Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990. 23 Hörkuleikir í fótboltanum Knattspyman er í fyrirrúmi um þessa hvítasunnuhelgi. Heil um- ferð verður í 1. deild á laugardag- inn en leikmenn 2. deildar ríða á vaðið í kvöld og leika sömuleiðis heila umferð. • Aliir leikirnir á laugardaginn heí]ast kl. 14. Þór frá Akureyri, sem tapað hefur fyrstu tveimur leikjun- um, tekur á móti Fram, sem hefur unnið báða leikina á sannfærandi hátt. Þetta verður örugglega hörkuleikur enda viðureignin miklivæg fyrir bæði hðin. Búist er við að leikurinn fari fram' á grasi en það yrði fyrsti leikurinn á gras- velli norðan heiða í sumar. • FH-ingar taka á móti nágrönn- um sínum í Stjörnunni á Kapla- krikavelh. Bæði hðin hafa unnið einn leik á íslandsmótinu og tapað einum. í þessari viðureign verður hvergi gefið eftir. Valur og Víking- ur leika á Hlíðarenda en Víkingar hafa komið á óvart á mótinu en geysileg barátta hefur einkennt leik liðsins. Valsmenn hafa unnið báða sína leiki en Víkingar biðu ósigur í fyrsta leiknum en unnu síðan FH í 2. umferð. • íslandsmeistarar KA hafa byrjað mótið iha og tapað báðum leikjum sínum. Á laugardag leikur hðið sinn þriðja útileik í röð og mætir hinu unga hði Skagamanna sem einnig hefur ekki unnið leik. Þessi leikur er upp á líf dauða fyrir bæði hð. KR-ingar, sem hafa byrjað mótið með látum, taka á móti Eyja- mönnum. KR-ingar eru sterkir um þessar mundir en Eyjamenn, sem unnu sinn leik í síðustu umferð, eru til ahs líklegir. Fimm leikir verða í 2. deild í kvöld og hefjast þeir alhr kl. 20 en þetta er önnur umferð 2. deildar. Víðir úr Garði leikur gegn KS frá Þessir kappar verða í eldiinunni með sínum á laugardaginn. Björn Rafnsson, KR, og Sveinbjörn Hákonarson, Stjörnunni, eigast hér við um síð- ustu hetgi í leik liðanna í Garðabæ þar sem KR-ingar höfðu betur. Siglufirði, Breiðabhk og Grindavík leika í Kópavogi, Tindastóh og ÍR eigast við á Sauðárkróki, Fylkir og Leiftur leika á Fylkisvelli og loks taka Selfyssingar á móti Keflvík- ingum á Selfossi. Fjórir leikir verða í 3. deild í kvöld kl. 20. Eigast þá við Þróttur R - Einherji, Haukar - Þróttur N, BÍ - Dalvík og Völsungur og TBA. í 4. dehd verða tveir leikir, Augna- blik - Hafnir og Árvakur - HK. Á laugardag verður einn leikur í 3. deild og leika þá ÍK og Reynir Á á Kópavogsvelli kl. 14. Þá verða 14 leikir í 4. dehd og eigast við eftirtal- in lið: Ármann - Grótta, Snæfell - Ernir, Fjölnir - Njarðvík, Ægir - Víkverji, Vikingur Ó - TBR, Skalla- grímur - Leiknir R, Stokkseyri - Léttir, UMSE b - Narfi, Magni - HSþ b, Austri - S.M., Sindri - KSH, Neisti - Leiknir F, Austri E - Valur R, Umf. Stjarnan - Höttur. -JKS Sýningar Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms stendur yflr sýnlng á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn- ingunni eru 25 verk, aðallega vatnslita- myndir, en einnig nokkur olíumálverk. Opið um helgar og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16. Ásmundarsalur v/Freyjugötu í Ásmundarsal stendur yfir grafíksýning. Þar sýna Dagrún Magnúsaóttir, Guðr. Nanna Guðmundsdóttir, íris Ingvars- dóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir. Þær út- skrifuðust úr grafíkdeild M.H.Í. voriö 1988 og eru í myndlistarhópnum Áfram veginn. Sýningin stendur til 4. júni og er opin daglega kl. 14-18. FÍM-salurinn Garðastræti Á morgun kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar. Sýningin er framlag FÍM til Listahátiðar í Reykja- vík 1990. Sigurður hefur tekið þátt í íjölda samsýninga hérlendis og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Gallerí 8 Austurstræti 8 Á morgun opnar Alda Sveinsdóttir sýn- ingu í Gallerí 8. Sýningin verður opin kl. 14-18 um hvítasunnuhelgina. Meginvið- fangsefni á sýningunni er konur. Mynd- imar af konunum em málaðar með vatns- og akrýllitum. Gallerí 8 er opiö virka daga kl. 10-16, á laugardögum og sunnudögum kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Opið virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Grafík-gallerí Borg Síðumúla 32 Þar er nú blandað upphengi: grafikmynd- ir eftir um þaö bil 50 höfunda, litlar vatns- hta- og pastelmyndir og stærri olíumál- verk eftir marga af kunnustu hstamönn- um þjóðarinnar. Gallerí List Skipholti 50 Til sölu verk eftir þekkta íslenska lista- menn. Opið á afgreiðslutíma verslana. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Listahátíðarsýning Gallerís Sævars Karls er myndlistarsýning Eddu Jóns- dóttur. Sýningin nefnist Vörður og em vatnslitamyndir og smáskúlptúrar úr gleri, grásteini og pappamassa - hugleið- ingar listamannsins um vörðuna sem vegvísi. Sýningin stendur til 24. júní og er opin á verslunartíma, kl. 9-18. J. Hinriksson, Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun veröur opnuð yfirlitssýning á íslenstai höggmyndalist fram til ársins 1950. Á sýningunni eru verk eftir: Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guð- mund frá Miðdal, Ríkarð Jónsson, Magn- ús Á. Ámason, Nínu Sæmundsson og Martein Guðmundsson. Sýningin er framlag Kjarvalsstaða til Listahátíðar 1990. Kjarvalsstaöir eru opnir daglega frá kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagaröurinn er opinn daglega kl. 11-17. Mokkakaffi Skólavörðustíg Ásta Árnadóttir sýnir vatnslitamyndir á Mokka. Sýningin stendur til 19. júní. Mokkakaffi er opið virka daga kl. 10-23.30 og á sunnudögum kl. 14-23.30. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Magnús Tómasson opnar skúlptúrsýn- ingu á morgun kl. 14-6. Á sýningunni, sem hlotið hefur nafnið „Land og vætt- ir“, em verk aðallega unnin úr áli og jámi. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 nema mánudaga og um helgar kl. 14-18. Hún stendur til 20. júní. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Sýning í Odda nýja hugvísindahúsinu er opin daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aö- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn ASÍ v/Grensásveg Á morgun kl. 17 verður opnuð sýning á grafíklist frá Frakklandi. Listasafn ASÍ og sendiráð Frakklands standa að þessari sýningu. Á sýningunni em myndir eftir íjölda þekktra myndhstarmanna af ýmsu þjóðemi. Franski píanóleikarinn Fran- coise Choveaux mun leika á píanó við opnun sýningarinnar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-19 og um helgar frá kl. 14-19. Lokað á mánudögum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Sunnudaginn 3. júní kl. 12 verður opnuð sýning á verkum franska myndlistar- mannsins André Masson. Að sýningunni standa Listasafnið og Listahátíð í Reykja- vík. Á sýningunni verða 52 verk, oliumái- verk og teikningar. Listasafnið er opið hvítasunnudag kl. 12-22, annan í hvíta- sunnu kl. 12-22, virka daga 12-18, helgar kl. 12-22. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Lokað mánudaga. Sýning- unni lýkur 15. júh. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 20-22. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, Á morgun kl. 14 opnar Guttormur Jóns- son sýningu á skúlptúr. Verkin em öll unnin í grjót. Sýningin verður opin dag- lega kl. 13-18 og lýkur þann 17. júní. Póst- og símaminjasáfnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. SPRON Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum eftir Katrínu Ágústsdóttur. Myndefnið sækir Katrín aðallega í húsaþyrpingar t.d. í Reykjavík og íslenskt landslag. Á sýningunni er myndefnið nokkuð úr Breiðholtshverfinu og umhverfi þess svo og nokkrar landslagsmyndir. Sýningin, sem er sölusýning, mun standa yfir tií 31. ágúst nk. og er opin frá fóstudegi til mánudags frá kl. 9.15—16. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opiö er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Sýning í Bóka- safni Kópasvogs Nú stendur yfir í Bókasafni Kópavogs sýning á málverkum eftir Mattheu Jóns- dóttur hstmálara. Matthea hefur haldið 13 einkasýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þá hefur hún nokkrum sinnum hlotið verðlaun fyrir verk sín á alþjóðasýningum, m.a. í Frakklandi og Belgiu. Matthea hlaut starfslaun Menntamálaráðs á sl. ári. Sýn- ingin stendur til 25. júni og er opin á af- greiðslutíma safnsins kl. 10-22 virka daga. Myntsafnið á Akureyri Aðalstræti 58 - sími 24162 Opiö er kl. 13.30-17 alla daga vikimnar. Guðjón Bjarnason sýnir í Kringlunni Guðjón Bjamason sýnir í boði ÁTVR í forsal verslunarinnar i Kringlunni. Sýn- ingin er hður í þeirri stefnu ÁTVR að efla og styrkja íslenska myndlist og myndhstarmenn. Á sýningunni em 12 málverk unnin á tré með ýmsum að- ferðum í Bandaríkjunum og hériendis á sl. ári. Sýning á Hótel Selfossi Um hvítasunnuna verður opnuð sýning á myndum Sigurðar Sólmundssonar á Hótel Selfossi. Þetta er 12 einkasýning hans með 20 nýjum myndum sem unnar em á sl. ári og þaö sem af er þessu. Mynd- imar em unnar úr grjóti, timbri, jámi, mosa og fleiri lífrænum efnum. Sýningin verður opnuð á morgun kl. 14 og lýkur sunnudaginn 10. júni kl. 22. í tilefni sýn- ingarinnar verður kaffihlaðborð frá kl. 15-17 og kvöldverður frá kl. 19-21.30 í Norðursal hótelsins. Sýning í Gamla Lundi, Akureyri Ingvar Þorvaldsson opnar málverkasýn- ingu í Gamla Lundi, Akureyri laugardag- inn 2. júni kl. 14. Á sýningunni em 40 verk, olíumálverk og vatnshtamyndir. þetta er 20. einkasýning Ingvars. Sýning- in er opin kl. 14-20 daglega en henni lýk- ur þriðjudaginn 5. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.