550.000 Lada Sport5g. 1988 17.000 560.000 Lada Sport 1987 30.000 510.000 Lada Sport 1987 47.000 430.000 Lada Sport 1987 83.000 270.000 Lada Sport 1985 54.000 260.000 . Lada Safír 1988 30.000 250.000 Lada Safír 1988 50.000 230.000 Lada1200 1988 17.000 220.000 Lada Lux 1987 53.000 240.000 Lada Samara 1989 34.000 410.000 Lada Samara 1988 13.000 350.000 Lada Samara 1987 30.000 190.000 Suzuki fjórhjól 4x4 3.800 310.000 Volvo F88 árg. 77 ekinn 409.000, vel uppgerður í um 300.000, kassi nýr í um 350.000, allar bremsur nýjar. M. Benz 814 árg. ’85 f-iíti. i! I -' Sff ’ ISr' ekinn 135.000, 6 metra kassi með lyftu. Bílasalan Skeifan sími 689555 Mesta mótorhjólaúrval landsins Glæsileg inniaðstaða Tölvuskrá yfir öll hjól. Sækjum hjólin og sendum. Fullkominn sölufrágangur. Tökum öll tæki í umboðssölu. Yfir 2000 bílar á söluskrá Bllamiðstöðm r t Skeifunni 8, sími 678008. ' J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.