Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Page 3
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990. Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1 Lifandi tónlist alla fimmtudaga, fóstudaga og.laugardaga. Danshúsið Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshöllin Um helgina leikur hljómsveitin Styrming frá Sauöárkróki fyrir dansi á 2. hæö. Casablanca Danssýning fostudagskvöld, diskótek laugardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Opið funmtudags-, fostudags-. laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í há- vegum höfö. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími-11440 Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vik, simi 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og nk. fimmtudagskvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Dansleikur fóstudags- og laugar- dagskvöld. Keisarinn, Laugavegi 116 Opiö öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Tunglið og Bíókjallarinn Lækjargötu 2, simi 627090 Diskótek fóstudag og laugardag. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. & I DRÖGUM ÚR FERÐ I ÁÐUR EN VIÐ BEYGJUM! mÍUMFERDAR Urað 19 Árbæjarsafn: lifandi fortíð Sumarstarf í Árbæjarsafni hefst í dag. Safnið verður opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum og athyghsverðar sýningar opnaðar. Um helgar verður messað í safn- kirkju á auglýstum tímum og í Dill- onshúsi verða veitingar á boðstól- um. Einnig verða ýmsar uppákom- ur og tónleikar á dagskrá. í sumar verður á Árbæjarsafni opnuð krambúð að hætti aldamóta- kaupmannsins. Þar verður ýmis- legt á boðstólum sem minnir á gamla tíma. í tilefiii 550 ára af- mælis prentlistar á íslandi verður prentminjasýning í Árbæjarsafni. Þar verður í einu safnhúsanna heimili og verkstæði prentara og bókbindara og munu fagmenn sýna þar handbragð fyrri tíma. Liðin eru 50 ár frá því breskur her steig hér á land og ísland dróst inn í síðari heimsstyrjöldina. Ein af sumarsýningum safnsins verður um mannliílð í Reykjavík á stríös- árunum og greint frá þeim áhrifum er stríðið hafði þar. Til sýnis verða munir frá stríðsárunum er tengd- ust mannlífi Reykvíkinga, hlutir frá hernum og skyggnst verður inn á heimili í bragga. Rúrik Kristjánsson, formaður fjáröflunarnefndar og Sigurveig Halldórs- dóttir úr stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga halda hér á lofti auglýs- ingu með kjörorði merkjasölunnar; Er hjartað á réttum stað? Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga: Er hjartað á réttum stað? Merkjasala Landssambands hjartasjúklinga hófst í gær undir kjörorðinu Er hjartað á réttum stað? Lýkur merkjasölunni laugar- daginn 2. júní. Merkið er það sama og í síðustu fjáröflunum L.H.S. fyr- ir tveimur og fjórum árum, það er rautt hjarta á prjóni. Verðið er 300 krónur. Öllum hagnaði af merkjasölunni verður varið í þágu hjartasjúklinga og markmiðið er „Sókn til betri heilsu". Sjálfboðaliðar um allt land munu annast sölu á hjartanu og verða þeir meðal annars við f]öl- menna verslunarstaði þessa þrjá söludaga. Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga er í Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu í Reykjavík. listasafn íslands: Píanótónleikar Francoise Chorveaux Franski píanóleikarinn Fran- coise Choveaux kemur til íslands í tilefni listahátíðar og mun hún leika verk eftir frönsk tónskáld í Listasafni íslands í boði safnsins og Franska sendiráðsins. Choveaux er einn áhugaverðasti píanóleikari sem komið hefur fram í Frakklandi á síðustu árum og hefur hún ferðast víða við afbrags undirtektir. Hún er fædd í Lille í Norður-Frakklandi og stundaði píanónám þar til hún hélt til fram- haldnáms við Tónlistarskólann í París. Síðan lá leið hennar til New York þar sem hún innritaðist í Julliard tónlistarskólann. Þar lauk hún meistaraprófi. Choveaux leitast við að draga fram í dagsljósið verk lítið þekktra tónskálda. A efnisskránni í Listasafni íslands á sunnudaginn kl. 15.00 eru verk eftir frönsku tón- skáldin Debussy, Poulenc og Saint Saens. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið: Kvikmynd um andspymu- hreyflnguna í Danmörku Á laugardaginn verður kvik- myndasýning í fundarsal Norræna hússins. Myndin sem sýnd verður heitir Den osynlige hær og er gerð 1945 eftir þekktri sögu Knud Sond- erby. Myndin fjallar um starfsemi dönsku andspyrnuhreyfingarinnar en einnig kemur hinn sígildi ástar- þríhyrningur við sögu. í aðalhlutverkum eru Mogens Wieth, Bodil Kjer og Ebbe Rode. Leikstjóri er Johan Jacobsen. Áður en sýning hefst mun Lars Brink, prófessor í dönsku við Háskóla ís- lands, kynna myndina. Myndin er sýnd í tengslum við dagskrárröð Norræna hússins um síðari heimsstyrjöldina. Aðgangur er ókeypis. Hví tasunnukapp - reiðar Fáks Hinar árlegu hvítasunnukapp- reiðar Hestamannafélagsins Fáks veröa haldnar nú um helgina. Hefj- ast þær með keppni í A og B flokki gæðinga. Undankeppni í A flokki var í gær, en í B flokki verður und- ankeppnin í kvöld kl. 18.00. Tutt- ugu og fjórir hestar keppa í hvorum flokki og verða tíu efstu hestar þeir sem hljóta landsmótssæti fyrir Fák á landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum í sumar. Mótinu verður framhaldið á laug- ardaginn og hefst kl. 9.00 um morg- uninn með töltkeppni. Úrslit verða síðan á mánudag og hefjast kl. 12.30 en að venju lýkur mótinu með kappreiðum, þar sem búast má við að mæti til leiks margir af fljótustu hestum landsins. Verður keppt í 250 metra skeiði, 250 metra stökki, 350 metra stökki og 800 metra stökki. Kappreiðar Fáks hafa verið árlegur viðburður í langan tíma. Félagsheimilið að Hlöðum: Kór Langholtskirkju Kór I.angholtskirkju mun á laug- ardaginn halda tónleika í Félags- heimilinu að Hlöðum á Hvalfjarð- arströnd. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Eru þessir tónleikar hluti af M-hátíð á Vesturlandi og eru á vegum Tónlistarfélags Borg- arfjarðar. Starf Tónlistarfélagsins hefur verið blómlegt í vetur. Hafa verið haldnir flmm tónleikar þar sem fram hafa komið Ólöf-K. Haröar- dóttir, Jónas Ingimundarson, Vísnasönghópurinn Islandica, Ein- ar Jóhannesson, Philip Jenkins og Rannveig Bragadóttir auk tónlist- armanna í Borgarfjarðarhéraði. Á efnisskrá á tónleikum Kórs Langholtskirkju eru ættjarðarlög og önnur íslensk lög auk laga eftir erlenda höfunda. Aðventkirkjan: Bjöllutónleikar Bjöllukórinn Pine Tree Academy Bell Ringers, sem er á tónleikaferð um Evrópu, mun hafa viðdvöl hér á landi og halda eina tónleika. Kórinn er skipaður tíu ungmenn- um sem leika fjórar áttundir með fjörutíu og níu bjöllum. Kórinn hefur komið víða fram í Bandaríkjunum, má þar nefna frægan stað eins og Radio City Music Hall í New York. 1987 fór Myndlist Laugardaginn 2. júní hefst nýr kapítuli í kaffihúsamenningu Reykvíkinga því þá verður kaffí- húsið Djúpið opnað formlega í nýj- um búningi eftir nokkra óþroskaða listkafara sem hafa það að mark- miði sínu að búa til fallega og skemmtilega myndlist handa öll- um sem vilja sjá. Fyrstu sýninguna heldur Róbert kórinn í ferðalag til Suður-Amer- íku og hélt sextíu og tvo tónleika í Argentínu, Brasilíu og Paraguay. Ferðinni héðan er heitið til Júgó- slavíu og Póllands. Sakir stífrar áætlunar veröa að- eins einir tónleikar haldnir hér. Þeir verða í kvöld kl. 20.30 í Að- ventkirtjunni, Ingólfsstræti 9. Að- gangur er ókeypis. í Djúpinu Róbertsson. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri en útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands, fjöltæknideild, 1989 og hef- ur síðan unnið hörðum höndum að myndlist. Djúpið er eins og flest- ir vita í kjallara veitingastaðarins Hornsins og er opiö alla daga frá kl. 11 á daginn. Sýning Róberts stendur út júnímánuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.