Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 3
.œar ímiji, b siraAööiao? ■FÖSTUDAGUE ¥. 'jUNÍ'igffO; 61 19 Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1 Lifandi tónlist alla fimmtudaga, fostudaga og laugardaga. Danshúsið Glæsibær Álfheimum, simi 686220 Dansleikur fbstudags- og laugar- dagskvöld. Danshöllin Um helgina leikiu- hijómsveitin Styrming frá Sauðárkróki fyrir dansi á 2. hæð. Casablanca Danssýning fostudagskvöld, diskótek laugardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Opið funmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins i há- vegum höfð. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur fostudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og nk. fimmtudagskvöld. Opið öli kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Dansleikur fóstudags- og laugar- dagskvöld. Keisarinn, Laugavegi 116 Opið öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. ekki ökuskrrteinið heldur!. . Hvert sumar er (-f< margt fólk í sumarleyfi ; ' tekið ölvað við stýrið. yUMFERÐAR RÁÐ íslenska óperan: Frumflutningur íslenskra djass- verka á listahátíð í f slensku óperunni í kvöld verða frumflutt fjögur djasstónverk eftir þá Eyþór Gunnarsson, Sigurð Flosason, Stefán S. Stefánsson og Tómas R. Einarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk djasstónlist er leikin á listahátíð síðan 1979 er Samstæður Gunnars Reynis Sveinssonar voru frumfluttar. Fjórmenningarnir, sem allir hafa verið áberandi í íslensku djasslífi á undanförnum misserum, hafa kos- ið að nafngreina ekki verkin fyrr en á tónleikunum í kvöld, en þeir segja að þarna sé að finna glað- beittan blúsvals, þunglynda stemn- ingskafla, skuggaieg hljómasam- bönd, sérkennileg stef og sundur- höggnar línur sem minna okkur á að hvað sem líður sögulegri ástríðu samtímans erum við hvorki stödd í danssölum svingtímans né á klúbbunum við 52. stræti í New York að hlusta á parkerísk stef; bæði frjálsdjassinn og djassrokkiö hafa komið og farið en engan veg- inn horfið úr sameiginlegri vitund- inni. Fjórmenningarnir fyrrnefndu flytja verkin ásamt Pétri Grétars- syni trommuleikara. Á sömu hljómleikum kemur fram sovéski píanóleikarinn Leoníd Tsjísjík og leikur hann fyrri hluta tónleikanna en íslensku tónlistarmennimir leika á síðari hlutanum. Fimmmenningarnir sem frumflytja fjögur íslensk djassverk, talið frá vinstri: Stefán S. Stefánsson, Eyþór Gunnarsson, Pétur Grétarsson, Tómas R. Einarsson og Sigurður Flosason. Sálin hans Jóns míns. Sálin í Sævangi og Sjallanum Um helgina hefst hin árlega sum- aryfirreið hljómsveitarinnar Sálar- innar hans Jóns míns. Fyrstu hljómamir verða slegnir í félags- heimiiinu Sævangi sem er staðsett skammt frá Hólmavík. Enn sem fyrr mun Sáhn hvergi hvika frá sinni tónlistarstefnu sem felst í því að spila kröftugt rokk og ról fram í rauðan dauðann. Einnig mun hljómsveitin frumflytja ný lög sem væntanleg eru á hljómplötu innan skamms. Á laugardagskvöld mun svo Sálin hans Jóns míns leika í Sjallanum á Akureyri. Sigurvegarar i barnaflokki á Rangárbökkum vorið 1989. Keppt verður í tveimur barnaflokkum á mótinu nú. Mynd Sigurður Sigmundsson Rangárbakkar við Hellu: Annað mesta hestamót ársins Mikið hestamót er nú haldið á Rangárbökkum við Hellu. Hófst það á miðvikudaginn og lýkur á sunnudaginn. Dæmd eru kynbóta- hross af öllu Suðurlandi, bæði stóð- Hrafnista: Handavinnu- sýning Handavinnusýning og -sala verö- ur á Hrafnistu á Sjómannadaginn 10. júní. Sýnd verður handavinna vistfólks á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík, frá kl. 13.30-17.00. Einnig verður kaffi- sala frá kl. 14.00-17.00 og rennur ágóðinn til velferðarmála vistfólks- ins. hestar og hryssur og jafnframt fara fram kappreiðar og gæðingakeppni á vegum hestamannafélagsins Geysis í Rangárvallasýslu og Sindra í Vestur-Skaftafellssýslu. Kynbótahross eru samkvæmt hefð sýnd í sex flokkum, þar sem stóðhestar koma til dóms í þremur aldursflokkum og hryssur í jafn- mörgum. Þá verða einnig bygging- ardæmd yngri kynbótahross og skoöuð afkvæmi eldri hrossa. Veg- leg verðlaun verða veitt í öllum flokkum. í gæðingakeppni er keppt bæði í A- og B-flokki sem og í tveimur flokkum barna og unglinga. í kapp- reiðum verður keppt í 800, 350 og 250 metra stökki, í 150 og 250 metra skeiði og í 300 metra brokki. Pen- ingaverðlaun verða eitt í kapp- reiðagreinunum. Motocross í Jósepsdal Vélhjólaíþróttaklúbburinn mun á sunnudaginn standa fyrir fyrstu motocrosskeppni sumarsins og hefst keppnin klukkan 14. Allir bestu ökumenn landsins hafa skráð sig til keppni og verður hart barist, ekki hvað síst vegna þess að keppnin veitir stig í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í motocross. Að þessu sinni hefur keppninni verið vahnn staður í Jósepsdal við Litlu kaffistofuna, aðeins tíu mín- útna akstur frá Reykjavík. Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að keppa einnig í svoköfluðu fjór- hjólacrossi, þar sem ökumenn þeysast um á fjórhjólum. Þótt keppni af þessu tagi sé stór þáttur í fjármögnun öflugrar starf- semi klúbbsins er verði stillt í hóf Motocrosskeppni nýtur vaxandi vinsælda hérlendis. og er koátar aðeins 400 krónur fyr- ir manninn og frítt er fyrir 10 ára opg yngri. Útivist: Þórsmerkurgangan Nú er Þórsmerkurgangan við Þjórsá. Sunnudaginn 10. júní hefst gangan á því að ferjað verður yfir Þjórsá frá Ferjunesi yfir í Sand- hólaferju. Þaðan verður gengið yfir að Ytri-Rangá. Þetta er mjög fjöl- breytt leið sem hggur meðai annars yfir gamlar brýr, en það voru garð- ar sem hlaðnir voru yfir mýrlendi þannig að hægt væri aö komast yfir með hesta. Meðal annars verður gengið eftir gömlu Asbrúnni frá Hrútsvatni yfir að Rauðalæk, Skohhólar skoð- aöir, en það eru merkir, lítt þekktir hellar með ristum og rúnum, og höfð viðkoma við Hellistjörn. Staðfróðir menn, Árni Hjartar- son jarðfræðingur, Guðbjörn Jóns- son bóndi, Framnesi, Guðjón Ingi Hauksson sagnfræðingur og Her- mann Guðjónsson frá Ási verða með í förinni. Vanir menn í Grindavík Vanir menn. Hljómsveitin Vanir menn mun á sjómannadaginn leika í Festi í Grindavik. .Hefur hljómsveitin leikið síðasthðin tvö ár á opin- berum dansleikjum og einkasam- kvæmum bæði hér heima og er- lendis. Lögð er áhersla á vandaða alhliða danstónlist. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Leó Ólason, hljómborð og hljóð- gervlar, Hallvarður Óskarsson, trommur, og Eyþór Stefánsson, gít- ar. Eftir sjómannadagsdansleikinn í Festi helda Vanir menn norður á Hvammstanga þar sem hljómsveit- in mun leika 17. júní. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Skógardagur Skógardagur Skógræktarfélag Hafnarfiarðar verður á morgun, laugardaginn 9. júni. Safnast verð- ur saman í Gróðrarstöðinni við Hvaleyrarvatn kl. 13 og plantað út aspartrjám. Síðan verður meðal annars gengið um nokkrar land- nemaspildur undir leiðsögn land- nema og fræðst af þeim um reynslu þeirra í ræktuninni. Skógræktar- fólk er beðið aö mæta vel og stund- víslega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.