Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 8
*24 FÖSTUDAGU^ 8, JÚNÍ 1990, Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson DV-LISTINN Þaö er fátt um breytingar á toppi listans að þessu sinni en uppá- haldsmynd skútueigenda er enn í 1. sæti. Hafstillur hafa hreiðrað um sig í toppsætinu en skötuhjúin Harry og Sally sækja fast að þeim. Nýjar myndir streyma út og ekk- ert lát að sjá á útgefendum þó sum- arleyfismánuðimir fari nú í hönd. Draugabanamir eru ef til vill at- hyglisverðasta nýjungin á listan- um að þessu sinn en fleiri forvitni- legar myndir birtast þar. 8. (-) 9. (-) 10. (-) Dead Calm Whén Harry Met Sally Dead Bang Licence to Kill Great Balls of Fire K9 Indiana Jones and the Last Crusade Night Game Ghostbusters II Peter Gun © Afturgenginn draugur GHOSTBUSTERS II Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Harold Ramis og Dan Aykroyd. Aóalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis og Rick Moranis. Bandarísk. 1989.103 mín. Bönnuó yngri en 16 ára. í fyrra var framhaldsmynda- sumarið I og í ár verður fram- haidsmyndasumarið II. Þessum ósköpum virðist aldrei ætla að linna enda ekki nema von á meðan áhorfendur láta selja sér sömu hug- myndina tvisvar. Draugabanarnir vora bara ansi skemmtileg hugmynd í fyrstu og fyrri myndin vel heppnuð grín- mynd, með góðum brellum og skemmtilegum leik. Ferskleikinn er hins vegar farinn af hugmynd- inni þó að í sjálfu sér sé allt í lagi að horfa á sömu myndina aftur. Um efnisþráðinn þarf varla að íjölyrða: Mikil vá sækir að New York í formi illra afla og drauga- banarnir hafa réttu tólin. -SMJ Hefndin er sæt THE HEIST Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Stuart Orme. Aóalhlutverk: Pierce Brosnan, Tom Skerrit og Wendy Hughes. Bandarísk, 1989 - sýningartími 88 mín. The Heist fjallar um Neal Skinner sem sleppt er úr fangelsi eftir að hafa setið þar saklaus í fjögur ár. Hann var annar eigenda rannsókn- arfyrirtækis, en meðeigandi hans falsaði sönnunargögn svo að hann var dæmdur fyrir svik. Þegar Skinner kemur út úr fang- elsi er margt breytt. Meðeigandi hans hefur sölsað undir sig fyrir- tækið og tekið í leiðinni frá honum sambýliskonu hans sem trúir því að Skinner sé sekur. Skinner hefur haft íjögur ár til að undirbúa hefnd og það er ekki ljóst fyrr en í lok myndarinnar hver sú hefnd er í rauninni því í millitíðinni villir hann um fyrir meöeiganda sínum, sem er öruggur um sig og telur sig hafa öll tromp á hendi. Handritið að The Heist er vægast sagt gloppótt og veikt. Spenningur, sem ætti að vera nokkur í mynd- inni, verður aldrei svo mikill að áhorfandinn fái áhuga á því sem er að gerast og persónurnar sjálfar eru svo óskýrar að leikararnir ná aldrei tökum á þeim. Aðalhlutverkið leikur Pierce Brosnan, vinsæll sjónvarpsleikari sem nærri var búinn að hreppa hlutverk James Bond á sínum tíma. Hvorki hann né aðrir sýna eftirminnilegan leik. í heild er The Heist meðalmennskan uppmáluð oggreinilegagerðíhasti. -HK BJÚRNINN Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Jean-Jaques Annaud. Frönsk - sýningartími 92 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Jean-Jaques Annaud fer ekki hefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. Hann er nokkurs konar ein- fari í kvikmyndaheiminum. An- naud leitaði eftir efni frá örófi alda þegar hann kvikmyndaði Leitina að eldinum og jafnvel bjó til tungu- mál sem notað var í myndinni. Sú kvikmynd vakti mikla athygli. Ekki síður vakti athygli mynd hans, Nafn rósarinnar þar sein hann réðst til atlögu við einhveria frægustu skáldsögu síðari ára. Björninn, nýjasta kvikmynd hans, er einstök kvikmynd þar sem maðurinn er í aukahlutverkum. Aöalhlutverkin leika tveir birnir sem eiga auðvelt með að heilla áhorfendur, enda um ótvíræða leikhæfileika að ræða hjá þeim. Við fylgjumst með litlum húni sem hef- Bimir bregða á leik ur misst móður sína. Að mörgu leyti minna viðbrögð hans við dauða móðurinnar á barn sem er í sömu aðstöðu. Litli björninn fer á flakk í leit að félaga. Þann félaga finnur hann í stórum karlbirni sem er á flótta undan veiðimönnum. Þótt sá stóri vilji lítið með þann litla hafa í byrj- un myndast fljótt vinskapur á milli þeirra og verða þeir óaðskiljanlegir í leik sem og í hættulegu umhverfi þar sem miskunnarlausir veiði- menn ógna tilveru þeirra. Annaud hefur tekist að gera heill- andi kvikmynd þar sem talað mál skiptir litlu sem engu máli. Mikil vinna liggur að baki myndarinnar sem er tekin í óspilltri náttúru í Kanada. Það tók meira en ár að þjálfa birnina, sem voru sérstak- lega valdir í hlutverkin, og sagði Annaud í viðtali að þegar hann var að velja húna hefði hann strax tek- ið eftir þeim sem varð fyrir vahnu, því hann var alltaf að sýnast fyrir framan hann. Björninn er kvik- mynd fyrir alla, börn hafa gaman afsemogfullorðnir. -HK Píanóskelfir GREAT BALLS OF FIRE! Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Jim McBride. Handrit: Jack Baran og Jim McBride. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Winona Ryder, Alec Baldwin og Trey Wilson. Bandarísk. 1989. 108 mín. Öllum leyfð. Jerry Lee Lewis bar með réttu nafnið Skelfirinn (The Killer). í list- túlkun sinn og lífi virðist hann hafa verið ákaflega einfaldur per- sónuleiki, nánastbarnslegur. Hann er hins vegar óumræðanlega hluti af rokksögunni og þess vegna löngu tímabært að kvikmynda líf hans. Þessi mynd náði ekki þeim vin- sældum sem að var stefnt og var reyndar hálfgert fíaskó. Það segir í raun ekkert annað en að markaðs- fræðingamir hafa ekki staðið sig því myndin er ágætlega gerð í flesta staði. Quaid er hér í hlutverki Lewis IS JEBKY LIE LEWIS Ljj ...Ifc wtí born to nusi' hfll! Mgass mmm sssM&tm’msMmB og hefur greinilega lagt margt á sig til að ná töktum Skelíisins. Hann er að sönnu dálítið ýktur í túlkun sinni en það er nauðsynlegt til að útskýra fall og niðurlægingu hans. Sem eðlilegt er er mikið fjallaö um samband Lewis og konu hans enda komst ferill hans aldrei almenni- lega yfir þá umfjöllun sem hjóna- bandið hlaut. Að mörgu leyti er heimsóknin til Englands athyghs- verðasti hluti myndarinnar en þar er á skemmtilegan hátt gerð grein fyrir því hvernig almenningsálitið sveiflast til: Frá fullkominni að- dáun til fullkominnar fordæming- ar. Tónlistaratriðin eru ágætlega leyst af hendi og ekkert síðri en í annarri þekktri tónlistarmynd, La Bamba sem einhverra hluta vegna náði mun betri árangri. Ætli þetta snúist ekki bara um misjafna tíma- setningu? -SMJ h Launmorð THE PACKAGE Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andrew Davis. Handrit: John Bishop. Aöalhlutverk: Gene Hackman, Joanna Cassidy og Tommy Lee Jones. Bandarisk. 1989.104 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Gene Hackman er nánast ótrú- lega afkastamikill og er furðulegt hve lítið það kemur niður á gæðum í leik hans. Karlinn er reyndar dæmigerður „stórleikari" af amer- íska skólanum. Hann hefur að því er virðist lítið fyrir túlkun sinni og á ekki í vandræðum með að sveifla sér á milli jafn ólíkra mynda og Another Woman (eftir Woody Al- len sem var dæmd hér í síðustu viku) og The Package. The Package er dæmigerður þriller, býður upp á fátt nýtt en er snyrtilega unnin. Hackman leikur hermann sem fær það verkefni að flytja brota- mann til Bandaríkjanna frá Þýska- landi. Fljótlega stingur fanginn af og kemur þá í ljós að mikið sam- særi er í gangi sem felur í sér morð á helstu ráðamönnum heims. Þó að „plottið" sé fremur ófrum- legt þá bregður fyrir ágætum spennupunktum og ekki spillir leikur þeirra Hackman og Tommy Lee Jones fyrir. -SMJ ★ 14 Eyðimerkurfólkið THE SANDGRASS PEOPLE Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Koos Roets. Aðalhlutverk: Jamie Barlett, Lena Far- ugia og Jon Cypher. Bandarísk, 1989 - sýningartimi 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. The Sandgrass People skiptist í raun í tvennt. Annars vegar fylgj- umst við með flótta söguhetjunnar Dalmain inn í eyðimörlúna, en hann er ranglega ásakaður um morð, og tilraunum hans til að sanna sakleysi sitt. Hins vegar fylgjumst við með hvernig frum- byggjum eyðimerkunnar reiðir af í baráttu sinni fyrir tilveru sinni. Því miður verður atburðarásin á kostnað eyðimerkurfólksins, þótt titill myndarinnar gefi annað til kynna. Eyðimerkurfólkið verður aðeins þema í kringum Dalmain og baráttu hans sem er með róman- tísku ívafi. The Sandgrass People er að mörgu leyti ágætlega gerð tækni- lega séð en leikarar eru aftur móti ekki mjög traustvekjandi. Einhver hefði átt að fylgjast með ofleik þeirrameöanátökumstóð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.