Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Side 1
)
Unnið að uppsetningu myndverka á sýningunni Maður og haf.
DV-mynd GVA
Iistahátíð í Reykjavík:
San Francisco ballettinn
Einhver mesti atburðurinn á
yfirstandandi listahátíð er heim-
sókn San Francisco ballettsins til
landsins. Eins og öllum er kunnugt
um er stjómandi hans Helgi Tóm-
asson sem tók viö baUettinum þeg-
ar hann lauk glæsilegum dansferh
í New York. Hefur hann náð frá-
bæmm árangri með baUettinn sem
heimsblöðin hafa lokið lofi á.
Helgi er ekki einasta Ustdans-
stjóri heldur hefur hann líka getið
sér orð fyrir að vera einn fremsti
danshöfundur í Bandaríkjunum.
Helgi hefur áður sótt okkur heim
á listahátíð. Það var 1976.
Þegar Helgi Tómasson kom til
San Francisco þótti andinn ekkert
sérstakur og sýningar hans ekki
ýkja merkfiegar. Helgi þurfti að
kljást við aUs konar vandamái í
byrjun. En ef marka má grein í The
New York Times hefur oröið ríku-
leg uppskera af fimm ára starfi
Helga í San Francisco.
Helgi kemur á Listahátíð með
úrval dansara frá San Francisco
ballettinum. Þetta er býsna misUt-
ur hópur. Flestir dansaranna em
Bandaríkjamenn en þama eru
einnig dansarar frá Spáni, Sovét-
ríkjunum, Finnlandi, Skotlandi,
Marokkó og Kanada. Þekktustu
dansaramir em ballerínumar
Elizabeth Loscavio, Sabina AUe-
mann og LjudmUa Lopukhova,
fyrrum Sovétborgari, sem hlaut
uppeldi sitt í hinum fræga Kirov
dansflokki. Af karldönsuram má
nefna Andre Reyes, Christopher
Boatwright, Ashley Weather og
Finnann Mikko Nissinen. Þessir
allir hafa titilinn aðaldansari hjá
San Francisco ballettinum. BaUett-
inn mun sýna í Borgarleikhúsinu
á laugardag og sunnudag kl. 20.30.
Einnig verður sýning á sunnudag-
inn kl. 15.00. Þá verða þrjár sýning-
ar í næstu viku.
Helgi Tómasson er hér ásamt tveimur ballerínum, Subina Alleman og Wendy van Dyke, við komuna til
Reykjavíkur í gær.
Á útvarpsdjassdögum fyrir stuttu varð til hljómsveit reyndra djassista og
kölluðu þeir sig Sveiflusextettinn. Sextettinn fékk það góðar undirtektir
áhorfenda að ástæða þótti til að halda samstarfinu áfram. Mun Sveiflusext-
ettinn, sem hér er á myndinni, leika á sunnudagskvöld í Heita pottinum i
Duus húsi. Þeir sem skipa sextettinn eru talið frá vinstri: Kristján Hjartar-
son trompet, Guðjón Einarsson básúnu, Guðmundur Steinsson trommur,
Bragi Einarsson, saxófónn og klarínetta, Friðrik Theódórsson bassi og Hrafn
Pálsson píanó.
I Salonisti a listahatið
Svissneski tónlistarhópurinn I Sal-
onisti heldur þrenna tónleika í
Reykjavík 11. og 12. júní og kemur
einnig fram á tónleikum á ísafirði
laugardaginn 9. júm kl. 17 í Frímúr-
arasalnum.
I Salonisti em íslenskum útvarps-
hlustendum að góðu kunnur fyrir
vandaðan og fjörlegan flutning á létt-
klassískri tónlist. Á tónleikunum á
íslandi flytja þeir efnisskrá sem nefn-
ist Austurlandahraðlestin. Eins og
nafnið gefur til kynna verður leikin
tónhst frá þeirri leið er lestin fræga
I Salonisti leikur í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar.
fór með konunga og annað hefðar-
fólk frá París til Istanbul með við-
komu í Mílanó, Vín, Búdapest og
Búkarest. Á þessari ferð sinni leika
þeir verk eftir Massenet, Debussy,
Schrammel, Kreisler, Enescu, Ross-
ini og Nino Rota.
Það em fimm hljóðfæraleikarar
sem skipa I Salonisti. Þeir koma til
landsins fyrir milhgöngu Lástasafns
Siguijóns Ólafssonar og verða tón-
leikamir í Reykjavík haldnir í Sigur-
jónssafni 11. júní kl. 17.00 og kl. 21.00
12. júní.
Maður Og haf Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins 1990
Sýningin Maður og haf, sem haldin
er að tilhlutan Listahátíðar 1 Reykja-
vík og sjómannadagsráðs, verður
opnuð í Þjóöminjasafni íslands laug-
ardaginn 9. júní.
Kosið hefur verið að hafa fjögur
leiðarstef í umfjöllun listamanna um
hafið og sjómennsku sem er í þremur
sölum. Stillt er upp jafnt þekktum
hstaverkum sem og htt þekktum,
gömlum og nýjum í þeim tilgangi að
fá verkin til að slá neista hvert af
öðra, draga fram inntak og form-
ræna eiginleika hvers annars áhorf-
andanum til ánægju og umhugsunar.
Á sýningunni em um áttatíu mál-
verk og skúlptúrar, jafnt eftir frum-
heija í íslenskri myndhst og yngri
nýgræðinga. Af listamönnunum,
sem eiga verk á sýningunni, má
nefna Jón Stefánsson, Gunnlaug
Scheving, Þorvald Skúlason, Snorra
Arinbjarnar, Nínu Tryggvadóttur og
Tolla. Verkin eru með fjölbreytilegu
yfirbragði, frásagnarlegu, táknrænu
og huglægu.
Umsjón með sýningunni hafa haft
Sigurður Örlygsson hstmálari og
Aðalsteinn Ingólfsson hstfræðingur.
Sýningin stendur til 1. júlí.
Hehsuhlaup Krabbameinsfélags-
ins undir kjörorðinu betri heilsa
verður laugardaginn 9. júní og hefst
kl. 12.00. Heilsuhlaupið er nú haldið
í Reykjavík í þriðja sinn og í fyrsta
sinn á Akureyri. Þátttakan í Reykja-
vík síðustu tvö ár hefur verið ein-
staklega góð. 1988 hlupu 400 manns
og um 500 manns í fyrra.
Um er að ræða hefðbundið götu-
hlaup og er veðurspá fyrir laugar-
daginn góð bæði fyrir Akureyri og
Reykjavík.
Vegalengdir em 4 km og 10 km og
fer skráning fram að Skógarhhð 8!
Heilbrigðisráðherra, Guðmundur
Bjarnason, mun ræsa hlaupið. Á
Akureyri verður vegalengdin 5 km
og fer skráning fram á skrifstofu
KAON, Hafnarstræti 95. Hlaupið
hefst í göngugötunni og lýkur þar.
í lok hlaupsins verður dregið í
happdrætti og em allir hlauparar
þátttakendur í happdrættinu. Vinn-
ingar eru íþróttavörur frá þekktum
Mynd þessi var tekin í heilsuhlaupinu i fyrra. Og eins og sjá má hindrar
hjólastóllinn ekki þessa tvo þátttakendur sem eru í bakgrunni frá að taka
þátt í hlaupinu.
framleiðendum. Guðmundur
Bjarnason mun ræsa hlaupið bæði á
Akureryri og Reykjavík með aðstoð
Rásar 2.