Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 6
22 FÖÖfíJÐÁbÍJR i: jt?M’ 199ÖÍ • Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Háskólabíó: Skuggaverk Paul Newman leikur hershöfðingjkann Leslie R. Groves og Dwight Schultz leikur Robert Oppenheimer. Þann 6. ágúst 1945 reis eldhnött- ur upp frá jöröu. Á nokkrum sek- úndum eyddist borg meö eitt hundraö þúsund manns. Banda- ríkjamenn höfðu sprengt kjarn- orkusprengju í Hiroshima. Þrem dögum síðar biðu Nagasaki sömu örlög. Hvaö var þaö sem gerði það að verkum að Bandaríkin tóku þessa örlagaríku ákvörðun? Um það fjailar nýjasta mynd Roland Joffe, Skuggaverk (Shadow Ma- kers) sem Háskólabíó tók til sýn- ingar í vikunni. Myndin hefst 1942. Heimsstyrj- öldin síðari er í algleymingi. Til Pentagon hafa þær fregnir borist að Þjóðverjar séu að vinna að kjarnorkusprengju. Kapphlaupið er byrjað. Leshe R. Groves hers- höíðingi fær þaö hlutverk að tryggja það að Bandaríkin verði á undan að gera kjamorkusprengju. Hann safnar saman öllum helstu vísindamönnum sem hann á kost á og flytur þá í eyðimerkurborg í New Mexico. Hann fær prófessor J. Robert Oppenheimer yfirstjórn verkefnis- ins, að gera kjarnorkusprengju, hvaö sem það kostar. Fjailar Skuggaverk um þessa tvo menn sem eru andstæðingar, Op- penheimer er vísindamaður, trúir á frjálsa hugsun og sameiningu, en Groves er aðeins umhugað um eitt að varnir Bandaríkjanna séu traustari en vamir annarra ríkja. Það er Paul Newman sem leikur hershöfingjann og minna þekktur leikari, Dwight Schultz, sem leikur Oppenheimer. Paul Newman þarf ekki að kynna. Hann hefur verið í fremstu röð leikara í Hollywood í þrjátíu ár og á því tímabili fengið átta óskarstilnefningar sem besti leikari. Skuggaverk er aftur á móti fyrsta kvikmynd sem Dwight Schultz leikur í. Hann hefur nokkuð leikið í sjónvarpi, en hugur hans og starf hefur ávallt verið á sviði og hefur hann leikið í mörgum þekktum uppfærslum á Broadway. Leikstjóri myndarinnar Skugga- verk er Roland Jofie sem sló í gegn 1984 með sinni fyrstu kvikmynd The Killing Fields. Hlaut sú kvik- mynd óskarsverðlaun og mörg önnur verðlaun. Ekki varð næsta mynd hans, The Mission, minna verðlaunuð. Fékk verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes auk sjö óskarstilnefninga. Bakgrunnur Joffe liggur í sjón- varpinu en áður en hann hóf að leikstýra kvikmyndum leikstýrði hann heimildamyndum fyrir Granada sjónvarpsstöðina ásamt því að leikstýra á sviði. -HK Laugarásbíó: Úlfurinn hún mamma Leikkonurnar sem leika aðalhlutverkin í Stálblóminu. Efri röð frá vinstri: Dolly Parton, Sally Field og Daryl Hannah. Neðri röð frá vinstri: Shirley MacLaine, Olympia Dukakis og Julia Roberts. Stjömubíó: Stálblómið Saga sex kvenna gæti þessi mynd alveg eins heitið eins og Stálblómið (Steel Mangolis) þvi hún lýsir nokkrum árum í lífi sex óvenju- legra kvenna í smáborg í Banda- ríkjunum. Þær búa viö ólíkar að- stæður, eiga sér misjafna fortíð og eru sjaldan sammála um nokkurt málefni. En eitt eiga þær þó sam- eiginlegt. Þær standa saman í blíðu og stríðu. Konurnar sex eru leiknar af Sally Field, Dolly Parton, Shirley McLa- ine, Daryl Hannah, Olympia Duk- akis og Julia Roberts sem slegið hefur í gegn aö undanfórnu. Fékk hún tilnefningu til óskarsverð- launa fyrir leik sinn í Stálblóminu. Það er því sannarlega fritt lið leik- kvenna eins og sjá má af upptaln- ingunni sem leikur í myndinni. Stálblómið hefur verið meðal vin- sælustu kvikmynda vestan hafs undanfarin misseri. Leikstjóri er Hérbert Ross, gam- alreyndur leikstjóri kvikmynda í Hollywood, sem hefur haldið sig nær eingöngu við gerð kvikmynda þar sem fengist er við mannleg samskipti, oft á gamansaman máta. Ross er einnig þekktur leikstjóri og dansahöfundur á Broadway og þar starfar hann enn jafnframt því sem hann leikstýrir kvikmyndum. Ross byijaði kvikmyndaferil sinn sem dansahöfundur og má nefna að hann stjómaði dönsum í vinsæl- um kvikmyndum eins og Carmen Jones, The Young Ones, Summer Holiday, Doctor Doohttle og Funny Girl. Þá leikstýrði hann mörgum þekktum uppfærslum á Broadway. Ein af þeim kvikmyndum sem hann hefur leikstýrt er Tuming Point þar sem hann gat sameinað leikstjómarhæfileika og danshæfi- leika sína í kvikmynd sem fjallar um ballett og ballettfólk. -HK Gamanmyndin Úlfurinn hún mamma (My Mom’s a Werewolf) íjallar um húsmóðurina Leslie Shgaber sem Susan Blakely leikur. Hún er einmana. Henni finnst hún vera vanrækt af eiginmanninum og ástríðan er ekki söm. Eigin- maðurinn tekur vinnuna, fótbolt- ann og félagana fram yfir hana og heimilið. Táningurinn dóttir henn- ar er heldur ekki mjög heimakær. Dag einn hittir Leshe myndarleg- an og skemmtilegan mann, Harry. Og líf hennar tekur miklum breyt- ingum í leiðinni því Harry er var- úlfur og varúlfa vantar blóð til að geta „lifað.“ Leslie (Susan Blakely) gerir hér örvæntingarfulla tilraun til að losna við óvelkomin hár. Richard Gere og Andy Garcia leika tvo rannsóknarlögrelumenn í Siða- nefnd lögreglunnar. Háskólabíó: Siðanefnd lögreglunnar Andy Garcia leikur í Siöanefnd lögreglunnar (Intemal Affairs) rannsóknarlögreglumanninn Ra- ymong Avila sem hefur verið færð- ur á milli deilda. Á hann að starfa í deild sem kallast Internal Affairs Division. Þegar hann er að rann- saka mál eitt verður hann sann- færður um að einn starfsfélagi hans, Dennis Peck (Richard Gere), sé flæktur í mikil glæpamál. Þegar Avila byrjar rannsókn sína á hög- um Pecks svarar Peck með því að draga fram ýmislegt um eiginkonu Avila. Snýst barátta þeirra fljótlega upp í sálfræðilegt einkastríð á mhli þeirra t eggja. Richard Gere hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á undanfórnum árum en með Internal Afairs og sérstaklega Pretty Woman hefur hann greinilega valiö rétt. í byrjun síðasta áratugar var hann helsta kyntáknið í Hohy- wood. Var það aö þakka myndun- um American Gigolo og An Officer and a Gentlemen. Rangt val á hlut- verkum gerði það að verkum aö menn voru jafnvel búnir að af- skrifa hann. Gere tók sér frí frá leik í tvö ár og hefur greinilega haft gott af hvíldinni því hann blómstrar sem leikari í Internal Affairs og Pretty Woman. Hann hefur undanfarið látið mannrétt- indamál mikið til sín taka og einnig hefur vakið mikla athygli vinskap- ur hans og Dalai Lama, vinskapur sem er náinn. Leikstjóri Internal Affairs er Mic- hael Figgis. Hann er breskur leik- stjóri og á að baki eina kvikmynd, Stormy Monday þar sem aðalhlut- verkin léku Melanie Griffith, Tommy Lee Jones og Sting. Figgis er einnig tónlistarmaður og hefur samið tónlist við báðar myndir sín- ar. Á tónlistarsviðinu hefur hann unnið meðal annars með Bryan Ferry. Regnboginn: Hjólabrettagengið Það fer ekki fram hjá neinum Reykvíkingi, sem gengur um götur borgarinnar, að hjólabretti eiga miklum vinsældum að fagna hjá ungum drengjum. Þeir þeysa á þessu niður götur af mikilli fimni og krafti, stundum of miklum krafti. Hjólabrettagengið (Gleaming the Cube), sem Regnboginn sýnir þessa dagana, ætti að vera eitthvað fyrir þessa stráka því þar gefur svo sannarlega að líta snillinga á hjóla- brettum. Söguhetjan er Brian Kelly sem er mikill áhugamaöur um hjóla- bretti og telur að ekkert jafnist á við snilli á hjólabretti. Hann er for- eldrum sínum til mikils ama. En daginn sem bróðri hans er myrtur verða straumhvörf í lífi hans. Upp á eigin spýtur reynir hann að finna morðingjana og rekst þá á rannsóknarlögreglu- manninn A1 Lucero. Þeir hefja samvinnu sem gengur ekkert of vel í byrjun en áður en yfir lýkur vinna þeir sem einn maður að því að fletta ofan af morðingjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.